Dagblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979.
17
Hvað finnst þér um menn-
ingarverðlaun Dagblaðsins?
í tilefni barnaársins
„Ég hef aldrei verið sinnaður fyrir að
fólk sé verðlaunað fyrir að vinna sín dag-
legu störf,” sagði Þorgeir Þorgeirsson rit-
höfundur, „enda eru það ekki aðrir en
listamenn og vinnuhjú sem fá slík verð-
laun. Hitt er annað mál, að ef þetta
getur hjálpað til þess að listamenn fái í
sig og á, þá er þetta ágætt. Fólk sem á
smóking verður líka að fá að nota hann
öðru hvoru. En með að njóta listar er
það eins og að skapa hana — það ger-
ist ekki nema af innri þörf.
Maður heyrði að verðlaun dagblað-
anna hefðu verið lögð niður hér um árið
því það voru svo margir óheppilegir
menn farnir að fá þetta. En mér finnst
þetta ágætis uppátæki í tilefni bamaárs-
ins — að gleðja smælingjana — þvi að
Þorgeir Þorgeirsson
listamenn eru fólk, sem er að berjast við
að verða ekki fullorðið.”
Kurteisin að vera
dauður
„Jú, endilega ber að veita alls konar
menningarverðlaun og sem mest af
þeim, ekki veitir af,” sagði Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur. „Listamenn
hafa margir svo óvissar tekjur að helzta
vonin sumra er að vinna í svona happa-
drætti — æ, eru þetta ekki peningaverð-
laun, hver skrambi, nú jæja, þá er von
um hitt sem er ekki síður mikilvægt; það
er þrasið og illindin, sem vekur umtal.
Það þyrfti að vera tryggt að kringum
slíka verðlaunaveitingu verði karp og
blástur og hvæs. Þeir eru kannski
óánægðir sem hefðu átt að fá en fá ekki,
einhverjir; þó vill bera á reiðifnæsi og
fúkyrðum hinna sem með réttu koma
ekki.til greina.
Ef athygli og eftirlit skortir getur
verið hætta á því að urtagarður menn-
ingarinnar (kulturens kökkenhave) legg-
ist á pörtum, kannski allir, undir arfa.
Stundum grunar mann að ýmsir yrðu
fegnastir því, óskuðu sér jafnvel helzt að
listamenn væru svo kurteisir að vera
Thor Vilhjálmsson
dauðir, eða minnsta kosti látast vera
það, svo friður fengist til að elska listina
yfirmáta og undurheitt, ótrúflað af þeim
sem eru að búa hana til.
Góða vakt á Dagblaðinu í þessu nýja
hlutverki.”
Sígilt blað?
„Ég var spurð að því um daginn hvað
list væri og svaraði því til að það væri'
allt sem er listavel gert,” sagði Hildur
Hákonardóttir vefari.
„Að Dagblaðið, sem tók sér þetta
poppaöa nafn og vinnur með dægurmál,
ætli að fara að vinna á ársgrundvelli
finnst mér benda til þess að blaðið langi
til að fara að verða sígilt.”
Menningarverðlaunin:
MEST ÞÁTTTAKA
í BÓKMENNTUM
Nú hafa formenn allra dómnefnda
fengið úrslit atkvæðagreiðslunnar í
hendur og munu þeir taka ákvörðun
um það að hve miklu leyti þeir munu
taka tillit til þeirra.
Hér á eftir og næstu daga birtum
við viðtöl við nokkra listamenn þar
sem við spyrjum þá um álit á þessum
verðlaunum blaðsins og sömuleiðis
munum við síðar fylgjast með loka-
vinnu Jónínu Guðnadóttur við verð-
launagripina. -AI.
Nú er lokið talningu þeirra atkvæða
sem bárust vegna fyrirhugaðra menn-
ingarverðlauna DB sem veitt verða
þann 22. febrúar nk. Eins og búast
mátti við var þátttakan mest í bók-
menntaliðnum' en minnst í bygginga-
jtistinni, en í fyrrnefnda liðnum, svo
pg í myndlistinni, bar nokkuð á yftr-
burðum einstakra listamanna en í leik-
list og tónlist virtist nokkurt jafnræði
vera meðfólki.
Athyglisvert var einnig að sumum
fannst svo mikið til þessara verðlauna
koma að þeir reyndu með öllum til-
tækum ráðum, aðallega fjöldaat-
kvæðagreiðslu, að hafa áhrif á úrslit.
Einnig var vart við það að einstaka
listamaður var svo áfjáður í verð-
launagripi Jónínu Guðnadóttur að
hann greiddi sjálfum sér atkvæði í
nokkuð mörg skipti. DB leit að sjálf-
sögðu á þetta sem gullhamra en
neyddist til að fleygja öllum slíkum at-
kvæðum til aðfullnægja réttvísinni.
Agætt
nema...
„Sérlega tímabær hugmynd og
nokkuð gott hjá blaðinu að úthluta leir-
fuglum til þeirra sem hæst fljúga um
þessar mundir í listum og bókmennt-
um,” sagði Jónas Guðmundsson rithöf-
undur. „Kannski hefðuð þið átt að bjóða
þeim leirböð líka.
Þau úrslit sem þegar hafa birzt (á
Stjörnumessunni) sýna að 1 svona
keppni getur allt gerzt, samanber verð-
'laun Silfurtúnglsins sem er svo þungt á
sér með tveggja ára kvikmyndafé þjóð-
arinnar um borð að það kemst ekki einu
sinni til Svíþjóðar.”
Jónas Guðmundsson
Kristbjðrg Kjeld
Steinunn Sigurðardóttir
„Mér finnst þetta gott, ef menn taka
það ekki hátiðlega,” sagði Kristbjörg
Kjeld leikkona ...
... og Steinunn Sigurðardóttir rithöf-
undur tók í sama streng og ságði: „Ég er
hlynnt öllum svona menningarverðlaun-
um, ef það má treysta því að almenn-
ingur taki ekki mark á þeim.”
Flosi Ólafsson
Eg óttast
aðþau
lendi ekki
á réttum
stað
„Mér firinst ekki nema gott eitt um
þessi menningarverðlaun að segja,”
svaraði Flosi Ólafsson leikari og rithöf-
undur m.m. „Ég er bara hræddur um að
þeir fái ekki verðlaunin sem verðugastir
éru. Dæmin eru nærtæk — ég hef
sjálfur aldrei fengið verðlaun fyrir list-
ræn afrek mín!!”
17 tegundir á þorrabakkanum
HANGIKJÖT LIFR ARPYLSA SVIÐASULTA MARINERUÐ SÍLD RÓFUSTAPPA RÚGBRAUÐ SVÍNASULTA FLATKÖKUR SÚRIR BRINGUKOLLAR SMJÖR SÚRIR HRÚTSPUNGAR ÍTALSKT SALAT SÚRIR LUNDABAGGAR HARÐFISKUR SÚR HVALUR HÁKARL BLÓÐMÖR /70 ár höfum við verið ífremsturöð. Við bjóðum aðeins fyrstaflokks súrmat á þorranum.
Úrvals skyr- ogglerhákarl. Seljum þorramatíminni
Heildsala ogsmásala og stærri þorrablót
KJÖTVERZLUN TOMASAR
LAUGAVEGI2 - SÍMAR11112 -12112