Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 23
HVORUM MEGIN ER HJARTAÐ - útvarp í kvöld kl. 21.30: „Einn af örfáum sem grætt hefur á Ijóðabók” „Þessi Ijóð eru eins og nýorpin egg, nýkomin á markað,” sagði Jónas Guð- mundsson sem ber oftast titilinn stýri- maður þó hann sé einnig rithöfundur, listmálari og menningargagnrýnandi. Jónas les í kvöld í útvarpi frumort Ijóð. „Ég hef nokkrum sinnum áður lesið eftir mig Ijóð í útvarpinu og meira að segja gefið út ljóðabók. Ég held að ég sé eini maðurinn, að minnsta kosti einn af örfáum, sem gefið hefur út Ijóðabók og grætt á því. Svona er þetta skrítinn kveð- skapur. í vetur hef ég verið sérstaklega deprí- meraður og þess vegna ort mikið. Ég yrki aðallega þegar ég er deprimeraður." — Hefurðu ferðazt eitthvað nýlega? „Ég fór til Ameriku I október eða nóv- ember með fisksölunum. Síðan hef ég ekkert farið en til stendur að við Valtýr Pétursson förum til Frankfurt að sýna myndir núna í marz,” sagði Jónas. -DS. Jónas stýrimaður er manna víðförlastur. Núna er hann að búa sig undir sýningar- ferð til Frankfurt i Þýzkalandi. G-60-1 4 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70R X 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600x 15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæðu verði GÚMMÍViNNUSTOFAN SKIPHOL7735 - SÍMI310SS WILL SHAKESPEARE - sjónvarp í kvöld kl. 21,20: Will eignast vemdara nUtíma fjölmiðlar í STAÐ FORTÍÐAR PRENTUSTAR Margir hafa eflaust tekið eftir þvi i blöðunum á miðvikudaginn var að sagt var að fyrsti sjónvarpsþátturinn um þróun fjölmiðla fjallaði um ritað mál áður en prentlistin kom til sögunnar en siðan þegar farið var að horfa á þáttinn fjallaði hann um nútima fjölmiðla og lík- lega framtíðarþróun. Ástæðan til þessa er að þessir þrír þættir um þróun fjölmiðla eru ekki í beinu framhaldi hver af öðrum og verið var að hringla með sýningarröð þeirra fram á síðustu stundu. Þegar loksins var ákveðið á hverju ætti að byrja var talið að of seint væri að hafa samband við blöðin til þess að fá dagskránni breytt. Var þetta nokkuð bagalegt þvi þáttur jinn cem sýndur var síðast var mjög áhugaverður, eflaust mun meira spenn- andi fyrir fólk en sá sem átti að vera, þannig að telja má að einhverjir hafi misst af þessum góða fróðleik. Hvað sem þessu líður á að sýna i kvöld þann þátt sem kynntur var hér á siðunni í siðustu viku ef ekki verður breytt aftur. -DS. Dömur athugið! Barnanúttkjólarnir, sem eru í senn blússur og undirpils, komnir aftur. — báÐHANDKLÆÐI Á KR. 1400.00. Túlípaninn ^^^^^^fngólfsstræti6 Breið snjódekk■ Leikararnir í Globe-leikhftsinu reyna að safna fé til þess að færa upp Rikharð III. Annar leikni þátturinn um ævi Williams Shakespeare er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld. Nefnist hann Gieymt er þá gert er. 1 fyrsta þættinum sáum við að Will reyndi í London að komast nálægt leik- húslífinu til þess að mega leika og skrifa leikrit. Lengi komst hann ekki nær en það að verða hestasveinn, en upphefð hans vex stórum er hann fær að leika hana er galar að tjaldabaki. Þessi frá- bæri leikur hans er i leikriti eftir það leik- ritaskálda sem þá er mest á Englandi, Christopher Marlowe. En Shakespeare er ekki ýkja hrifinn af verkinu. Honum V.______________________________— finnst það ekki vitund fyndið og liggur ekki á þeirri skoðun sinni við ókunnan mann er hann hittir að tjaldabaki. Honum bregður óneitanlega nokkuð I brún er þetta reynist vera höfundurinn sjálfur. En upp úr þessum samræðum þeirra sprettur vinskapur og Marlowe hvetur Shakespeare óspart til dáða. Þegar þættinum lauk var búið að færa fyrsta leikrit Shakespeare upp við gifur- leg fagnaðarlæti áhorfenda. En jafn- framt var búið að myrða góðvin hans Marlowe. í þættinum í kvöld er greint frá nýjum vini Shakespeare, jarlinum af South- ampton. Hann sér að i Shakespeare er snillingsefni sem gæti borgað sig að virkja. Heldur hann að með því að styrkja snillinginn verði hann sjálfur ódauðlegur. Will verður fyrir miklum áhrifum af þessum nýja vini og sonnett- ur hans taka miklum stakkaskiptum. Frá London berast hins vegar ugg- vænleg tiðindi. Farsótt gengur meðal borgarbúa og látast margir. Leikararnir fá þennan sjúkdóm lika og neyðast til að loka leikhúsinu. Shakespeare var þá ný- búinnaðsemja Rikharö III. -DS. Sjónvarp Miðvikudagur 14. febrúar 18.00 Rauður og blár. ttalskir leirkarlar. 