Dagblaðið - 15.02.1979, Side 27

Dagblaðið - 15.02.1979, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. <S Útvarp 27 Sjónvarp i LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp íkvöld kl. 20.10: Hver er samábyrgð manns og samsekt? Hver er samábyrgð ma’nnsins eða samsekt hans gagnvart meðbræðrum sínum? Þessi spurning er aðalinntakið í mörgum verka John Boynton Priestley. Leikrit eftir hann verður flutt í útvarp- inu í kvöld. Heitir það Linditréð. Þýð- andi og leikstjóri er Ævar R. Kvaran. Leikritið gerist í Burmanley, iðnaðar- borg í Mið-Englandi. Linden prófessor hefur kennt við háskólann þar í fjölda ára. Nú er hann orðinn 65 ára og sumum finnst timi til kominn að hann hætti kennslunni en honum er það mjög á móti skapi. Hann fær börn sín í heim- sókn á afmælinu. Skoðanir þeirra eru skiptar á þjóðfélagsmálunum og lífinu yfirleitt. Mismunandi afstaða þeirra til föðurins og starfs hans kemur glöggt í ljós þegar á reynir. John Boynton Priestley, höfundur verksins, fæddist í Englandi árið 1894. Hann hefur samið ljóð og gefið út. Hann hóf leikritagerð eftir 1930 og hefur skrifað nærri fjörutíu slík auk handrita fyrir kvikmyndir. Leikrit hans hafa verið sýnd í Iðnó og Þjóðleikhúsinu og nokkur verka hans hafa verið flutt í útvarpi. ÓG V, J BERNSKA í BYRJUN ALDAR- ' útvarpssaga barnanna kl. 17.20: Samvinna möð- ur og dóttur Stundum andar köldu milli mæðra og dætra þeirra og kemur það oft fram í sögum. Á Norðurlöndum hafa kunnar skáldkonur gefið út bækur þar sem mæður eru dregnar upp sem hinar verstu ófreskjur og virðist það jafnvel vera nokkuð í tízku um þessar mundir. En útvarpssagan, sem nú er verið að lesa fyrir börnin, byggist á hinni beztu samvinnu þarna í milli og er þannig til orðin að það er dóttir sem skráir minn- ingar móður sinnar sem fædd var árið 1895 og ólst upp við Laugaveginn í Reykjavík. Hún lýsir þar umhverfi og leikjum þeirra barnanna, búðarferðum og siglingu upp á Akranes. Dóttirin sem skráir heitir Erla Þórdís Jónsdóttir en móðirin, sem nú er látin, hét Þórunn Elín Jónsdóttir. Hún var ein af átta syst- kinum. Af þeim eru enn á lífi Guðrún Jónsdóttir og Jón Oddgeir fyrrv. slysa- varnafulltrúi. IHH. J TEPPABÚMN SÍÐUMÚLA 31 - SÍMI 84850 l Ullarteppin fást hjá okkur y HHSLFISIC ^er ster^a ennþá sterkari... TIL HAMINGJU... ,með 14 ára afmælið, 14. febrúar, Bögga min. Þin vinkona Sólveig á Neskaupstað. * ....með 6 ára afmælið 15. febrúar, elsku Ásta Hjördis mfn. Mamma, pabbi og litli bróðir. * ...með 10 árin, elsku Bjössi okkar. Tinna Rut, Orri Páll, Irís Björk, Ragnhildur amma og afi Karfavogi. ....með 14 ára afmælið 15. febrúar, Solla mfn. Þfn vinkona Björg á Neskaupstað. * ....með afmælið, elsku amma okkar. Gunnur, Guðlaug og Fjóla. * ....með 17 ára afmælið 10. febrúar, elsku Dagga. Allir heima. ....með 50 ára afmælið 14. febrúar, afi minn. Mikael Jón og Nathan Ólafur * ....með 6 ára afmælið 7. febrúar, Finnbogi minn. Amrna, afi, Hulda, Steini og Ingibjörg, Vestmannaeyjum. * ....með frumburðinn, kæra Olga og Ingi. Gæfan fylgi ykkur f framtfðinni. Samstarfsfólk þitt á sjúkrahúsinu. .... með merkilegan áfanga 13. febrúar og öllu þvi sem honum fylgir. Við 4 á Hjarðarhaganum. * ....með 19 ára afmælið 11. febrúar, Dfana mín. Solla og Andrés. * ....með afmælið, Elfn Hans. Hér eftir verður þáttur- inn Til hamingju á hverjum degi f DB. Ákveðið hefur verið að færa hann á öft- ustu opnu. Ef þið óskið eftir að fá myndirnar endursendar sendið þá frfmerkt umslag með heimilisfangi með kveðjunni. Með kveðjunni og þeirri undirskrift sem á henni á að vera biðjum við ykkur að gefa upp á hvaða degi þið óskið að hún verði birt f DB. Við munum reyna að fara eftir þvf eftir þvf sem kostur er. Með kveðjunum þarf að gefa upp nafn, heimili og simanúmer sendanda. Ef óskað er þá verða þau ekki birt, en munið að við getum ekki birt kveðjur nema upplýsingar um sendanda berist okkur. NILFISK SÚPER /f cw NYR SÚPER-MÓTOR: Áflur óþekktur sogkraftur. NYSOGSTILLING Auðvolt að tompra kraftinn NYR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, ennþó stœrri og þjálli. NY SLÖNGUFESTING: Samboðin nýju kraftaukandi keiluslöngunni NYR VAGN: Sterkari, stöðugri, liprari, auðlosaður i stigum. sogorka í sérflokki Ofantaldar og fleiri nýjungar auka enn hina sfgildu verðleika Nilfisk: efnisgœði, markvisst byggingariag og afbragðs fylgihluti. Hvert smá- atriði stuðlar að soggetu I sérflokki, fullkominni orkunýtingu, dœma- lausri endingu og fyllsta notagildi. Jó, svona er Nilfisk: Vönduð og tœknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostn- aði; varanleg: til lengdar ódýrust. NILFISK heimsins bezta ryksuga! Stór orð, sem reynslan réttlætir. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. FYRSTAFLOKKSFRÁ iFQnix Hátúni — Sími 24420

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.