Dagblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
141
BIADW
Útgofandi: Dagbiaðiö hf.
FramkvœmdastjóH: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RKatjómarfutttrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jó-
hannes RaykdaL íþróttir Hattur Sfmonarson. Aóstoöarfréttastjórar Atíi Steinarsson og Ómar ValdÉ
marsson. Menningarmál: Aöalsteinn Ingótfsson. Handrit Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofánsdóttir, Eiín Atoerts-
dóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson. Halur Hattsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson,
Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ari Kristínsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlorfsson, Höröur Viihjálmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. GjakJkerí: Práinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvor Svoinsson. DreHing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afg reiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skríf stofu r Þ verhohi 11.
Aöabimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskríft 2600 kr. á mánuöi innanlsnds. i lausasölu 125 kr. ointakiö.
Setning og umbrot Dagblaðiö hf. Stöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hiimír hf. Siöumúla 12. Prentun:
Arvakur hf. SkeHunni 10.
Látið kné fylgja kviði
Fyrirnokkrum árum kom það stöku
sinnum fyrir, að útsölum Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins væri skyndilega
lokað daginn fyrir stórhátíðir. Þá hafði
ríkisstjórnin efni á fyrir hönd ríkissjóðs
að hafa „vit” fyrir landsmönnum.
Nú er öldin önnur. Ríkissjóður er ekki lengur til nema
sem fínt nafn á gati. Ríkisstjórnin er orðin svo sólgin í fé
í þetta gat, að hún hefur bæði efnt til kvöld- og helgar-
sölu á brennivíni. Ér það framlag hennar til jólahaldsins!
Þetta er ekki ákvörðun verzlunarinnar, heldur fjár-
málaráðuneytisins. Það ákvað, að útsölurnar í Reykja-
vík skyldu vera opnar til klukkan tíu á föstudagskvöld og
til hádegis á laugardag.
Ljótt er, að ríkissjóður skuli vera orðinn slíkur áfengis-
sjúklingur, að ríkið stendur og fellur með brennivíns-
neyzlu landsmanna. En það er einmitt kjarni málsins, að
ríkið lifir á brennivínssölu. Bregðist hún, ér vá fyrir
dyrum báknsins.
Síðasta ríkisstjórn og þessi ríkisstjórn hafa höggvið í
hinn gamalkunna knérunn að hækka verð á víni og
áfengi til að halda ríkissjóði á floti. Á síðustu tólf mánuð-
um hefur verðið hækkað um 60% eða töluvert umfram
verðbólgu.
Sú skoðun var almenn, að engu máli skipti, hvaða
verð væri á víni og áfengi. Menn mundu alltaf neyðast
til að kaupa það í sama mæli og áður. Þetta hafa lands-
feður reynt að notfæra sér samkvæmt reglunni, að
græða beri á veiklyndi manna.
Þessi skoðun sprakk í loft upp, þegar vín og áfengi
hækkaði í verði í september. Salan minnkaði verulega og
hefur síðan haldizt minni. Fólk neitar sér um þessar
vörur á einokunarverði ríkisins.
Það ánægjulega hefur gerzt, að hinn gróðafíkni ríkis-
sjóður hefur ekki fengið eina einustu krónu úr hækkun
víns og áfengis í september. Hann fær bara þær upp-
hæðir, sem gert var ráð fyrir í fjárlögum fyrir réttu ári,
en engan aukagróða af síðustu hækkun ársins.
Auðvitað er þetta ekki aðeins að þakka samdrætti í
drykkju landsmanna. Aukin bruggun hefur gert sívax-
andi fjölda manna kleift að hafna viðskiptum við áfeng-
isverzlunina að mestu eða öllu.
Og ríkið er bjargarlaust gegn bruggurunum. Þar duga
engin boð né bönn. Þar duga ekki gerefnalögregla, ger-
efnadómstólar né gerhundar. Rikið hefur einfaldlega'
prísað sig úr markaðnum og getur ekki kúgað mörg þús-
und keppinauta til hlýðni.