18.05 Börnin teikna. Bréf og teikningar frá börnum til Sjónvarpsins. Kynnir Sigriður Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Gullgrafarnir. Niundi þáttur. Þýðandi JóhannaJóhannsdóttir. 18.40 Heimur dýTanna. Fræöslumyndaflokkur um dýralíf víða um heim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka. t þessum þætti verða umræður um leik ritagerð Sjónvarpsins. Dagskrárgerð Þráinn Bertelsson. 21.20 Will Shakespeare Breskur myndaflokkur i sex þáttum. Annar þáttur. Gleymt er þá gert er. Efni fyrsta þáttar: William Shakespeare lýsir velgengni sinni i höfuðborginni í bréfum til ættingja heima i Stratford, en fornvinur hans, Hamnet Sadler, kemst að raun um annað, þegar hann kemur til Lundúna. En þar kemur aö Shakespeare fær litið hlutverk i Rósarleikhúsinu. Hann kynnist leikskáldinu Christopher Marlowe, sem eggjar hann til dáða. Marlowe á i útistöðum við yfirvöld og er myrtur. Við fráfall hans verður Shakespeare helsti leikritahöfundur Rósarleikhússins. Hann er einnig fastráðinn leikari. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Þróun fjölmidlunar. Franskur fræðslu- myndaflokkur í þremur þáttum. Annar þáttur. Frá handriti til prentaðs máls. Þýðandi og þulur Friðrik Páll Jónsson. 23.05 Dagskrárlok. Utvarp Miðvikudagur 14. febrúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Litli barnatiminn. Sigríður Eyþórsdóttir stjórnar. Lesið úr bókinni „Fólk" éftir Jónas Ámason. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miódegissagan: „Húsið og hafið” eftir Johan Bojer. Jóhannes Guömundsson islenzkaöi. Glsli Ágúst Gunnlaugson les (14). 15.00 Miðdegistónleikar: Filharmoniusveit Lundúna leikur „Scapino” gamanforleik eftir William Walton; Sir Adrian Boult stj./ Paul Tortelier og Boumemouth sinfóniuhljómsveit- in leika Konsert nr. I i Es-dúr op. 107 fyrir selló og hljómsveit eftir Dimitri Sjostakovitsj; Paavo Berglund stj. 15.40 íslenzkt mál. Endurt. þáttur Gunnlaugs Ingólfssonar frá 10. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 ÍJtvarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar” eftir Erlu Þórdlsi Jónsdóttur. Auður Jónsdóttir leikkona byrjar lesturinn. 17.40 Á hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. I8.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Frá tónleikum i Háteigskirkju 18. desember sl. Serenaða nr. 12 í c-moll fyrir blásaraoktett (K388) eftir Mozart. Flytjendur: Duncan Campbell, Lawrence Frankel, Einar Jóhannesson, óskar Ingólfsson, Hafsteinn Guðmundsson, Rúnar Vilbergsson, Gareth Mollison og Þorkell Jóelsson. 20.00 (Jr skólatíHnu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum, sem fjallar um skipulag og baráttumál Iðnnemasambands íslands. 20.30 (Jtvarpssagan: ,Eyrbyggja saga’. Þor- varður Júlíusson les (4). 21.00 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 Hvoru megin er hjartað? Jónas ; Guðmundsson les frumort Ijóð. 21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Ludwig Streicher leikur á kontrabassa lög eftir Giovanni Bottesini; Norman Shetler leikurápianó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (3). 22.55 Úr tónlistarllfinu. Knútur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.10 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 15. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þor- valdsdóttir lýkur lestri „Skápalinga”, sögu eftir Michael Bond í þýðingu Ragnars Þorsteins- sonar (18). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. frfl TEPPABVDIN- SÍÐUMÚLA 31 - SÍMI 84850 Ullarteppin fást hjá okkur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.