Dagblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979.
jmBIABW
Útgefandt Dagblaðíð hí.
FrumkvmmdaatjóH: Svalnn R. EyjðHaion.RHalJóri: Jðnaa Kriatjðnaaon.
Fréttaatjórí: J&n Blrglr Péturaaon. RHatjómarfultriit Haukur Hatgaaon. Skrifatofuatjðri ritatjömar
Jóhannaa RaykdaL Iþróttlr. Halur Slmonaraon. Aðatoðarf róttaatjórar AtH Stalnaraaon og Ómar Vatdk
maraaon. Mannlngamtól: Aðabtalnn IngóHaaon. Handrit Aagrimur Pólaaon.
Blaðamann: Anna Bjamaaon,' Aagalr Tómaaaon, Bragl Slgurðaaon, Dóra Stefónadóttk, Olaaur Sigurða-
aon, Gunnlaugur A. Jónaaon, HaDur Haðaaon, Hatgl Póturaaon, Jónaa Haraldaaon, Ólafur Gakaaon/
Ólafur Jónaaon. Hönnun: Guðjón H. Pólaaon.
Ljóamyndlr Aml PóH Jóhannaaon, BjamloHur BjamlaKaaan, Hörður Vllhjólmaaon, Ragnar Th. Slgurða-
aon, Svalnn Þormóöaaon.
Skrifatofuatjóri: Ólafur EyjóHaaon. Gjaldkart Þróinn ÞorioHaaon. Sökiatjóri: Ingvar Svalnaaon. DraKlng-
aratjóri: Mór E.M. Hatdóraaon.
Ritatjóm Slðumóla 12. Afgralðala, óakrtftadakd, auglýalngar og akrifatofur ÞvarhoM 11.
Aðataiml blaðakia ar 27022 (10 Hnuri. Aakrtft 2500 kr. ó mónuði Innanlanda. I lauaaaðki 125 kr. ekitaklð.
Satning og umbrot Dagblaðlð hf. Slðumóla 12. Mynda- og plðtugarð: Hlmk hf. Slðumóla 12. Prantun
Aryakurhf. SkaHurmi 10.
Á brott í tæka tíð
Hinn mikli hávaði, sem orðinn er
vegna meints tillitsleysis Ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra í garð vísitölu-
nefndar, verður ekki skilinn, nema menn
átti sig á nýjustu fyrirætlun Lúðvíks
Jósepssonar, sem ekki hefur verið haft
hátt um.
Eins og Dagblaðið sagði í leiðara í gær hefur Alþýðu-
bandalagið beint kastljósinu að vísitölunefnd. Það eyðir
miklu minna púðri og rúmi í atvinnusamdrátt og verð-
bótafrestun launa í efnahagsfrumvarpi Ólafs Jóhannes-
sonar.
Alltaf er óbragð að ágreiningi, sem leggur meira upp
úr formsatriðum en efnisinnihaldi. Og það er einkar at-
hyglisvert að sjá hvern verkalýðsrekenda Alþýðubanda-
lagsins á fætur öðrum ólmast út af því, að Ölafur skuli
halda framhjá vísitölunefnd.
Forsætisráðherra hefur svarað þessum ásökunum á
einfaldan hátt. Hann segir, að verði í vísitölunefnd sam-
komulag um eitthvað annað, muni sú niðurstaða koma
inn í frumvarpið í stað núverandi kafla um breytingar á
verðbótum launa. Svona einfalt er málið og ekkert tile{ni
moldviðris.
Miklu trúlegra væri moldviðri, sem þyrlað væri upp
vegna atvinnusamdráttar og verðbótafrestunar. Sam-
dráttarkaflar frumvarpsins gætu magnað þau teikn, s> m
nú eru á lofti um atvinnuleysi. Og frestun verðbóta
stríðir gegn kjörorðinu: „Samningana í gildi”.
Um þessi atriði má deila. Ólafur hefur ekki hróflað við
eðlilegum verðbótum 1. marz. Og enn er óvíst, að verð-
bólgan verði svo mikil í vor og sumar, að frestun verð-
bóta umfram 5% komi til framkvæmda.
Ennfremur er ekki enn neitt átvinnuleysi í landinu,
þótt slæmar blikur séu á lofti í ofvöxnum byggingariðn-
aðinum. Ríkisstjórnin getur hvenær sem er snúið þvert
af samdráttarbrautinni, ef atvinnuleysi ætlar að verða
vandamál.
Kjarni málsins er sá, að leiðtogar Alþýðubandalagsins
sjá eins og aðrir menn, að allar forsendur efnahagsmála
hafa gerbreytzt á síðustu vikum. Þeir atburðir hafa gerzt,
að sultarólin herðist, hvort sem við viljum eða ekki. ,
Hrun keisaradæmisins og bylting múhameðstrúar-
manna í Persíu hefur þegar valdið mikilli verðhækkun á
olíu og á eftir að valda meiri hækkun. Hinn vandinn er
sá, að minnkun þorskafla úr 330 þúsund tonnum í 250
þúsund tonn virðist óumflýjanleg.
