Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 24
Upphlaup í Alþýðuf lokknum „STJORNIN ER DAUÐ EN UT- FÖRIN FER FRAM SÍÐAR” —segir Bragi Sigurjónsson Mikil ólga er i Alþýðuflokknum vegna þess að flokkurinn beygði sig fyrir Ólafi Jóhannessyni i vísitölu- málinu. Þetta kom meðal annars fram á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina, þegar þingmenn gerðu grein fyrir frumvarpinu um „viðnám gegn verðbólgu”. Þingmenn kepptust þar við að afsaka sig og lýsa yfir, að þeir hefðu samþykkt frumvarpið með mikilli tregðu og í því fælist fráhvarf frá kosningastefnu. flokksins. Það gengi ekki nógu langt i baráttunni við verðbólguna. Bragi Sigurjónsson þing- maður sagði, að stjórnin væri dauð en útförin færi fram siðar, á útmánuðum. Benedikt Gröndal, formaður flokks- ins, sagði, að féllust Alþýðuflokks- menn ekki á frumvarpið mundi Ólafur kenna þeim um, er öll kauphækkunin. 14,1%, yrði látin koma til fram- kvæmda. Ólafur Björnsson, bæjarfull- trúi í Keflavik, sagðist hafa ætlað að segja af sér öllum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn vegna visitölumálsins, en nú mundi hann láta það bíða, því að hann vildi styðja baráttu Braga Sigurjónssonar. Bragi hefur sagt af sér forsetadómi í efri deild í mótmæla- skyni, eins og DB greindi frá i gær. Þingmennirnir Vilmundur Gylfason, Finnur Torfi Stefánsson og Gunnlaug- ur Stefánsson lögðu til, að frumvarpið yrði stutt, um annað væri ekki að ræða eins og komið væri. Arni Gunnarsson þingmaður sagðist eigin- lega biðjast afsökunar á að vera þing- maður Alþýðuflokksins við þessar aðstæður, þegar svo mikið hefði verið gefið eftir. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður kvað þetta ekki mundi endurtaka sig fyrir 1. marz. Flokkur- inn mundi þá sýna meiri hörku. Fleiri þingmenn tóku undir það. Bragi Níels- son þingmaður sagði.að flokkurinn hefði orðið að þola svínbeygingu. Eggert G. Þorsteinsson sagði, að þing- mennirnir hefðu með þessum vinnu- brögðum staðfest fjárlagafrumvarp Tómasar Árnasonar. Aðrir flokks- stjórnarmenn voru margir hverjir harðir í gagnrýni á þingliðið fyrir, hvernig til hefði tekizt i vísitölu- málinu. Fundurinn stóð í þrjár og hálfa klukkustund. Óánægjan birtist síðan í gaer í afsögn Braga Sigurjónssonar og á þingflokksfundi Alþýðuflokksins. HH Myndirnar sýna þegar borgarstarfsmenn voru að undirbúa borgina fyrir hlákuna miklu. Innsetta myndin að neðan var tekin i morgun á einum af fáum stöðum þar sem vatn hafði setzt að, á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. DB-myndir Hörður og Ragnar. Þrátt fyrir asahlákuna: Sluppum að mestu við „umferðarvötnin” Stöðubreyt- ingar íbanka- kerfinu Hinn kunni skákmaður Gunnar Gunnarsson, sem verið hefur fulltrúi Útvegsbankans í gjald- eyrisdeild bankanna, Laugavegi 77, verður nú útibússtjóri Útvegs- bankans i Hafnarfirði. Gunnar Hjartarson, sem hefur verið útibússtjóri Búnaðarbankans á Hellu, verður sparisjóðsstjóri á Dalvík. HH. Járn fauk íBreið- holti og ófært austur — en alltfórbeturen á horfðist og ekki | ervitaðum hrakninga fólks á Suðui landsvegi l Allmikið var að snúast hjá lögreglunni í Árbæ i gærkvöldi af völdum veðurs og óhappa því samfara. Útkall kom t.d. vegna þess að járn tók að fjúka af þaki húss sem er í byggingu. Svipti- vindar eru miklir á ýmsum stöðum í Breiðholtinu, að sögn Björns Sigurðssonar varðstjóra. En svo fór að fok varð ekki nema aðallega af einu þaki. Þá urðu vissar hörmungar sam fara ferðalögum fólks í átt austur yfir heiði. í Árbæjarstöðinni var hitastigið í gær ein gráða ofan við frostmark og þýðir það venjulega frost á