Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 20
36
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
Veðrið ^
Suðlœg Att og hlýtt f dag, kólnar
d&Utfð I nótt en frystir þó ekki.
Rigning sfðan skúraveður á sunnan-
og vestanverðu landinu. ÚrkomuKtið
á norðaustanverðu landinu.
Veður kL 6 f morgun: Reykjavfk 7
stig og rigning, Gufuskálar 8 stig og
rigning, Gaharviti 8 stig og skýjað,
Akureyri 7 stig og rigning, Rauf-
arhöfn 3 stig og rigning, Dalatangi 5
stig og rigning, Höfn Homafiröi 4 stig
og súld og Stórhöfði f Vestmanna-
oyjum 6 stig og rígning.
Þörshöfn f Fœreyjum -2 stig og
skýjað, Kaupmannahöfn -1 stig og
léttskýjað, Osló -2 stíg og skýjað,
London -1 stig og heiðsklrt, Hamborg
-1 stig og skýjað, Madrid -3 stig og
heiðsklrt, Lissabon 14 stíg og skýjað
og New York 3 stig og skýjað.
Andlát
Þórarinn Jónsson flugrekstursstjóri er
látinn. Hann var fæddur 24. júlí 1926.
Foreldrar hans voru hjónin Jón Berg-
sveinsson erindreki SVFÍ og Ástriður
María Eggertsdóttir. Þórarinn lauk prófi
í prentiðn árið 1946 hjá ísafoldarprent-
smiðju. Hélt hann til framhaldsnáms í
prentiðn i Danmörku og starfaði þar
sem meistari um skeið. Þórarinn hóf
nám í flugumferðarstjórn hér í Reykja-
vik og starfaði siðan að flugumferðar-
stjórn á Reykjavikurflugvelli sumarið
1948. Þórarinn hélt til náms í siglinga-
fræðum til Southampton í Bretlandi og
lauk prófi þaðan árið 1949. Að námi
loknu starfaði hann við flugleiðsögu hjá
Flugfélagi íslands. Kenndi hann síðan
verðandi flugmönnum og flugleiðsögu-
mönnum siglingafræði og veðurfræði.
Þórarinn starfaði sem flugumferðar-
stjóri á Reykjavíkurflugvelli á árunum
1950—51 en síðar sem flugumsjónar-
maður á Keflavíkurflugvelli til ársins
1952. I. júlí 1952 var hann ráðinn sem
flugleiðsögumaður hjá Loftleiðum og
flaug hann sem slíkur til ársins 1960.
Árið I955 var hann ráðinn aðstoðarflug-
rekstursstjóri Loftleiða jafnframt þvi
sem hann' starfaði sem flugleiðsögu-
maður. Hjá Loftleiðum var hann ráðinn
sem flugrekstursstjóri árið 1961 og
• l962. Þórarinn var flugrekstursstjóri hjá
Cargolux frá stofnun félagsins þar til i
maí 1974. Ennfremur var hann flug-
rekstursstjóri lnternational Air Bahama
I973. Þórarinn sá um rekstur Flug-
hjálpar i Biafrastríðinu í Nígeríu. Hann
kenndi um árabil siglingafræði. Þórar-
inn skrifaði fyrstu útgáfur af flugrekst-
urshandbókum Loftleiða, Cargolux og
International Air Bahama. Hann setti á
stofn flugumsjónardeildir Loftleiða hf. í
Reykjavík, New York, Lúxemburg o.fl.
Árið I973 var Þórarinn ráðinn sem for-
stöðumaður flugdeildar hjá Loftleiðum
hf. og Flugleiðum hf. og gegndi hann því
starfi til æviloka. Þórarinn var kvæntur
eftirlifandi konu sinni, Borghild Edwald,
og eignuðust þau fjögur börn.
Ásgeir Pétursson yfirflugstjóri er látinn.
Hann var fæddur 2. ágúst 1930. Ásgeir
starfaði hjá flugöryggisþjónustunni sem
radíótæknir í fimm ár, frá I95l—55,
enda menntaður sem útvarpsvirki. Vann
hann m.a. með tækninefnd Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar (ÍCAO), sem
starfaði hér að flugöryggismálum frá
1951 —53. Ásgeir kenndi flug hér í
Reykjavík og einnig starfaði hann hjá
norska flugfélaginu Braathens Safe.