Ríkið og olíufélögin geta neitað sér um aðild að
gróðanum af olíuhækkuninni og tekið óbreyttar krónu-
tölur í sinn hlut. Þar með mundu olíuvörur til neytenda
hækka um jafnmargar krónur og þær hækka um í inn-
flutningi, en ekki um margfaldar krónur. Samt má búast
við 25% hækkun á verði olíu. Sú hækkun yrði atvinnu-
vegunum geigvænlegt áfall.
Að því er varðar þorskveiðarnar hefur enn ekki komið
fram nein skynsamleg hugmynd um, hvernig draga megi
úr þorskafla sem svarar afla 20 skuttogara, án þess að
hagkvæmni veiðanna minnki verulega. Þarna er um
gífurlegan, óleystan vanda að ræða.
Spurningar um, hvort samningar verði í gildi, eru úr-
eltar í ljósi þessara tveggja vandamála. Kringumstæð-
urnar taka bara völdin, hvað sem stiórnmálamennirnir
segja. Þess vegna er Lúðvík Jóseps^on nú að hugsa um
að láta Alþýðubandalagið hlaupast úr ríkisstjórn í tæka
tíð.
Það er vegna þessa, að Alþýðubandalagið gerir úlfalda
úr mýflugu meints tillitsleysis gagnvart vísitölunefnd.
Kína:
Mikil aukning á
sjálfsgagnrýni
—f jögur hundruð þúsund féllu í menningarbyltingunni
samkvæmt nýjustu heimildum f rá Peking
ing sem beitti ólöglegum aðgerðum við
handtöku fólks, sem kom saman 1
borginni — var sagt á veggspjöldun-
um.
Fólk sem kom saman í borginni er
talið eiga við þúsundir af bændum sem
hópazt hafa til Peking á siðustu mán-
uðum til að krefjast réttlátrar hegðun-
ar kínverskra stjórnvalda.
Á sama tíma og þessi gagnrýni kom
fram birti hreyfing, sem nefnd er Lýð-
ræðishreyfingin, vitnisburð um
reynslu bóndakonu einnar.
\
Gekk hún um götur nærri heimili
Hua formanns og reyndi að selja lítið
barn sitt. Gerði hún það að sögn
vegna þess að hún taldi sig ekki lengur
geta alið önn fyrir þvl. Haft
hefur verið eftir öðrum íbúa 1 Peking
að hann hafi orðið vitni að sams konar
atburði á götum borgarinnar. Hafi þá
kona ein hengt spjöld utan um háls
barns sins þar sem það var boðið til
sölu.
Meira en fjögur hundruð þúsund
manns voru drepnir í menningarbylt-
ingunni 1 Klna á árunum 1966 til
1969. Er þetta samkvæmt frönskum
heimildum, sem birtar voru hjá
frönsku fréttastofunni AFP. Auk þess
er talið að 1 það minnsta eitt hundrað
milljónir af nærri átta hundruð millj-
ónum íbúa Kína hafi á einhvern hátt
orðið fyrir barðinu á afleiðingum bylt-
ingarinnar.
Talið er aö þessar nýju upplýsingar,
sem nú koma frá Kínverjum sjálfum,
séu enn eitt dæmið um þá miklu
stefnubreytingu og sjálfsgagnrýni á
fyrri stefnu sem sífellt verður meira
áberandi í Kina. Samkvæmt frönsku
heimildunum er sjálfur Hua Kuo-feng
1 forustu fyrir þessari sjálfsgagnrýnis-
öldu. Á fundi í miðstjórn kínverska
kommúnistaflokksins viðurkenndi for-
maðurinn að honum hefðu orðið á
mörg mistök í samskiptum sínum við
fjórmenningaklíkuna svonefndu.
Eiginkona Maos formanns var þar í
forustu.
Mistökin urðu einkum um það bil
sem verið var að handtaka fjórmenn-
ingana í október árið 1976 sagði Hua.
Voru kínverskir ráðamenn alltof háðir
þeirri stefnu sem Mao formaður hafði
áður aðhyllst.
Fyrir nokkru voru fest upp vegg-
spjöld í Peking þar sem handtökunum
var mótmælt og í blöðum þar hafa
verið birtar greinar sem leggja áherzlu
á frelsi til að tjá sig og gagnrýna
stjórnendur landsins. — Við mót-
mælum aðgerðum lögreglunnar í Pek-
"
Tilefni þessarar greinar er sú um-
ræða, sem nú á sér stað um meðferð
drykkjusjúkra og þegnlegan rétt
þeirra. Þær raddir hafa heyrzt að alkó-
hólistar njóti óeðlilegrar fyrirgreiðslu
almannatrygginga og sjúkdómur
þeirra sé „forréttindasjúkdómur” þar
eð hann hafi hlotið meiri náð fyrir
augum þeirra sem völdin hafa enda sé
stór hluti alkóhólista úr forréttinda-
stéttunum.”
Sigurður Gizurarson sýslumaður
skrifar grein í Dagblaðið 2. febr. sl.
undir fyrirsögninni Heilaþvottur í hag-
sældarþjóðfélagi. S.G. vill færa að þvi
rök, að drykkjuskapur sé ekki sjúk-
dómur heldur „leikur” — að vísu mjög
grár leikur.
