Dagblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979.
Bíll í sérflokki til sölu
MAZDA929
STATION
ÁRG. 1978
UPPL. í SÍMA
Lausstaða
Staða deildarstjóra bókhalds hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins er laus til um-
sóknar. Laun samkvæmt kjarasamning-
um ríkisstarfsmanna.
Umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist Tryggingastofnun
ríkisinseigi síðar en 15. marz 1979.
Tryggingastofnun ríkisins
17 feta
krossviðarbátur
smíðaður 1977, til sölu. Nýr Chrysler utan-
borðsmótor, 75 hestöfl, sem ónotaður. 100
mm krossviður, mahoníyfirbygging.
Sími 99-3818 eftir kl. 20 á kvöldin.
BÍLAPARTASALAN
Höfum urval notadra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, tildæmis:
Cortina '70 Rat125 '73
BMW 1600 árg. '68 Toyota Crown '66
Franskur Chrysler '71
Einnig höfum vid úrval afkerruefni,
til dSemis undir vélsleöa.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfiatúni 10- Simi 11397
NA VA-HJÁLMAR
VORUAÐ KOMA - ALLAR GERÐJR
Póstsendum
Karl H. Cooper, verzlun
Hamratúni 1 — Mosfellssveit — Simi 91-66216
Landiö
allt eitt
kiördæmi
v
Um þessar mundir er hin nýja
stjórnarskrárnefnd Alþingis að hefja
störf, sem á að vera lokið eftir um það
bil 2 ár. Eitt mikilvægasta verkefni
hennar er að gera tillögur til úrbóta á
þeim mikla misrétti, sem landsmenn
búa við í kosningum til Alþingis. Sagt
hefur verið, að meirihluti landsmanna
-njóti ekki fullra mannréttinda sakir
þess, að hann hefur ekki nema brot
þess atkvæðisréttar, sem þeir hafa er
búa í hinum dreifðu byggðum lands-
ins. Auðvitað er það satt og rétt og
jafnljóst má vera, að menn munu
ekki una slíku ranglæti öllu lengur.
Fullt jafnrétti verður að koma til sög-
unnar í þessu efni á þessu kjörtímabili
Alþingis eða í lok þess. Fara verður
aðrar leiðir en felast í misvægi at-
kvæðisréttarins til þess að styðja við
bakið á þeim, sem búa í dreifbýlinu.
Vandræðalegar
breytingatillögur
Margar tillögur hafa komið fram
um leiðréttingu á því misrétti, sem hér
er gert að umtalsefni. Fyrir fáum
árum höfðu ungir menn úr þremur
stjómmálaflokkum uppi miklar reikn-
ingskúnstir varðandi breytingar í rétt-
lætisátt og nú nýlega hafa heyrzt enn
einu sinni hugmyndir um að breyta
Suðurnesjum í sérstakt kjördæmi.
Margar aðrar tillögur hafa verið lagð-
ar fram þótt þær verði ekki raktar hér.
Engar þeirra taka þó þetta vandamál
til róttækrar endurskoðunar heldur
miða aliar að þvi að lappa upp á nú-
verandi kerfi, sem ónothæft er orðið. 1
mörgum tilfellum virðist höfundum
tillagnanna óa við fjölgun þingmanna
frá því sem nú er, en sjá þó í vand-
ræðum sínum enga aðra leið út úr
vandanum. Ólíklegt er þó að almenn-
ingi þætti það nein breyting til batnað-
ar.
Grundvallarbreyting
á kjördæma-
skipuninni
Sú lausn, sem hér er lögð til, er fólg-
in í því, að landið allt verði gert að
einu kjördæmi. Fljótt á litið virðist
hún hafa í för með sér ókosti fyrir
strjálbýlið, en þegar nánar er að gáð
hefur hún yfirburðakosti fyrir alla
aðila. Öll þróun kjördásmismála hér-
lendis á þessari öld hefur eindregið
stefnt í þessa átt, menn hafa horfið frá
litlu kjördæmunum og í staðinn hafa
þau stóru komið. Eðlilegt er að sú þró-
un renni sitt skeið til fulls með samein-
ingu allra kjördæmanna í eitt. Við það
vinnst ótalmargt. Þjóðin þjappast
saman og fjallað verður um hagsmuni
hennar og einstakra byggðarlaga í
miklu ríkari mæli en nú er með hags-
muni hennar allrar fyrir augum, burtu
hverfur hið hvimleiða og oftsinnis
skaðlega kjördæmapot. Á þennan veg
tækist ennfremur að tryggja þegnun-
um fullt jafnrétti við kjörborðið hvar
sem þeir búa í landinu. Síöast en ekki
sízt myndi þetta fyrirkomulag Ieiða til
þess, að ekki myndi koma til fjölgunar
þingmanna frá því sem nú er, jafnvel
væri auðvelt að fækka þingsætum á
Alþingi ef þjóðinni sýndist svo.
Kjallarinn
Sigurður E.
