Dagblaðið - 28.12.1978, Side 24

Dagblaðið - 28.12.1978, Side 24
Tollalækkanir um áramót: Tilbúinn fatnaður ætti að lækka um ein 6% komi hann frá EFTA- eða EBE-löndunum Tilbúinn fatnaður, sem er fluttur inn frá löndunum i EFTA og Efna- hagsbandalaginu, ætti að lækka um nálægt sex prósent út úr búð við tolla- lækkanir sem ganga í gildi um áramót. Margar fleiri vörur eiga að lækka. Þó ber að athuga að ekki er útséð um hvers konar gjöld ríkisstjórnin kann að leggja á innfluttar vörur, sem eru i samkeppni við vörur framleiddar hér. Þau gjöld mundu þá draga úr verð- lækkuninni. Yfirleitt lækka tollar á tilbúnum fatnaði og skófatnaði frá þessum lönd- um úr 13% i 6% nú um áramótin. Þá lækka tollar á gosdrykkjum og bjór frá þessum löndum yfirleitt úr 20% í 10% og úr 20% í 10% á sykur- vörum og sælgæti. Þetta ætti að öðru jöfnu að valda um 8% verðlækkun. Tollar á húsgögnum lækka ýmist úr 18% í 9% eða úr 12% i 6%. Á kex- og brauðvörum lækka tollar að jafnaði úr 16% í 8%. Á málningu verður lækk- unin úr 12% 1 6% frá þessum löndum. Margs konar aðrar vörur eiga að lækka vegna lækkunar tolla, svo sem bón, rammar, speglar, sópar, burstar og penslar. Slíkar tollalækkanir hófust árið 1970 gagnvart innfluttum vörum frá EFTA-ríkjunum og árið 1973 gagn- vart vörum frá löndum EBE, sem fóru þá í sama far og EFTA vörurnar, svo að tollar urðu hinir sömu. Þær vörur, sem fyrir áramót bera 20% toll, báru upphaflega 100% toll og hann lækkar nú í 10%. - HH Glöggt má sjá hvernig btllinn skarst í tvennt og þannig er t.d. ökumannshurðin áföst framendanum, sem sneri svo skyndilega við. DB-mynd: Oddur Vifilsson. Bfll skarst í tvennt í árekstri: BÁÐIR ENDARNIR í SÖIMU ÁniNA — ungur maður steig ómeiddur úr flakinu Það er ótrúlegt en satt, að ungur Akurnesingur steig ómeiddur út úr bílflaki sínu eftir árekstur á mótum Langholtsvegar og Kleppsvegar I gær- kvöldi eftir að bíll hans fór bókstaflega í tvennt, þannig að aftur- og framendi sneru báðir í söm.u áttina. Fólk í hinum bilnum slapp einnig vel nema hvað farþegi var fluttur á slysa- deild lítið slasaður. Vakti útlit Fiatbils Akurnesingsins að vonum mikla undrun vegfarenda, er þeir sáu báða enda bílsins snúa i sömu átt, en sömu skrásetningar- númer á báðum endum tóku af öll tvímæli um að þar fór einn og sami bíllinn. -G.S. | Norðurbrúnl: □ Eldur í íbúðum aldraðra Um kl. 20.50 í gærkvöldi var slökkvi- liðið kallað að Norðurbrún 1, en þar eru ibúðir aldraðra. Hafði komið upp eldur i herbergi á annarri hæð út frá kerti sem stóð þar á borði. Gömul kona var í her- Þrátt fyrir áframhaldandi fundar- höld í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins i dag um fiskverð, sem taka á gildi um áramótin, virðist nú ljóst aö samkomulag muni ekki nást fyrir ára- mót. Eins og DB skýrði frá fyrir skömmu, beindi kjaramálaráðstefna Sjómannasambandsins því til félags- manna sinna að ráða sig ekki í skips- rúm eftir áramótin fyrr en viðunandi fiskverð lægi fyrir. Kæmu viðbrögð við þeirri áskorun fyrst og fremst niður á vertíðarflotanum. berginu og reyndi hún að slökkva eldinn með því að breiða dúk yfir hann. En eldurinn komst i gardínurnar þannig að hún náði ekki að slökkva. Mikill reykur barst um alla hæðina og forðaði gamla Þá hefur Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambandsins, sagt í viðtali við DB að sjómenn telji sig þurfa 14% launahækkanir til að ná jöfnuði við landverkafólk miðað við stöðuna eftir sólstöðusamningana í fyrra. Hugsanleg breyting á verðflokka- skiptingu hefur tekið verulegan tíma á samningafundunum. Byggist hún á að leggja niður verðflokka eftir