Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.02.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 14.02.1979, Qupperneq 24
Launþegasamtökin: JAFNGILDIR ÞVIAÐ STÖRFUM VÍSITÖLU- NEFNDAR SÉ SLITIÐ ef nahagsf rumvarpið lagt f ram án samráðs við kjarna launþegasamtakanna Miðstjórn ASl og stjórnir BSRB og Farmanna- og fiskimannasambands- ins telja að störfum vísitölunefndar hafi verið slitið með framlagningu frumvarpsins um efnahagsmálin. Vísitölunefnd hafði leitaö álits og umsagnar þessara aðila á þeim þætti frumvarpsins, sem fjallar um verð- bætur á laun. Áður en þessi kjami launþegasamtakanna hafði tjáð sig um málið, var frumvarpið lagt fram með óbreyttum tillögum formanns vísitölu- nefndar. Með þessari aðferð telja áðurgreind- ir aðilar, að ekki sé lengur eða frekar óskað umfjöllunar þeirra á því veiga- mikla atriði, sem verðbætur á laun eru, og raunar ekki frumvarpinu i heild. Ekki hefur fengizt staðfest, að mið- stjóm ASÍ hafi í verulegum atriðum getað fallizt á sjónarmið vísitölunefnd- ar um verðbætur á laun, utan þess, sem frekari viðræður hefðu getað leitt til samninga um. Þó hafi ASÍ algerlega hafnað bráða- birgðaákvæðum, sem meðal annars voru um níu mánaða frestun á verð- bótum, sem fóru fram úr 5% hverju sinni, hinn 1. júni, 1. september og 1. desember 1979. Þá hafi ASÍ einnig hafnað II. kafla bráðabirgðaákvæða um fyrirkomulag á verðbótum á grunnlaun. Þegar frumvarpið var hins vegar lagt fram í heild, þar með talinn kafl- inn um verðbætur, sem vísitölunefnd- in óskaði sérstaklega álits á, taldi mið- stjórn ASÍ, BSRB og Fiskimanna- og farmannasambandið, að frekari um- fjöllun um erindi vísitölunefndar væri tómt mál að tala um. Hefði málið í heild verið fært á annað stig og störf vísitölunefndarinnar ekki lengur raun- hæf. Þingflokkur Alþýðuflokksins lagði mikla áherzlu á, að frumvarpið í heild yrði lagt fram á Alþingi hið fyrsta. Tíminn væri orðinn naumur til að fjalla um breytingar á frumvarpinu, heldur skyldi það lagt fram eins og það liggur nú fyrir. Taldi þingflokkurinn, að nauðsyn- legar breytingar yrðu gerðar I meðferð Alþingis. Fulltrúar Alþýðuflokksins í mið- stjórn ASÍ sátu hjá við atkvæða- greiðslu um að málið væri komið á það stig, að ekki væri eðlilegt að ræða frekar erindi vísitölunefndar og óskir hennar um álit launþegasamtakanna. „Þennan skóla má ekki niður” —ogþá glumdi lófatakið f salog leggja anddyri „Ég er þá eitthvað úti að aka ef það er ekki rétt hjá mér að allir foreldrar hér inni eru sammála um að Jjennan skóla má ekki leggja niður,” sagði Bjarni Bjarnason kennari, einn þeirra foreldra, sem var á fjölmennum fundi í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans i gærkvöld. Eftir þessi orð Bjarna glumdi lófa- klappið við i sal o° ’nddvri Æfingaskól- ans en þar v •• ð bil fimm hundruð f.j bæði for- eldrar bar: o .narar og Nemendur Æfinga- og tilraunaskóla KHt voru fjölmargir á fundinum I gær og fylgdust af áhuga með frammi á gangi. DB-mvnd Bjarnleifur. nemendo' „Þess?' :.ugmyndir um að leggja skól- ann niður eru tilkomnar frá embættis- mönnum, sem hafa ekkert umboð til að taka ákvörðun um slíkt,” sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi í ræðu sinni. Hún lýsti yfir andstöðu sinni gegn slíkum hugmyndum, sem hún reyndar tók fram að væru langt frá því að vera á neinu framkvæmdastigi. Sama sagði Jónas Pálsson skólastjóri, sem skýrði hugmyndir um að leggja skólann niður og dreifa nemendum á þrjá nærliggjandi skóla. Sagði hann að hugmyndir þessar væru skiljanlegar út frá fjárhagssjónar- miði, en málið hefði vissulega fleiri hliðar. í lok fundarins var samþykkt tillaga frá stjórn foreldrafélags Æfinga- og til- raunaskólans, þar sem andmælt var ein- dregið öllum hugmyndum um að leggja skólann niður. -ÓG Hasar í, Villta vestrinu’ — netabátar rótfiska norðuraf Eldey Það hefur verið gott fiskirí hjá stærri netabátum frá Grindavik sl. hálfan mánuð norður af Eldey, eða í „Villta vestrinu” eins og sjómenn kalla gjarnan þá slóð. Algengt er að bátar fái frá 10 upp í 30 tonn í róðri, sem er prýðisgott og mun betra en mörg undanfarin ár, skv. upplýsingum vigtarmanns í Grinda- vík í gær. Aflinn er nær eingöngu góður þorskur. Stóru netabátarnir frá Grindavík eru 16 en alls