Guðmundsson
Jafnframt þessari breytingu yrði
kosningarétturinn að sjálfsögðu lækk-
aður í 18 ár og kjósendum veittur
raunverulegur réttur til þess að hafa
bein áhrif á val þeirra manna, sem
kosningu hlytu, burtséð frá þvi hvar
nöfn þeirra væru á framboðslista við-
komandi flokks. Síðast en ekki sízt
yrði sú breyting að koma til sögunn-
ar, að ákvörðunarrétturinn í ýmsum
stærstu málum ríkisins og einstakra
byggðarlaga yrði með allsherjarat-
kvæðagreiðslum færður í hendur al-
mennings, líkt og er fyrir hendi í ýms-
um Evrópulöndum, t.d. því langgróna
lýðræðislandi Sviss.
Um allt þetta mætti að sjálfsögðu
hafa mörg orð en ekki gefst færi á þvi i
stuttum pistli eins og þessum.
Róttæk breyting?
Einhverjum kann að finnast sem
hér sé róttæk breyting á ferðinni. Ekki
skal úr því dregið en samt er tillagan
um kjördæmabreytinguna ekki jafn
róttæk og hún virðist við fyrstu sýn.
Miklu fremur má segja, að hún sé að-
eins til samræmis við þær öru breyt-
ingar, sem orðið hafa í þjóðlífinu á síð-
ustu árum. Með þeim miklu fram-
förum, sem orðið hafa í samgöngum,
fjölmiðlun — með tilkomu sjónvarps-
ins, stórauknum áhrifum sumra dag-
blaða og betra útvarpi — og i ýmiss
konar tæknibúnaði — styrkt og sam-
tengd raforkukerfi, byltingarkenndar
breytingar á símakerfinu — ásamt
þeirri miklu breytingu, að launþega-
samtökin starfa nú orðið sem lands-
samtök, fyrst og fremst, hefur þjóðin í
rauninni verið að „þjappast saman”,
ef svo mætti segja, sennilega eru ís-
lendingar nátengdari nú til dags,
hugsa meir um og láta sig varða sömu
s
viðfangsefnin í ríkari mæli en nokkru
sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. í stað
þess að vera sundurskipt í margar ein-
ingar, sem hver er meira og minna ein-
angruð, er þjóðin nær því í dag en
nokkru sinni fyrr að hugsa, lifa og
starfa sem ein fjölskylda. Fremstu
menn á sviðum stjórnmála, kjaramála,
menningar og framkvæmda túlka og
heyja kappræður um sjónarmið sín á
hverju heimili og sérhver kjósandi
hefur sömu aðstöðu til að kynna sér
þau og móta afstöðu sína til þeirra,
hvort heldur hann býr á Hornafirði,
Hornströndum, Hólsfjöllum eða
Reykjavík. Eðlileg afleiðing þessara
gjörbreytinga á þjóðlifinu, sem sýni-
lega eiga enn fyrir höndum öra þróun i
sömu átt, er sú, að kjördæmin breytist
á sama veg. Ef vel á að vera, getur
það aðeins gerzt með því móti að land-
ið allt verði eitt kjördæmi, enda næst
með því móti fullt jafnrétti þegnanna
við kjörborðið og þjóðin þjappast
saman í ríkari mæli én nokkru sinni
fyrr til sóknar og varnar í baráttu sinni
fyrir betra og göfugra lífi.
Fordæmið
frá ísrael
í upphafi þessa pistils var þess getið
að margar hugmyndir væru uppi um
breytingar á núverandi ófremdar-
ástandi. Aldinn stjómmálaforingi,
sem alla ævi hefur barizt harðri bar-
áttu, er sagður hafa lagt til að þær
breytingar yrðu gerðar á núverandi
kjördæmaskipan, að Vesturland og
Vestfirðir yrðu eitt kjördæmi, Norður-
land allt yrði annað kjördæmi, Aust-
urland, Vestur-Skaftafellssýsla og
Rangárvallasýsla yrðu hið þriðja, Ár-
nessýsla og Reykjanes yrðu hið fjórða
og síðan yrði Reykjavík hið fimmta.
Vera kann, að breyting af þessu tagi
reynist óhjákvæmilegt millistig áður
en það spor verður stigið til fulls að
sameina landið alls í eitt kjördæmi.
Þess skal að lokum getið, að það
fyrirkomulag, sem hér er lagt til að
verði tekið uppí staðþess að lappa upp
á það, sem fyrir er, er við lýði í a.m.k.
einu vestrænu lýðræðislandi. Þegar
ísraelsmenn stofnsettu ríki sitt og mest
lá við að þjóðin stæði saman sem einn
maður, klufu þeir það ekki niður i
margar sundurlyndar kjördæmaein-
ingar heldur ákváðu að styrkja sam-
heldni þess sem mest með því að hafa
það eitt kjördæmi. Landið munaðvisu
teljast minna en Island en það er
miklum mun fjölmennara og ekki er
nauðsyn samheldninnar minni nú en
forðum. Skyldi ekki einmitt samheldn-
in hafa dugað ísraelsmönnum hvað
bezt í baráttu þeirra upp á líf og dauða
á síðustu árum? Og skyldi veita af að
styrkja samheldni íslendinga?
Sigurður E. Guðmundsson.
„Fyrir fáum árum höföu ungir menn úr
þremur stjórnmálaflokkum uppi miklar reikn-
ingskúnstir varöandi breytingar í réttlætisátt
og nú nýlega hafa heyrzt enn einu sinni hug-
myndir um að breyta Suðurnesjum í sérstakt
kjördæmi.”