Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 4
Ull og skinn á 25 þúsund manna þingi í Chicago „Sýningin er fyrst og fremst hugsuð sem landkynning, én á um leið að sýna sem mesta breidd í íslenzkri ullar- og skinnavöruframleiðslu. Hefur ekk- ert verið til sparað að gera sýninguna sem allra glæsilegasta,” sagði Gerður Hjörleifsdóttir hjá tslenzkum heimilis- iðnaði I samtali við DB. — Um næstu helgi halda fimm sýningarstúlkur og einn piltur utan til Chicago þar sem þau sýna íslenzk föt undir stjórn Unnar Arngrimsdóttur. Verður Gerður einnig með í förinni og mun hún „spinna á rokk” og svara fyrir- spurnum um íslenzkan ullariðnað. Líklega hefur íslenzkt tízkusýningar- fólk aldrei áður sýnt fyrir svo fjöl- mennan hóp og verður í Chicago. Sýn- ingargestir verða eiginkonur 25 þús- und tannlækna, sem sitja þing í Chi- cago I næstu viku. „Tildrögin að þessari íslenzku tízku- sýningu eru að einhver af forráða- mönnum þessa bandaríska tannlækna- þings sá föstudagstízkusýningu á Hótel Loftleiðum. Þeir vildu gjarnan bjóða gestum á þinginu upp á eitthvað sérstakt og óvenjulegt. Var þá gripið til þess ráðs að fá þessa íslenzku og sér- stæðu tízkusýningu,” sagði Unnur Arngrímsdóttir er við litum inn á æfingu hjá sýningarfólkinu hennar í vikunni. Það eru aðallega Sambandið og Hilda sem standa að sýningunni, auk Isl. heimilisiðnaðar og Rammagerðar- innar. Kynnir á sýningunni verður í ís- lenzkum skautbúningi. Einnig verða sýndir nokkrir þjóðbúningar sem Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur lánað til fararinnar: — Þá taka tvö ís- lenzk börn, 10 og 11 ára, búset i Chi- cago, þátt í sýningunni ytra. Gífurleg framför hefur orðið í ís- lenzkri fataframleiðslu á síðustu árum. Standast íslenzk föt nú jafnfætis vönd- uðustu erlendri framleiðslu og eru þessar vörur aðeins seldar i „finum” verzlunum erlendis. Á sýningunni í Chicago getur að líta mikið úrval af lopapeysum, jökk- um, slám, mokkakápum og jökkum að ógleymdum ofnum og handprjónuð- um kjólum. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að búa til fallegar flíkur úr ullinni en alls verða á sýningunni um 80 flíkur. Veg og vanda af hand- ofnu kjólunum á Guðrún Vigfús- dóttir, vefkona á tsafirði, en prjónuðu kjólana hefur Aðalbjörg Jónsdóttir gert. Aðalbjörg byrjaði á þessari kjóla- framleiðslu sinni fyrir um það bil tveimur árum. Til að sjá er einna líkast að þeir séu gerðir úr fíngerðustu blúndu. Vekja þessir kjólar gífurlega athygli. Gerður sagði að þeir kostuðu frá 200 þúsund kr. Hafa nú þegar þrír kjólar verið seldir, einn keypti kona úr franska sendiráðinu en íslenzkar konur tvo. Einnig verða á sýningunni silfur- skartgripir frá Jens. tslenzka sýningarfólkið heldur utan á sunnudaginn kemur. - A.Bj. Mikil áherzla cr lögð á lopapeysur á sýningunni, og gat þarna að Ifta forkunnarfagrar lopapeysur i sauðaiitunum. Handprjónuðu kjðlarnir eru likastir og væru þeir gerðir úr finustu blúndu og knipplingum. Það tekur vel fjórar vikur að prjóna einn kjól, enda kosta þeir frá 200 þús. kr. Muniö konudaginn DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. íslenzk tízka í stórborginni: Mussa og kápa úr kembdri uli. Á sýningunni verður mikið úrval af jökkum og slám. Þykja fslenzku vörurnar sérlega spennandi fyrir hve „náttúrlegar” þær eru, allar f sauðalitunum. Mittisjakkar úr kembdri ull.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.