Dagblaðið - 15.02.1979, Page 7

Dagblaðið - 15.02.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. 7 Bandaríkin: RETTUR ÖKU- HRAÐIOG LÆGRIHITI í HÚSUM GÆTI VEGIÐ Á VIÐ OLÍU FRÁ ÍRAN — tvennum sögum fer af orsökum olíukreppu Tvennum sögum fer af raunverulegri ástæðu fyrir hækkandi oliuverði og olíu- skorti á vesturlöndum. t gær var haft eftir James R. Schlesinger, orkuráögjafa Bandaríkjaforseta, að hann sæi fram á jafnalvarlega olíukreppu og varð á árunum 1973 og 1974. Aftur á móti var haft eftir sama manni i fyrra mánuði að með því að halda umferð í Bandaríkjunum innan löglegs ökuhraða, sneiða hjá ónauðsyn- legum akstri og lækka nokkuð hita i íbúðarhúsum mætti spara um það bil 600 þúsund föt af oliu á dag. Var þá ennfremur haft eftir Schlesinger að þessi hugsanlegi sparnaður mundi vega fullkomlega á móti þeim 500 þúsund olíufötum, sem flutt voru til Bandaríkjanna frá lran áður en olíuútflutningur þaðan stöðv- aðist. Henry Jackson, formaður orkumála- nefndar bandarísku öldungadeildarinn- ar, sagði aftur á móti fyrir nokkr- um dögum, að ekki væri lengur spurning hvort heldur hvenær grípa þyrfti til olíu- skömmtunar þar vestra. Vita ekki hvort hitinn verður til góðs eða ills Vísindamenn á ráðstefnu um veður- far, sem haldin er í Genf, hafa viður- kennt að ekki sé hægt að segja um það með neinni vissu hvort hærra hitastig í byrjun næstu aldar mundi verða heimin- um til góðs eða ills. MIKIÐ SKOTIÐ EN MEST UPP í LOFTIÐ Skotbardagar og óeirðir voru í mörgum borgum íran í gær og i gær- kvöldi. Auk árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Teheran og sjónvarps- stöðina þar var vitað um að ráðizt hafði verið á orkuver í austur- hluta borgarinnar og sendistöð sjón- varps um það bil 130 kilómetra norður af borginni. Nokkrir lranir munu hafa fallið i bardögum um sendiráðið. í morgun var tilkynnt að aðeins einn landgöngu- liði, sem varðgæzlu hafði i sendiráðinu hafi særzt. Fyrstu fregnir hermdu, að þeir sem hertóku sendiráðið hafi verið meðlimir öfgafulls hóps marxista en forustu- menn hans hafa neitað því að hafa gefið skipun um að ráðast á nokkuð sendiráð. Stuðningsmenn Khomeinys eru sagðir hafa ekið um borgina í nótt og skotið upp i loftið og ljóst er að ekki er full stjórn á ástandinu. Ekki hafa þó borizt neinar fregnir um mannfall eða særða i Teheran. Aðilar þeir sem her- tóku sjónvarpsstöð borgarinnar virðast hafa gefizt upp eftir þrjá stundarfjórðunga og ekki mun neinn hafa verið handtekinn þar. Fregnir frá Tabriz í Norðvestur- Iran nærri sovézku landamærunum voru mjög óljósar í morgun. Meðal annars er sagt að þar berjist sveitir trú- ar keisaranum og úr Savak-leyniþjón- ustunni gömlu gegn stuðningsmönn- um Khomeinys. Einnig hafa borizt fregnir af stuðningi flughersins við hina síðarnefndu. Mjög er þó talið ólíktlegt að herinn í tran muni beita sér fyrir einu né neinu á næstunni. Sizt af öllu gegn Khomeiny og mönnum hans. Sagt er að baráttuandinn sé í lág- marki eftir að herinn lét undan síga á götum Teheran. Æðstu yfirmenn hers- ins munu auk þess vera annaðhvort fangaðir, flúnir eða mjög hugsandi um eigið skinn. WtKXiexJg. Nýr verslunarstjóri Garðar Guðmundsson MALNINGARMARKAÐUR VEGGSTRIGI rnííðvíðJLi^A VEGGDUKUR \Shefur . VEGGFÓÐUR ^yaUtborgí^Á OPIÐ LAUGARDAGA TIL HÁDEGIS Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18 — Sími 82444 V i 'ív tfe*. ' Á ■ k ■ i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.