Dagblaðið - 17.02.1979, Side 6

Dagblaðið - 17.02.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafmagnstæknrfræóing eða raftækni til starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Blönduósi. Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri á Blönduósi eða starfsmannastjóri i Reykjavík. Umsóknir er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum sendist starfsmannastjóra. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS LAUGAVEG1116 105 REYKJAVÍK Blikksmiðjan h.f. Skeifan 3 auglýsir Erum fluttir að Kársnesbraut 124. Nýtt símanúmer 41520. BllKKSHIIDJAN HF. glæ»ilcg vilarkyiini Getum boðið til afnota ný og glæsileg salarkynni fyrir hvers konar fundi og mannfagnaði, stóra og smáa. Erum staðsettir við Reykjanesbrautina í Hafnarfirði. Tengt salnum er stórt fullkomið eldhús, þar sem við getum framreitt Ijúffenga matarrétti við allra hæfi. Einnig útbúum við allskonar mat fyrir veislur eða smá- boð sem haldin eru annarsstaðar. _ Maturinn frá okkur svíkur engan — spyrjið þá sem reynt hafa. Ike Veitingohú/iö GAPi-mn v/REYKJANESBRAUT - SIMI 54424 Látið fara vel um ykkur í þægilegu umhverfi nýjasta veitingahúsi Hafnarfjarðar. Hvað fhmstþérim menningarverðlaun DB? c Við leituðum álits nokkurra valinkunnra manna og kvenna Þarflegt framtak Atli Helmlr Sveinsson tónskftld. „Þetta er þarflegt framtak, ef það vekur athygli á einhverju góðu. Ég vona að þau gleðji bæði listamenn og listunnendur,” sagði Atli Heimir tón- skáld. Gætu vakið umræðu „Umræða í fjölmiðlum um bygging- arlist og skipulagsmál er á íslandi svo lítilfjörleg og á svo lágu smápólitísku kjallaraplani,” sagði Jón Haraldsson arkitekt, ,,að ekki getur talizt marktæk — af tillitssemi við þjóðarsóma bezt talin engin. Sérhver sú viðleitni, í hvaða formi sem er, sem kynni að bæta þetta nötur- lega ástand — hlýtur að vera fagnaðar- efni.” Jón Haraldsson arkitekt. Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Pólitfsk þrfliða ekki látin ráða „Reynslan af úthlutun menningar- verðlauna eða viðurkenninga hérlendis er ekki sérlega uppörvandi eftir því sem ég man til, og of oft ýmist gremju- eða aðhlátursefni,” sagði Guðrún Jóns-' dóttir arkitekt. „Ástæðan fyrir því gæti verið sú að sjaldnast hefur nokk- urt skynsamlegt, rökrétt markmið ráðið heldur meira og minna handahóf, ef þá ekki einhvers konar pólitísk þrí- liða. Á sviði húsagerðar tel ég þau ein verk geta verið verðlaunaverð, þar sem leystar eru á hagkvæman hátt þarFir þess sem unnið er fyrir, húsið fellur vel að umhverfi sínu og allt efni, bæði utan og innan, er notað í samræmi við eðli sitt og eiginleika. Þegar þessi sjónarmið eru felld saman í listræna heild getur verið um verðlaunavert verk að ræða. Þá hefur viðurkenning meðal annars það gildi að athygli almennings er vakin á því að góð lausn byggist á rök- réttri hugsun, sem unnið er að á grund- velli góðrar menntunar, samvizkusemi og listrænna hæfileika. Það getur orðið samfélaginu til stór- mikils gagns ef fólki lærist að skilja að óbrotið og látlaust hús, sem fellur vel að umhverfi sínu, hlýtur viðurkenningu dómbærra manna. En það er tvímæla- laust til tjóns ef verðlaunuð eru mont- hús, þar sem menningarleysi, glysgirni og fjáraustur haldast í hendur.” Bæði með og móti Guðný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari. ,,Ég er bæði með og móti svona verðlaunum,” sagði Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. „Mér finnst þau góð að því leyti, að það er alltaf verið að velja popp- og íþróttastjörnur — en listamenn falla i skuggann. Svona verðlaun geta vakið athygli almennings á listunum og sett þær meira í sviðsljósið. En það sem ég hef á móti þeim er að mér finnst leiðinlegt að vera að draga fólk í diika og upphefja einn á kostnað annars — hvort sem það er í lista- eða poppheiminum.” Bara til spillis Hjörleifur Slgurðsson listmálarí. „Mér finnst verðlaunaveitingar á sviði lista bara vera til spillis og vansa. Þær ýta ekki undir listsköpun eða skilning á verðmætum, heldur vísa þær fólki á þetta gljáandi yfirborð . . .” sagði Hjörleifur Sigurðsson listmálari. Afmælishóf Armanns Við Laugaveginn inn undir Snorrabraut, þar sem nú er Stjörnubíó, var eitt sinn ræktað tún sem kallað var Skellur. Á þessu túni var Glímufélagið Ár- mann stofnað undir berum himni um hávetur; 15. desember árið 1888 af 20 til 30 glímumönnum sem voru að ljúka glímuæfingu á vellinum. Þann 15. desember sl. var við hátíðlega athöfn afhjúpaður veggskjöldur til minningar um þennan atburð. Annað var ekki gert af hendi félagsins á þeim degi, sem var föstudagur rétt fyrir jól og óhægt um að ná saman fólki til að fagna afmælinu. Afmælis félagsins verður minnzt á morgun sunnudaginn 18. febrúar með kaffidrykkju í Domus Medica kl. 15—17.30 sd. Ármenningar, eldri sem yngri, eru velkomnir, svo og aðrir vel- unnarar félagsins. ÚTIDEILDIN LÖGD NIÐUR - meðf erðarheimilið rekið áfram - viðræður við FEF um Mæðraheimilið Töluvert var rætt um málefni Úti- á að fé er fyrir hendi til athvarfsins á deildar, meðferðarheimilisins við Hagamel, sem gæti styrkt þá starf- Kleifarveg og Mæðraheimilisins á semi sem Útideildin hefur haft með borgarstjórnarfundi i gær, að sögn höndum. Starf Útideildarinnar Egils Skúla Ingibergssonar borgar- verður kannað með breytt fyrir- stjóra. Sýndist sitt hverjum. komulag í huga. Tillaga sjálfstæðismanna um Ákveðið var að rekstur meðferðar- Mæðraheimilið var samþykkt, en heimilisins yrði óbreyttur til áramóta, hún gerir ráð fyrir því að teknar verði en rekstur heimilisins verði athug- upp viðræður við Félag einstæðra aður með tilliti til hagræðingar. Úti- foreldra um rekstur heimilisins. deildin verður lögð niður, en bent er —JH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.