Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 13
13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. _
GÖMLU DAGANA
GEFÐUMÉR
Dagblaðið skoðargamla bíla á
Greater New York Auto Show
Þessi litli, tæplega fertugi kappakstursbíll, var einn af þremur slíkum sem
sýndir voru á Greater New York Auto Show. Hann á tæpast eftir að vinna
nokkra sigra framar þó að krafturinn sé annars ágætur. En söfnunargildið cr
ótvirætt.
Þó að bilasýningin Greater New Dagblaðinu á mánudaginn, hafi fyrst
York Auto Show, sem sagt var frá í og fremst verið kynning á 1979 árgerð-
um fólksbila, gaf þar einnig að lita gott
safn gamalla bifreiða. Þær voru á mis-
jöfnum aldri, allt frá því á fyrsta ára-
tugi aldarinnar til þess sjötta.
Eftirtektarvert var, að flestir þessara
gömlu bila voru til sölu. Þarna gátu
áhugasamir bilasafnarar keypt sér 1933
árgerðina af Rolls Royce á litlar átta
milljónir eða þrem árum yngri Packard
á fjórar milljónir. Þá voru einnig á
boðstólunum nokkrar ódýrari og jafn-
framt yngri bifreiðir. Ford T-Bird var
yfirleitt á viöráöanlegu verði fyrir þá,
sem á annað borð gefa sig að þvi að
kaupa gamlar bifreiðir.
Þá gaf einnig á að lita á þessari
stærstu bilasýningu veraldar stórglæsi-
lega vagna, Rolls Royce árgerð 1910,
Mercedes Benz Gazelle, Excalibur og
fleiri bila á viðráðanlegu verði. Ekki
var þar um að ræða upprunalegar
gerðir, heldur eftirlikingar, sem kaup-
andinn fær i pörtum og getur siðan
dundað sér við að setja saman i bíl- enginn áhugi sýndur, athyglin beindist
skúrnum sinum. En slikum bilum var óskipt að ,,alvöru”bifreiðunum.
í fljótu bragði gat svo litið út að þessi Mercedes Benz Gazelle værí langglæsi-
legasta bifreið sýningarínnar. En ekki er allt sem sýnist. Gazellan var nefnilega
úr plasti og einn af þeim bílum sem kaupandinn setur saman sjálfur.
ÁSGEIR
TÓMASSONI
Rolls Royce vekur alltaf athygli þó að hann sé umkringdur amerískum glæsi-
vögnum. Þessi var af árgerð 1933 og var til sölu á um það bil átta milljónir
króna.
Excalibur er með ailra fínustu bílum sem framleiddir eru og að sjálfsögðu einnig þeim dýrari. Hann er handsmíðaður í
Bandaríkjunum en ekki í Þýzkalandi, eins og útbreiddur misskilningur er. Sagan segir nefnilega að Hitler heitinn hafi
fyrstur látið smíða handa sér Excalibur en það er hér með borið til baka.
r c i
l I
m 1
Það vakti athygli
hversu Auburn-
bilarnir voru seld-
ir á háu verði.
Þeir voru mun
dýrari en gömlu
Rolls Royce bil-
arnir enda munu
þeir vera langtum
vandaðri. Áreið-
anlegar heimildir
herma að þeir séu
fullkomnustu bíl-
arnir sem Banda-
ríkjamenn hafa
framleitt, bæði
fyrr og síðar. —
Framleiðslu Au-
burn var hætt
árið 1937 en nú er
hægt að fá þá á
nýjan leik — úr
fíber.
Misheppnaðasti bíll fyrr og siðar, Ford Edsel. Þrátt fyrir gífurlegan kostnað,
sem Ford-verksmiðjurnar lögðu í hönnun Edselsins, féll hann ekki i kramið hjá
Bandarikjamönnum. Aðeins voru framleidd af honum um sjö þúsund eintök,
sem nú eru verðmæiir safngripir. Taiið er að þrír Edsel hafi verið fluttir hingað
til lands. Vonandi eru þeir einhvers staðar í heilu lagi ennþá.