En bruggið er heldur ekki eina ástæðan fyrir ósigri
ríkisvaldsins. Bruggun tekur langan tíma. Menn mættu
ekki septemberhækkuninni með þvi að byrja að drekka
brugg, heldur með því að leggja í og neita sér um vín og
áfengi á meðan.
Opnun áfengisverzlana í kvöld og í fyrramálið er
sönnun þess, að fyrrverandi viðskiptamenn hafa tekið
ríkisvaldið á taugum. Landsfeðurnir eru orðnir hams-
lausir af peningaleysi. Næst dettur þeim líklega í hug að
hafa opið á aðfangadagskvöld.
Við slíkar aðstæður geta menn látið kné fylgja kviði
með því að neita sér um eða draga úr neyzlu áfengis um
jól og nýár eða jafnvel með því að færa neyzluna yfir í
létt vín, sem ríkið græðir minna á.
Raunar geta bindindismenn, vínmenn og drykkju-
menn tekið saman höndum um að veita ríkisvaldinu ær- í
lega ráðningu fyrir að reyna að magna gróða sinn af j
drykkjufýsn almennings.
Spánn:
ErHðleikar eftir þriggja
ára frið og samvmnu?
—skæruliðar Baska gera allt sem þeir geta til að egna her
landsins til að grípa í taumana
Nú virðist mega fullyrða að Spánn
sé kominn í tölu lýðræðisríkja. Aðeins
þrem árum eftir dauða einræðisherr-
ans Francos og eftir nærri fjögurra
áratuga fasistastjórn hans samþykktu
spænskir kjósendur nýja lýðræðis-
stjórnarskrá með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Er hún hin fyrsta af
sjö stjórnarskrám sem gilt hafa þar í
landi á síðari tímum, sem gengið hefur
i gildi með almennum kosningum og
ekki eftir einhvers konar byltingu eða
uppreisnarástand.
Spánverjum hefur tekizt að komast
ótrúlega langt i lýðræðisátt á þessum
þrem árum. Einnig hefur tekizt að
halda hinum fjölmörgu fyrrum stuðn-
ingsmönnum stjórnar Francos, sem
enn eru áhrifamenn í her landsins, lög-
reglu og í opinberri þjónustu, í skefj-
um, án þess að komið hafi til hernað-
ar átaka. Allir stjórnmálaflokkar
hafa fengið heimild til að starfa opin-
berlega, þar á meðal kommúnista-
flokkur landsins auk stjórnmálaflokka
minnihlutahópa á sérstökum svæðum
landsins. Flestir launþegar landsins
eru nú í verkalýðsfélögum af ein-
hverju tagi.
Almennar kosningar til þings lands-
ins fóru fram með friði og spekt í júní
á fyrra ári. í október sama ár komst
ríkisstjórn Spánar að samkomulagi við
vinstri flokkana í stjómarandstöðunni
og verkalýðsfélögin um takmarkanir á
launahækkunum til að halda vinnu-
Um hvað hefur Alþýðuflokkurinn
verið að deila við verðbólguflokkana
tvo, sem hann situr með í ríkisstjórn,
undanfarna daga? Við tókum við
rústuðu efnahagslífi i sumar og í
haust, efnahagslifi þar sem geisað
hefur 50 prósent verðbólga. Efnahags-
ráðstafanir undanfarna mánuði hafa
einasta verið til þriggja mánaða í senn.
Gagnrýnendur þessarar stjórnar-
stefnu, í Alþýðuflokknum sem utan
hans, sögðu frá upphafi, að þegar til
lengri tíma væri litið væri ljóst, að
þessar aðgerðir fælu í sér enn meiri
verðbólgu á næsta ári.
