Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1979. Mót- mælum allir þrír - bókun ráðherra Alþýðubandalagsins „í frumvarpi því um efnahags- mál, sem forsætisráðherra lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar, eru fjölmörg atriði sem við, ráð- herrar Alþýðubandalagsins, erum andvígir eða höfnum algerlega. í þessari bókun viljum við sérstak- lega mótmæla nokkrum megin- þáttum sem lögfesting þessa frumvarps hefði í för með sér,” segir í upphafi bókunar þeirrar sem ráðherrar Alþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttorms- son, lögðu fram í ríkisstjórninni. Segir i greinargerðinni að 7. kafli frumvarps draganna lög- bindi kauplækkun og að þar séu ákvæði um að breytingar á óbein- um sköttum verði teknar út úr vísitölunni. „Þessi kafli og 7. kaflinn i heild brjóta algerlega í bága við samstarfsyfirlýsingu st j órnarf lo kk anna. ” Ráðherrarnir segja í bókun sinni að þeir hafi margsinnis var- að við hættu á atvinnuleysi. „Þrátt fyrir þær aðvaranir er ljóst að nokkur ákvæði frum- varpsins fela í sér tillögur um samdrátt sem leitt gæti til at- vinnuleysis.” „Auk þeirra greina í frumvarpi ráðherra, sem Alþýðubandalagið telur að séu í andstöðu við þau grundvallaratriði sem rikisstjórn- arsamstarfið er byggt á, skortir algerlega í frumvarpið ákvæði um þær aðgerðir sem Alþýðubanda- lagið lagði til í ráðherranefndinni að yrðu meginuppistaðan i efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar,” segir ennfremur í bókuninni. Hr. Bíll virðist hafa gufað upp Enn vantar Volkswagen-bif- reiðina R-57903 sem stolið var frá Suðurlandsbraut 10 hinn 9. janú- ar sl. eða fyrir tæpum 5 vikum. Hefur ekkert til bíisins spurzt og biður lögreglan alla sem séð hafa bílinn að láta vita. Bíllinn er af gerðinni 1300árgerð 1974, rauður að lit. Fimm aðra bíla vantar nú í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa- vogi en þeim var stolið í nótt og í fyrrinótt. -ASt. Tvö hross ekin niður íHvalfirði Á þriðjudagskvöldið var ekið á tvö hross í námunda við Kala- staðakot skammt frá Grundar- tanga. Hrossin særðust svo mikið að aflífa varð þau bæði. Billinn, sem var frá Reykjavik á leið til Grundartanga, skemmd- ist mikið og var óökufær. Öku- maður lét bónda vita um hrossin en yfirgaf síðan bílinn með lykl- um í. Síðar gaf hann sig fram við lögregluna á Akranesi. Fram skal tekið að enginn grunur er um ölv- un við akstur. -ASt. Myndir brengluðust íKjallara Þau leiðu mistök urðu í sambandi við kjallaragrein í föstudagsblaðinu að birt var mynd af Kristni Péturssyni sjó- manni í stað Kristjáns Pétursson- ar deildarstjóra. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessu. —HP. Breytingarnar Ný biblíu- þýðing | ■ ■ ■ ■ r ■ tvinnsiu: i sKipta þusuiidum — flestar tilkomnar vegna nýrrar stafsetningar og greinarmerkja, segir dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor við HÍ „Helzti gallinn á þýðingu Gamla testamentisins felst í því, að um alda- mótin töldu menn að þýðingin þyrfti að fylgja sem allra mest eftir gerð frum- textans, helzt frá orði tii orðs. En nútíma málvísindi sýna að aðrar leiðir eru til betri. En þýðingin er á góðu máli. Þess vegna verður hún endur- prentuð með stöku viðgerðum,” sagði dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor við guðfræðideild HÍ er DB spurði hann, hvers vegna væri þörf á að endurskoða þýðingu biblíunnar. Dr. Þórir hefur haft yfirumsjón með endurskoðunina en stúdentar hafa verið honum til að- stoðar. Jón Óskar rithöfundur er ráð- gjafi hópsins um málfar og tungutak. „Breytingarnar skipta náttúrlega þúsundum en langflestar eru til komnar vegna nýrrar stafsetningar oggreinar merkja. Það er i raun og veru bylting á textanum vegna þess að greinaskil eru sett, ný kaflaskipti og fyrirsagnir. Við erum svo heppnir íslendingar að hafa þessa ágætu þýðingu Gamla