Dagblaðið - 22.12.1978, Page 30
42
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGLR 22. DESEMBER 1978.
/
Fjögur
Grimms'
ævintýri á
tveim
plötum
Fjögur vinsælustu ævintýri
Grimms-bræðra eru nú komin út \ .
einum plötupakka hjá Fálkanum
hf. Ævintýrin eru Hans dg Gréta,
Mjallhvít, Rauðhetta og
Öskubuska. Platan ber heitið:
„Ævintýra-landið”.
Ævintýrin eru á tveimur stórum
plötum, þýdd úr sænsku, en það
voru Sviar sem bjuggu þau til
flutningsá hljómplötum.
Umslag plötunnar er fagurlega
skreytt litríkum myndum úr
ævintýrunum. Leikararnir sem
fara með hlutverk á plötunum eru(
Bessi Bjarnason, Gísli Alfreðsson,
Ellen Gísladóttir, Margrét Guð
mundsdóttir og Sigurður:
Sigurjónsson.
Upptökumaður í Tóntækni hf.
var Sigurður Árnason.
-ÓV.
7
Ennþá nýtt lífs
mark f gamla
miðbænum
— ilmandi pylsur meó öllu aftur á Lækjartorgi
„Ef allt gengur að óskum verður hægt
að bjóða vegfarendum um Lækjartorg
heitar pylsur í jólakauptíðinni,” sagði
Ásgeir Hannes Eiríksson í viðtali við
DB. „Ég vonast til þess að geta byrjað
með pylsuvagninn á markaðsdeginum í
dag,” sagði Ásgeir.
Miðaldra Reykvíkingar muna þá tíð
þegar rjúkandi pylsuilm lagði upp úr
pylsuvagni sem stóð fyrir framan and-
dyri Útvegsbankans. Það var í raun
sjónarsviptir að því þegar pylsuvagninn
varð að þoka úr sínu gamla stæði vegna
skipulags og umferðar, m.a. strætis-
vagnaásínum tíma.
Nú er sem sé komin betri tið og aftur
verður hægt að seðja svangan maga með
heitum pylsum á Lækjartorgi. Ekki
hvað sízt verður þetta enn eitt nýtt lifs-
litark á gamla, góða miðbænum okkar
og fer ágætlega við markaðssöluna, sem
er á góðri leið með að vinna sér héfð.
Nýi pylsuvagninn er danskur að
uppruna og ber þess merki eins og á
myndinni sést. í staðinn fyrir „Tulip-
pölser” verða seldar SS-pyslur með
sinnepi, tómat og sem sagt „öllu”, bæði
soðnar og grillaðar. Þær verða i
glóðvolgum brauðum frá Bakaríi
Gunnars Jóhannssonar i Hólagarði í
Breiðholti.
Þá skemmir ekki valin tónlist úr
Pioneer-tækjum úr Karnabæ sem
viðskiptavinir fá ókeypis ofan á
góðgætið.
Talsverðar breytingar varð að gera á
danska vagninum, einkum til þess að
fullnægja heilbrigðis- og hreinlætis-
kröfum, sem Þórhallur Halldórsson
setur ótæpilega fram og fylgist með á
vegum borgarlæknisembættisins.
Þessar breytingar voru gerðar í
Skipasmíðastöðinni Nökkva í Garðabæ.
Það er Jón A. Hansson sem er að leggja
síðustu hönd á það verk.
-BS.
FULL BÚÐ
affallegum fötum á börnin
PÓSTSENDUM
NEÐSTATRÖÐ8
KÓPAVOGI
SÍMI43180
Buxnasett úr riffluðu og sléttu flaueli á allan aldur
bama og unglinga. — Síð pils úr sléttu flaueli — Shet-
lands ullarpeysur.
Kjólar • Nœtföf Náttföt
Sokkar • ÍJlpur
Jólaskreytingar okkar
eru frumlegar.
ALA3KA
BREIÐHOLTI
Slmi
76225
HEILDSÖLUBIRGÐIR
Hasfawkf
Slmi 82655
EINS
AUÐVELT
OG VATN