Hann gekk i þjónustu Loftleiða I. maí
I956, yfirflugstjóri varð hann I. janúar
1971. Ásgeir gerðist ungur félagi i
KFUM og í stjórn félagsins sat hann um
skeið. Hann var kosinn í stjórn Kristni-
boðssambandsins á kristniboðsþingi árið
1975. Ásgeir kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Þóreyju Ingvarsdóttur, 13. okt.
I956. Eignuðust þau þrjú börn, eina
dóttur og tvo syni, sem öll eru i föður-
húsum.
! Ólafur Ásgeir Axelsson deildarstjóri er
latTnn. Hann var fæddur í Reykjavík 20.
nóv. ] 930. Foreldrar hans voru hjónin
Axel Skúlason klæðskerameistari og
Þorsteinsína Gisladóttir. Ólafur lauk
prófi frá Verzlunarskóla íslands árið
1950. Að námi loknu vann hann við
skrifstofustörf hjá Klæðaverzlun
Andrésar Andréssonar. Réðst Ólafur til
Loftleiða l. april 1956, fyrst i flugum-
sjón, síðar flugrekstrardeild. Ólafur fór á
námskeið hjá flugmálastjórn fyrir flug-
umferðarstjóra, síðar lagði hann stund á
loftskeytafræði. Árið 1959 fór hann á
vegum Loftleiða til New York til náms i
flugumsjón. Siðar varð Ólafur yfir-
maður flugumsjónardeildar Loftleiða.
Hann kenndi verðandi loftsiglingafræð-
ingum loftskeytafræði, siðar kenndi
hann loftsiglingafræði bæði fyrir einka-
og atvinnuflugmannspróf. Eftirlifandi
kona hans er Auður Ólafsdóttir. Þau
eignuðust þrjú börn. Þau eru Bryndis,
Sigrún og Axel.
Haukur Hervinsson flugstjóri lézt 15.
nóv. sl. Hann var fæddur 15. maí 1936 á
Siglufirði, sonur hjónanna Hervins
Guðmundssonar húsgagnasmiðameist-
ara og Önnu Þ. Guttormsdóttur. Árið
1947 fluttist hann til Reykjavikur með
foreldrum sínum. Haukur lauk Sam-
vinnuskólaprófi árið I954 og flugnámi
frá Teterboro School of Areonautics í
New Jersey í Bandaríkjunum árið 1958
og loftsiglingafræði við North Atlantic
School of Aviation árið 1960. Haukur
setti á stofn ásamt nokkrum félögum
Þökkum vottaða hluttekningu og vin-
semd vegna f ráfalls
Friðjóns M. Stephensen
Anna Oddadóttir,
Þurfður FrW»6nadAttir
Ólafur StaphMMMi
Guðlaug StaphanMn
Flo.l Ólafsaon
Rafn Guflmundsson
Ólafia Gunnarsdflttir,
Elnar BJamason,
Lilja Margairsdöttir
sínum flugfélagið Flugleiðir hf. á Kefla-
víkurflugvelli og starfaði það um tveggja
ára skeið, var hann aðalkennari
félagsins. 15. nóv. 1960 réðst hann til
Loftleiða sem loftsiglingafræðingur, árið
1961 varð hann aðstoðarflugmaður og
4. apríl 1968 varð hann flugstjóri. 9. júlí
1961 kvænist Haukur eftirlifandi konu
sinni Ernu Guðbjarnardóttur og eign-
uðust þau tvær dætur, Ástu Birnu og
Önnu Þórunni. Haukur verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju i dag,
þriðjudag 28. nóv. kl. 1.30.
Ragnar Þorkelsson flugvélstjóri lézt 15.
nóv. sl. Hann var fæddur að Brekku á
Seltjarnamesi 7. okt. 1923. Sonur
hjónanna Ámýjar Ágústsdóttur og
Þorkels Guðmundssonar. Ungur vann
Ragnar við bifvélavirkjun hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur. Árið 1946 fór
hann til Bandaríkjanna til náms í flug-
virkjun. Er Ragnar kom heim árið 1947
réðst hann til Loftleiða og starfaði þar
sem flugvirki á árunum 1947—1950.
