Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979.
11
AFGRQBSLUTÍMIVERZLANA
í REYKJAVÍK
Árið 1971 samþykkti borgarstjórn
Reykjavíkur nýja reglugerð um af-
greiðslutíma verzlana í Reykjavik og
hlaut hún staðfestingu þáverandi fé-
lagsmálaráðherra Hannibals Valdi-
marssonar 26. júní sama ár.
Reglugerð þessi er að miklu leyti
jyggð á samkomulagi félagasamtaka
kaupsýslumanna og Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur og hefur að mörgu
leyti gefizt vel. Hinsvegar er ekkert
óeðlilegt við það, að einhverjir ófyrir-
séðir vankantar hafa komið í Ijós svo
og breyttar aðstæður á þeim 8 árum
sem liðin eru síðan reglugerðin var
gefin út og þyrfti hún því endurskoð-
unar við og einhverra breytinga. Hins-
vegar er það staðreynd að erfiðasta
vandamálið hefur verið afskiptaleysi
lögreglustjóraembættisins varðandi
brot á reglugerðinni, en það hefur
reynzt ókleift að fá það embætti til að
gegna skyldu sinni í því efni og er þá
ekki von að vel fari.
Það hefur verið nokkuð föst venja
að þegar nálgast kosningar hafa ýmsir
borgarfulltrúar talið sér pólitískan
ávinning af að tala um afnám reglu-
gerðarinnar. Ekki tel ég að þeir hafi
haft erindi sem erfiði þvi að öllum al-
menningi þykir afgreiðslutíminn nægi-
lega rúmur og verðið nægilega hátt þó
ekki kæmi til kostnaðarhækkanir með
lengingu, sem óhjákvæmilega kæmi
inn í vöruverðið. Ein og ein hjáróma
rödd heyrist þó um að afnema beri þá
rammalöggjöf sem gildir um takmörk-
un afgreiðslutímans. Ein slík kom
fram í Dagblaðinu föstudaginn 9 þ.m.
en þar kveður unglingur að nafni
Steinn Logi Björnsson sér hljóðs og
virðist mikið niðri fyrir. Það furðuleg-
asta við þessi skrif hans er þó að hann
kveðst vera nemandi í Verzlunarskóla
tslands, en hefur þó auðsjáanlega ekki
tileinkað sér neitt af þeim fræðum sem
sá ágæti skóli hefur upp á að bjóða.
Hinsvegar virðist hann hafa grúskað í
Darwins kenningunni og stundað
skemmtistaðaráp til að vita hvar hann
fengi mestan og bestan kaupbæti
'fyrir návist sína. Ekki virðist hann
hafa lesið það í bókum sínum að slíkur
kaupbætir er ólöglegur á íslandi.
Ekki virðist Steinn Logi heldur gera
sér það ljóst hver stofnaði og stjórnar
á nokkur atriði, þó ekki væri nema til
umþenkingar fyrir greinarhöfund.
Hann stingur t.d. upp á að eftir venju-
legan dagvinnutíma verði ráðið skóla-
! fólk til afgreiðslustarfa í verzlunum og
veitingahúsum fyrir lægra kaup en
umsarhinn launataxti segir til um.
Hefur Steinn Logi aldrei heyrt að til
eru stéttafélög, sem semja um ákveðið
lágmarkskaup og að óheimilt er að
greiða lægra verð fyrir vinnu en þar
andi með lélegt verðskyn ekkert vita
að hann væri að gera eða gæti gert góð
kaup. Ekki veit námsmaðurinn hvort
hann vill eða vill ekki frjálsa álagn-
ingu. Hann telur hættulegt að láta
þennan „ribbaldalýð” ákvarða álagn-
Kjallarinn
peim skóla, sem hann situr í og skal ég
fræða hann um að það eru ein af þeim
samtökum kaupsýslumanna þ.e.a.s.