lengd fiskjar, en miða þess i stað við meðalþyngd fiskjar í farmi þannig að verðið breytist eftir því hve stór meðal- fólkið sér niður. Fjórir unglingspiltar er áttu leið þarna framhjá sáu eldinn i glugganum og brugðu við skjótt, hlupu inn og náðu í vatnsslöngu og höfðu nær lokið við að slökkva þegar slökkviliðið fiskurinn er I farmi, þ.e. hve marga fiska þarf í hver 100 kg. Niðurstöður athugana Haf- rannsóknastofnunarinnar, Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins og sam- taka framleiðenda hafa verið að berast nefndinni að undanförnu og er úr- vinnslu þeirra gagna ekki lokið. Er því talið líklegt að þessi breyting komi ekki til framkvæmdar við á- kvörðun fiskverðs nú, heldur verði reynt að berja saman nýtt verð á gamla grundvellinum til að koma i veg fyrir stöðvun bátaflotans. baraðgarði. Nokkrar skemmdir urðu á herberg- inu, borð eyðilagðist, gardínurnar brunnu og rúðan sprakk. - GAJ \ DB hefur frétt, að sérfræðingar hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að unnt gæti verið að hækka fiskverð um 8,5 prósent án þess að til gengisfellingar þyrfti að koma. Þetta er talsvert hærri tala en áður hafði verið reiknað með. Breytingunni veldur, að verð á fiski hefur hækkað talsvert á Bandarikjamarkaði. Með þvi yrði hagur fiskvinnslunnar ekki eins bágborinn við fiskverðshækkun og menn hefðu talið fyrir nokkrum vikum. G.S2H.H. .... ..... ............ Fiskverðið vart tilbúið fyrir áramót: ER 8,5% HÆKKUN VERÐSINS MÖGULEG? Skorað á sjómenn að ráða sig ekki til sjós fyrr en 14% launabætur liggja fyrir Srjálst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR 28. DES. 1978. Banaslys á Suður- landsvegi 25 ára Selfyssingur, Gisli Jósepsson, beið bana í umferðarslysi á Suðurlands- vegi skammt fyrir vestan afleggjarann í Bláfjöll í gærkvöldi. Tildrög slyssins voru þau, að vörubifreið var á austurleið og fólksbíll á eftir. Ökumaður fólks- bílsins keyrði fram fyrir vörubifreiðina og stöðvaði til að láta bílstjórann vita að afturljós vörubifreiðarinnar væru óhrein og sæjust illa. Þeir gengu svo aftur með bifreiðinni og er þeir höfðu hugað að ljósunum bar þar að þriðja bílinn á austurleið. Skiptir engum togum að henn lenti á vinstra afturhjóli vöru bilsins og síðan á mennina tvo. Ökumaður fólksbifreiðarinnar kastaðist um 20 metra og mun hafa látizt sam- stundis en hinn ökumaðurinn féll í götuna og slasaðist lítið. Bifreiðin, sem árekstrinum olli stöðvaði um 160 m frá slysstað, og ökumaður hennar, sem er maður yfir sjötugt, sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir árekstrinum fyrr en eftir á. -GAJ- Mikil leit að íslenzkri stúlku í Færeyjum Helgina fyrir jól var gerð mikil leit að islenzkri stúlku í Færeyjum, en þar hefur hún búið um tíma á Sjómanna- heimilinu í Klakksvik. Auglýst var eftir henni í færeyska út- varpinu og hafði verið gert mikið útboð manna er þær fréttir bárust, að hún væri komin fram. Var hún þá komin út í Svinaey með tveimur Færeyingum og undi sér vel. Nokkrar fréttir hafa verið af löndum okkar i Færeyjum i blöðum þarlendum, en þvi miður hafa þær nánast allar verið á einn veg, íslendingarnir hafa hvorki verið sjálfum sér né landinu til sóma. -HP. ísafjörður: Ársgamaltinn- brotupplýst Upplýst hefur verið innbrot og stórþjófnaður á Ísafirði í fyrra. Þá var brotizt inn á úrsmíðavinnustofu og stolið þaðan úrum og skartgripum fyrir hálfa milljón. ísafjarðarlögreglan veitti nýlega upplýsingar í málinu, sem leiddi til hand- töku manns í Reykjavík, er játaði þjófnaðinn og gat vísað á mestallt þýfið. ÓV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.