Dagblaðið - 22.12.1978, Page 36
Fjárlagaumræður til kl. 4 í nótt
EFNAHAGSFRUMVARP
TIL TVEGGJA ÁRA
— verður lagt fram fyrir 1. febrúar
— Atkvæðagreiðslu f restað þar
tilídag
Umræður um fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnarinnar stóðu lil rúmlega
hálffjögur i nótl. cn atkvæðagreiðslu
var þá frestað til fundar i sameinuðu
þingi kl. 10 i morgun.
Eftir að framsöguræður meirihlula
og minni hluta fjárveitinganefndar
höfðu verið fluttar og gerð grein fyrir
störfum samvinnunefndar samgöngu-
mála. kvaddi Ólafur Jóhannesson for
sætisráðherra sér hljóðs og sagði m.a.:
„í janúar munu verða kannaðar
framkomnar tillögur Alþýðuflokksins
um jafnvægisstcfnu í efnahagsmálum
svo og tillögur hinna samstarfsflokk-
anna um efnahagsmál, sem fram hafa
komiðeða fram kunna að koma.”
Sagði Ólafur að siðan yrði unnið að
gcrð frumvarps um efnahagsstefnu til
tveggja ára og yrði það frumvarp lagt
fyrir rikisstjómina fyrir I. feb. nk.
„Eftir áramótin verður gerð alvar
leg tilraun til þess að finna varanlcgri
lausn á þeirri meinsemd,” sagði Ólafur
ennfremur um hinn öra verðbólgu
vöxt. „Þetta er verk sem þarf að
vinna, hverjir svo sem sitja í ríkis-
stjóm á næsta ári."
-HP.
Frá umræðunum i nótt: Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar gerir
grein fyrir áliti meirihluta nefndarinnar. Gils Guömundsson forseti sameinaðs
þings er i forsæti, Pálmi Pétursson ritari, Steingrimur Hermannsson dómsmála-
ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, Ingvar Gislason og Jósep B. Þorgeirsson
hlýða á.
DB-mynd Ragnar Th.
FÖSTUDAGUR 22. DES. 1978.
Sri lanka slysið:
Skýrslu
ekki að
vænta í
bráðina
Opinberrar tilkynningar islenzkra
flugmálayfirvalda, um slysið i Sri Lanka.
er ekki að vænta alveg á næstunni að
sögn Skúla Sigurðssonar yftrmanns loft-
ferðaeftirlitsins í morgun.
Er verið að vinna úr hinum ýmsu
upplýsingum og raða þeim saman i eina
hcild. Skúli vildi á þessu stigi ekki tjá sig
um neinar óstaðfestar fréttir erlcndra
fréttastofnana um þetta mál.
-G.S.
ÞAÐ VERÐUR EKKISVARTARA
— stytzti dagur ársins
— vetrarsólstöður ,
í dag er slyzti dagur ársins. Á moigun lekur dag að lengja á ný — hægt og liægl lil vors. Sólin á Akureyri kom upp kl. 11:38 í morgun og hún staldrar ckki við nema I um
þrjá tíma, sólarlag er kl. 14:44. Það er heldur lengur birla i Rcykjavik í dag. Sólin kom upp kl. 11:22 og sezt aftur kl. 15:31. Á myndinni er flugvél á lcið auslur yfir
|Icnj>j|. DB-mynd: RagnarTh.
Brennuvaígsmáiið:
Tveir voru
gripnir
á Aski
— en var sleppt eftir
stuttar yfirheyrslur
í gærkvöldi vöknuðu vonir um að
Rannsóknarlögregla rikisins væri að
koniast á slóð i brennuvargamálinu í
Reykjavík. Tveir menn, sem sátu á veit-
ingahúsinu Aski við Suðurlandsbraut
heyrðust þar ræða málin nokkuð itar-
lega sin á milli.
Sá sem á mál þeirra hlýddi lét lögreglu
vita þeg.u . stað og mennirnir voru tekn-
ir til yfirhey slu.
Arnar Ciuðnumdsson fulltrúi ríkis-
'rannsóknarlögrcglustjóra sagði hla'inu
hins vegar í morgun að yfirheyrslur yfir
mönnum hefðu ekki leitt til að malin
upplýstust. og kvað hann báðum mönn-
unum hafa verið sleppt að stuttum
yfirhcyrslum loknum.
ASt/ÓV.
Blaðastyrkurinn
hækkar f 60 millj.
„Við sjálfstæðismenn höfum lengi
haft hom í síðu þessa styrks,” sagði
Lárus Jónsson í viðtali við DB. en
hann og alþingismennirnir Ellert
Schram og Pálmi Jónsson gerðu það
að tillögu sinni i breytingartillögum
við fjárlög að styrkur til blaðanna yrði
felldur niður.
Meirihluti fjárveitinganefndar lagði
hins vegar til með breytingartillögu
sem lögð var frant á síðustu stundu á
þinginu I gær. að upphafleg fjárhæð.
sem varið skyldi til blaðastyrkja á fjár-
lögum. 40 milljónir, yrði hækkuð i 60
milljónir króna.
„Það verður trúlega samþykkt."
sagði Lárusennfremur.
-H P.
Upprétt hönd Lúðviks Jósefssonar til
stuðnings blaðastyrknum. Á síðustu
stundu var skotið inn í tillögur
meirihluta fjárveitinganefndar tillögu
um hækkun til flokksblaðanna úr 40
milljónum í 60 milljónir.
DB-mynd R.Th.
„Hvað vil ég í jólagjöf?” sagði
Plötufeykir og setti sig í Kung-Fu
stellingu. „Lifandi, japanska geishu!”
DB-mynd: Hörður.
til jóla
„Ekki á morgun, heldur hinn.... Þá
koma jólin. Gunnar Þórðarson, tónskáld
-og allsherjarmúsikant, telur dagana
með DB: 2 dagar til jóla.
Rétt væri að kalla (iiinn.tr jóla-
sveininn Plötufeyki, hann hcfur selt
þær ófáarumævina.
í’það'
Kaupiff<'®j
TÖLVUR.
ITÖLVUÚ8
BANKASTRÆTIS
«^»1276^