Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 10
10 'Útgefandb Dagblaflið hf.‘ __ Framkvæmdastjári: Svainn R'EyjAKaaon. Rttatjóri: Jónaa Kriatjánaaon. Fréttaatjód: J6n Bkgir Péturaaon. Rftatjómarfuétrúl: Haukur Haigaaon. Skrifatofuatjóri rttatjómar J6- hannaa Raykdal. iþróttir HaUur Slmonarson. Aðatoflarfréttaatj6rar Atll Stalnaraaon og Ómar ValdF maraaon. Mennlngarmál: Aflalatalnn IngóHsson. Handrit Aagrimur Pélaaon. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgair Tómasaon, Bragí Sigurflaaon, D6ra Stefénsdóttir, EUn Aborta dóttir, Giaaur Sigurflaaon, Gunnlaugur A. Jónssón, HaUur Hallsson, Halgi Péturason, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónaaon. Hönnun: Gufljón H. Péiaaon. LJAamyndir Ari Kriatinsaon, Aml Péll Jóhannason, BjamleHur BjamleHaaon, Hörflur Vllhjélmaaon, Ragnar Th. Slgurflsaon, Svalnn Pormóflaaon. Skrifstofustjóri: Ölefur EyjAHsaon. Gjaldkari: Þréinn ÞorioHaaon.Söluatjóri: Ingvar Svelnaaon. DraHing- aratjóri: Mér E.M. HaUdóraaon. RitatjAm Siðumúla 12. Afgralðaja, éakriftadoUd, ouglýalngarog akrtfstofur Þvertiolti 11. 'Aflabimi blaðsina ar 27022II0 Unurl. Áskrift 2400 kr. é ménuðl Inrjanlanda. i lauaasöki 120 kr. aintakið. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. SMumúla 12. Mynda- og plökigatfl: HUmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. SkaHunni 10. Lipur skipstjórí Ríkisstjórnin hefur sjóazt hratt að undanförnu. Hún hefur komizt gegnum brotsjói, sem ýmsir töldu mundu ríða henni að fullu. Svo gæti jafnvel farið, að hún stígi ölduna út kjörtímabilið, þótt hættulegri brotsjóir séu framundan. Fyrirhugað kauprán 1. desember er þyngsta þrautin, sem ríkisstjórnin hefur glímt við. í því máli kom greinilega í ljós, hversu ósamstæðir stjórnarflokkarnir eru. Samt tókst skipstjóranum að halda aga á áhöfn sinni. Ríkisstjórnin lifir enn. Að vísu var hluti vandans leystur á þann hátt, að honum var velt yfir á fjárlögin, sem verða næsti brotsjór á siglingu ríkisstjórnarinnar. Sá brotsjór verður enn krappari en hinn, sem nú er afstaðinn. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra kann lagið á skipstjórn við þessar aðstæður. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af, hvar landi verður náð eða hvort landi verður náð. Hann er bara í því að halda skútunni á floti. Hann ragar ekki um áttina, sem siglt er í. Hún getur verið ein í dag og þveröfug á morgun. Markmið hans er að halda stjórninni saman. Samkomulag skal nást og skiptir þá litlu, um hvað það næst. Þess vegna tranar Ólafur ekki skoðunum sínum fram, né skoðunum flokks síns. Þess vegna kúvendir hann einu sinni eða oftar í viðkvæmum málum, ef hann telur sig þannig geta haldið aga á skipshöfn sinni. Fyrstu tillögur Framsóknarflokksins í vísitölumálinu voru svipaðar tillögum Alþýðuflokksins. Ólafur skipti hins vegar um skoðun, þegar hann var búinn að kanna hug forustumanna launþegasamtaka. Síðan stillti Ólafur Alþýðuflokknum upp við vegg og sagði: Ætlið þið einir að standa gegn samkomulagi í ríkis- stjórninni og vinnufriði í þjóðfélaginu? Sömuleiðis hótaði hann að setja málið á flot án samkomulags við Alþýðuflokkinn. Niðurstaðan varð sú, að Alþýðuflokkurinn brotnaði, en ríkisstjórnin ekki. Það er ekki í fyrsta skipti, sem Alþýðuflokkurinn fer halloka í ríkisstjórninni. Oft hefur hann haft skynsamlegastan málstað innan stjórnar og jafnoft hefur hann beðið lægri hlut. Þessar fórnir eru Alþýðuflokknum ekki kostnaðar- lausar. Margir kjósendur hans eru vafalaust orðnir hvít- glóandi um þessar mundir. En af hverju datt þeim líka í hug að trúa stjórnmálamönnum? Er reik Alþýðuflokksins ekki bara hæfileg refsing fyrir óhóflega einfeldni í röðum kjósenda? Alþýðubandalagið er betur á sig komið eftir sigurinn á endaspretti vísitölumálsins. Það hefur bætt stöðu sína í samtökum launþega, þótt niðurstaða málsins feli í sér kauprán, sem er hjúpað slitnum og þunnum blekkinga- vef. Sjálfsagt kemur fljótt röðin að Alþýðubandalaginu að fórna öðru. Sáttasemjarinn og bragðarefurinn, sem stendur við stjórnvölinn, þarf sjálfsagt að dreifa fórn- unum á alla hópa áhafnarinnar, svo að þeir séu allir jafn óánægðir, en enginn þeirra segi sig úr skipsrúmi. Við slíkar aðstæður er gott að hafa að baki sér stjórn- málaflokk, sem ekki er aðeins opinn í báða enda, heldur í allar áttir. Slíkum flokki hentar líka vel lipur skipstjóri, sem ekki stefnir að neinni sérstakri höfn. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 Missa Frakkar af vopnasölunni til Egyptalands við friðarsamningana —telja Bandaríkjamenn vilja ryðja sér út af markaðinum íþessum heimshluta Hagsmunir stórveldanna og annarra vopnasöluríkja fara ekki alltaf saman við kenninguna um að friður komist á um allan heim. Nú óttast Frakkar til dæmis að þeir muni missa af stórum vopnasölusamningum til samtaka Arabarikjanna ef friðar- samningar komast á milli ísraels og Egyptalands. Undanfarið hefur verið mikill vafi um þann þátt arabískrar áætlunar um sameiginlega iðnþróun sem fjallar um gerð ýmissa vopna í samvinnu við Frakka. Var þar um að ræða allt frá handsprengjum til herþotna af fullkomnustu gerð. Orðrómur um að Egyptar hygðust draga sig út úr þessu samstarfi fékk byr undir vængi þegar stjórnarfor- maður samsteypunnar var rekinn úr starfi að fyrirskipan Sadats sjálfs. Ekki er að fullu Ijóst hverjar orsakir voru fyrir brottrekstri stjórnarfor- mannsins en hann er talinn af pólitísk- um rótum runninn. Nokkrir talsmenn franskra vopnasala hafa ásakað Bandarikjamenn um að hafa haft þessi áhrif á Sadat forseta. Þessi skoðun á sér til dæmis mikið fylgi meðal yfir- manna Dassault flugvélaverk- smiðjanna frönsku. Þeir gruna stjórn- völd í Washington um að vilja telja Egypta á að kaupa bandarísk vopn og hætta við áætlanir um að framleiða i samvinnu við Frakka ýmis vopn og verjur. Þar á meðal er Mirage 2000 þotan, sem Dassault verksmiðjurnar ætla að framleiða næsta áratuginn. — Bandaríkjamenn ætla að reyna að drepa verksmiðjur okkar, er haft eftir einum forráðamanna fyrirtækisins. t franska blaðinu LeMonde stóð nýlega að hluti þeirrar stefnu sem Bandaríkin rækju nú í Miðaustur- löndum fælist í því að þau næðu algjörum áhrifum yfir vopnasölu til þessara ríkja. Einokun Bandaríkjanna á vopnasölu þangað mundi síðan færa stjórn Carters forseta Bandaríkjanna þauáhrif sem þauhöfðuáðurfyrr. Þessari röksemdafærslu er mótmælt af mörgum frönskum sérfræðingum í alþjóðastjórnmálum og einnig af bandarískum sendimönnum. Bent er á að vegna þess að öldungadeild þingsins i Washington hafi völd til að hafa afskipti af vopnasölusamningum og geri það oft i raun, þá séu Banda- ríkin fremur óábyggilegur vopnasali. Bandaríkjamenn hafa líka mótmælt því að þeir hafi haft nokkur afskipti af brottrekstri hins egypzka stjórnarfor- manns arabiska vopnafram- leiðsluhringsins. Hann hafi ekkert verið fyrir þeim og brotthvarf hans á engan hátt auðveldað þeim að komast frekar til áhrifa hjá Egyptum. Stjórnmálasérfræðingar segja þó að stirðleiki í pólitískum samskiptum Egyptalands og Saudi-Arabíu geti valdið erfiðleikum í samvinnunni innan vopnaframleiðslusamtakanna. Framtíð þeirra verður ráðin á fundi Arabaleiðtoganna, sem verður haldinn í Saudi-Arabíu í næsta mánuði. Margir Arabaleiðtoganna mundu harma ef ekkert yrði úr þessu samstarfi, sem auk vopnaframleiðsl- unnar átti að leggja grunninn að iðn- þróun í ríkjunum. Leiðtogar Saudi-Arabíu voru greini- lega andvígir því að Sadat léti stjórnar- formann samtakanna hætta. Hugleiddu þeir mjög alvarlega hvort þeir ættu ekki að hætta fjárfestingum i Egyptalandi eftir að Bagdadfundur Arabaleiðtoga hafði samþykkt vítur á Egypta fyrir að ganga til samninga við ísrael. Segja má að hægt sé að setja upp verksmiðjur vopnaframleiðslu- samtakanna i Saudi- Arabíu í stað Egyptalands þar sem ætlunin var að þær yrðu. Aftur á móti var ætlunin að mannafli kæmi úr hópi þjálfaðra verkamanna í Egyptalandi og einnig var gert ráð fyrir að her þeirra yrði helzti viðskiptavinur sam- steypunnar. 4 Saudi-Arabía hefur ætlað sér að brjóta þá hefð, sem lengi stóð, að þeir keyptu öll vopn sín af Bandaríkja- mönnum. Hafa þeir fest kaup á frönskum skriðdrekum og flugvélum vegna þessa. Ráðamenn í Saudi- Arabiu fullvissuðu Frakka um að slikum vopnakaupum yrði haldið áfram, þegar varnarmálaráðherra þeirra, Sultan ben Abdel Aziz prins, kom til Parísar. Áhugi og áhrif Frakka og þá einnig Breta varðandi áætlanir Araba um uppbyggingu herja sinna eiga rætur að rekja til oliusölubannsins fyrir nokkrum árum. Þá töldu Frakkar og Bretar að Bandarikjamenn hefðu látið evrópska hagsmuni fyrir borð. Til að fá aftur olíuna féllust þeir á að aðstoða við uppbyggingu vopnaframleiðsl- unnar. Síðan hafa ríkin fyrir botni Miðjarðarhafsins verið helztu viðskiptavinir Frakka á þessu sviði. Frakkar gruna aftur á móti Banda- ríkjamenn um að ætla að rétta við sinn óhagstæða viðskiptajöfnuð með því að ryðja þeim út af markaðinum og sitja einir að vopnasölunni til Arabaríkjanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.