Dagblaðið - 22.12.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. •
'7
Hver verður skóla-
meistari ískák?
15-20 þús.
nemendur
eiga þátt-
tökurétt
Á vegum Skáksambands íslands
er að hefjast stærsta skákkeppni
sem haldin hefur verið hér á landi.
Rétt til þátttöku hafa allir
nemendur grunnskóla landsins.
Keppninni er skipt í 2 flokka:
eldri og yngri flokk. í yngra flokki
keppa nemendur í 1.-6. bekk en i
eldra flokki nemendur í 7.-9. bekk.
Keppnin skiptist i skólamót þar
sem keppt er um skákmeistaratitil
hvers skóla, sýslumót eða
kaupstaðamót, þar sem keppt er
um titilinn skólaskákmeistari
viðkomandi sýslu eða kaupstaðar,
kjördæmamót. Þar keppa 2 efstu
menn hverrar sýslu í viðkomandi
kjördæmi og 2 efstu menn
kaupstaðanna, Akureyri, Kópa-
vogur og Hafnafjörður, hver í sínu
kjördæmi um titilinn skólaskák-
meistari viðkomandi kjördæmis. 1
Reykjavik fer ekki fram
kjördæmamót heldur öðlast 2
efstu menn úr kaupstaðamótinu
sjálfkrafa rétt til þátttöku í lands-
móti. Keppninni lýkur svo með
landsmóti, en þar keppa skóla-
skákmeistarar kjördæmanna og 2
frá Reykjavík um titilinn skóla-
skákmeistari íslands í hvorum
flokki fyrirsig.
Skólaskákmótunum skal lokið
ekki síðar en 1. febrúar,
sýslumótum / kaupstaðamótum
ekki síðar en II. marz og kjör-
dæmamótum ekki síðar en 1. april.
Landsmótið skal haldið sem fyrst
eftir að kjördæmamótunum er lok-
ið.
Þetta er í fyrsta skipti sem slikt
mót er haldið hér á landi.
Tilgangur keppninnar er að örva
skákáhuga meðal barna og
unglinga með því að veit.a ungum
skákiðkendum jafnt úr dreifbýli og
þéttbýli sem jöfnust tækifæri til
skákiðkunar og auka kynni þeirra
ogsamskipti meðsamræmdri fyrir-
greiðslu taflfélaga og svæðasam-
banda. -GAJ-
„Partíplata
fyrir fólk á
öllum aldri"
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Alfa Beta er komin út og ber heitið
Velkomin í gleðskapinn. Á
plötunni eru fjórtán lög, tiu erlend
og fjögur islenzk' Eitt er eftir
Jóhann G. Jóhannsson en hin eftir
tvo af þremur liðsmönnum Alfa
Beta, Ágúst Atlason og Guðmund
Hauk Jónsson. Þriðji maðurinn er
HalldórOlgeirsson.
Alfa Beta hefur notið talsverðra
vinsælda undanfarin ár á einka-
skemmtunum og víðar. Á umslagi
segir að þetta sé „partíplata fyrir
fólk á öllum aldri”. Útgefandi er
ÁÁ-hljómplötur. ÓV
Hverhefurfundið
mynd ímiðbænum?
Kona sem var i jólainnkaupum í
Miðbænum á þriðjudaginn var,
biður lesendur Dagblaðsins að
hjálpa sér. Hún var svo óheppin að
týna nokkuð stórri mynd í plast-
hulstri. Myndin sýnir gamlan
mann, sem stendur á tröppum með
hamar í hendi. Þetta er eina
myndin, sem er til af þessum
manni. Hún var á leiðinni að láta
taka eftir henni og fannst mjög
slæmt að tapa henni.
Sá sem kynni að hafa fundið
hana er vinsamlegast beðinn að
hringja I Guðrúnu Huldu, annað-
hvort í síma 22300, á Umferðar-
miðstöðina þar sem hún vinnur,
eða heim i sima 17688.
Deilt um ágæti rafmagnsritvéla
— við vélritunarkennslu ígrunnskólum Kópavogs
Stefnt hefur verið að því að taka í
notkun rafmagnsritvélar við vélritunar-
kennslu í 9. og síðasta bekk grunnskóla í
Kópavogi. Þessi hugmynd hefur valdið
nokkrum deilum og eru ekki allir á eitt
sáttir um ágæti hennar.
Samkvæmt upplýsingum fræðslu-
stjórans í Kópavogi þarf um 20—30 raf-
magnsritvélar fyrir hvern skóla, en
grunnskólarnir eru tveir i Kópavogi.
Nokkrar vélar hafa verið keyptar til
reynslu undanfarin tvö ár, en þær nýtast
þó lítið enn sem komið er.
Við umræðu um fjárhagsáætlun
Kópavogs komu þessi ritvélakaup til
umræðu. Nirðurskurður er ofarlega á
baugi og ýmsum þykir óþarfi að leggja
út í þessi kaup. Ódýrustu rafmagnsrit-
vélar hafa verið keyptar, en hver slik vél
kostar rúmlega 100 þúsund. Venjulegar
skólaritvélar sem hafa verið notaðar eru
mun ódýrari. Skólarnir eiga slíkar vélar,
en þær vélar þarf þó að endurnýja.
Þá eru skólamenn alls ekki á eitt
sáttir um ágæti þess að nota rafmagns-
ritvélar við vélritunarkennslu. Raf-
magnsritvélar eru yfirleitt ekki til á
heimilum manna, þannig að ekki er
hægt að æfa sig á vélarnar heima.
Vélritunarnám byggist að mjög miklu
leyti á heimavinnu ogstöðugri æfingu.
Þá ná nemendur ekki miklum hraða á
vélar nema að hafa alltaf sömu vélina.
Ýmsir telja mun heppilegra að
nemendur læri á venjulegar skólarit-
vélar áður en notkun rafmagnsrit-
véla kemur til.
Fræðslustjórinn sagði þó að enn hefði
ekki orðið vart mótmæla foreldra vegna
þessa, enda lítið reynt á notkun raf-
magnsritvélanna enn. Umræðan væri
aðallega meðal skólamanna. Það er því
alls ekki víst að rafmagnsritvélarnar
verði teknar í notkun.
Fræðslustjórinn sagði að sama hug-
mynd væri til umræðu bæði i Keflavik
og í Hafnarfirði. -JH.
0
Það er kannski ekki alveg svona sem á
að kenna meðferð rafmagnsritvéla i skól-
um Kópavogs. Myndin er af skrifstofu
framtiðarinnar.