Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. 3 Opið bréf til útvarpsráðs á barnaári: Um efnisval í sjónvarpi „Ég ætla aö leyfa mér að beina nokkrum spurningum til útvarpsráðs og fara nokkrum orðum um efni sjón- varpsins, sem mér skilst að upphaflega hafi átt að vera til menningarauka, sem það vissulega er að sumu leyti. Þar kemur dálítið af góðu efni, sem vert er að þakka, en svo kemur það ‘neikvæða, svo sem glæpamyndir af ýmsu tagi sem eru beinlinis kennsla í ýmiss konar glæpastarfsemi, svo sem morðum, ránum og yfirleitt öllu því versta og ógeðslegasta, sem til er. Þá tók nú út yfir með sýningu á Kládiusi, sem nýlega er lokið. Þessar myndir eru venjulega aug- lýstar rækilega ekki við hæfi barna o.s.frv. Nú er það vitað mál, að oft er sótzt mest eftir þvi sem bannað er. Börn heyra þessar aðvaranir og sækja á að sjá þessar myndir. Eina ráðið til að forða þeim frá þessum óþverra er að loka sjónvarpinu og gera það marg- ir sem vilja ala börn sín vel upp. Nú spyr ég: Við hvaða aldur er miðað þegar talað er um börn í þessu sambandi? Hver ræður þvi að svona myndir eru sýndar? Hafa verið gerðar athuganir eða kannanir á því hve margir loka fyrir svona myndir? Er verið að gefa þeim sem stunda alls konar glæpastarfsemi á Reykjavíkur- svæðinu kost á því að fylgjast með því nýjasta á þessu sviði, sbr. nýjustu glæpamyndir sem sýndar eru. Hafa verið gerðar kannanir á því hverjir vilja horfa á svona myndir? Ég vil taka það fram að yfirleitt horfi ég ekki á svona myndir, en nokkrar hef ég séð, þeirra á meðal Kládíus. Annars gæti ég ekki dæmt um þetta, enda eru ekki börn á mínu heimili að staðaldri. Eru þessar myndir ódýrar? Fást þær kannski gef- ins? Er ekki ástæða til að stytta útsend- ingartíma sjónvarps og vanda betur til efnis? Ef um fjárskort er að ræða ætti að stytta útsendingar og sýna ekki annað en það, sem börn mega sjá, án þess að bíða skaða af. Kannski mætti þá fækka starfsfólki, en alls ekki láta Sigrúnu Stefánsdóttur hætta. Hún er minn uppáhalds kvenfréttamaður. Sigfús Steindórsson Mælifelli.” „Sturlungaöld yfir okkur” Stundum hvarflar það að hugsandi mönnum hver sé tilgangur lifsins og á hvaða ferð við séum hér í þessum svo- kölluðum synduga heimi. Mikið er gert til þess að skilja til- veru lífsins og sýnist sitt hverjum. Við þjótum gegnum himinhvolfið með geysilegum hraða og halda sumir því fram að himingeimurinn fari stækk- andi, hvað svo sem það hefur að þýða, en aðrir halda því fram að geimurinn, „universið” fari minnkandi. Það var kenning hins ágæta manns Gisla Hall- dórssonar sál. verkfr., en hann ritaði bækling um contracting universes (minnkandi heima), sem hlaut góðar undirtektir vísindamanna erlendis. Við lslendingar vitum næsta lítið um uppruna okkar, nema það að for- feður okkar komu frá Noregi og Irlandi að mestu leyti. Við höfum tekið að erfðum ýmislegt af einkenn- um þessara manna, svo sem ófélags- lyndi, enga konungshollustu og ýmis- legt annað sem einkennir okkur i dag og ekki er allt sem skyldi. Menn spyrja stundum sjálfa sig: Hvaðan komstu, hvar ertu og hvert ferðu? Við vitum nokkurn veginn hvaðan við komum og við vitum að við höfum byggt þetta eitt sinn eyðisker í rúm- lega 1100 ár, en svo er eftir ein spurn- ing, hvert förum við? vofir Sturlungaöld ríkir nú í landinu um nokkurra ára skeið. Sturlungaöld sem hefur gert það að verkum að