eru nú gerðir þaðan út eitt- hvað um 35 bátar. Eftir góðan sprett linubáta uppúr áramótum hefur verið tregara hjá þeim síðustu daga, sömu- leiðis hjá Iitlu netabátunum á grunnslóð. Þá hefur verið fremur tregt i trollið þótt einn hafi landað 16 tonnum eftir tvo sól-1 arhringa við Snæfellsnes. -GS. I Átök í Alþýðubanda- laginu í Kópavogi — se rjótast út vegna olíumalarmálsins Hörð á'.oK irðast nú eiga sér stað í Alþýðubai.dalaginu í Kópavogi og brjótast þau fram í umræðu um olíu- malarmálið svonefnda. Minnihluta- flokkarnir I bæjarstjórn báru fram vítur á formann bæjarráðs, Björn Ólafsson fulltrúa Alþýðubandalagsins. Tillagan var naumlega felld með jöfnum atkvæðum og sat Helga Sigur- jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar og einnig fulltrúi Alþýðubandalags, hjá við atkvæðagreiðsluna. t bókun Helgu vegna hjásetu sinnar kom m.a. fram að ekki færi á milli mála að Björn hefði með láni á oliumöl i eigu bæjarins tekið sér vald sem honum ekki bar og að enginn ann- ar bæjarfulltrúi hafi vitað um gerðir hans. Þá segir að nánast ekkert eftirlit sé með olíumalarbirgðum Kópavogs- kaupstaðar og hafi svo verið lengi og ekki hafi verið skýrt fráhvernig málum sé háttað. Þar sem slíkt gerist í einum þætti í rekstri bæjarins vakni sú spurn- ing hvort pottur sé ekki viðar brotinn. Samkvæmt framansögðu gæti það átt sér stað að embættismenn bæjarins og/eða formaður bæjarráðs muni ekki ótilneyddir skýra meirihlutanum frá sé svo. Eigi þessi tilgáta við rök að styðjast sé staða meirihlutans sem stjórna á bænum orðin býsna veik. Helga telur að lokum að ástæða sé til þess að endurskoða afstöðuna til þeirra embættismanna sem ábyrgð bera í málinu. Vart sé hægt að starfa í meirihluta bæjarstjórnar ef ekki megi treysta fullkomlega öllum þeim sem sjá um rekstur bæjarfélagsins. frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 14. FEB. 1979. Dælðng íháhyrn- ingaþróna stöðvaðist Sjódæling i háhyrningaþróna í Sæ- dýrasafninu stöðvaðist í hálfan annan sólarhring fyrir skömmu i frostakafla, að því er blaðið fékk staðfest í safninu I morgun. Þegar allt er í lagi er dælt um 150 tonnum af sjó um þróna á klukkustund. Rafmagnsbilun í dæluútbúnaði olli stöðvun dælingarinnar. Tveir bílar voru í stanzlausum förum með heitt vatn til þróarinnar á meðan bilunin stóð og að sögn verkstjóra kólnaði þar aldrei niður fyrir sjávarhita. Er hann var spurður hvort svo litil vatnsendurnýjun í svo langan tíma hefði hugsanlega skaðað dýrin, taldi hann svo ekki vera. Þegar dælurnar komust í lag olli það nokkrum erfið- leikum að frosið var i öllum leiðslum, sem varð m.a. til þess að hlé á dælingu varð svona langt. í morgun var þriðji eftirlifandi háhyrningurinn á greinilegum bata- vegi að sögn verkstjóra, en hinum líður allvel. í dag mun Dýraverndunarnefnd ríkisins funda um áframhaldandi starfsleyfi safnsins, sem er útrunnið, og Dýraverndunarsambandið mun einnig funda um afstöðu til dómsrann- sóknarástarfsemisafnsins. -GS Fjármálaráðuneytiö: Treystirkonum ekkifyrir skyldusparnaði hjónanna Margar konur telja sig misrétti beittar þessa dagana varðandi endur- greiðslu skyldusparnaðar af skatt- tekjum fyrir árið 1976, sem veriðer að endurgreiða nú. Þrátt fyrir að þær hafi unnið fulla vinnu og þannig lagt til hlutfall skyldusparnaöar hjónanna, fá þær ekki að taka endurgreiðslurnar út. Til þess að fá skuldabréfið í hendurnar þurfa þær óyggjandi vottorð eigin- mannsins og sömuleiðis til að fá það innleyst. Ekki er tekið til greina þótt konurnar leggi fram fullgild skilríki þess efnis að þær séu giftar viðkom- andi manni. Bréfin eru skráð á eigin- mennina og maka hvergi getið. Blaðið bar þetta undir Bergþóru Sig- mundsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs, sem var málið kunnugt, og sagði hún að strax í fyrra, er þetta kom í Ijós, hafi verið farið fram á leið- réttingu þessa við fjármálaráðuneytið. Þá var hins vegar búið að ganga frá bréfunum fyrir 1977, en ráðuneytið hefur fallizt á að ganga þannig frá bréfunum fyrir 1978 að konur geti einnig innleyst þau. Verða þá nöfn beggja notuð. Það verður þá væntan- lega árið 1981, sem konum verður fyrst treyst til að taka viö endur- greiðslu sparifjár. -GS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.