Ríkisstjórnin hefur gefið fyrirheit
um heildstæðar aðgerðir í efnahags- og
verðbólgumálum. Við þessi fyrirheit
hefur ekki enn verið staðið. Hins veg-
ar var boðið upp á verðbólgin fjárlög
ein sér. Alþýðuflokkurinn svaraði
þessu með því að leggja fram við sam-
starfsflokka fullmótað frumvarp um
jafnvægisstefnu í efnahagsmálum og
um samræmdar aðgerðir gegn
verðbólgu. Jafnframt var sagt að fjár-
lög yrðu ekki afgreidd fyrr en sam-
starfsflokkar hefðu tekið tillit til þeirra
krafna. Siðan þetta gerðist hefur farið
fram linnulaus styrjöld milli stjórnar-
flokkanna. Fjármálaráðherra lét skera
fjárlagafrumvarpið allverulega niður
þannig að markmiðin eru innan þeirra
marka sem Alþýðuflokkurinn getur
sætt sig við. Þetta hefur verið látið
nægja og fresturinn til þess aö móta
samræmda efnahagsstefnu-hefur verið
framlengdur til I. febrúar.
Auðvitað er þetta eftirgjöf, sem er
ekki ýkja ánægjuleg. Eftirgjöf
er aldrei ánægjuleg. En Al-
þýðuflokkurinn er tilbúinn til þess
ára þar sem allir þegnar þjóðfélagsins
viti að hverju þeir ganga.
Af hverju var þessi fjárlagaskrúfa
sett? Við vitum, að um áramót bíða
erfiðar ráðstafanir vegna ákvörðunar
fiskverðs, l. marz biða enn erfiðar
ráðstafanir vegna launahækkunar.
Þessi ríkisstjórn hefur enn ekki fram-
kvæmt neinar breytingar á efnahags-
stefnunni, nema hvað krukkað hefur
verið i launin án þess að nokkur
árangur hafi náðst í verðbólgumálum.
haía
verið
og stór-
>»»«"
að láta verulega undan til þess að
koma viti í þessa ríkisstjórn, þannig að
mótuð verði efnahagsstefna til tveggja
Það segir sig sjálft að ef slíkar
ráðstafanir á enn að gera á fyrstu
mánuðum ársins 1979, án þess að
launaþegahreyfingin hafi fyrir fram-
an sig hvað ríkisstjórnin ætlast til á
Hvað sem öllum skoðanakönnun-
um um stuðning við stjórnina líður, er
það orðin útbreidd skoðun almennings
í landinu, að þeir aðilar, sem sitja á Al-
þingi og styðja núverandi rikisstjórn,
séu vanhæfir til þess að gegna þeim
skyldum, sem kjósendur kusu þá til.
Innan skamms hlýtur því að sjóða
upp úr. Landsmenn sjá nú ekki fram á
annað en skattaþvinganir, verðhækk-
anir, eignaupptöku og loks óöld, sem
verður lögfest af þessari nýju tegund
stjórnmálamanna.
Stefnumörkun
byggð á
athugasemdum
Eitt af mörgum atriðum, sem stað-
festir, að stuðningsmenn núverandi
ríkisstjórnar á Alþingi hljóta að teljast
vanhæfir til þess að gegna embættis-
skyldum fyrir hönd þjóðarinnar, eru
stjórnarfrumvörp þau, sem lögð eru
fram i þinginu.
í stjórnarfrumvarpi því, sem lagt
var fram um efnahagsaðgerðirnar l.
des. og er allt orðið úr sér gengið
vegna athugasemda stuðningsmanna
sjálfra, hafa nú athugasemdirnar orðið
að uppistöðu frumvarpsins. Gengið
hefur svo langt í vitleysunni, að Þjóð-
hagsstofnunin sjálf gengur út frá þeim
forsendum að ríkisstjórnin standi við
þá „stefnumörkum”, sém fram kemur
í athugasemdum við stjórnarfrum-
varpið um efnahagsaðgerðirnar!