„Drykkjuskapur er aðeins ein
aðferð af mörgum, sem fólk velur til
að eyðileggja sig. Reykingar eru önnur
aðferð. Daglegt fjölskyldurifrildi
þriðja aðferðin o.s.frv.”
Vill S.G. láta liggja að því með til-
vitnun 1 bók eftir Claude Steiner: The
Games of Alcoholics Play, að drykkju-
skapur sé siðferðilegt og sálfræðilegt
vandamál. Með öðrum orðum
drykkjuskapur er ósiður, viljaleysi,
stjórnleysi o.s.frv., ævagömul sjónar-
mið, sem aðeins hafa tekið á sig nýja
mynd. I rauninni ætti alkóhólistinn
ekki að fá greitt úr sjúkratryggingun-
um, ef þessi sjónarmið ættu að ráða,
bendir S.G. á, sem út af fyrir sig eru
rétt. Það skiptir þvi meginmáli hér
hvort um sjúkdóm er að ræða eða ekki
og þá sjúkdóm í sömu merkingu og
læknisfræðin notar það orð I sambandi
við óheilbrigði yfirleitt.
Ég vil þvi leyfa mér að gerast fræð-
ari Sigurðar, sýslumanns Þingeyinga,
og annarra þeirra sem sama sinnis eru
og hann.
Mál er að málþófi þessu linni.
félagsleg vellíðan en ekki það að vera
án sjúkdóms eða fötlunar.” Á ensku:
Health is a state of complete physical,
mental and social weelbeing and not
merely the absence of disease and in-
firmity."
Læknisfræðin skilgreinir aftur á
móti orðið sjúkdóm, sem truflun á
starfsemi eða byggingu líffæris eða
hluta líkamans. 1 fyrri skilgreining-
unni er heilbrigði miðað við líðan. Sá
sem á við vanlíðan að striða er því
vanheill, óheilbrigður, veikur, sjúkur,
vanfær, fatlaður o.s.frv. Hér er um
stigsmun á heilbrigði að ræða en ekki
eðlismun.
Nútima heilbrigðisþjónusta hefir
þessa skilgreiningu WHO að leiðar
Ijósi og ber að líta á hana sem stefnu-
Kjallarinn
BrynleifurH.
Steingrímsson
eða ekki. Hér falla að vísu geðsjúk-
dómar og félagslegir sjúkdómar illa
inn í skilgreininguna, þó að nú séu að
koma fram lífefnafræðileg og lifeðlis-
fræðileg einkenni þeirra.
Saga geðlækninganna er einmitt
hrópandi dæmi um það hvað sjúk
dómshugtakið hefur tekið miklum
breytingum í aldanna rás. Geðveiki
var hér fyrr á öldum, og er með
sumum þjóðum enn í dag, talin stafa
af illum anda, jafnvel Kölska sjálfum
eða púkum hans. Tekur andi þessi sér
bólfestu I líkama hins sjúka. Galdrar
og gjörningar voru af hinum sama
toga. Til þess að reka hina illu anda út
úr hinu geðsjúka fólki var beitt öllum
hugsanlegum ráðum. Menn voru jafn-
vel settir i nokkurs konar skilvindur til
þess að miðflóttaaflið þeytti hinum illa
anda úr likamanum. Það eru ótrúlegar
hryllingssögur, sem hægt er að segja af
meðferð geðsjúkra.
Geðsýki var það sem fólk skamm-
aðist sín fyrir, hún var ættarskömm og
ástvinahneisa. Um líkamlega sjúk-
dóma gegndi öðru máli. Þeir voru
áþreifanlegir, skiljanlegir. Beinbrot og
sár voru sjúkdómar. Sjúkdómshug-
takið er ennþá að breytast og þvi er
óeðlilegt að halda sér fast við skilgrein-
ingar (nominal eða formal), þó að þær
séu nauðsynlegar i allri umræðu, svo
að fólk átti sig á hvað átt er við með
sjúkdómshugtökum.
t dag tölum við um félagssjúkdóma
eöa þjóðfélagssjúkdóma, er þá átt við
hópinn en ekki einstaklinginn. Samspil
mannanna innbyrðis og svo umhverf-
isins er aö renna saman i eina heild,
sem bezt verður skilin i samhengi.
Sjúkdómar verða bezt séðir i þessu
Ijósi en það gerðu reyndar forfeður
vorir, Hippocrates og lærisveinar
hans, fytir nærri 2500 árum.
Hvað er sjúkdómur?
t yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO) segir: „Heil-
•brigði er algjör likamleg, andleg og
markandi fyrst og fremst. Skilgreining
læknisfræðinnar á orðinu sjúkdómur
er aftur á móti sú túlkun, sem við
beitum i dag, þegar við ákvörðum
hvort telja eigi vanheilindi sjúkdóm
Hvað er alkóhólismi
(drykkjusýki)?
1 bók sinni The Disease Concept of
Alcoholism skilgreinir E.M. Jellinek