Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 12
12 íþróttir Sunddrottningin Sonja Hreiðarsdöttir verður meðal keppcnda Ægis, sem taka þátt i maraþonsundi Ægis og Dagblaðsins. 1 1 i J ® Jþ 1 l . Í | ^ n ^ mm wm&\ L^tm. '...-tff'fo DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 íþróttir íþróttir, íþróttir íþróttir Fyrsti svertinginn valinn í enska landsliðið: Þrír leikmenn Liver- pool settir úr liðinu Enski landsliðseinvaldurinn í knatt- spyrnunni, Ron Greenwood, valdi I gser lið það, sem leikur landsleik við Tékkó- slóvakiu á morgun, miðvikudag. Green- wood gerði sex breytingar á liði sínu frá Evrópuleiknum við Íra á dögunum. Bakvörðurinn Viv Anderson hjá Nottingham Forest var valinn i stöðu hægri bakvarðar ogerfyrsti svertinginn, sem valinn er I enska landsliðið i knatt- spyrnu. Þetta markar þvi tímamót í Sovétmenn unnu Dani Sovétríkin sigruðu Danmörku í tveimur landsleikjum i handknattleik á föstudag og laugardag. Úrslitin i báðum leikjum hin sömu, 21—15 fyrir Sovét- ríkin. Danir áttu ekki svar við stórskyttum sovézka liðsins. Skot þeirra höfnuðu ótt og tftt i danska markinu. f fyrri leiknum á föstudag var staðan í hálfleik 12—6 fyrir Sovétríkin. Mörkin í þeim leik skoruðu. Dan- mörk: Erik Bue Petersen 5/1, Jesper Petersen 3, Iver Grunnet 2, Anders-Dahl Nielsen 2/1, Morten Stig Christensen 1, Mikhael Kold 1 og Lars Bock 1. Sovét- ríkin. Alexander Anpilogov 5. Vladimir Belov 5, Juri Kidajev 3, Oleg Gagin 2/2, Vladimir Repjov 1, Vladimir Kravcov 1, Anberg Tabidze 1, Vladimir Nivozski 1, Vasseli Barin 1 og Viktor Machorin 1. Áhorfendur voru 1600. Tölur úr síðari leiknum höfum við ekki fengið enn. Þá má gcta þess, að f þriðja leik Sovétríkjanna og Sviþjóðar, sem leiknir voru í vikunni á undan dö- nsku leikjunum, varð jafntefli 24—24. Leikið var í Stokkhólmi og voru Svíar að vonum mjög ánægðir með þann árangur. Sovétríkin urðu í öðru sæti á HM sl. vetur. brezkri knattspyrnu en er aðeins upphaf þess, að margir svertingjar feti i fótspor Andcrsons. Það er ekkert nýtt að svertingjar séu valdir f landslið i Evrópu. Slikt er algengt til dæmis í Frakklandi — og einnig hafa svertingjar leikið f flciri landsliðum, mcira að segja Vestur- Þýzkalands. Það vakti mikla athygli í gær að þrír leikmenn Liverpool misstu stöður sinar í landsliðinu — Emlyn Hughes var einn þeirra, en hann hefur ekki komizt í lið Liverpool frá því í september. Er þó i enska landsliðshópnumen nú er talið að dagar hans séu taldir sem landsliðs- manns. Hann var fyrirliði liðsins í leiknum við íra — en nú tekur félagi hans hjá Liverpool Phil Thompson við stöðu hans sem miðvörður, og Kevin Keegan verður fyrirliði. Enska liðið gegn Tékkum verður skipað þessum leikmönnum. Peter Shilton, Nott. Forest, Viv Anderson, Ncttm. Forest, Trevor Cherry, Leeds, Phil Thompson, Emlyn Hughes — missti stöðu sina. Viv Andersson, Nottingham Forest — fyrsti svertinginn i enska landsliðinu í knattspyrnu. Liverpool, Dave Watson, Man. City, Tony Currie, Leeds, Ray Wilkins, Chelsea, Steve Coppell, Man. Utd. Tony Woodcock, Nottm. Forest, Kevin Keegan, Hamborg SV, og Peter Barnes, Man. City. Auk Hughes misstu Liverpool-leik- mennirnir Ray Clemence, markvörður, og