Verzlunarráð lslands sem Steinn Logi
telur sig umkominn að kalla glæpa-
samtök. Einhverntíma hefði nemanda
verið vikið úr skóla fyrir minna, en
trúlega verður látið nægja að lofa við-
komandi að sitja uppi með skömmina
af slíku orðbragði.
Þó að umrædd blaðagrein sé svo'
oakin mótsögnum og vísvitandi villu-
xenningum get ég ekki annað en bent
greinir án tillits til hver framkvæmir
hana. Auk þess er óheimilt að láta ófé-
lagsbundið fólk ganga inn í annarra
störf að minnsta kosti ef viðkomandi
fastráðið fólk vill framkvæma þau.
Steinn talar um að verðskyn neyt-
enda sé lélegt, um það er ég sammála.
En hefur hann ekki í Verzlunarskólan
um heyrt neitt talað um mátt auglýs-
inga fyrst hann furðar sig á að kaup-
menn skuli benda viðskiptavinum
sínum á ef þeir gefa afslátt af hinni
knöppu álagningu sem nú er leyfileg.
_Ef þeir gerðu það ekki mundi kaup-
Jónas Gunnarsson
inguna en segir þó í hinu orðinu að
vinna beri að þvi, m.a. til þess að kaup-
menn hætti að leita uppi dýrustu vör-
una til sölu. Enn ein órökstudd og
ósönn fullyrðing sem ber vott um al-
gjöran menntunarskort á því sviði sem
Steinn hefur valið sér. Ég skil svo við
hann með þeirri frómu ósk að áður en
hann skrifi fleiri blaðagreinar um þessi
efni eða önnur þá kynni hann sér
betur þau málefni er hann ætlar að
fjalla um. Þá vil ég einnig benda kenn-
urum hans og skólastjóra á að vert
væri að sýna honum meiri alúð við
kennslu 1 þeim fræðum er hann virðist
hafa kosið að fræðast um með innrit-
un sinni í Verzlunarskóla Islands.
Að lokum þetta varðandi þá reglu-
gerð sem er í gildi. Sumum finnst af-
greiðslutíminn of stuttur. Ég vil í þvi
sambandi benda á að á viku hverri er
heimild fyrir 14 klukkustunda opnun-
artíma fram yfir dagvinnutima sem
þyrfti að greiðast með eftir- og nætur-
vinnukaupi. Ég veit ekki um neinn
sem treystir sér til að nota allan þenn-
an tíma. Ég held t.d. að enginn noti
heimild til kl. 22 á þriðjudögum og að-
eins örfáir opna verzlanir kl. 8 að
morgni i stað 9. Ekki nálægt helmingi
verzlana notar sér heimild til kl. 22 á
föstudögum og sama er að segja um
heimild til hádegis á laugardögum.
Mér finnst það koma úr hörðustu
átt þegar borgarfulltrúar tala um lé-
lega þjónustu vegna of stutts af-
greiðslutíma, ef miðað er við þá þjón-
ustu sem borgin veitir í sinum fyrir-
tækjum og stofnunum og ekki heyrist
heldur mikið um kvartanir frá almenn-
um borgurum þó þeir þurfi jafnvel að
taka sér fri úr vinnu til að borga skatta
og skyldur. Allt þetta ber að endur-
skoða og hagræða innan ákveðins
ramma þannig að sem bezt nýting fáist
á vinnuaflinu með hagsmuni þeirra
sem vinnunnar eiga að njóta í huga.
Það á að vera auðvelt að finna lausn
sem allir geti vel við unað án þess að
lenging verði á vinnutíma.
Jónas Gunnarsson
formaöur Félags
matvörukaupmanna
Er alkóhólismi sjúkdómur?
— svargrein til Sigurðar Gizurarsonar
alkóhólisma þannig: Alkóhólismi er sú
neyzla áfengra drykkja, sem skaðar
einstaklinginn eða þjóðfélagið eða
hvoru tveggja. Hér er um svokallaða
vinnuskilgreiningu að ræða.
