Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 31

Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. Jobbi Maggadon og dýrín ísveitinni Jakob Magnússon sleppir sér lausum JOBBI MAGGADON OG DÝRIN f SVEITINNI Jakob Magnússon Útgefandi Steinar hf. (Stoinar-032) (Jpptökustjóm og útsetningar Jakob Magnús- son Hljóóritun fór fram f Los Angeles f febrúar og maf 1978. Jakob Magnússon er mestur heims- maður íslenzkra tónlistarmanna af yngri kynslóðinni. Enginn kemst ná- lægt þvi að keppa við hann um þann titil. Ef hugarfar hans hefur nokkru sinni verið litilla sanda og sæva, þá var það áreiðanlega löngu áður en ég kynntist honum fyrst sumarið 1975 — Stuðmannasumarið. Ferill Jakobs sem tónlistarmanns hefur verið viðburðaríkur með af- ■brigðum. Hann kemur fyrst fram á sjónarsviðið sem liðsmaður hljóm- sveitarinnar Rifsberju. Sú hljómsveit vakti strax athygli fyrir að vera öðru vísi en aðrar. Leið Jakobs lá síðan til Englands, þar sem hann komst í kynni við bæði þekkta og snjalla tónlistar- menn. Englandstíminn kemur honum nú áreiðanlega til góða er hann er tek- inn til starfa á bandarískum markaði. Ferill Jakobs sem Stuðmannafor- ingja er flestum enn í fersku minni. Stuðmenn sendu frá sér tvær stórar hljómplötur auk tveggja lítilla og léku nokkrum sinnum opinberlega. Þeir eru taldir eiga stóran þátt i því að ís- lenzkir popparar tóku að syngja á ís- lenzku á nýjan leik eftir nokkurra ára notkun enskrar tungu. Eftir að Stuðmannatímabilinu lauk lá leið Jakobs í háskóla um skeið og þaðan í blaðamennsku á Dagblaðinu. Hann stóð hins vegar stutt við í þröng- um húsakynnum þeirrar stofnunar. Umsjón lesendabréfa var ekki innan áhugasviðs hans. Hugurinn stefndi lengra og er hann hvarf frá störfum sinum á DB fór hann i hljóm- leikaferð um Kanada og vesturströnd Kyrrnmg á Morley Peda/s í verzluninni fram til jóla á hverjum degi, frábœrt „sound” Gítarinn nljómar eins og strokhljóðfæri (selló og fiðla) með E. Bow. VAH/Volume{Wvo) Pro Phaser (PFA) Tónkvísl LAUFASVEG117 • REYKJAVIK Bandaríkjanna með vini sínum Long- John Baldry. Hann hefur ekki komið heim á landið bláa síðan nema i stuttar kurteisisheimsóknir. Jakob er ákaflega sagnafár af sjálf- um sér, að minnsta kosti við blaða- menn. Það voru því flestum óvæntar fréttir er timaritið Billboard sagði frá þvi að risaveldið Warner Brothers hefði gert plötusamning við Jakob. Lögin á plötunni Jobbi Maggadon og dýrin i sveitinni voru sönnun hans fyrir því að óhætt væri að leyfa honum að reyna sig á stærsta tónlist- armarkaði í heimi. Það voru lögin á B hlið Jobba Maggadon ... ásamt tveimur lögum af plötunni Horft i roðann, sem Jakob Magnússon fékk samninginn við Warner Bros út á. Fyrirtækið aðstoð- aði Jakob siðan til að taka lögin tvö á A hliðinni upp eða styrktu hann til frekari dáða, eins og Jakob orðar það. Platan Jobbi Maggadon ... er óvenjuleg í laginu. Hún er tíu tommur að stærð, likt og 78 snúninga plöturn-' 'ar voru í gamla daga. Hún er snjóhvít að lit. Öll eintökin, sem seld eru, hefur Jakob sjálfur árikað og auk þess eru eintökin sem til sölu eru töluett. Jobbi Maggadon og dýrin í sveitinni hefur ómengað jazzrokk að geyma. Tónlistin er ekki tiltakanlega frumleg, en mjög vönduð. Hljóðfæraleikur á plötunni er allur stórum atvinnu- mannslegri en við eigum að venjast .hér. Dálítill munur er greinanlegur á hliðum plötunnar. Mun meira er lagt i lögin á A hliðinni, enda var B hliðin tekin upp við takmarkaðar aðstæður, svo að notuð séu orð Jakobs. — l heild er platan furðugripur ársins í islenzkri plötuútgáfu og ber óbeizluðu hug- myndaflugi Jakobs Magnússonar vitni. -ÁT- JAKOB MAGNÚSSON - Platan ber óbeizluðu hugmyndaflugi hans vitni. SJA EINNIG POPP Á BLAÐSÍÐUM 44 OG 45 HOOVER MEÐ 1000 W MOTOR, ELEKTRÓNÍSK SOGSTILLING! I hvert sintt sem þú notar “HOOVER CONGO“ verðurþér Ijósar, hve val þitt á ryksugu var rétt. Hún er falleg og hefur allaþá kosti sem ryksugu má prýða. Sjálfvirkt snúruinndrag. Gefur merki þegar skipta þarf um poka. Stór hjól og m. m. fl. Auk þess býr “CONGO“ yfir nokkrum sérstökum kostum sem ekki finnast samankomnir hjá neinni annarri ryksugu á sambeerilegu verði. /fyrsta lagi er sogstyrknum stjómað elektrónískt, svo hcefir hvort sem er þykkasta teppi eða viðkvcemasta lampaskermi. / öðru lagi er “CONGO“ búin sérstakri “HOOVER-pokalosun", þú þarft aldrei að snerta fullan pokann við tœmingu, hreinlegt ogþœgilegt. íþriðja lagi fylgir “HOOVER-tcekjáberinn“, hann er settur ofan á ryksuguna svo öll hjálpartceki séu við hendina meðan unnið er. Hann má svo hengja upp í skáp. HOOVER er heimilishjálp FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Með ,flOOVER CONGO" geíur þú samtímis uttnið erfiðustu verkin jafnt og þau viðkvœmustu, eins og t.d. að hreinsa viðkvceman lampa- skerm. Þú ákveður sogstyrk- inn með því að stilla hnapp- inn sem stýrir mótornum elektrónískt. SENDUM BÆKLINGA

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.