Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. BIAÐin iijálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvmmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Rttstjórl: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfuiitrúi: Haukur Heigason. Skrffstofustjóri rítstjómar Jóhannes ReykdaL iþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjórar AtJi Steinarsson og Ómar ValdÉ marsson. Menningarmál: Aöabtainn Ingótfsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Biaöamenn: Anna Bjamason'Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttír, Gissur Sigurös- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgl Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páil Jóhannsson, Bjamieifur Bjamlelfsson, Höröur Viihjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Práinn Þoríeifsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreKing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 linur). Áskrift 2500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakiö. Setning og umbrot Dagblaöið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 10. Rúmenía er íhættu Ceausescu Rúmeníuforseti gæti auð- veldlega misreiknað sig og gengið einu skrefi of langt, þegar hann stendur þrá- faldlega og kerfisbundið uppi í hárinu á leiðtogum Sovétríkjanna. Að mati þessara leiðtoga er hann ________________ friðarspillir hinn mesti. Á fundi Varsjárbandalagsins fyrir áramótin neitaði hann að undirrita samning um nánara hernaðarsamstarf og aukin völd Sovétríkjanna í bandalaginu. Við það tækifæri sagði Ceausescu, að stríðshætta væri lítil og að tillögur Sovétríkjanna væru út í hött. Rúmenar hefðu ekki ráð á auknum herútgjöldum og mundu ekki taka þau á bakið. Á sama fundi bandalagsins neitaði hann að undirrita yfirlýsingu um, að ráðamenn Kína væru stríðsæsinga- menn. Raunar hefur hann árum saman reynt að vera hlutlaus í deilum ráðamanna Sovétríkjanna og Kína. Þrisvar sinnum hefur Ceausescu farið í heimsókn til Peking. í ágúst í fyrra tók hann á móti Hua, flokksfor- manni í Kína, og bakaði sér með því mikla reiði ráða- manna Sovétríkjanna, sem eru sjúklega hræddir við Kínverja. Á fundi bandalagsins fyrir áramótin neitaði Ceausescu ennfremur að undirrita gagnrýni á friðartil- raunir Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Raunar er Rúmenía eina Varsjárbandalagsríkið, sem hefur vin- samleg samskipti við ísrael. Rúmenía tók á sínum tíma ekki þátt í innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu og fordæmdi hana raunar harðlega. Um langt skeið hefur Rúmenía neitað að hafa erlent herlið í landinu og neitað Varsjárbanda- laginu um heræfíngar í Rúmeníu. Þegar Ceausescu kom heim af síðasta fundi Varsjár- bandalagsins gerði hann allt, sem hann gat, til að aug- lýsa missætti sitt og ráðamanna Sovétríkjanna. Af ráðnum hug fékk hann bandalagsríkin til að kalla heim sendiherra sína frá Rúmeníu og til að hefja áróðursher- ferð gegn sér i fjölmiðlum. Ceausescu hefur lengi reynt að sameina harðan stalinisma í innanríkismálum og hart sjálfstæði í utan- ríkismálum. Rétttrúnaður hans í innanríkismálum hefur vafalaust hingað til hindrað innrás Sovétríkj- anna. En hvenær gengur hann of langt? Sovétríkin réðust inn í Ungverjaland 1956. Þau réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968. Hví skyldu þau ekki leika sama leikinn í Rúmeníu 1979? Munu ráðamenn Vesturlanda ekki líta undan og láta Sovétríkin hafa sitt fram, eins og í hin tvö skiptin? Auðvitað er mikil hætta á innrás Varsjárbandalags- ins í Rúmeníu. Það heldur hins vegar aftur af ráða- mönnum Sovétríkjanna, að þeir vita, að í slíku stríði mundu hinir 22 milljón Rúmenar standa sem einn maður að baki Ceausescu. Innrásin yrði erfíð. Rúmenía hefur óneitanlega mikla sögulega sérstöðu í Austur-Evrópu. Hún er rómönsk eyja i slavnesku hafi. Hin fornu tengsli, tunga og menning, eru við Róma- borg en ekki Moskvu. Þetta magnar þjóðernistilfínn- ingu Rúmena. Ceausescu er einmitt að reyna að magna þessa til- finningu, svo að þegnarnir gleymi því, að einstaklings- frelsi er minna í Rúmeníu en í nokkru öðru ríki Var- sjárbandalagsins og að lífskjör eru með þeim bágustu. Hann notar deilurnar við Sovétríkin til að treysta völd sín heima fyrir. Það hefur honum tekizt. En hætt- urnar liggja við hvert fótmál, því að ráðamennirnir í Moskvu eru gamlir og taugaveiklaðir íhaldsmenn. Afghanistan: MIKUR ERHÐLÚKAR BYLDNGARSTJORNAR EFTIR ARS