Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
.. \
8'
HÖGGDEYFAR
Geysilegt
úrval
höggdeyfar
flestar
tegundir
bifreiöa
Póstsendum
um allt land
Höggdeyfir
Dugguvogi 7 — Sími 30154
Reykjavík
Viö viljum minna viðskiptavini okkar á að enn er hægt
að fá gardinur hreinsaðar og pressaðar samdægurs. Ef
komið er með þær að morgni eru þær tilbúnar að
kvöldi.
Efnalaugin Grímsbæ,
Efstalandi 26, simi 85480
IMý læknastofa
Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni,.
Álfheimum 74, viðstalsbeiðnir í síma 86311.
Árni V. Þórsson
Sérgrein barnalækningar, efnaskipta- og innkirtla-
sjúkdómar.
Styrkur til háskólanáms f Noregi
Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islenzkum stúdent eöa
kandídat til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1979—80. Styrktíma-
bilið er níu mánuðir frá 1. september 1979 að telja. Styrkurinn nemur
2.300 norskum krónum á mánuði en auk þess greiðast 500 norskar
krónur til bókakaupa o.fl. við upphaf styrktímabilsins.
Umsækjendur skulu vera yngri en 30 ára og hafa stundað nám a.m.k.
tvö ár við háskóla utan Noregs.
Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum prófskírteina og
meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 15. janúar nk.
Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamólaróðuneytið
Útboð vegna virkjunar
Tungnaár við Hrauneyjafoss
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i næstu áfanga byggingarfram-
kvæmda við virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss.
Tveir verkhlutar verða boðnir út að þessu sinni. Annar verkhlutinn er
steypuefnis- og steypuframleiðsla samkvæmt útboðsgögnum 306-4.
Hinn er bygging stöðvarhússsamkvæmt útboðsgögnum 306-5.
Útbóðsgögnin verða fáanleg á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis-
braut 68, Reykjavík, frá og með mánudeginum 27. nóvember 1978
gegn óafturkræfri greiðslu að fjárhæð kr. 75.000,- fyrir eitt safn af út-
boðsgögnum fyrir hvorn verkhluta. Verð á viðbótarsafni er kr.
45.000.- Einstök viðbótarhefti úr útboðsgagnasafni kosta kr. 15.000,-
hvert.
Landsvirkjun mun aðstoða væntanlega bjóðendur við vettvangs-
skoðun, verði þess óskað.
Hverjum bjóðanda er frjálst að bjóða í annan hvorn verkhlutann eða
í báða.
Tilboðum samkvæmt bæði útboðsgögnum 306-4 og 306-5 skal skila
til Landsvirkjunar eigi síðar en kl. 14.00 að íslenzkum tíma hinn 16.
febrúar 1979.
Reykjavik, 26. nóvember 1978
Landsvirkjun
/*
„Einstæður atburður á þingi”
„Vil ekki teljast
samstarfstákn
ríkisstjórnarinnar”
—sagði Bragi Sigurjónsson er hann sagði af sér
forsetatign ef ri deildar
„Ég vil ekki teljast samstarfstákn
rikisstjórnarinnar.” sagði Bragi Sigur-
jónsson (A), þegar hann í gær sagði af
sér stöðu forseta efri deildar Alþingis
til að mótmæla frumvarpinu um „við
nám gegn verðbólgu".
„Frumvarpið er bitlaust og
rangsleitið,” sagði Bragi. Hann sagði,
að það „horfði til vafasamra úrbóta”
og ekki væri nýttur fórnar- og sanv
starfsvilji, sem væri til staðar hjá al-
menningi. Bezta kjarabótin nú hefði
verið umtalsverð minnkun verðbólgu.
Hann kvaðst harma, að ríkisstjórn-
in hefði nú lotið að sömu vinnu-
brögðum og fyrirrennari hennar og
sýnt kjark- og úrræðaleysi. Stundar
hagsmunir flokka hefðu verið settir
ofar hagsmunum almennings.