Phil Neal, bakvörður, stöður sinar i liðinu. Það kemur ekki beint á óvart. Anderson kemur í stað Neal, sem hefur átt heldur slaka leiki að undanförnu, og Peter Shilton fer í markið eftir snilldar- markvörzlu sína tvö síðustu árin. Þá kom Ray Kennedy, Liverpool, ekki til álita vegna meiðsla en hann er í lands- liðshópnum eins og félagar hans, sem misstu stöður sínar í liðinu. Þess má geta, að Emlyn Hughes hefur leikið 56 landsleiki fyrir England. Trevor Brookipg, West Ham, var ekki valinn i landsliðið vegna meiðsla og kemur Tony Currie, Leeds, í hans stað. Currie hefur undanfarna mánuði verið i landsliðshópnum og komið inn sem varamaður. Hann verður á miðjunni með Ray Wilkins, Chelsea. Vinstri bak- vörður er gamli landsliðskappinn Trevor Cherry, Leeds, sem var valinn i stað Mick Mills, Ipswich. Hann missti því stöðu sina og það gerði líka Bob Latch- ford, Everton. 1 hans stað valdi Green- wood Tony Woodcock, Nottingham Forest. Hinir þrír leikmennirnir I fram- línunni, Coppell, Keegan og Barnes héldustöðum sinum. Ron Greenwood hefur ekki áður gert svo rótækar breytingar á landsliðinu enska frá því hann tók við sem einvaldur eftir að Don Revie stakk af. Tékkar og Englendingar munu einnig leika B-landsleik á morgun, miðvikudag. í enska B-liðinu eru fjórir leikmenn, sem leikið hafa í enska landsliðinu, þeir Joe Corrigan, Manch. City, Brian Green- hoff, Manch. Utd. Brian Talbot, Ipswich og John Gidman, Aston Villa. Laurie Cunningham, svertinginn snjalli hjá West Bromwich Albion, sem alveg skyggði á stjömur Valencia, þá Rainer Bonhof og Mario Kempes, í Evrópuleiknum sl. miðvikudag í Valencia, er valinn í liðið en hins vegar ekki félagi hans Cyrille Regis — annar snjall svertingi hjá WBA. Talið var öruggt, að Regis kæmist í liðið. Þá er fyrirliði Everton, Mick Lyons, valinn en ekki er alveg öruggt að hann geti leikið. Á við meiðsli að stríða. Ef hann leikur ekki kemur Bob Hazell, Úlfunum, — enn einn svertingi — í hans stað. Kevin Keegan, enski landsliðsfyrir- liðinn hjá Hamburger SV, hefur verið kjörinn „vinsælasti leikmaðurinn” i Vestur-Þýzkalandi. Það voru knatt- spyrnumenn í Bundeslfgunni, sem greiddu atkvæði. Af 270 fékk Keegan 96 atkvæði. Næstir komu Sepp Maier, markvörður Bayern og þýska lands- liðsins, og Klaus Fischcr. MARAÞONSUND ÆGIS OG DB Efnt er til þessa sunds til ágóða fyrir Sundfélagið Ægi. Leitað verður til fólks um að skrifa sig á áskriftarlista — þar sem heitið er 30 krónum fyrir hvern kílómetra, sem sundfólkið leggur að baki. Hér er þvi ekki um stóra upphæð að ræða hjá hverjum og einum, sem vill styrkja félagið — en safnast þegar saman kemur. „Það hefur verið keppt í maraþonknatt- spyrnu og maraþonhlaupi i Vestmanna- eyjum, Keflavik, Akranesi og i Kópavogi síðustu vikur og mánuði en ekkert slíkt hefur verið háð í Reykjavík. Við heitum því á Reykvíkinga að styðja við bakið á okkur í sambandi við þessa keppni — styrkja sund- fólk Ægis með undirskriftum en Sundfélagið Ægir hefur unnið mjög mikið starf á sviði sundmála Reykvíkinga i marga áratugi. Lagt þar mikið starf af mörkum til heilla Reykvíkingum og reyndar öllum lands- mönnum. Hefur um árabil verið öflugasta sundfélag