SETU Heldur mun byltingarstjórninni í Afghanistan ganga illa ef marka má fregnir þaðan. Byltingin mikla i apríl eins og kommúnistaflokkur Afghanist- an vill kalla hana á satt að segja heldur erfitt uppdráttar. Nur Muhammad Tarakki forseti byltingar- ráðsins er nú sagður eiga samtímis í höggi við her landsins, hinn kommúnistaflokk landsins, sem er rót- tækari en ríkjandi flokkur, og auk þess íhaldssama ættarhöfðingja. Einkum hefur samvinnan eða baráttan gegn ættarhöfðingjunum gengið brösug- lega. í síðasta mánuði, þegar Tarakki for- seti uggði ekki að sér og var í Moskvu að undirrita vináttusamning við stjórnina þar, þurfti fimm þúsund manna lið af Pathan ættflokkinum að gera uppsteyt.Réðust þeir á borgina Chigna Serai, höfuðborg Kunar Gwynne Dyeer héraðs nærri pakistönsku landa- mærunum. Sveitir andkommúnista hafa haldið nokkrum borgum nærri landamærunum undanfarna mánuði. Gerðu þeirsér vonir um að ef þeir næðu Chigha Serai á sitt vald mundi það valda enn meiri óróa meðal ætt- flokka sem búa á nærliggjandi landsvæðum. Rikisstjórn kommúnista hefur tekið þetta framferði óstinnt upp. Hefur um það bil tólf þúsund manna lið verið flutt á ófriðarsvæðin, auk herþyrla. Flugher landsins hefur daglega látið rigna sprengjum á þorp þar sem talið er að uppreisnarmenn búi. Vitað er að leiðtogar þeirra, sem margir hverjir hafa flúið til Pakistan, hafa sett þar á fót hreyfingu sem vinna á að múhameðskri byltingu í Afghanistan. Beita baráttumenn hennar bæði trúar- legum rökum og ættflokka til að vinna landsmenn á sitt band og gera þá and- vígastjórn kommúnista. Tarakki er það vel Ijóst að slíkar uppreisnir eða skærur geta sundrað her landsins gjörsamlega. Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan þetta gerðist í Afghanistan. Her landsins er hins vegar til muna öflugri nú en þá og mundi að líkindum aldrei bíða ósigur í styrjöld gegn her ættflokkanna. Aftur á móti er herinn sundraður í málefna- legri afstöðu sinni gagnvart þeirri stefnu stjórnar kommúnista sem rekin hefur verið síðan í byltingunni í april. Þá var afstaða hersins mjög misjöfn og þess voru meira að segja dæmi að hermenn berðust þá innbyrðis og styddu gagnstæða aðila. Ekki var nóg með það. Hinir rót- tækari yfirmenn i hemum voru klofnir i tvo hópa, sem hvor studdi sinn hluta kommúnistaflokksins. 1 ágúst siðast- liðnu'm lét yfirstjórn landsins meira að segja handtaka varnarmálaráðherrann sjálfan, Abdul Khadir hershöfðingja, sem stjórnaði liðinu sem studdi byltingu kommúnistaflokksins. Hon- um var gefið að sök að vera að undir- búa gagnbyltingu gegn hinni nýju rikisstjórn. Mánuði síðar gekk Tarakki enn lengra og rak alla ráðherrana sem styðja róttækari arm kommúnista- flokksins úr ríkisstjórn sinni. Sagði hann þá bera að þvi að vera ekkert nema þjónar endurskoðunarsinna og heimsveldastefnu. Stjórnin er talin EINING MANNKYNS Allt frá því eingyðistrú kom til sög- unnar í bernsku mannkynsins hafa spámenn og vitringar séð fyrir sér mikla gullöld friöar og velsældar, þar sem ólíkar þjóðir hafa tengst órjúfandi böndum og lifa saman eins og ein fjöl- skylda í einu föðurlandi. Þessi fram- tiðarsýn um réttlátt heimsríki er sam- eiginleg öllum opinberuðum trúar- brögðum mannkyns. Trúarbragðahöf- undarnir hafa allir sem einn sagt fyrir um komu mikils endurlausnara, sem grundvalla muni þetta friðarríki á jörðinni. Þannig lýsir Kristur þvi yfir, að Hann muni koma aftur í dýrð Föðurins. 1 spádómsbókum Gyðing- dóms er sagt fyrir um komu Drottins herskaranna. 1 Kóraninum er spáð „hinni miklu boðun”, sem verða muni á endadægri þjóðanna, þ.e. þegar rikj- andi skipulag þjóðanna líður undir lok. Búddhistar vænta fimmta Búddh- ans, sem tala muni til allra þjóða ver- aldar. 1 hinum fornu trúarbrögðum Saraþústra er sagt fyrir um komu Sháh Bahrám, höfðingja Ijóssins og réttvísinnar. Bahá’íar fullyrða, að þessi endur- lausnari sé þegar kominn með öllum þeim teiknum og ummerkjum, sem fylgja áttu komu Hans. Þeir segja, að Hann sé Bahá’u’lláh, einn þeirra fá- gætu einstaklinga, sem hafa vald til að breyta hjartalagi og hugarþeli manna, umskapa þá og leggja grundvöll að nýrri siðmenningu þeirra. Þeir telja, að nú, þegar boðskapur Hans blasir við augum allra manna, sem á annað borð vilja sjá og heyra, sé hægt að rekja skref fyrir skref þá leið, sem farin hefur verið til þess að búa mannkynið undir einingu og allsherjarbræðralag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.