Bragi bað annan varaforseta
deildarinnar, Jón Helgason (F) að taka
við fundarstjórn. Eyjólfur Konráð
Jónsson (S) sagði, að þetta væri ein-
stæður atburður í sögu síðari tíma, að
forseti bæðist lausnar vegna ágrein-
ings við stjórnarfrumvarp. Eyjólfur
sagði, að Alþýðuflokkurinn væri klof-
inn vegna svika samstarfsflokka hans í
ríkisstjórn. Jón Helgason lýsti 8. grein
þingskapa, sem kveður svo á, að for-
seti megi hætta, ef „meirihluti þing-
deildar leyfir”. Frekari meðferð máls-
ins varsíðan frestað.
- HH
í>
Bragi Sigurjónsson.
Vi
Flateyrardæmið, //. hluti:
r r
STJORN KAUPFELAGSINS
SVARAR SKRIFUM DB
— um málefni Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri íblaðinu 9. nóv. sl.
1. Stjórnin harmar að máli þessu er
slegið upp á þann veg, sem gert var í
blaðinu og annar og grófari háttur á
hafður en almennt tíðkast um frá-
sagnir blaða af svipuðum eða alvar-
legri málum.
2. Stjórnin telur rétt að koma þvi á
framfæri að blaðamaðurinn birtir
sem afbrotaatriði athugasemdir
endurskoðanda á frumstigi, sem beint
var til stjómar og svör hafa fengizt
við. Er sums staðar um rangtúlkun að
ræða eða ranglega sagt frá miðað við
þær staðreyndir sem fyrir liggja. Er
leitt til þess að vita, að frumathuga-
semdir endurskoðanda til stjórnar
skuli hafa borizt blaðinu og þeim gerð
skil á þann veg. sem það var gert.
3. Það liggur i hlutarins eðli, að fyrrver-
andi kaupfélagsstjóra var ekki vikið
f.rá störfum að ástæðulausu I maíbyrj-
un sl. vor. Hitt er óafsakanlegt, að at-
hugasemdir sem skýringar fást á,
skuli vera gerðar að ákæruatriðum
fyrir alþjóð og með því brotið grund
vallarsiðalögmál varðandi persónu-
vernd einstaklinga eða sakbornings.
Virðist nóg að gera það þegar og ef
slík ákæruatriði liggja fyrir af hálfu hins
opinbera eða annarra ákærenda.
Stjórnin mun ekki standa i frekari
blaðaskrifum um þetta mál.
Stjórn Kaupfélags Önfirðinga,
Flateyri.
Þrátt fyrir allt vinnufárið í Þorlákshöfn:
SETJA A SVIÐ
LEIKRIT JÖKULS
Undanfarið hefur verið æðisgengið
vinnuálag á fólki í Þorlákshöfn. Þar
hefur verið söltuð sild dag og nótt, og
búið er að salta i yfir tíu þúsund
tunnur. Á sama tima þurfti að pakka
stórri saltfisksendingu til Portúgal.
En nú eru komin síldarlok og um
helgina fór fríður hópur með rútum
suður yfir heiði að skemmta sér i
Reykjavík, líklega í Þórskaffi að því
við höfum fregnað. Og í gærkvöld
frumsýndi leikfélagið á staðnum
„Pókók” eftir Jökul Jakobsson i félags-
heimilinu. Leikarar eru allir heima-
menn. Kristbjörg Kjeld er leikstjóri,
en auk þess hafa Gylfi Gunnarsson
myndlistarmaður og söngsveitin
Þokkabót lagt þeim lið.
- IHH
Leikhópurinn i Þorlákshöfn. Annar frá hægrí með stóreflis lögregluhúfu er
formaður leikfélagsins, Vernharður Linnet, fjórða frá hægrí i sömu röð er Berg-
þóra Árnadóttir söngvari, en auk þess mikið af góðu fólki, litt þekktu sem lands-
þekktu.