Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 26
I Dagblað án ríkisstyrks örninn er setztur Sýnd kl. 3,10,5,10 7,10,9,10og 1 í,10. • solwr Þjónn sem segir sex Bráðskemmtileg og djörf ensk gaman- mynd. tslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. AUSTlJRBÆJAltBlÓ: FJötdamorflingjar (The| 1 Human Factor) Aðalhlutverk: George Kennedy, John I Mills, Raf Vallone. BOnnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7 og 9. Islenzkur texti. GAMLA Bió: SJ* auglýsiagu. HAFN ARBlÓ: SJA auglýaingu. ____ HÁSkÓLÁBÍÖ: Saturday Night Fever kí. 5 og 9. LAUGARÁSBlÓ: Hðrkuakot, aðalhlutveik Paul Newman.kL 5,7.30og 10. Bðnnuðinnan 12 ára. NVJA BtÓ: Stjömustrið, aðalhlutverk: Mark Hamill, Carrie Fisher og Peter Cushing, kl. 2.30,5,7.30 og 10. REGNBOGINN: Sjá auglýsingu. STJÖRNUBlÓ: Close Encountera of the Third Kind kl.2.30,5 7,30 og 10. ■ TðNÁBÍÖ: Let It Be, siðasta. kvikmynd Bltlanna.1' Sýndkl. 5,7og9. I t Afar spennandi og vel gerö bandarískfit- mynd um óvenjulega hefnd. Myndin sem Bretar vildu ekki sýna. Rod Steiger, Lee Remick. Leikstjóri Don Sharp. tslenzkur texti Bönnuðinnan 14ára ENDURSKIIVÍS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ IIW «ADI - AMOOAnO fitWUL nLMJ—. MtOt MIVIH. Jk. „MKMAELCAIHE DOHALD SUTHERLAND ROOERT DUVALL "THE EAGLE HAS LAHDED7 Frábær ensk stórmynd i litum og Pana- vision eftir samnefndri sögu Jack Higg-. ins, sem komiö hefur út í islenzkri þýð- ingu. Leikstjóri John Sturges. tslenzkur texti. Bönnuð börnum. Endursýnd kl. 3,5.30,8 og 10.40. salur B Mefl hreinan skjöld Sérlega spennandi bandarisk litmynd' með Bo Svenson og Noah Beery. tslenzkur texti. Sýnd kl. 3,05,5,05,7,05,9,05 og 11,05 >salur' Hennesy tslenzkur texti Sýndkl. 5. •Sama verð á öllum sýningum. Bróðurhefnd Amerisk sakamálamynd. Endursýnd kl. 9. . HAFHARBiC Til í tuskið Skemmtileg og hispurslaus bandarísk lit- mynd, byggð á sjálfsævisögu Xaviera1 Hollander, sem var drottning gleði- kvenna New York borgar. Sagan hefur komið út í isl. þýðingu. Lynn Redgrave, Jean-Pierre Aumont. tslenzkur texti. Bönnuð innan löára. Endursýnd kl. 5,7,9 og 11. GAMLA BIO Mary Poppins «aSrtLv» Kvikmyndir DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978. d Útvarp Sjónvarp NÝR SKEMMTIÞÁTTUR - útvarp kl. 20.10: r Ullen, dúllen doff Margir muna eftir þeim gömlu, góöu dögum þegar útvarpið okkar bauð upp á skemmtiþætti í útvarpssal. Var það vel þegið dagskrárefni hjá ungum sem öldnum. í kvöld ætlar útvarpið að taka upp þessa góðu stemmningu og leyfa okkur að heyra þátt sem nefnist Ullen, dúllen doff. Er það hinn kunni útvarps- maður Jónas Jónasson sem er stjórnandi þáttarins. Þáttur þessi verður í vetur einu sinni í mánuði, á fimmtudagskvöldum. 1 kvöld eru það sex ungir leikarar sem koma fram og má þar nefna hina þekktu kaffi- brúsakarla, Gísla Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson. Leikarinn Randver Þorláksson mun einnig koma fram ásamt fleirum. Hljómsveitin Melchior ætlar að spila nokkur lög og verður eitthvaö fleira skemmtilegt á boðstólum. Þar sem stjórnandinn, Jónas Jónasson, var erlendis þegar DB ætlaði að spyrja um þáttinn, fékkst ekki nákvæm lýsing á honum en hann lofar góðu. Má segja að þarna taki útvarpið spor i rétta átt. Ekki veitir okkur af dálítilli upplyftingu þegar skammdegið færist ELÍN ALBERTS Dúnm yfir. Þátturinn hefst kl. 20,10 og stendur í klukkustund. •ELA. » Hljómsveitin Melchior verður meðal þeirra sem fram koma i nýjum skemmti- þætti 1 útvarpinu i kvöld. r MÍN SKOÐUN Jón Birgir Pétursson fréttastjóri segirskoðun sína á útvarpi og sjónvarpi Sjónvarp í „sauðalitum” Sá sem heima situr og horfir á sjón- varpstækið sitt flytja efnið í „sauðalit- unum” er