fjallinu. Þar var á tímabili i gærkvöldi slyddubylur. Björn sagði að vaskir menn á góðum bilum hefðu snúið við umferð við Bláfjallaveg. Áhlaupið stóð hins vegar ekki ýkja lengi og er liða tók á kvöld og nótt fór veður batnandi og allir komust leiðar sinnar án slysa. Gifurleg bleyta er á vegum á Suðurlandi að sögn vegagerðar manna á Selfossi, en þeir höfðu ekki tíðindi af hrakningum að segja. -ASt. Reykvíkingar og fleiri sluppu í nótt og morgun við flóð og vandræði sem hlotizt hafa af asahláku sem þeirri sem hér hefur verið næstum sólarhring. Nú sjást varla pollar sem áður hafa oft verið eins og stöðuvötn, og erfið umferð, á ýmsum punktum gatnakerfisins. Ástæðan mun tvíþætt. Hlákan kom hægt og starfsmenn borgarinnar og bæjanna í kring hreinsuðu vel frá niðurföllum í gær. Þá er ennþá svo til enginn klaki í jörðu og tekur því jörðin betur við vatninu en oft áður. -ASt. Ógæfan snýst enn gegn Þérshaf narbúum:_____________________________ Dagný landaði í Reykja- vík vegna bihinar — var að veiða fyrsta farminn til að bæta atvinnuástandið í Þórshöfn Flest verður Þórshafnarbúum að gerðir samningar um að Siglufjarðar- þegar bilun varð í skipinu og það varð ógæfu þessa dagana. Sem kunnugt er togarinn Dagný legði upp á Þórshöfn að halda til Reykjavikur, þar sem hefur skuttogara þeirra, Fonti, verið fram yfir áramótin og var togarinn fyrsta „Þórshafnarfarminum” var lagt vegna rekstrarörðugleika með byrjaður veiðar í þeim tilgangi. landað í gær. Ekki mun Dagný alvar fiskleysi og atvinnuleysi í kjölfarið. Var Dagný að veiðum við Suð- lega biluð og er vonast til að skipið Til að bæta þar nokkuð úr voru vesturströndina undanfama daga, komistá veiðarmjögfljótlega. -G.S. Srfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 28. NÖV. 1978. Endurskins- merki fyrir DB-blaðbera og sölubörn Dagblaðið hefur látið útbúa endur- skinsmerki, sem blaðburðarbörnunum um land allt hafa verið send. Óskar blaðið eindregið eftir því að börnin lími merkin á yfirhafnir sínar. Eitt slikt merki getur skipt sköpum núna í myrkrinu. Geislarnir sem merkin senda frá sér sjást úr talsverðri fjarlægð og geta forðað frá óhappi. Þá munu sölubörnin í Reykjavik einnig fá slík merki á yfirhafnir sínar þegar þau mæta til að selja blaðið. Sængin tókað sviðna — en reykskynjarinn vakti fólkið af svefni Slökkviliðið var kallað i nótt kl. 3.40 að Nýlendugötu 41 í Reykjavík. Þar varð það óhapp að unglingur hafði sofnað út frá logandi náttborðslampa sínum og nam sæng hans við lampann. Af þessu sviðnaði sængin og reykur tók að stiga frá rúmfölunum. En þá fór reykskynjari í herberginu í gang og allir vöknuðu svo tjón má kalla lítið sem ekkert og allt hafi farið betur en á horfðist — og má ætla að reykskynjarinn eigi þar drjúgan hlut að máli. ASt. Hver sá ekið á Fannarbfl! Bakkað var á sendiferðabil frá Þvottahúsinu Fönn í gærmorgun um hálfellefuleytið þar sem hann stóð fyrir framan skrifstofuhús Dagblaðs- ins í Þverholti 11. Skemmdist bíllinn nokkuð. Af ummerkjum þótti sýnt að um vörubíl hafi verið að ræða, og hefur hann trúlega bakkað á Fannar- bílinn. Sjónarvottar eru beðnir að hafa samband við Fönn. „Þakið” við 278 þúsund „Þakið” á kauphækkuninni 1. desember er við 278 þúsund króna mánaðarlaun fyrir dagvinnu samkv. upplýsingum BSRR. Þeir, sem það hafa eða meira, fá um sextán þúsund króna kauphækkun. Þeir sem hafa til dæmis 150 þúsund, fá rúmlega niu þúsund króna kauphækkun. Eins og frarti er komið nemur hækkunin 6,13 prósentum, og kemuráölllaunundirþakinu. -HH. /3* Kaupio <A '3 TÖLVUR: £ Jg QGTÖLVUUR « BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.