Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Aðvöran um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir júlí, ágúst og september 1978 og nýálagðan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóra- skrifstofunnar við Tryggvagötu. 23. nóvember 1978. Lögreglustjórinn í Reykjavík Sigurjón Sigurðsson. Frá Fjölbrautadeildum Ármúla- og Laugalækjaskóla Tekið við umsóknum nýrra nemenda á 1. og 2. áfanga voranna. Umsóknarfrestur er til 15. desember. í Laugalækjarskóla eru viðskiptabrautir en í Ármúlaskóla uppeldis- og heilsugæslubrautir. Námið er í samræmi og tengslum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Skólastjórar. TIMEX HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐ Í SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA , PÓSTSENDUM |D II A| MAGNÚS GUÐLAUGSSON Ull'VnL STRANDGÖTU 19 - HAFNARFIRÐI BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: San Francisco: Borgarstjórí og samstarfsmaöur skotnir fvf bana — borgarstjórinn áður stuðningsmaður trúarleiðtogans Jim Jones en samstarfsmaðurinn talsmaður kynvillingasamtaka borgarinnar Lögreglan í San Francisco í Kaliforníu heldur einum af fyrrver* andi yfirmönnum borgarinnar, Dan White, í gæzluvarðhaldi vegna morðsins á George Moscone borgar- stjóra og einum aðstoðarmanna hans Harvey Milk. Ekki hefur þó verið gefin út ákæra á hendur White vegna morðsins. Að sögn lögreglunnar eru engin tengsl milli þessara morða og fjölda- sjálfsmorða hinna rúmlega 900 manna i trúflokki Jimmy Jones í Guyana. Moscone borgarstjóri var áður fyrr í tengslum við Jones sem studdi hann í kosningum og fékk fyrir vikið sæti i húsnæðismálaráði San Francisco. Harvey Milk, aðstoðarmaður borgar- stjórans látna, var talsmaður kyn- villingahreyfingarinnar I San Francisco en þar eru þeir taldir hlut- fallslega einna fjölmennastir í Banda rikjunum og eru öflugt afl í stjórn- málum og njóta verulegra réttinda þar fram yfir annars staðar I landinu. Dan White, sem grunaður er um verknaðinn var áður lögreglumaður og slökkviliðsmaður. Er hann sagður hafa verið mjög óánægður vegna þess að Moscone borgarstjóri neitaði að ráða hann aftur í stöðu hjá borginni en hann sagði henni lausri fyrr í þessum mánuði. Taldi hann sig þurfa meiri tíma til að reka veitingastofu sína en snerist siðan hugur. Moscone hafði verið þrjú ár í stöðu borgarstjóra San Francisco og hlaut nokkuð ámæli fyrir að skipa Jimmy Jones kennimann i húsnæðismálaráð borgarinnar. Jones sagði af sér fyrir tveim árum, þegar hann sneri sér að þvi að koma upp búðum trúflokks síns i Guyana. Nú vilja Noróurlandabúar, sérstaklega Norómenn og Danir, komast til London og þá sérstaklega til þess aó verzla þvi gengi sterlingspundsins er hagstætt núna og hægt að fá margt gott fyrir peningana sina i London. Feróaskrifstofur á Norðurlöndum hafa ekki við að selja farmiða og margir komast seinna en þeir vildu. Einnig er ódýrt að ferðast þangað á þessum árstima og það hafa frændur vorir uppgötvað og fara þvi fremur nú en á öðrum árstímum. Franskur Chrysler '71 Fiat 128 '73 Toyota Crown '67 Rambler '67 Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73 ySamningaviðræður ísrael og Egyptalands: Carter fær loka- Einnig höfum við urval afkerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 11397 tillögur Sadats Mustapha Khalil forsætisráðherra Egyptalands mun koma til Washington á fimmtudag og ræða við Carter forseta Bandaríkjanna um þá kröfu Egypta að samtímis verði gengið frá ákvörðun um sjálfstjórn Palestínuaraba og friðar- samninga milli Egypta og ísraelsmanna. I opinberri tilkynningu í Egyptalandi var sagt að forsætisráðherrann mundi einnig afhenda Carter forseta skilaboð frá Sadat Egyptalandsforseta. 1 egypzka blaðinu Al-Gomhouria i Kairó sagði I gær að í skilaboðunum mundi koma fram endanlegur skilningur Sadats forseta á þvi hvernig friðar- samningar og umræður um þá ættu að fara fram gagnvart Ísrael. Viðræðurnar hafa í raun algjörlega stöðvast að und- anförnu i Washington vegna þess að allir helztu samningamenn hafa verið kallaðir heim til viðræðna við stjórnir landa sinna. í Al-Gomhouria var í gær sagt, að Egyptar væru þó tilbúnir til þess að halda viðræðum áfram svo lengi sem viðræður færu fram á grundvelli tillagna þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.