Íslands,” sagði Halldór Hafliða- son, formaður Ægis í gær.” Þó við heitum sérstaklega á Reykvikinga vitum við að Ægir á stuðningsfólk um allt land og við heitum einnig á það að styrkja okkur í þessu sambandi,” sagði Halldór ennfremur. Axel Alfreðsson hefur um langt árabil verið I hópi beztu sundmanna fslands. Margfaldur fslandsmeistari og methafi. Hann verður elzti keppandinn, 22ja ára, I maraþonsundi Ægis og Dagblaðsins. „Eitt er ég viss um og það er að cnginn mun gefast upp í maraþonsundinu — og annað. Það verður sett heimsmet f Sundhöll Reykjavíkur þvi þetta mun vera i fyrsta sinn i heiminum, sem 24 sundmenn synda 24 klukkustundir samfleytt ,”sagði Guðmundur Harðarson, hinn snjalli þjálfari Ægis i gær. Sundfélagið Ægir í Reykjavík hefur ákveðið aö cfna til maraþonsunds í samvinnu við Dagblaðið, sem stendur í sólarhring. Fyrir- komulag er þannig, að hver keppandi syndir í eina klukkustund og rcynir að synda eins hratt og mögulegt er til að komast sem lengsta vegalengd. Keppendur verða 24 og keppnin stendur því nákvxmlcga í sólar- hring. Hefst i Sundhöllinni föstudagskvöldið 15. desember kl. 22.00 og verður synt alla nóttina — allan laugardaginn 16. desember til kl. 22.00 um kvöldið. Vegalengdin, sem sundfólkið mun leggja að baki, verður senni- lega cinhvers staðar á bilinu 85—89 km. Ekki er vitað til að slikt maraþonsund hafi áður verið reynt i heiminum. Hins vegar er vitað um fimm sundmenn, sem syntu í 24 klukkustundir — og aðra 20, sem syntu 100 mílur á 24 klst. og 24mín. Ægir vann KR Ægir sigraði KR 5—4 f spennandi leik i gærkvöld I SundhöUinni á haustmótinu f sundknattleik. Það var fyrsti leikurinn á mótinu. Það hefur aldrei verið reynt opinberlega fyrr hér á landi að synda í klukkustund — hvað þá að 24 syndi í 24 klukkustundir. Það 'getur því orðið skemmtilegt fyrir áhorfendur að fylgjast með sundinu í Sundhöllinni. Keppendur verða 24 — piltar og stúlkur. Yngsti keppandinn 10 ára en sá elzti 22ja ára. Ein braut í lauginni í Sundhöllinni verður afmörkuð fyrir sundfólkið — en að öðru leyti verður Sundhöllin opin fyrir al- menning á þeim tíma, sem sundið fer fram. Það er á venjulegum sundtíma hallarinnar. Ýmislegt verður gert til að sundið verði sem áhugaverðast — Sundhöllin prýdd og annað eftir því — og svo er líka hægt að taka sund- sprett á sama tíma og fylgzt er með sund- fólki Ægis. Undirbúningur fyrir maraþon- sundið hefur staðið um tima og DB þykir fengur að hafa fengið tækifæri til að styðja við bakið á sundfólki Ægis í sambandi við sundið. Það er skemmtileg nýbreytni. Veru- legur áhugi hefur komið í Ijós hjá ýmsum í sambandi við sundið — og margir hyggjast styrkja Ægi. Ekki veitir af. Litlir peningar sem eru í umferð í sambandi við sundmál Íslendinga. DB mun næstu daga og fram að keppnisdögunum 15.-16. desember skýra betur frá þessu maraþonsundi Ægis og DB. •hsim. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 29 Iþróttir Iþróttir tíO 2 Iþróttir Iþróttir Margir telja að Austurrikismaðurínn Klaus Heidegger verði sigurvegari i keppni heimsbikarsins i vetur. Mjög fjölhæfur skiðamaður. Hér er hann til vinstri — en til hægrí er Ingemar Stenmark Sviþjóð, sem sigrað hcfur I keppni heimsbikarsins þrjú siðustu árín. Stigaútreikningi breytt í 12. sinn —á 13 árum í keppni heimsbikarsins í alpagreinum á skíðum Phil Mahre, hinn 21 árs Bandaríkjamaður frá White Pass i Washington-fylki er talinn hafa góða möguleika i keppni heimsbikarsins f vetur. „Þetta er kolvitlaust. Nú getur næstum hver sem er komið og unnið til 25 stiga í heimsbikarkeppninni,” sagði Franz Klammer, austurríski brun- meistarinn, í viðtali við fréttamann Reuters. Hann gagnrýndi mjög hinar nýju keppnisreglur, sem fara á eftir í vetur í keppni heimsbikarsins — einkum þó að samanlagður árangur í svigi og bruni eða stórsvigi og bruni vcrður fjórum sinnum á dagskrá á ný. Austurríkismenn eru gagnrýnir á nýja kerfið ekki síður en Svíar. Það varð einhvern veginn að stöðva sigurgöngu Ingentar Stenmark, sem sigrað hefur í keppninni um heimsbikarinn þrjú síðustu árin, og því greip nefndin, sem hefur með að gera að ákveða keppnis- reglur til þess að breyta þeim i tólfta skipti — og það 13. árið, sem keppnin er háð. Mikilvægasta breytingin er fólgin í því að samanlagður árangur í tveimur greinum á móti er tekinn upp á ný. Að auki verður nýr stigaútreikningur fyrir þrjú síðustu mótin i hverri grein. Þá fá 25 beztu stig — ekki aðeins 10 beztu eins og áður hefur verið. Talið frá 25^'og niður úr. Það þýðir að þeir keppendur, sem eru í beztri æfingu siðast á keppnistímabilinu fá flest stigin. Þessi mót verða þýðingarmeiri en þau, sem verða háð i desember og til loka janúar. Tíunda saéti á brunkeppninni á mótinu fræga Hahnenkamm i Kitzbuhel gefur til dæmis sama stigafjölda og 25. sæti á Garibaldis- mótinu í bruni í Kanada. Ingemar Stenmark hefur ákaflega litla möguleika til að vinna fjórða árið i röð samanlagt. Þó hann sigraði í öllum 10 svigmótunum og öllum tíu stórsvigs- mótunum gæti hann hlotið 150 stig í hámark — og nú verða keppendur einnig að hljóta stig í bruninu til að geta Sveitaglíma íslands Sveitaglima íslands fór fram í íþrótta- húsinu að Laugum í S-Þing. 25.nóv. 1978. Fjórar sveitir tóku þátt í mótinu, tvær frá Héraðssambandi Suður-Þing- eyinga, ein frá Ungmennafélaginu Víkverja og ein frá KR. ÚrsUt urðu þau að A-sveit H.S.Þ. sigraði, hlaut 3 stig. í öðru sæti varð B- sveit H.S.Þ. með 2 stig. Þriðja var sveit Víkverja með 1 stig og i neðsta sæti varð sveit KR með ekkert stig. Sveit Vlkverja var ekki fullskipuð, hana vantaði þátt- takanda I þyngsta fiokk. GUmustjóri var Arngrímur Geirsson. Yfirdómari Sigtryggur Sigurðsson. Meðdómendur, Eysteinn Sigurðsson og Haukur Aðalgeirsson. sigrað. Stenmark hefur hingað til ekki hætt á að taka þátt í brunmótum. 1 karlakeppni heimsbikarsins er há- marksþátttaka hjá keppanda 34—10 i svigi, 10 i stórsvigi, 10 í bruni og fjögur mót samanlagt. Hjá konum i keppninni 26. Á mótunum í desember og janúar verður stigatalan 25, 20, 15, 11,8,6,4, 3, 2 og 1. Það er fyrir 10 beztu. 