Þegar svo er komið, að Þjóðhags-
stofnunin verður að byggja spá sína á
forsendum, sem svo aftur eru sóttar i
„athugasemdir” frá sjálfu stjórnarlið-
inu, hlýtur að vera stutt í það, að bráð-
lega verði það stjórnarandstaðan á Al-
þingi, sem marki stefnuna fyrir rikis-
stjórnina. — Og I raun er staðan
þannig, að það sem ríkisstjórnin leggur
til, að gert verði gerir hún ekki, en
byggir stefnumörkun sína á „athuga-
semdunum” einum.
Ummæli hinna „nýju” stjórnmála
manna á Alþingi, þeirra er styðja
stjórnina eru heldur ekki uppörvandi
fyrir stjórnarsamstarfið. Þannig lætur
einn ungkratinn eftirfarandi ummæli
falla í blaði sínu, Alþýðublaðinu, þ
14. þ.m. undir fyrirsögninni „Þjóðar-
hagsmunir eða stundargaman”. —
„Biðlund kjósenda er á þrotum. Al-
menningur krefst raunhæfra efna-
hagsaðgerða og að áþreifanlegur
árangur fylgi í kjölfarið.”
Það má telja fullvíst, að flestir þeir,
sem nú sitja á Alþingi til stuðnings nú-
verandi rikisstjórn, lita á þátttöku sina
sem stundargaman fremur en stuðn-
ing við þjóðarhagsmuni. Ummæli
ungkratans í áðurnefndri grein sannar
a.m.k., að hvort tveggja virðist til stað-
ar í stjórnarflokkunum, og ætla mætti,
að hann þekkti sitt heimafólk.
Og þvi er ekki að neita, að þær spár,
sem birzt hafa um þessi helztu við-
fangsefni íslenzkra stjórnmála, at-
vinnu og efnahag, veita ekki neina
ástæðu til bjartsýni.
Hitt er svo annað mál, að það er ein-
ungis til þess að magna svartnættis-
drauginn, þegar forsvarsmenn hags-
munasamtaka, sem því miður má
stundum, og það réttilega, kalla þrýsti-
hópa, taka sig saman og krefjast þess,
að hið opinbera leysi vandamál við
rekstur eða fjármögnun hinna ýmsu
rekstrareininga í þjóðfélaginu, án til-
lits til þess, hvort einhver grundvöllur
erfyrir því eðaekki.
Gleggsta dæmið um þess konar
kröfur eru yfirlýsingar svokallaðra út-
vegsbænda, og þó sérstaklega frá Vest-
et em þe«ia ooinbera,
ftá tanu “P'" {vrit
hvört.^gðaektó
rekstnnu'n eoa
61 Sf 8rundvöUut «
Óáranog
uppreisnarhugur
Þeir sem gjörla fylgjast með fréttum
af innlendum vettvangi 4 íslenzkum
fjölmiðlum, komast vart hjá því að
greina, hve innlent fréttaefni hefur
snarsnúizt á tiltölulega stuttum tíma í
þá veru að flytja fólki ótíðindi og ill-
spár um atvinnu- og efnahagsmál
þjóðarinnar, og oftar en ekki í formi
yfirlýsinga hagsmunahópa eða stétta,
sem ekki sjá framundan annað en
svartnættið eitt.
mannaeyjum í þetta sinn, sem hafa
aúglýst í einu lagi 30 báta til sölu og er
um helmingur bátaflota þeirra. Krafa
þeirra er auðvitað sú, að „rekstrar-
grundvöllur” þeirra verði leiðréttur!
Að visu ku verið að gera einhvers kon-
ar úttekt á þvi, hver staða fyrirtækja
þessara útvegsbænda er, finna út hvar
skórinn kreppir mest að, eins og þeir
orða það — og gera tillögur. En auð-
vitað hníga tillögur þeirra allar í eina
átt. Opinberir styrkir og fyrirgreiðslur.
— Þetta heitir á máli útvegsbænda, að
„leiðrétta rekstrargrundvöll”.
Ekki er þessum útvegsbændum
Ijóst, hve mikið tap þeira er, en sl.