Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
5
Árshátíð hjá Línunni:
28 TONN AFMÖR HORFIN
ÓDÝRIR
SKÍÐASKÓR
Reimaðir skíðaskór
Nr. 31-35 Kr. 10.155.-
Nr. 36-39 Kr. 10.800.-
ÓDÝRIR
SKAUTAR
— Línudrottningin losnaði við rúm 60 kg á tæpu ári
Alpina smelluskór
Nr. 39-46
Verðkr. 15.020.-
Offitan fer illa með margan manninn
nú á dögum og því hafa þeir sem unnið
hafa bug á bölvaldinum ástæðu til að
gleðjast. Megrunarfélagið Linan hélt
árshátíð á föstudaginn og m.a. sýndu
félagar i Línunni tizkuföt, að sjálfsögðu
tággrannir og spengilegir. En áður hafði
sýningarfólkið komið fram i þeim fötum,
sem það klæddist áður en megrunin
hófst. Til þess að fylla út í þann klæðnað
þurfti margvíslegan aukabúnað, svo sem
kodda, teppi og sængur, sem settur var á
viðeigandi staði á líkamanum.
Óhætt er að segja að mikill munur
hafi verið á útliti fólksins fyrir og eftir.
þá var og krýnd megrunardrottning
ársins. Titilinn hreppti Ingibjörg
Marmundsdóttir og missti hún 60.5 kg á
11 og hálfum mánuði. Ingibjörg er ung
kona, um þrítugt, og má nærri geta að
hún hefur litt séðá eftir mömum. Þá var
einnig í fyrsta skipti krýndur Línu-
kóngur, eða sá karlmaður er beztum ár-
angri náði á árinu. Sá er Sigurður Stein-
dórsson frá Eyrarbakka og losnaði hann
við 24.5 kg á fjórum og hálfum mánuði.
Helga Jónsdóttir stofnandi Linunnar
sagði í viðtali við Dagblaðið, að frá því
að Linan var stofnuð hinn l. júlí I976
hefðu þátttakendur á Reykjavíkursvæð-
inu losað sig við hvorki meira né minna
en rúm 28 tonn af fitu. A föstudaginn
var talan nákvæmlega 28.683 kg af fitu.
Þess utan hafa verið stofnaðir fjölmargir
klúbbar í öllum landsfjórðungum og er
starfið blómlegt. Ekki vissi Helga hve
margir hefðu notið aðstoðar Línunnar
frá stofnun. Erfitt er að áætla það þar
sem fólk kemur og fer.
Aðferðin sem notuð er við megrunina
er aðallega bætt mataræði og siðferði-
legur stuðningur félaganna. Engin lyf
eru notuð. Helga sagði að starfsemin
væri byggð upp á svipaðan hátt og hjá
AA samtökunum sem eru samtök alkó-
hólista er styðja hver annan.
Línan ráðleggur hollt mataræði og
síðan hittist fólkið og rabbar saman yfir
kaffibolla eða freska og allir eru vikt-
aðir. Starfsemin er byggð upp á erlendri
fyrirmynd en aðlöguð íslenzkum að-
stæðum. Þátttakendur forðast fitu og
borða mikið af grænmeti, mögru kjöti og
fiski og engan sykur. Erfiðast hefur
gengið að vénja sig af sósum, majonesi
og sætum kökum. En allt hefst með vilj-
anum.
Flestir þátttakendur eru konur, en þó
nokkuð er þó af körlum. Hver lands-
fjórðungur kaus einnig Linudrottningu
úr sínum hópi. Þegar meðferð er lokið er
ætlazt til að fólk komi til vigtunar og
þannig er hægt að fylgjast reglulega með
þyngdinni.
Að sögn Helgu standa flestir sig, en
samt sem áður hlaupa sumir í spik á nýj-
an leik. Þá hafa freistað um of viða-
miklar hnallþórutertur og Hólsfjalla-
hangiketið.
- JH
c>
Fyrir og eftir. Púðar
og teppi fylla út I gamla
kjólinn.
Farín eru kilóin óþörfu og framtiðin björt.
DB-myndir Hörður
Skíðahjálmar
Verðkr. 5.312.-
Alpina smelluskór
Nr. 31-39
Verðkr. 11.305.-
Listskautar
Stœrðir 36—45
Verðkr. 9.086.-
Hvftir — svertir
Stærðir 30-35
Verð kr. 2.985.- T yrolía
öryggisbindingar
mnmnr norAir
Skíðasett
80 cm kr. 8.476.-
100 cm kr. 9.910.-
120cmkr. 11.292.-
Verzlið hagkvæmt—
Póstsendum
Laugavegi 13
Sími 13508
Skíðabúningar
bama — dömu — herra
28 kindum
bjargað úr
|Xnn — ogennvantar
TOnn margtfé
Menn frá Slysavarnafélagi íslands
björguðu i gær 28 kindum sem fastar
voru í fönn á Reykjanesskaga. Var fé
þetta víða að og eign margra manna.
Fjárbændur sem fé eiga á þessu svæði
skýra svo frá að margt fé vanti ennþá.
Heita þeir á alla er ferð eiga um landið
eða fljúga yfir það að hafa augun vel
hjá sér og láta vita af fé ef menn verða
varir við þar.
Það var Sæmundur Ólafsson sem
samband hafði við blaðið og bað þess
að verði menn varir við fé í fönninni
hafi þeir samband við hann í síma
11449. Telur Sæmundur að margt fé
sé á svæðinu frá Helgafelli og suður að
Keili og muni það bæði vera í fjöllum
ogá láglendi.
- ASt.