Dagblaðið - 15.02.1979, Page 12

Dagblaðið - 15.02.1979, Page 12
12 /* DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. . — SÓ Búðin Axlabandabuxur, st. 2—16, axla- bandapils, st. 4—10, smekkbuxur, mittisbuxur, peysur, drengjaskyrtur, st. 27—37, telpnablússur hálferma. Nærföt telpna, drengja og herra. Kvennærbuxur, með skálmum og skálmalausar, mikið sokkaúrval á alla fjölskylduna. Blúndusokkar á börn og dömur. Sængurgjafir, ullarnærföt barna, 100% frönsk ull, gammosiur, 2 gerðir, smávara til sauma. — Póst- sendum. SÓ BÚÐIN Laugalæk (hjá Verðlistanum), sími 32388. V J Til leigu í miðbænum á 2. hæð í steinhúsi ca 90 fermetrar, einnig ca 115 fermetra húsnæði tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Upplýsingar í síma 25252 á daginn og 20359 á kvöldin. Framtíðarstarf ðskast Ung kona óskar eftir framtíðarstarfi, mikil reynsla í skrifstofustörfum og skrifstofustjórn, tungumálakunnátta og reynsla í viðskiptum við útlönd, vélritun og telex. Getur hafið störf strax. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, sími 27022. u inno7 Sími 21487. Ný þjónusta Heimkeyrt á hverju kvöldi Öl — gos — pylsur — tóbak — ískubbar í pokum — hreinlætis- vörur o.ji. SÖLUTURNINN NÖRI HÁTEIGSVEGI52 - SÍMI 21487 Deildu og drottnaðu __________________/_ — orðsending til Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur Ertil launakaka? Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Sóknar, er oft í fréttum. Um mál hennar og sóknarkvennaer margt að skrifa. Eru aðrir betur til þess fallnir en ég. Að mér og reyndar öllu vinnandi fólki snýr hins vegar einn þáttur í mál- flutningi Aðalheiðar sem ég vil gera að umtalsefni. Aðalheiður er talsmaður svonefndr- ar „kökukenningar”. Sú kenning segir okkur að launahækkun eins hóps vinnandi fólks bitni á öðrum. Greiðslur til „hálaunafólks” (t.d. með 'föst 250-350 þús. kr. mán.laun) skerði greiðslur til „láglaunafólks” (t.d. með föst mánaðarlaun frá 140—220 þús. kr.). Með öðrum orðum: — Fé til launagreiðslna atvinnurekenda og ríkisvalds þeirra er kaka ákveðinnar stærðar. Henni verða allir að skipta „af sanngirni á milli sín” — eins og sagt er. Taki einn of stóra sneið, fær annar minna en ella. Uppskriftin að kökunni fæst hjá Vinnuveitendasam- bandi Islands. Síðast kom „kökukenningin” fram hjá Aðalheiði í blaðaviðtali í setuverk- falli Sóknarkvenna að Hátúni 10 í Reykjavík um daginn. Formaðurinn sagði þá: „Ætli það sem af okkur er tekið séu ekki sporslurnar til háskóla- mannanna”. Ein grundvallar- staðreynd Hvaðan kemur eiginlega flestum launagreiðendum fé? Aðalheiður ætti að vita það, eins og margir aðrir, eftir áratugastarf að verkalýðsmálum. Féð fæst með því að láta vinnuhendur auka við verðmæti einhverrar vöru (t.d. hráefnis). Verðaukinn er eign at- vinnurekendanna. Hann er notaður til að greiða með ýmsan kostnað, þ.á.m. laun — sem eru þá dregin af verðaukanum. Hreinn bókfærður gróði er auðvitað annað. Verslunareigandinn kaupir unnu vöruna undir smásöluverði og eignar sér þannig sinn hluta af verðaukanum með sölu hennar. Smáhluta fær af- greiðslufólkið í laun sín. Svo skattlegg- ur ríkisvaldið bæði atvinnurekendurna og vinnufólkið. Skattféð er þar með í báðum tilvikum líka hluti verðaukans sem varð til með vinnu verkafólksins. Af skattfénu eru verkafólki hjá Kjallarinn AriTrausti Guðmundsson ríkinu, fólki í þjónustustörfum og menntamönnum — allt upp í ráðherra — greidd laun. Þungvæg spurning Nú er spurningin þessi, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: Ef einhver allra vinnuaðilanna, verkamaðurinn í fram- leiðslunni, afgreiðslumaðurinn í búð- inni, Sóknarkona í hreingerningum, kennarinn í grunnskólanum, prófess- orinn i Háskólanum, nælir sér í launa- hækkun — hvaðan eru þá aurarnir teknir? Þeir eru teknir af umræddum verðauka sem atvinnurekendur og ríkið hafa hirt, hvernig sem málinu er snúið og svælt. Eitt ráð gegn slikum tekjumissi arðræningjans er að hækka t.d. vöruverð (án fullra verðbóta) eða herða skattheimtuna (helst af alþýðunni). Við erum á móti verðhækkunum og skattpíningu, við Aðalheiður. En er Aðalheiöur á móti því að skerða gróða atvinnurekandans af annarra vinnu? Svo virðist helst vera. Ef ekki þá myndi Sóknarfor- maðurinn ekki halda því fram að há- skólamenn hirði fé sem dregið er af Sóknarkonum. Gegn kjaraárásum —með kjarabótum Að þessu fengnu ætti að vera ljóst aö mergurinn málsins er sá að berja þarf sporslu út úr ríkinu handa Sóknarkonum og koma samtímis í veg fyrir að ríkið reyni að draga sér fé upp í hana með launalækkun einhverra annarra starfsmanna — og svo berja út sporslu handa öðrum hópum í ofanálag. Þá fyrst höfum við hirt eitthvað nýtt upp í allt arðránið. Og þá fyrst skerðum við margnefndan verðauka launagreiðandans. En til þess þarf samstöðu en ekki sundrungu þorra „launþega”, t.d. innan ríkisgeir- ans. Vill Aðalheiður ekki samstöðu? Vill hún ekki samstöðu kennarans með t.d. 2/3 framfærslukostnaðar í grunnkaup og verkakonunnar með 1/2 fram- færslukostnaðar í grunnkaup? Svonefndir menntamenn eru ekki allir prófessorar, yfirlæknar, dómarar, forstjórar og ráðherrar. Þorri fólksins í BHM og BSRB er í raun láglauna- menn miðað við framfærslukostnað. Það eru atvinnurekendur og ríkis- valdið sem verða að borga kreppu þessa þjóðskipulags, ekki vinnandi fólk. Við knýjum þá ekki til þess með því að skerða laun, þó svo launamunur minnki. Deildu og drottnaðu Rómverskir keisarar kunnu það ráð að láta kúgaðar þjóðir og stéttir berjast innbyrðis til að lengja líf yfir- stéttaveldisins. Máltækið sagði: Deildu og drottnaðu — deila þýðir hér að skipta í hluta. Þetta er ekki óþekkt hérlendis. Starfsgreinahópum er att saman og gefið með annarri en tekið með hinni hendinni. Alþýðan ber líka lítið úr býtum fyrir bragðið. En þrátt fyrir fordóma og sundrungu eru allmargir menntamenn og t.d. bændur verkalýðssinnar og allmargir verka- menn hlynntir menntamönnum og bændum. Hér eru ekki ósættanlegir andstæðingar á ferð þótt sérkenni séu augljós. Allir „kökukennimennirnir” og Aðalheiður eru í raun framkvæm- endur þeirrar stefnu að „deila og drottna” — þar með talin nær öll verkalýðsforystan. Kjör skal miða við efnahagsástand og greiðslugetu „at- vinnuveganna” — það er samvinnugrunnur atvinnurekendanna og verkalýðsforystunnar. Það er nóg komið af þessum ósannindum og nóg komið af fölskum forystumönnum í hreyfingu vinnandi fólks. Aðalheiður trúir því eflaust að hún sé að gera rétt, hún skilur bara hvorki lögmál stéttabaráttunnar og staðreyndir arðránskerfisins betur. Það er slæmt. Kannski getur hún bætt sig því fáir vilja vera í Rómverjahópnum þegar kemur að uppgjöri fjárhagsáranna. Nú er orðið laust, Aðalheiður. Taka háskólamenn virkilega sporsl- ur af Sóknarkonum? Svaraðu því. Ari Trausti Guðmundsson. ^ „Nú er spurningin þessi, Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir: Ef einhver allra vinnuaðilanna, verkamaðurinn í framleiðslunni, afgreiðslu- maðurinn í búðinni, Sóknarkonan í hreingerning- unum, kennarinn í grunnskólanum, prófessorinn í Háskólanum, nælir sér í launahækkun, hvaðan eru þá aurarnir teknir?" Flugmenn - flugnemar - flugáhugamenn! Sameigin/eg ÁRSHÁ TÍD VFFÍ og flugskólanna á Reykjavíkurflugvelli verður haldin föstudaginn 16. febrúar og hefst kl. 19 í Víkingasal á Hótel Loftleiðum. Miðar fást hjá flugskólunum og í Flugstöðinni. Flugtak hf. - Flugskóli Helga Jónssonar - VéHTugfélag Islands

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.