Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 10

Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. Færð og ferðir um landið allt: Víðast hvar greiðfært og aukaferðir í lofti og á láði „Það er í rauninni góð færð í allar áttir, ef svo mætti segja,” sagði Sverrir Kristjánsson hjá Vegaeftirliti ríkisins i viðtali við Dagblaðið. „Verið er að ryðja marga erfiða kafla og ef ekki verður stórbreyting á veðri ætti færð að haldast sæmileg um hátíðarnar.” Þannig er góð færð um Vesturland. á Snæfellsnesi og í Barðastrandar sýslu, en Þorskafjarðarheiði er ófær. Menn hafa þó farið hana á hjarni á léttum bílum og jeppum. I gær var verið að moka Breiðadals-: heiði milli Flateyrar og Skutulsfjarðar og Botnsheiði yfir í Súgandafjörð. Hrafnseyrarheiði var talin lokuð, en um Strandir var yfirleitt greiðfært. Á Norðurlandi vestra var greiðfært og vegurinn til Siglufjarðar var mok- aður í dag. Sæmilega leit út með færð til Ólafs- fjarðar, en vegurinn þangað verður mokaður í dag. Vaðlaheiði er lokuð. Góð færö er um Axarfjörð á Sléttu, en trúlega er ófært úr Mývatnssveit- inni á Hérað. Að sögn vegaeftirlits- manna hefur færð þyngzt töluvert á vegum á Héraði, en verið er að moka þar. Fjarðarheiði á Seyðisfjörð var mokuð í gær og eins var mokað út á Eskifjörð. Þá hefur Oddsskarð verið mokað og mokað suður með fjörðum til Breiðdalsvíkur. Þaðan á svo að vera fært allar götur suður um alla leið til Reykjavíkur. Rútuferðir Á morgun, Þorláksmessu, verða farnar síðustu ferðir fyrir jól með sér- leyfisbifreiðum til Akureyrar, í Bisk- upstungur, til Borgarness, til Grinda- víkur og Hólmavíkur. Á Þorláksmessu er einnig siðasta ferð fyrir jól til Hafn- ar i Hornafirði, Króksfjarðarness, Laugarvatns, Ólafsvíkur, Hellissands, Stykkishólms og Grundarfjarðar. Á aðfangadag eru hins vegar síðustu ferðir fyrir jól i Hrunamannahrepp og Gnúpverjahrepp, í Hveragerði, á Hvolsvöll, til Keflavíkur og til Kirkju- bæjarklausturs. Síðustu ferðir fyrir jól á aðfangadag eru einnig í Mosfellssveitina, í Reyk- holt, á Selfoss og til Þorlákshafnar. Innanlandsflug Margar aukaferðir verða farnar með flugi innanlands í dag og á morgun, Þorláksmessu. Hins vegar verða ferðir felldar niður til nokkurra staða á aðfangadag og er áætlað að flugi Ijúki þá hér innanlands um kl. 15.00. Ekkert verður flogið á jóladag. -HP. Dökkt útlit í byggingariðnaðinum: Útlit fyrir almennt verkef naleysi „Aðaláhyggjuefni okkar er hvað hljóðið er dökkt i mönnum og að útlit skuli vera fyrir almennt verkefnaleysi,” sagði Sveinn Hannesson hjá Landssam- bandi iðnaðarmanna i samtali við DB, en í fréttatilkynningu frá landssamband- inu segir, að skv. könnun sem nýlega hafi verið gerð á horfunum í byggingar- iðnaðinum komi í Ijós að þær séu mjög dökkar. í lok september bjuggust fyrir- tæki með 59.1% mannaflans við sam- drætti í starfsemi framundan, en aðeins 6.3% bjuggust við aukningu. Segir í fréttatilkynningunni, að ef marka megi n'ðurstöður könnunarinnar, þá megi al- varlega óttast að atvinnuleysi sé fram- undan í byggingariðnaði á fyrstu mán- uðum næsta árs. Sveinn sagði að