Samkvæmt henni er alkóhólismi
meira en sjúkur líkami eða sál vegna
ofneyzlu áfengis. Alkóhólisminn er
einnig atferli og gjörðir, það sem við
framkvæmum eða gerum öðrum til
tjóns undir áhrifum áfengis. Þetta er
hagnýt en um leið mjög fræðileg skil-
greining, sem kemur að góðum not-
um, ef skilja á þetta tiltölulega flókna
vandamál, sem alkóhólisminn óneitan-
lega er.
Samkvæmt þessari skilgreiningf
getum við hagað okkur sjúklega, þó að
við séum ekki sjúklingar i þess orðs
ströngustu merkingu.
Dæmi um þetta er maður sem ekur
ölvaður og skaðar eða drepur sig eða
aðra. Hans gjörðir eru alkóhólismi,
en hann telst ekki alkóhólisti þar eða
um bráða sýkingu getur verið að ræða.
Þar sem hin bráða sýking af alkóhóli
telst ekki (venjulega) til alkóhólisma
fellur hinn kvellisjúki alkóhólisti utan
við það, sem við venjulega meinum
með alkóhólistum. Hér er að sjálf-
sögðu um stigsmun að ræða eins og
um allra aðra sjúkdóma og misjafnt
hvar menn vilja draga mörkin. Það
eru til þeir sem vilja kalla þá alkóhól-
sta, sem neyta vins í einhverjum mæli
3—4 sinnum í mánuði. Það sem
skiptir máli í þessu neyzlusambandi er
stöðug og jöfn notkun. Alla slíka
notkun má með miklum rétti kalla
alkóholisma með litlum eða miklum
einkennum, starfrænum eða vefræn-
um.
í dag er hœgt að finna
vefrænar breytingar
hjá þeim, sem telja sig
drekka bjór í hófi
Með tilliti til einkenna alkóhólista
hefir þeim verið skipt t flokka, þessi
skipting byggist fyrst og fremst á því
hvort um vana- eða ávanasjúkdóm er
að ræða, eða m.ö.o. hvort sálrænar
venjur liggja til grundvallar áfengis-
neyzlunni eða hvort ávanamyndun
hefir átt sér stað (addiction) en þá er
sjúkdómurinn talinn líkamlegur.
3) Ávanadrykkja með öllum einkenn-
um ávanasjúkdómsins (addiction).
1 þessum flokki eru þeir sem teljast
alkóhólistar i dag að langstærstum
hluta. Um 10% þeirra sem kallast
alkóhólistar munu geta flokkast i
1) eða 2).
4) Drykkja sem stafar af taugaveiklun
eða geðsjúkdómi eða félagslegum
ástæðum (situational drinker).
Áfengisneyzla getur að sjálfsögðu
blandast öðrum sjúkdómum enda
\efr®nar
bre
11,69
ytingar
íirosem
rétt' er
aö
agroSnal
-£35-«*
írai
•mgu uro
bsettur
áteug'S
Gróf flokkun gæti litið svona út:
1) Sálræn drykkja (problem drinker),
helgardrykkja, frítímadrykkja,
sem leiðir af sér vandamál á einn
eða annan hátt. Þessi tegund
drykkju þróast oft upp í ávana-
myndun (addiction).
2) Félagsdrykkja (heavy drinker)
vegna starfs eða lifnaðarhátta.
Getur að sjálfsögðu leitt til ávana-
myndunar en leiðir alltaf til vefja-
breytinga og sjúkleika.
áfengið oft notað af þeim, sem
þjást af taugaveiklun.
Drykkjusýkin er engin undantekn-
ing frá öðrum sjúkdómum með það að
einstaklingur getur verið haldinn
fleirum en einum sjúkdómi. Hér
verður ekki farið út í hin ýmsu likam-
legu einkenni alkóhólismans, sem
sjúkdóms, en þau eru mörg deginum
ljósari og nátengd atferli og æði.