Ragnar starfaði hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli um hríð. Síðan hjá
Flugfélagi íslands í Reykjavík. Árið
1955 réðst Ragnar aftur til Loftleiía og
byrjaði hann fljótlega að fljúga sem flug-
vélstjóri. Eftirlifandi kona Ragnars er
Vigga Svava Gísladóttir og eignuðust
þau þrjú börn, Reyni Má, Gísla Ragnar
og Margréti. Ragnar var jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30.
María Guðmundsdóttir ljósmóðir lézt
föstudaginn 24. nóv.
Stefán Jónsson lézt í Borgarspítalanum
sunnudaginn 26. nóv.
Gunnar Þorsteinsson hæstaréttarlög-
maður lézt laugardaginn 18. nóv. á
Landakotsspitalanum. Útförin hefur
farið fram i kyrrþey.
Annemarie Debulder, Álfaskeiði 64A
Hafnarfirði, lézt fimmtudaginn 23. nóv.
i Villingen, Þýzkalandi. Hún verður
jarðsett þar.
Anna Sigurveig Friðriksdóttir sem lézt
fimmtudaginn 23. nóv., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn l.des. kl. 1.30.
Sigurður Sigurðsson, fyrrv. sjómaður
frá Flatey á Breiðafirði lézt i Vífilsstaða-
spítala föstudaginn 10. nóv. Útförin
hefur farið fram i kyrrþey.
Þórir G. Jónsson, Hringbraut 96 Kefla-
vik, verður jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju miðvikudaginn 29. nóv. kl. 1.30.
Fanney Guðmundsdóttir Drápuhlíð 23
Rvík, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 29. nóv. kl. 10.30
f.h.
Frans Páll Þorláksson fyrrv. skipstjóri,
Hæðargarði 34 Rvík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 29. nóv. kl. 1.30.
Sigurbjörg Sveinsdóttir flugfreyja;
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði miðvikudaginn 29. nóv. kl.
2.
Guðriður Jónsdóttir sem lézt að
Elliheimilinu Grund mánudaginn 20.
nóv. verður jarðsungin frá Frikirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 29. nóv. kl. 3.
Hjálpræðisherinn
Bibliulestur og bæn í kvöld kl. 20.00.
Allir velkomnir.
Fiiadelfía
Almennur bibUulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður
Einar J.Gíslason.
Fundir
K.F.U.K. A.D.
Fundur I kvöld kl. 8.30 að Amtmannsstíg 2 b. „Þáttur
orðsins í jólaundirbúningi fjölskyldunnar.” — Efni í
höndum önnu Hugadóttur og Málfriðar Finnboga-
dóttur. Allar konur hjartanlega velkomnar. Basar
félagsins verður laugardaginn 2. des. kl. 4. Ronur
skilið munum föstudaginn I. des. Kökur sérstaklega
vel þegnar.
Jólafundur
Kvenfélagsins Hrundar
verður haldinn þriðjudaginn 28. nóv. kl. 20.30 i félags-
heimili Iðnaðarmanna að Linnetstíg 3. Fundarefni:
Jólahugvekja Auður Eir. Kynning á pottréttum Ib
Westmann. Einsöngur frú Elisabet F. Eiríksdóttur,
undirleikari Jórunn Viðar. Happdrætti. Félagskonur
takið með ykkur gesti.
Kvenfélag Hreyfils
Jólafundurinn verður þriðjudaginn 28. nóv. kl. 20.30.
Verður hann með liku sniði og í fyrra. Upplýsingar
eru veittar í simum 36324 (Elsa) og 72176 (Sigríður).
Verkalýðshreyfingin
og efnahagsástandið
Fundur að Hótel Borg þriðjudag 28. nóv. kl. 20.30.
Málshefjendur: Ásgeir Danielsson, ólafur Ragnar
Grímsson, Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Allir
vinstri menn velkomnir.
Skíðadeild Armanns
Munið aöalfundinn að Hótel Esju í ,kvöld þriðjudag- •
inn 28. nóv. 1978 kl. 20.30.
Stjórnmátafundir
Stjórnmálafundur
Fylkingarinnar
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn þriðju-
daginn 28. nóv. að Hótel Borg og hefst hann kl. 20.30.
Umræðuefni á fundinum verður efnahagsástandið og
verkalýðshreyfingin. Frummælendur verða ólafur
Ragnar Grímsson og Ásgeir Danielsson. Að lokum
verða frjálsar umræður og fyrirspumir.
