Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 1
frjálst, óháð dagUað 5. ÁRG. - LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 - 41. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Gömlu dagana gef ðu mér — Dagblaðið líturá saf ngripi á stærstu bfla- sýningu veraldar sjá bls. 13 Okkurvanfar fólk—ekki „prins-póló drengi” -sjábls.7 NÝ BIBLÍU- ÞÝÐING '80 — sjá bls. 5 Ekki orðið varir viðáberandi verðhækkanir — segirftr. verðlagsstjóra - sjá bls. 7 Gaf larar lausir viðgrútarþefinn — sjá bls. 7 Ólafur kynnir frumvarpið: „Þeir hafa ekki lesið það nógu vel.” DB-mynd Höröur Vilhjálmsson. Olaf ur sýnir f rumvarpið: „ÞETTA ER HARLA GOTT FRUMVARP” „Þetta er harla gott frumvarp, en lengi getur gott batnað,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra á fundi með fréttamönnum i gær, en þá lagði hann fram frumvarp það um efnahagsráðstafanir sem til umræðu hefur verið í fjölmiðlum og á Alþingi að undanförnu. „Eftir helgina verður skoðað það sem aðilar vinnumarkaðarins og aðrir hafa um frumvarpið að segja, en þar vU ég sérstaklega nefna ASÍ,” sagði Ólafur ennfremur. „Þetta frumvarp vil ég helzt leggja fram sem stjórnarfrumvarp, breytt eða óbreytt, »n hvort ég legg það fram einn veit ég ekki Það eru 60 þingmenn á Alþingi og þeir hafa allir rétt á að leggja fram frumvörp.” Ólafur var að því spurður hverja hann teldi vera ástæðuna fyrir við- brögðum ráðherra Alþýðubandalags- ins við frumvarpinu: „Þeir hafa ekki lesið frumvarpið nógu vel.” -HP. Mickie Gee við tertuna góðu i gærkvöld. Á henni stendur: Gangi þér vel með næstu 600 tima! DB-mynd Hörður. Mickie Gee plötusnúður er hálfnaður með heimsmeistaratilraun sma: Við beztu heilsu en dálítið uppstökkur — eftir 600 tfma við plötuspilarann „Ekki get ég sagt að ég hlakki beint til þeirra sex hundruð klukku- stunda sem ég á eftir. Tilhlökkunin er öllu meiri að takmarkið náist,” sagði Mickie Gee, plötusnúður í Óðali. Dagblaðið ræddi við hann um sex-. leytið~í gærkvöld. Þá var Mickie hálfnaður með ætlunarverk sitt — að spila plötur stanzlaust í tólf hundruð klukkustundir. í tilefni af þessum áfanga færðu forráðamenn Óðals Mickie Gee stærðar rjómatertu sem á voru letr- aðar árnaðaróskir með næstu daga. Mickie kvaðst vera nokkuð vel á sig kominn likamlega, aðeins stirður að vísu en að öðru leyti hress. Sömu sögu var að segja um andlega heilsu hans. „Svefninn sem ég fæ dugir furðan- lega,” sagði hann. „Mig dreymir meira að segja á stundum.” — Þó sagði Mickie að hinn óreglulegi svefn gerði hann dálítið uppstökkan á köfl- um. Það kæmi þó ekki teljandi að sök, því starfsfólk Óðals þekkti að- stæðurnar og hegðaði sér samkvæmt því. -ÁT- Sædýrasafnid: j--------------- VEL HUGSAÐ UM DÝRIN —seg/r formaður Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar—háhyrningamir drápust vegna misvinda og kaldrar veöráttu „Það eru mjög villandi upplýs- ingar sem koma frá Jórunni Sören- sen, formanni Dýraverndunarsam- bandsins,” sagði Þórður Þórðarson, formaður Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar, í samtali við DB í gær um kæru Dýraverndunarsambands- ins á'^iendur Sædýrasafninu í Hafn- arfirði vegna dauða háhyrninganna tveggjd. „Stjórn Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar fór og skoðaði að- stæður í Sædýrasafninu 14. febrúar sl. Þar var m.a. enskur dýralæknir sem hefur dvalizt hér á vegum kaup- enda háhyrninganna og fylgzt með aðbúnaði þeirra. Hann taldi vel hafa verið hugsað um háhyrningana. Hinn enskí dýralæknir telur að háhyrning- arnir tveir hafi drepizt vegna mis- vinda og kaldrar veðráttu en ekki vegna þess að sjórinn í þrónni hafi veriðof kaldur. Gengið var í öll hús í safninu og er hiti nægur á öllum dýrunum og þrifnaður yfirleitt góður. Þrifnaður mætti þó vera betri í fiskabúri og í bjarndýragryfju. Dökkur litur á bjarndýrunum er þó ekki vegna óhreininda. Stjórn Dýraverndunarfélags Hafn- arfjarðar tekur fram, að gefnu til- efni, að þær neikvæðu yfirlýsingar formanns Dýravemdunarsambands- ins um Sædýrasafnið séu ekki á rök- um reistar. Það er móðgun við lög dýraverndunarfélaganna að hafa ekki samband við okkur því félagið á að sjá um mál sem þessi en hafa síðan samband við Dýraverndunarsam- bandið ef ástæða þykir til. Mér og stjórninni er sýnd óvirðing með þessari framkomu,” sagði Þórður. „Jórunn verður krafin sagna. Að okkar dómi er vel hugsað um dýrin og enski dýralæknirinn tekurundirþað. Verði hins vegar háhyrningunum sleppt aftur í sjóinn er það sama og að drepa þá. Tveir af þremur eru enn veikir en eru að hressast. Hitt er annað mál að Sædýrasafnið er ekki rétt staðsett. Þar er mjög stutt niður á klöpp og þar veður allt í druUu vegna þess. En staðsetningin er ákvörðun bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar.” - JH Menningarverðlaun DB: — Bæði með og móti — Pólitísk þríliða ekki látin ráða — Þarflegt framtak — Bara til spillis — Gætu vakið um- ræðu — sjá viðtöl á bls. 6 Ekki mátti miklu tæp- ara standa Á föstudaginn um fimmleytið var kveikt í rusli að húsabaki að Grundarstig 3. Slökkviliðið kom að vörmu spori eftir hjálparkall og mátti ekki tæpara standa. Mikill reykur var í portinu og ruslið logaði glatt. Reykinn lagði inn um glugga i risi og eldurinn var farinn að teygja sig ískyggi- lega að húsinu. En allt fór betur en á horfðist, svo fljótir voru liðs- menn að slökkva eldinn og bægja allri hættu frá. —ASt/DB-mynd Sveinn Þorm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.