sjálfstæði okkar hangir nú á bláþræði, a.m.k. á fjárhagslega sviðinu. Skuldir landsins hafa aldrei veirð meiri og nýjar láns- fjáráætlanir munu sjá dagsins Ijós alveg á næstunni. Þannig getur engin þjóð hagað sér sem sífellt er að guma af menningararfi sinum og sjálfstæði. Eins og stefnir í málum okkar nú held ég að ekki sé erfitt að svara ' síðustu spurningunni; því við erum á leið til helvítis, ef ekki verður spyrnt við fæti í þjóðmálum okkar og vikið frá þeirri helstefnu sem undanfarið hefur ríkt hér á landi. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug, 7877-8083. Tiberius skólaði börn til i glæpastarf- semi að mati bréfritara. Þursa- flokkurinn frábær Fjósakona hringdi: Tvær stelpur sögðu um daginn í les- endabréfi i DB að þátturinn með Þursaflokknum sem sýndur var í sjón- varpi fyrir nokkru hefði verðir lélegur enda væri flokkurinn léleg hljómsveit. Þessu vil ég og vinkonur mínar mót- mæla harðlega. Þursaflokkurinn er frábær og hvort sem þessum stelpum líkar betur eða verr er hann bezta hljómsveitin í landinu. Um gæði Halla og Ladda sem þær mikla í löngu máli má frekar efast. \V ’V'sA .(<>• O gtf CHRYSLER d o 9 SUÐURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 8345A LAUGARDAGS- v\\ MARKAÐUR1979 D0DGE: ALFA R0ME0 Alfasud SUPER, 5 gíra, óekinn glæsi- vagn. Kraftmikill - sparneyt inn. Concours2dr...............1977 Concours4dr...............1976 Pontiac Hatchback.......1973 Ford Fairmont 2 dr......1978 Ford Fairmont 4dr.........1978 Merc. Benz 2400 5 cyl. . . . 1975 Merc. Benz 240D. ...... 1974 Datsun dísil..............1973 VW Passat LS..............1974 VW Passat S...............1975 Hjá okkur færðu bífínn sem þú lertar ad 1976 PLYMOUTH: Volaré Premier 4dr.. . . . . . 1977 1974 Volaré Custom 4dr.. . . . . . 1978 1972 Volaré Premier 2dr.. . . . . . 1976 1973 Duster . . . 1974 Duster . . . 1973 Eigum til nokkra ónotaða SIMCA 1508 S og GT árg. 1978 á hagstæóum kjörum. Volvo 145 sjálfsk.......1974 Volvo 142 sjálfsk.......1974 Volvo 144 .............. 1974 Mazda 929............... 1975 ToyotaCarina.............1974 CitroenGS................1973 CitroenDS................1974 Peugeot 404 sjálfsk.....1974 P/áss fyrir góða bíla í Chrys/er-sa/num. VILTU SELJA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA? 0PIÐ KL. 10-17 Í DAG, LAUGARDAG Hlustar þú á Passíu- sálmana? Ragnar Birgisson nemi: Nei, ég hef ekki áhuga á þvi. Sf Jónlna Sigurjónsdóttir húsmóðir: alltaf, ég geri það af trúarástæðum. Jóhannes Björnsson veggfóðrari: Já, það kemur fyrir, ég hef alltaf gert það af og til. SIMCA: Horizon GLS................1979 Horizon LS nýr.............1979 1508 GT....................1977 1307 GLS. 1100 LE. . . . 1100 LX . . . Sendibíll Tröll Sigþór Birgisson nemi: Nei, ég geri lítið aðþvj. Ép hlusia lítiöá útvarp. Horizon verðlaunabíllinn til sýnis og sölu hjá okkur. Rúmgóði smábíllinn. Bronco . 1974 Bronco . 1973 Range Rover . 1974 Wagoneer . . 1974 Blazer . 1974 FYRIR SKATTPÍNDA: Toyota Mark II 1971 Cortina 1970 Katarina Óladóttir nemi: Nei, ég hef ekki tíma til þess, ég horfi frekar á sjón- varpið eða er sofnuð, þetta er svo seint á kvöldin. CHRYSLER SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -83454 'Hitíllll Andrés Sveinbjörnsson verkfræðingun Ekki reglulega, ég hlusta ekki oft á út- varp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.