Flokkur þrjú fyllir upp öll skilyrði
um sjúkdómshugtakið eins og það var
á dögum Hippocratesar og er að mestu
enn í dag. Vestræn læknisfræði hneig-
ist aðallega að þvi, sem kallað hefir
verið „faulty-machine-model” eða það
að finna hið veika og lækna það. Við
þekkjum sjúkdómsvaldinn, hann
er áfengið, við þekkjum sjúkdómsþró-
unina það er ávanamyndun og við
þekkjum starfrænar truflanir og líf-
færaeinkenni, fitulifur, heilaskemmd-
ir, magabólgur, geðlægar truflanir,
þunglyndið, kvíðann, angistina, allt
vegna eituráhrifa alkóhólsins. Myndin
er tiltölulega skýr þeim, sem vilja
kynna sér hana. Skýrari en segja má
um blóðþrýstingssjúkdóma, efna-
skiptasjúkdóma, að ég ekki tali um
geðsjúkdóma sem oft er blandað
saman við alkóhólisma af hreinni van-
þekkingu.
Tvískinnungur
þjóðfélagsins
S.G. segir i grein sinni: „Á hinn bóg-
inn er það þjóðfélag sjálfum sér ósam-
kvæmt, sem annars vegar býður þegn-
um sinum upp á frjálst val um, hvort
1 Iþeir drekka eða ekki, og hins vegar
lítur síðan á afleiðingar þessa frjálsa
vals sem sjúkdóm.”
S.G. er gagnrýnirin og mjög glöggur
maður. Hér er óneitanlega um svokall-
aðan tviskinnung (ambivalence) að
ræða.
Ef draga ætti rökrétta ályktun af því
sem S.G. segir ætti þjóðfélagið, rikis-
valdið, að hindra áfengisneyzlu, ef það
ylli þegnum þess tjóni. Um það held ég
að allir séu sammála, að heilbrigði
þjóðarinnar myndi stórum aukast, ef
áfengi yrði ekki um hönd haft. Þeir
fjármunir, sem þannig myndu sparast,
eru allt að ómælanlegir.
En málið er ekki svona einfalt.
Frelsi ríkir. að hafna og velja er þegn-
leg skylda okkar allra.
Það sem gagnrýna má með miklum
rétti er að framboð á áfengi er meira
en framboð á þekkingu um hættur
áfengis.
S.G. kemur réttilega inn á þetta
atriði varðandi fræðsluna i skólum
landsins. Slik fræðsla var engin þegar
ég gekk í skóla og mun í molum enn.
Ég tek undir það að nær væri að
kenna minna um átthagafræði en meir
um áráttufræði. Alkóhólisminn er ekki
eini ávanamyndunarsjúkdómurinn
sem herjar á mannkyn í dag, þó að
hann sé þeirra langstærsti. Eiturefna-
og lyfjanotkun er stór vá fyrir vorum
dyrum.
Lokaorð
í gildandi lögum um heilbrigðis-
þjónustu segir í fyrstu grein: „Allir
landsmenn skulu eiga kost á fullkomn-
ustu heilbrigðisþjónustu, sem á
hverjum tima eru tök á að veita til
verndar andlegri, líkamlegri og félags-
legri heilbrigði.”
Það er því auðsætt að alkóhólistar I
hvaða fiokki, sem þeir eru, af háum
eða lágum stigum, eiga rétt á heil-
brigðisþjónustu, eins og aðrir lands-
menn. Það er lækna að dæma um
vinnufærni þeirra og þá umbætur frá
almannatryggingum. Platon sagði að
öllum mönnum væri hollast að hafa
sanna þekkingu að leiðarljósi.
Við vitum í dag að langvinn neyzla
áfengis skaðar starfsemi líkamans og
veldur vefjaskemmdum, við vitum að
um ávanamyndandi sjúkdóm er aö
ræða. Þessi tegund alkóhólisma er því
sjúkdómur í þess orðs venjulegustu
merkingu, likamlegur sjúkdómur með
andlegt og félagslegt hyldýpi sem
landamæri.