testa- mentisins. í þýðingarnefndinni á sinum tíma voru t.d. þjóðskáldið Stein- grímur Thorsteinsson, Þórhallur Bjarnarson biskup og Haraldur Niels- son prófessor, sem var aðalþýðandinn og sinnti þessu verki af feikilegri alúð og fór utan, bæði til Þýzkalands og Bretlands og kynnti sér nýjungar í biblíuvísindum. Einmitt á þessum árum hafði rannsókn textans fleygt mjög fram. En því er náttúrlega ekki að neita, að ýmsar textagátur hafa verið leystar síðan. Þar koma til bæði forn- leifafundir og annað, sem í sjálfu sér gerir ekki verk þýðandans auðveldara, því nú verður að skoða málið frá fleiri hliðum en áður.” Hinn árlegi biblíudagur er á morgun. Verður þá vakin sérstök athygli á biblí- unni, bæði við guðsþjónustur og önnur tækifæri. Verða sýningar á biblíuútgáf- um í ýmsum kirkjum og Hið íslenzka „ t* 11** w *<4k '•< i • ■ ■ Siíu AÍIJ, oá^s StrS'-i- W&S . íusJíí. tKíÚj « *fúú> ‘itifi 'ZiZ&te ^ ***- ^ siþ '<&*& «ítaa:4 ís »S~ tiSxi, as*v-a aífi &- -i_á . íií_ sas-íí újjkj vúda -a:. asXa íiOas: úJtto 'iiú osaáa.: IjÉk. iS- v-i túS, »4a«Cf CiSAA, öiU Uá-li fiuJa&s'éi iLts, iit. ö-'w> iitstia úiu íiá'_ tiISi UdJ — ta*o tiLi tt&Jo. x3a ’úMUi. ÍIi ,úíxa'SXA'Jáv’ rtís áik. . tALi fkíL Cáp-Ss 'Ja.: i-ilút:. »4*. ixU áSúi «>, ÓtLa *íjfc-í titús, U'i'u.K.,Íwtí->: okíx, kSL ökJi ía >iúða kjjinLSz ouda&l U4Ú OítóOl r£. é* .. kiw iÁá tí itiU -ifiáu,- fiisei. LiSi •sUi *£■- tiiiás LúSiá xw-L-'. íLlm teu iífiAa (Stí Sí- 'tíiXí •'í-dt tól 44Í&j •tikj. itiJiu Í4a£ .4'-»- > scfi. itf., WB-dlx itífi. wtiw, yíi: nitíx.ujjáá, SfiSjfifi Cíu: .útiu.,uaSi ■ • ■-••*£. Xfifiáu atujviu ú_iCL' WL ífi.Sit'ú fifiAfi fijt fit* t&J Í_u2u >■£** S* ’ú.tifi 44'- tJj'- cáífi. ítciúxi*. tíufii tíiAa i-t 7— ►éúa. MÍ.Í4U aifaaVv ifii •“SVVfJ Hérlendis er þetta verk unnið innan veggja Guðfræðideildar Háskólans með fjárstuðningi biblíufélagsins. Guð- spjöllin og Postulasagan hafa verið endurþýdd og önnur rit Nýja testa- mentisins endurskoðuð af starfshópi undir forystu Jóns Sveinbjörnssonar prófessors. Þetta mikla verk hefur tekið nokkur ár en er nú stefnt að því að handrit verði tilbúið tii prentunar fyrir næstu áramót. Mætti þá hugsanlega búast við nýrri biblíuútgáfu um jól 1980. Biblían hefur nú verið þýdd og prent- uð á tæp 1700 tungumál, og bætast ný mál i hópinn á hverju ári. Eru það yfir- leitt tungumál sem ekki hafa áður verið tjáð í rituðu formi og er biblían eða ein- stök rit hennar oft fyrsta lesefnið á málinu. íslenzkan ér hins vegar númer 23 í tímaröð þessara tungumála og hafa íslendingar notið þess sem Heilög ritn- ing hefur fram að færa frá 1540 er Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar kom út. -GAJ Dr. Þórir Kr. Þorðarson prófessor vinnur að endurskoðun á texta Gamla testamentisins. Ekki er um nýja þýð- ingu að ræða heldur eru aðeins fram- kvæmdar nauðsynlegustu breytingar á texta, Guðspjöltin og Postulasagan eru hins vegar þýdd alveg á nýjan leik. DB-mynd Bjarnleifur. Sýnishorn af hinum Gamla testamentisins. hebreska texta biblíufélag, elzta starfandi félag lands- ins, heldursinn 164. aðalfund í Háskól- anum kl. 14ásunnudag. Aðalverkefni biblíufélagsins er að tryggja að nægjanlegt upplag og úrval af biblíuútgáfum sé fáanlegt á markað- inum. Annað meginverkefni biblíufé- lagsins er að sjá til þess að Ritningin sé til á skiljanlegu máli og í nákvæmri þýðingu. þar sem tungutak er sífellt að breytast og vísindalegar rannsóknir kasta nýju Ijósi á frumheimildir, fer si- felld endurskoðun biblíutexta fram. Til leigu í miðbænum á 2. hæð í steinhúsi ca 90 fermetrar, einnig ca 115 fermetrá húsnæði tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Upplýsingar í síma 25252 á daginn og 20359 á kvöldin. cMátlk l(c ta(o owun iata A KONUDAGINN -BLÓM^VEXHR HAFNARSTRÆTI 3 . SÍMI 12717

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.