vandamálið væri ekki sizt í þvi fólgið að á Reykjavíkursvæðinu hefði dregið mjög úr lóðaúthlutun og fyrirsjáanlegt væri að það mundi halda áfram næstu þrjú ár. Þetta hefði hingað til verið bætt upp með meiri byggingar- framkvæmdum í nágrannasveitarfélög- unum en því væri ekki lengur að heilsa. Sveitarfélögin gerðu lóðir byggingarhæf- ar eftir þvi sem þau hefðu bolmagn til en um leið og þrengdist um hjá þeim segði það til sín í byggingariðnaðinum, ogekki sizt þar sem sveitarfélögin hefðu ekkert samstarf sin á milli í fiessum efnum, þannig að vandinn kæmi allur á sama tíma fyrir byggingariðnaðinn. „Við höfum alveg eins áhuga á að fara út i endurnýjun og viðhald á eldra húsnæði en þar er lánakerfið mjög and- snúið,” sagði Sveinn. Hann sagðist telja að sú leið væri mjög æskileg fyrir borg- ina, þannig að byggðin breiddist ekki meára út, en þá stæði lánakerfið í vegin- um. -GAJ Niðurstöður úr ársfjórðungslegri könnun á byggingarstarfsemi benda til þess að al- varlega megi óttast að atvinnuleysi sé fram undan f byggingaríðnaðinum. NYKOMNAR ... .. r, . mmwÆmmwm? Allt til Ijosmyndunar \ Enn unt veröjbfnunargjaldið: rl veg fyrir misskilning’ Vegna umræðna og frétta í fjölmiðl- um um verðjöfnungargjald á rafmagni vilja Samband íslenzkra rafveitna og Rafmagnsveitur ríkisins taka fram eftirfarandi: Þegar groinargerð SÍR dagsett 15.12. 1978 var send alþingismönnum og fjölmiðlum var haft samband við þá stjórnarmenn SÍR, sem í náðist og hún efnislega borin undir þá. M.a. tókst ekki að ná til rafmagns- veitustjóra rikisins, sem á sæti í stjórn SÍR. þar sem hann var staddur utan- bæjar. Ef rafmagnsveitustjóra hefði gefizt kostur á að sjá greinargerð SÍR hefði hann gert grein fyrir afstöðu RARIK og óskað eftir breytingu á ýmsum köfl- um í greinargerð SÍR, i samræmi við það, sem kemur fram í greinargerð RARIK dagsettri 17.12. 1978. SÍR er og kunnugt um, að Orkubú Vestfjarða treystir sér ekki til að mót- mæla hækkun verðjöfnunargjalds meðan ekki er fundin önnur leið til að leysa fjárhagsvanda þess fyrirtækis. SÍR og RARIK telja, að í fyrr greindum greinargerðum hafi sjónar- miðum beggja aðila verið gerð full skil. Samband íslenzkra rafveitna, Aðalstcinn Guðjohnsen. Rafmagnsveitur ríkisins, Kristján Jónsson. - BS FILMUR QG VÉLAR S.F, Minolta vasaljósmyndavébr Kærkomnar jólagjafir BETRA SEINT EN ALDREI... u. ■UUJ Skólavörðustíq 41 — Sfml 20235 \ Jólahrað- skákmót TR Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir jólahraðskákmóti milli jóla og nýárs. Mótið hefst miðvikudaginn 27. desem- ber og verður fram haldið daginn eftir. Keppnin hefst kl. 20 báða dagana. Janúar-hraðskákmót félagsins hefst svo sunnudaginn 7. janúar og Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 14. janúar. Verður aðalkeppnin með svip- uðu sniði og áður, þ.e. að keppendum verður skipt í riðla eftir svonefndum Eló-skákstigum og verða tefldar 11 um- ferðir i hverjum riðli. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Lokaskráning í þessa riðla verður laugardag, 13. janúar kl. 14-18. - GAJ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.