kannski ekki rétti maðurinn til að fjalla um sjónvarpsdagskrána. Nú er allt miðað við litadýrðina, sem menn keppast nú um að veita sér með auknu vinnuálagi. Góðar sendingar og slæmar Það er margt gott að finna í sjónvarpi og útvarpi. Forráðamenn stofnananna eru furðu naskir á að finna gott efni erlendis frá, góða fram- haldsþætti frá Bretlandi og Bandaríkj- unum og góða tónlist fyrir útvarpið hvaðanæva. En svo kemur einstaka sinnum fyrir að við verðum að sinna þvi sem kallaö er „norrænt samstarf’. Það samstarf er þungur biti í hálsi. Þessir ágætu nágrannar okkar eru orðnir hálfleiðinlegir og næsta hvim- leiðir inni á heimilum manna með þessa sifelldu „þjóðfélagsfræði” sína. Tilfellið er að það efni sem vinsældum nær i sjónvarpi er ákaflega oft frá hinum engilsaxnesku löndum, en ekki frá nágrönnum okkar og frændum. En trúlega rætist úr þessu, mér skilst að þeim sé ekki nærri eins umhugað lengur um að breyta og bæta þjóðfélagið, vinum okkar á Norðurlöndunum. Kládíus og krakkarnir Merkasti viðburður síöustu viku var án efa fyrsta sýningin á Kládíusi keisara. Sumum fannst fyrsti þáttur- inn þunglamalegur, en mér er sagt að þessir þættir verði mergjaðir mjög, og börnin á heimilinu séu jafnvel betur geymd úti í sjoppu meðan sýningin fer fram, þ.e. ef þau fást ekki til að fara í rúmið. íþróttir eru einhver allra fyrirferðar- mesti þáttur sjónvarpsfréttanna, sumum finnst nóg um. Eitt vil ég minnast á i sambandi við frétta- myndir frá iþróttaviðburðum. Þegar íslenzk lið keppa, þá er eins og að leik- irnir fari fram í niðdimmri kolanámu. Þetta nefni ég bara til að minna arki- tekta okkar á að lýsing í húsum þessum er af skomum skammti eins og í húsi Bakkabræðra forðum. Ætti sjón- varpið sem allra minnst að mynda i þessum óhæfu húsum þar til sér- fræðingum hefur tekizt að finna leið til að lýsa húsin þannig að þar sé hægt að leika við eðlilegar aðstæður og einnig að taka þar myndir af leikjunum. Páll Heiðar og Sigmar fái að sofa út En svo vikið sé að þeim fjölmiðlin- um, sem ég tel nú alltaf öllu merkari, útvarpinu gamla, þá vil ég endilega að Páli Heiðari og Sigmari sé leyft að sofa út á morgnana. Ekki vegna þess að þáttur þeirra sé lélegur eða leiður. Heldur vegna þess að ég held hann eigi heima á öðrum tíma í dagskránni. Það er hressandi að vakna upp við Jón Múla, Pétur Pétursson eða maður tali nú ekki um Róbert T. Árnason, sem var að verða „stjarna” í svefndrukkn- um augum þeirra sem vakna árla á morgnana. Það er nefnilega mun betra að vakna við hressilega tónlist en hjalið i mismunp,‘di syfjuðum mann- skap. Að öðru leyti er tónlistm oezti þáttur dagskrár útvarpsins. Þar er líka hægt að fræðast um firnin öll af málefnum. Dæmi: allt um verzlun og viðskipti, protein, vegagerð. Allt þetta og meira til getur maður fræðzt um á einum einasta degi ef setið er við tækið, milli þess sem maður sveiflar sér eftir tónum frá heimsfrægum hljómsveitum af öllu tagi. Eitt verður þó að gagnrýna. Leik- ritaval útvarpsins er lélegt, og endur- tekningarnar allt of margar og tiðar. Fimmtudagsdagskráin ætti lika að vera bezta dagskrá vikunnar og fjöl- breyttust, en er það ekki, svo undar- legt sem það er. Smám saman er verið að sverfa af útvarpsdagskránni þessa látlausu sveitalífskynningu frá gömlum dögum. Áheyrendur í dag eru áreiðan- lega að stórum hluta það sem kallast ungt fólk, liðlega þritugt og þaðan af yngra. Líklega er starfsfólk útvarpsins líka ungt að árum og velur efni eftir En sem sagt útvarp og sjónvarp:— En sem sagt útvarp og sjónva^rp: — Útkoman er harla góð, trúlega mun betri en t.d. annars staðar á Norður- löndum. -JBP. rt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.