Kjalarnes — Kjós
Sjálfstæðisfélagið
Þorsteinn Ingólfsson heldur aðalfund sinn þriðju-
daginn 28. nóv. nk. kl. 21.00 að Fólkvangi. Albert
Guðmundsson, alþingismaður mætir á fundinn.
Fulltrúaráð
Sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Aðalfundur fúlltrúaráðsins verður haldinn þriðju-
daginn 28. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal. Fundurinn
hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Matthias Bjamason alþingismaður heldur ræðu.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Aðalfundur fulltrúaráðsins verður haldinn þriðjudag-
inn 28. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal. Fundurinn hefst
kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Matthías
Bjamason alþingismaður heldur ræðu.
Sauðárkrókur
Aðalfundur
Sjálfstæðiskvennafélags
Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks
verður í Sæborg, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 8.30
siðdegis. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Laga-
breytingar. önnur mál. Sjálfstæðiskonur mætið vel
og stundvíslega. Stjórnin.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sonur skóarans og dóttir I
arans kl. 20.
IÐNÓ: Llfsháski kl. 20.30. Hvít kort gilda.
Tiikynningar
Farfuglar
Leðumámskeið i kvöld, þriðjudag kl. 20—22 að
Laufásvegi 41.
Tonleikar
Tónleikarí
T ónlistarskólanum,
Hamraborg, Kópavogi
Sópransöngkonan Ingveldur Hjaltested og píanóleik-
arínn Jónína Gisiadóttir halda tónleika i samkomu-
húsinu Hamraborg i Kópavogi i dag, þriðjudag 28.
nóvember, kl. 21.00.
Tónleikarnir voru áður fluttir á vegum Tónlistar-
félagsins í Austurbæjarbíói hinn 7. október síðastlið-
inn.
‘Formannaráðstefna
FFSÍ
Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands verður haldin 28. nóvember til 1. desem-
ber að Borgartúni 18 Reykjavík. Aðalmál ráðstefn-
unnar verða:
Skipulagning fiskveiða.
Verðlagning sjávarafurða.
öryggismál.
Afmæii
Ólafur Eggcrtsson fyrrv. bóndi aö
Kvíum 1 Þverárhlíð er 90 ára í dag
þriðjudag 28. nóv. Ólafur dvelur á
sjúkrahúsi Akraness um þessar mundir.
Stefán Vilhjálmsson, sjómaður, Meltröð
10 Kóþavogi er 70 ára i dag, þriðjudag
28. nóv. Laugardaginn 2. des. tekur
Stefán á móti gestum sinum á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar að Kárs-
nesbraut 24 i Kópavogi.
Gengið
GENGISSKRÁNING * Ferflamanna-
NR. 217 — 27. nóvember 1978. gjaldeyrir,
"Eintnfl KL 12.000 . JÓ»UP ttéla", K«up !
1 BandarikJadollar 316.80 317.60* 348.48 349.36*
1 Stariingspund 613.90 615.40* 675.29 676JH*
1 Kanadadollar 269.60 270.30* 296.56 297.33*
100 Danskar 5925.10 5940.10* 6517.81 6534.11*
100 Norakarkrúnur 6159.80 6175.40* 6775.78 6792.94*
100 Sssnskar krónur 7153.70 7171.70* 7869.07 7888,87*
100 Finnsk mörk 7797.20 7816.90* 8576.92 8598.59*
100 Franskk frankar 7146.80 7164.80* 7861.48 7881.28*
100 Balg. frankar 1041.80 1042.40* 1145,98 1148.84*
100 Svbsn. frankar 18165.10 18211.00* 19981.61 20032.10*
100 GyUini 15125.30 15163.50* 16637.83 16679.85*
100 V.-Þýzk mörit 16406.90 16448.30 18047.59 18093.13*
100 Urur 37.22 37.32 40.94 41.03
100 Austurr. Sch. 2238.10 2243.70* 2461.91 2468.07*
100 Escudos 672.60 674.30* 739.86 741.73*
100 Pesetar 442.50 443.60* 486.75 487.96*
100 Yan 160.79 161.20* | 176.87 177.32*
# Braytínfl frá alðu.tu .kránlnfluj Simsvari I I m