Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. 7 Okkur vantar fólk en ekki „prins- póló drengi” — menn vinna allt að 40 tíma lotur á Eskifirði Geysimikil atvinna hefur verið á Eskifirði undanfarið og vantar fólk oft á tíðum, ekki sízt þegar að útskipun kemur. Hér er engin þörf fyrir „prins- póló-drengi eða stúlkur”. Það vantar fólk sem kann að vinna og getur vakað sólarhring eftir sólarhring með 4—6 tíma svefni þegar bezt Iætur. Ég hitti ungan mann niðri i bæ sem vinnur vaktavinnu í loðnubræðslunni. Kvaðst hann hafa lokið 5 vöktum sam- fleytt, en hver vakt er 8 tímar. Hér eru borgaðar út vikulega um 24 milljónir króna til fólks sem vinnur hjá hraðfrystihúsinu, þ.e. öllum deildum þess og verkstæðum, að sögn Magnús- ar Bjarnasonar fulltrúa þar. Auk þess fá sjómenn greiddar um eða yfir 4 milljónir á viku hverri. Vinnuaflsskorturinn hér stingur í stúf við frásagnir í blöðum af svo og svo mörgum annars staðar sem eru á atvinnuleysisbótagreiðslum. Vilji fólk vinna hér í 2—3 mánuði fær það fríar ferðir fram og til baka og er séð fyrir ódýru fæði. Regína/ASt. Hækka kaupmenn vörur sínar í kjölfar verðlagsdómsins? Ekki orðið áberandi varir við verðhækkanir — segir lögmaður verðlagsstjóra „Við höfum ekki orðið áberandi varir við að kaupmenn hafi hækkað vörur sínar,” sagði Gísli ísleifsson hrl., lögmaður verðlagsstjórans, í viðtali við DB i morgun. Gísli sagði að ekki hefði verið kannað sérstak- lega um verðhækkanir með hliðsjón af dómi undirréttar um hina mjög svo umdeildu og margræddu álagn- ingarheimild. Hins vegar hefði venju- Iegt, hefðbundið eftirlit Verðlags- skrifstofunnar ekki bent til verulegra bragða um hækkun álagningar. Björgvin Guðmundsson, formaður verðlagsnefndar, áfrýjaði áður- greindum dómi fyrir hönd verðlags- nefndar til Hæstaréttar. Gísli ísleifsson hrl. kvaðst enn ekki hafa fengið útskrift á gögnum málsins til ágripsgerðar til Hæstarétt- ar. Dóminn um ógildingu á samþykkt verðlagsnefndar kvað upp Magnús Thoroddsen borgardómari. Frestur var fenginn til 2. apríl til að skila til Hæstaréttar nauðsynlegum gögnum. „Égá nú heldur von á því að með- ferð málsins hér fyrir Hæstarétti verði hraðað,” sagði Björn Helgason hæstaréttarritari í viðtali við DB. Hann kvað fordæmi fyrir því að málum væri hraðað ef sérstakar ástæður þættu til. Augljóster þóaðúrslit þessamikið rædda og mikilvæga máls verða ekki ráðin til lykta fyrir dómstólum lands- ins allra næstu mánuði. BS. Hafnfirðingar loks lausir við fýluna — vegna nýrra hreinsitækja við Lýsi og Mjöl hf. • Ólykt og mengin hefur lengi þjakað Hafnfirðinga, þegar fnykinn frá Lýsi og Mjöl hf. hefur lagt yfir bæinn. Nú loks sjá Hafnfirðingar fram á bjartari tíð, vegna nýrri hreinsitækja við verk- smiðjuna. Hin nýju tæki eru framleidd á vegum Jóns Þórðarsonar og Loft- hreinsun hf. og hefur Raunvísinda- stofnun Háskólans annazt könnun á hreinsigetu hinna nýju tækja. Kostnaðurinn við verkið er nálægt 130 milljónum króna, en eitthvað verður endurgreitt af þeim kostnaði, þar sem stjórnvöld hafa samþykkt að fella niður aðflutningsgjöld og sölu- skatt af efni, vélum og tækjum sem sett eru upp að kröfu Heilbrigðiseftirlitsins. Rannsóknir á getu þessara nýju tækja standa enn yfir, en sá reynslutimi sem liðinn er spáir góðu um að tæki þessi skili fyllilega því sem kom út úr reynslutækjum, sem sett voru upp árið 1976. Ekki tókst að mæla tölulega lykteyð- ingu tilraunatækisins, enda mjög erfitt svo áreiðanlegt sé, og greinir vísinda- menn mjög á um framkvæmd og áreið- anleika slíkra mælinga. En sé vísað til skýrslu Raunvísindastofnunar um rannsóknina telur höfundur hennar að lykteyðing sévart lakari en 97—98%. -JH. Þetta er framtfðin. Lykt- og efnaeyðing á bilinu frá 95—99.5%. Nýr verslunarstjóri Garðar Guðmundsson MALNINGARMARKAÐUR VEGGSTRIGI rr7ííT^j7lífóvér?i VEGGDUKUR \Shefur . VEGGFÓÐUR ^yatttborg^J}^ OPIÐ LAUGARDAGA TIL HÁDEGIS Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18 — Sími 82444 1 511 * fK* fcW * I — ?1hB 1 %M • ^-„,4SÍSJ 1 wmwí^ 1 J .. ~ "rV W f ac^„;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.