Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
13
Sautján ára skólastúlka
rændl farþegaþotu TWA
Bandaríkin:
—yf irbuguð í nótt af lögreglunni
Innanrikislögreglumenn komust
seint i gærkvöldi um borð í bandaríska
farþegaflugvél í Marion í lllinois og
yfirbuguðu 17 ára skólastúlku sem
hafði rænt vélinni. Stúlkan hélt gísluni
um borð og krafðist þess að fá lausan
fanga sem dæmdur er til ævilangrar
fangelsisvistar fyrir flugrán.
Móðir stúlkunnar var skotin til
bana í mai sl. er hún rændi þyrlu í því
skyni að frelsa sama fanga, en hann er
geymdur í einu öruggasta fangelsi
Bandaríkjanna. Farþegavélin sem er
af gerðinni DC-9 i eigu TWA var i inn-
anlandsflugi milli St. Louis og Kansas
er henni var rænt. í vélinni voru 83
farþegar og fjögurra manna áhöfn
Stúlkan sagði að þrjárdínamittuhur
væru bundnar við líkama sinn ug skip
aði flugstjóranum að lenda i Marion.
Eftir 10 tima umsátur tókst lögregl-
unni að yfirbuga stúlkuna og þá kom i
Ijós að hún var alls ekki með dínamít á
sér heldur hafði bundið dót inn á sig,
sem liktist dinamittúbum og virteng-
ingum.
Flugræninginn heitir Robin Oswald
frá St. Louis.Maðurinn sem ungfrúin
vildi fá lausan er fertugur að aldri,
Garrett Trapnell, fyrrum geðsjúkling-
ur, sem rændi farþegavél árið 1972
með 101 farþega. Móðir Robin, Bar
bara Oswald, tengdist Trapnell i fang-
elsinu í- gegnum bréfaskriftir. Hún
heimsótti hann í fangelsið skömmu
áður en hún gerði tilraun til þess að
frelsa hann úr fangelsinu i þyrlunni.
Þyrluflugmaðurinn náði byssunni af
frúnni og skaut hana til bana. Barbara
var 45 ára gömul og fimm barna
móðir.
Eftir myrkur i gær laumuðust lög-
reglumenn um borð i hina rændu vél
og gátu komið einum og einurn far
þega út, þannig að aðeins fáir voru
eftir er ráðizt var gegn stúlkunni og
hún yfirbuguð.
Kúba:
Dráttur á af-
hendingu póli-
tískra fanga
Ekki er búizt við þvi að fyrsti hópur
þeirra pólitísku fanga sem verða látnir
lausir á Kúbu komist til Bandarikjanna
á þessu ári eins og gert hafði vcrið ráð
fyrir.
Samkvæmt samningi Bandaríkja-
manna og Kúbumanna verða látnir
lausir 400 fangar á mánuði á Kúbu og
Bandaríkjastjórn hefur skuldbundið sig
til þess að taka við þeim sem koma vilja.
Ráðagerð þessi hefur dregizt nokkuð og
niunu fyrstu fangarnir ekki losna fyrr
en í fyrsta lagi í janúar.
Kúbumenn hafa heitið þvi að láta
lausa 3000 pólitiska fanga. Kúbustjóm
hcfur gefið út nafnalista yfir þá fanga.
sem verða Iátnir lausir. Þrátt fyrir
nokkurn drátt á þvi er ckki talið að það
hafi nein afgerandi áhrif á heildaráætlun
um afhendingu fanganna.
BBC lamast
—vegna verkfalls tæknimanna
Talið er að allsherjarverkfall tækni-
manna hjá brezka útvarpinu, BBC,
hefjist síðar i dag. Það mun lama starf-
semi útvarps og sjónvarps, bæði í Bret
landi og stöðvar BBC víða um hcim.
Báðar rásir BBC sjónvarpsins hafa
verið lokaðar tvö undanfarin kvöld
vegna verkfalls tæknimannanna. Leið-
togar stéttarfélags tæknimannanna hafa
lýst því yfir að verkfallið muni ná til
allra tæknimannanna en þeir eru 14.000
að tölu.
BBC útvarpar allan sólarhringinn i
Ítalía:
Tveir öryggis-
verðir særðir
Tveir öryggisverðir ítalska stjórn-
málamannsins Giovanni Galloni
særðust í gær er skæruliðar skutu á bif-
reið hans. Galloni, sem er leiðtogi
kristilegra demókrata á ítalska þinginu
var ekki í bifreiðinni þegar árásin var
gerð.
Bretlandi og er auk þess með stöðvar i Landbúnaðarverkamenn 1 Suður-Portúgal mótmæltu þvi nýlega að stjórn landsins hefur ákveðið að ógilda það fyrirkomulag
39 þjóðlöndum. sem kommúnistaflokkurinn var búinn að koma á varðandi samvinnubú. Myndin er af nokkrum mótmælendanna.
Jðblrésmaikaður
í ALFARALEIÐ
ÍSKEÍFUNN/11, NORDURENDA
Jólatréenn til í öllum stœrðum,
greinar á leiði, lausar greinar,
jólaskraut, stormkerti og
margtfleira.
Erlendarl^^TTs^O
fréttir | U0W;
Úrval
afjólatrjám
og öllum pakkað í net.
i
REUTER
8
NÆG BÍLASTÆÐI
k«U<?70.
r^ð *n" UL sít**1 ™
1(0 hílas*®0 ,
JÓLATRÉSMARKAÐURINN SKEIFUNN111
SfMI 39770 - OPIÐ TIL KL10 ALLA DAGA VIKUNNAR