1 febrúar og marz fá 25 beztu stig 25, 24, 23 og svo framvegis. Tekin verða saman þrjú beztu afrek keppenda í hverri grein — og auk þess á mótunum fjórum saman- lagt. Það þýðir hámark 300 stig, 12 x 25 stig. Nú þegar flestir telja, að Ingemar Stenmark hafi litla sem enga möguleika til að sigra i heimsbikarnum* i vetur — hvort sem hann fer út i að keppa í bruni eða ekki — beinist athyglin mjög að því hver hafi mesta möguleika að ná titli hans. Stenmark og Klammer telja báðir að Klaus Heidegger, Austurríki, hafi mesta möguleika — en aðrir eru á þvi, að Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre sé sigúrstanglegastur. Hann er ágætur brunmaður auk þess sem hann er meðal hinna fremstu í svigi og stórsvigi. Auk þessara tveggja koma þeir Piero Gros, Ítalíu, og Andreras Wenzel. Lichten- stein, mjög til álita — jafnvel Gustavo Thoeni. Italíu, sem var hinn mikli meistari áður en Stenmark kom fram á sjónarsviðið. Keppnin i heimsbikarnum hjá körlum hefst í Val d’ Isere í Frakklandi 9. desember. Keppt verður einnig þann 10. Keppnisgreinar stórsvig og brun — og samanlagt. 13. desember verður svig- keppni í Madonna di Campiglio á Ítalíu. 16. desember brun í Val Gardena á italíu. 20. desember brun i Cortina á Ítalíu — og 21,—22. febrúar svig og stórsvig í Kranjska Gora í Júgóslaviu. Þá vertýur hlé til 6. janúar. Keppni kvenna hefst i Val d’Isere í j Frakklandi 7.—8. desember. Anna j Maria Moser, Austurriki, verður meðal i keppenda í vetur og stefnir að sínum sjötta sigri í keppni heimsbikarsins — en á síðasta keppnistímabili varð hún að láta sér annað sætið nægja. ENN MET HJA GETRAUNUM Einn með 12 rétta ogfékk eina milljón þrjú hundruð sextíu og átta þúsund kr. Það er sctt nýtt met næstum I hverri viku hjá íslenzkum getraunum. i 14. leikviku — leikir síðastliðinn laugardag — kom fram einn seðill með tólf réttum og fær handhafi hans kr. 1.368.000 krónur — eina milljón þrjú hundruð sextíu og átta þúsund — sem er hæsta vinningsupphæð, sem komið hefur á einn seðil I getraununum frá upphafi. Vinningshafi þessa seðils er úr Kefla- vík, þeim mikla knattspyrnubæ. Fyrra íslandsmetið i getraununum átti ungur piltur úr Kópavogi, sem hlaut tæpa 1.2 milljónir króna í 12. leikviku getrauna. Met hans hefur því verið bætt um tæpar 200 þúsund krónur. 1 14. leikvikunni með leikjuni á laugardag komu einnig fram 54 raðir með 11 réttum. Vinningur fyrir hverja verður 10.800 krónur. Þátttakan i getraununum heldur áfram að aukast og var vinningsupp- hæðin í 14. leikviku um 1.950.000 krónur — ein milljón niu hundruð og fimmtíu þúsund krónur — sem er hæsta vinningsupphæð í getraununum hér á landi frá upphafi. 1 15. leikviku með leikjum i ensku knattspyrnunni næstkomandi laugardag eru þessir leikir. Arsenal—Liverpool Aston Villa—Coventry Bristol City—Derby Everton—WBA Ipswich—Leeds Man. Utd,—Norwich Middlesbro—Tottenham Nottm. Forest—Chelsea QPR-Bolton Southampton—Birmingham Wolves—Man. City Burnley—Luton Hibs í stríði við brezku ríkisstjórnina Edinborgarliðið Hibernian ætlar að áfrýja þeirri ákvörðun brezku rikis- stjórnarinnar að veita norska knatt- spyrnumanninum Isak Refstad ekki at- vinnuleyfi í Skotlandi. Honum var neitað um atvinnuleyfi á þeirri forscndu, að hann uppfyllti ekki þau skilyrði, sem gerð eru til erlendra knattspyrnumanna á Bretlandseyjum, það er „að vera viðurkenndur knattspyrnumaður á alþjóðlcgum vettvangi, sem getur lagt eitthvað af mörkum til þjóðaríþróttar brezkra” eins og segir í greinargerð stjórnarinnar í sambandi við at- vinnuleyfi. Refvik kom til. Skotlands 13. nóvember ásamt norska lands- liðsmanninum Svein Mathiesen. Þeir skrifuðu undir áhugamannasamning hjá Hibernian tveimur dögum síðar. Mathiesen fékk atvinnuleyfi þar sem hann er landsliðsmaður— en Refstad ekki. Lék þó einn leik með Hibernian gegn Morton og skoraði bæði mörk liðs síns í 2—0 sigri i deildabikarnum. KRVARÐÍ3JA SÆTIA ÍRLANDI Körfuknattleiksmenn KR tóku þátt í hraðmóti i körfuknattleik í Dublin á frlandi um helgina. Léku fimm leiki i förínni — unnu þrjá en töpuðu tveimur — og urðu í þriðja sæti á mótinu. Á mótinu léku ensku og skozku bikar- meistararnir, írlandsmeistararnir — og þaö liö, sem nú er efst I I. deild á írlandi, auk KR-inga. Fyrsti leikur KR var við bikar- meistara Englands. Það var spennandi leikur og KR með forustu ' lengi vel. Undir lokin sigu þeir ensku- framúr og sigruðu með 12 stiga mun. Annar leikur KR var við írlands- meistarana í körfuknattleik og þá sigraði KR með 10 stiga mun. í þriðja leiknum voru skozku bikarmeistararnir lagðir að velli. KR sigraði þá með 18 stiga mun. Fjórða leiknum töpuðu KR-ingar hins vegar en það var við liðið á trlandi, sem er í efsta sæti. Sá leikur skar úr hvort liðið færi í úrslit gegn ensku bikarmeist- urunum trarnir reyndust sterkari. Sigruðu KR með niu stiga mun. Í keppn- inni um þriðja sætið sigraði KR skozku bikarmeistarana aftur og hlaut því þriðja sætið. Fara enn 2 leik- menn til Lokeren? áform hans. Morton var hér í keppnis- för. Greinilegt að málin við belgiska liðið Lokeren eru að komast á alvarlegt stig — og eru reyndar komin það. Er ekki ráð fyrir stjórn Knattspyrnusamhands íslands að fylgjast vel með því sem cr að gerast á þessu sviði? Aberdeen vann Dynamo Moskvu Aberdeen sigraði nýlega Dynamo Moskvu 1—0 i Aberdeen. Það er fyrsti jtapleikur sovézka liðsins í keppnisförinni um Bretlandseyjar — áður jafntefli gcgn Bristol City og sigur á Chelsea. David- son skoraði eina markið í leiknum i Abcrdeen. Benedikt Guðmundsson, miðvörður- inn sterki í Breiðabliki i knattspyrnunni, sem aðeins er 17 ára, hélt I morgun til Belgiu og mun næsta hálfa mánuðinn dvelja hjá Lokeren — liðinu, sem þeir Arnór Guðjohnsen og James Bett leika með. Talsverðar likur eru á þvi að Benedikt gerist atvinnumaður hjá Lokeren ef um semst hjá honum og belgiska félaginu — og Benedikt líkar við aðstæður þar. Þá eru einnig horfur á því aö Hafþór Sigurjónsson úr Fram fari einnig til Lokercn á næstunni. Belgíska félagið hafði samband við Benedikt og Hafþór, þegar þeir léku með islenzka unglinga- landsliðinu i Hollandi á dögunum. Það er greinilegt að belgiska félagið ætlar sér mikinn hlut með kornunga íslenzka leikmenn. Þetta minnir talsvert á Morton-málið hér á árunum upp úr 1970, þegar Hal Stewart, framkvæmda- stjóri og eigandiMorton á Skotlandi,var að reyna að fá marga íslcnzka pilta til sín. Hins vegar varð ekki af því. Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSf, stöðvaði Stewart og kom i veg fyrir Kinverjar léku sér að Svíum í lands- kt ppni í borðtennis i gær i Trollhettan I Svíþjóð. Úrslit í karlakeppninni, Kína 5 ;— Svíþjóð 0, og sömu úrslit voru í kvennakeppninni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.