Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979. vera að einangrast sifellt meira. Jafn- vel í þeim litla hópi Afghanista sem menntaðir mega kallast og meðal liðs- foringja en þessir hópar mynda yfir- og ráðastétt landsins. Reyndar er talið að níu tíundu Afghanista séu ólæsir og óskrifandi. Er nú svo komið að engar sveitir hersins eru taldar fullkomlega trúar rikisstjórn landsins nema flug- herinn, sem hlotið hefur þjálfun sína i Sovétrikjunum eða af sovézkum hern- aðarráðunautum. Til að halda aftur af hinum strang- trúuðu múhameðstrúarmönnum meðal almennra Afghanista hefur Tarakki forseti tekið það til bragðs að bregða sér við hátíðleg tækifæri í mosku — bænahús múhameðstrúar- manna — og þakka Allah fyrir að hafa blessað byltinguna. Hann hefur þó ekki komizt hjá að lýsa yfir fullum fjandskap og hernaðarástandi gegn Bræðralagi múhameðstrúarmanna — háifleynilegri hreyfingu meðal hátt- settra trúarleiðtoga meðal Afghanísk- múllanna. Vel gæti svo farið að hugmyndir afghanískra kommúnista um nútíma- ríki byggt á kennisetningum marxista lenti í sömu erfiðleikum og keisara- stjórnin í Iran. í þessum heimshluta er múhameðstrúin gífurlega sterk og andúð á erlendum áhrifum mjög mikil. Hinir sovézku stuðningsmenn Tarakkis hafa, síðan byltingin var gerð í apríl síðastliðnum, gert á milli fjörutíu og fimmtíu viðskipta- og tæknisamninga við Afghanistan. Þess sér þó glögg merki að þeir eru efins um að ríkið geti í einu stökki farið aftur úr grárri forneskju á flestum stigum yfir i nútímaríki byggt á sovézkum sósíalisma. Þrátt fyrir að pólitískir eftirlits- menn — kommisarar — hafi verið settir til eftirlits í hernum er ríkis- stjórnin engan veginn viss um tök sín á hernum. Vinstri sinnaðir yfirmenn geta meira að segja verið blendnir í trúnni þar sem margir þeirra styðja róttækari arm kommúnistaflokksins, sem nú er úti í kuldanum frá þvl ráðherrar hans voru reknir i september síðastliðnum. Mullarnir breiða út áróður, andstæðan stjórninni, meðal bændanna og byltingarhugmyndir eru orðnar mjög útbreiddar meðal ættflokka í austur- hluta landsins. Ef sameinaður herafli ættflokkanna og þess hluta hersins sem andstæður er stjórninni yrði henni um megn gæti nokkur þúsund manna sovézkt herlið verið komið á vettvang innan nokk- urra klukkustunda eftir nýlögðum vegi sem liggur frá Mið-Asíuhéruðum Sovétríkjanna. Reyndar eru fyrir i landinu fjögur til fimm þúsund sovézkir ráðunautar af ýmsu tagi. Víst er þó að Sovétstjórnin mundi hika við að leggja í slíka herför. Afghanistar eru þekktir fyrir að berjast grimmilega gegn öllum erlendum innrásarherjum og mundu ekki sætta sig fúslega við heimsókn sovézks herliðs. Ef málin þróast þannig í Afghanist- an að andstaða gegn stjórn Tarakkis forseta eykst stöðugt, virðist sem Sovétmenn verði að gera upp hug sinn og ákveða hvort hann sé þess virði að styðja hann gegn andstæðum öflum innanlands. 11 Hver býður 5 þús. kr. I þennan líka glæsilega tanngarð? Heyri ég nokkurs staðar 4 þús., 3 þús., 2 þús.? Nei, lítið þið bara betur á gripinn. Þið sjáið þó öll að hann er meira virði. Já, þarna sé ég að einn býður 2 þús. og fimm, já 2 þús. og 7 hundruð. 1., 2. og 3. högg. Þú gerðir svei mér góð kaup. Heill tanngarður fyrir svo lítinn pen- ing. Eitthvað á þessa leið getur maður ímyndað sér að tanngarður væri seldur á uppboði lögreglunnar. En, svo sem allir vita, koma í lögreglunnar vörzlu hinir óliklegustu hlutir (fyrir utan tanngarða). Venjulegir hlutir eru alls konar reiðhjól, úr og peningaveski. Ef menn vitja ekki eigna sinna renna peningarnir og andvirði þess sem inn kemur á uppboðum lögregl- unnar (haldin einu sinni á ári) að mestu í menningarsjóð hennar. Það er auðvitað góðra gjalda vert, þvi alls staðar „skal” menningin ryðja sér til rúms, en hvers vegna spyr fólk ekki hvort þetta eða hitt hafi fundizt? Því datt mér i hug að ræða hér um tanngarða að fyrir nokkru töluðu þeir Páll Heiðar og félagi Sigmar, hinir kunnu útvarpsmenn Morgunpóstsins, við rétta aðila svona til að upplý^a okkur um hvað helzt væri að finna í vörzlu lögreglunnar, sem óskilamunir. Ég má til með að nota tækifærið að lýsa því yfir hversu mér finnast þessir þættir alveg með ágætum (þótt ég í Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir aðra röndina sakni þeirra Jóns Múla og Péturs með léttu lögin og rabbið sitt á morgnana). Það gerir mér meira að segja léttara að vakna i and ... skammdeginu. Bezt þykir mér að fá glefsur úr dagblöðunum, sem ég alla vega hef ekki tækifæri til að rýna í áðuren égferí vinnu. Svo verð ég auðvitað að finna að. Það er siður hins sanna íslendings. Mér finnst ég ekki fá nóg af glefsum, eða réttara sagt, mig vantar svolítið áframhald af fyrirsögnunum o.s.frv. Ég verð vist samt að sætta mig við þetta, því að í mörg horn er að líta hjá þeim í Morgunpóstinum. Mataruppskriftir vikunnar gleypi ég í mig með ógurlegri áfergju. Verst að ég finn aldrei blað né blýant svona árla dags. Ég legg þvi til að gefinn verði út bæklingur fyrir fólk sem álíka er ástatt fyrir og mér. Áfram með tanngarðana. Ég sting indregið upp á því að fólk fari á upp- X)ðin hjá lögreglunni og fái sér svo em einn. Allir vita að tannlæknar, lestir, eru óhemju dýrir á slíkar vörur. Engar mannverur er ég eins hrædd viö og tannlækna. Svo eru þeir líka hinir lævísustu. Þeir láta mann gapa. Troða munninn fullan af bómull. Setja svo upp í mann sogapparat i þokkabót og komast þá fyrst í essið sitt; tala og tala um landsins gagn og nauðsynjar og alll þess á milli. Vissir um að hafa einir orðið, því það eina sem maður getur sagt er aha, oho og uhu. Tannlæknirinn segir j)á: Varstu eitthvað að segja? Og glottir. Ég er nú einu sinni með þvi marki brennd að ég á ákaflega bágt með að þegja. Tala ekki um þegar mér finnst að á mig sé yrt. Ég færist þvi öll í aukana og liggur við að ég spýti bómull og öllu saman á minn fróma tannlækni. Hins vegar geri ég auðvitað ekkert. Titra bara með mína bómull I stólnum og held áfram með uhu og oho. Já, geri aðrir betur en tannlæknar, við að Iáta fólk þegja. Svona í lokin ætla ég aðeins að endurtaka eitt sem ég sagði fyrr. Af hverju i veröldinni athugið þið ekki hvort hjólin krakkanna ykkar, úrin, peningaveski, svo ekki sé talað um tanngarða, séu ekki í vörzlu lög- reglunnar? Með einu símtali gætuð þið sparað ykkur stórfé. Erna V. Ingólfsdóttir V „Ég sting eindregið upp á því að fólk fari á uppboðin hjá lögreglunni og fái sér svo sem einn tanngarð...." Tanngarðurinn á uppboði! Kjallarinn Eðvarð T. Jónsson Þessi sannleikur er svo einfaldur og þó svo stórbrotinn og mikilfenglegur, að þótt allir bestu vitsmunir mannanna hafi verið lagðir saman til þess að af- hjúpa hann, hefur það ætið mistekist, uns andlegur þroski kynstofnsins þoldi hann, sbr. orð Krists við lærisveina sina: „Enn hef eg margt að segja yður, en þér fáiðekki borið það að sinni.” Það sem við getum staðhæft í Ijósi orða og kenninga Bahá’u’lláh er i stuttu máli þetta: Frá öndverðu hefur Guð sent mönnunum spámenn sína, menn, sem yfirleitt voru rúnir allri veraldlegri þekkingu og margir þeirra jafnvel ekki læsir, og þeir hafa flutt mannkyninu boðskap, sem sniðinn var að þörfum þess og skilningsgetu á hverjum tíma. Þessir spámenn eru hinir sönnu leið- togar mannkynsins. Þeir hafa komið fram á sjónarsviðið einn af öðrum og fyrir tilstilli þeirra hefur mannkynið þroskast og tekið framförum. Mark- mið þeirra allra er hið sama: Guðsríki á jörðu, þ.e. ríki þar sem allir menn lifa í sátt og einingu í trú á einn og sama Guð. Þannig má líkja mannkyn- inu við einstakling, sem gengur í skóla. Þegar þessi einstaklingur hefur skóla- göngu sína, er honum miðluð þekking i samræmi við skilningsgetu hans, aldur og aðstæður. Þegar hann vex og skilningur hans og meðvitund þrosk- ast, fær hann aukna fræðslu með nýjum kennurum. Þessi fræðsla miðar að því að gera hann hæfan til að takast á við lífið, þegar hann er full- þroska, og gera honum kleift að þróa með sér alla þá jákvæðu möguleika, sem í honum búa. Þessi fræðsla ög þessi undirbúningur undir fullorðins- árin er því mesta gjöfin og æðsta handleiðslan, sem hægt er að veita barninu. Meiri og betri forsjón þvi til handa er óhugsandi. Á sama hátt hefur Guð séð fyrir sínu barni, sem er mannkynsheildin, allir einstakling- arnir, sem á jarðkringlunni búa. Spyrja má sem svo: Ef áform Guðs með sköpun sinni er eining allra manna, hversvegna gat Hann ekki verið búinn að koma henni á? Hvers- vegna gat t.a.m. Kristur ekki komið henni á fyrir tvö þúsund árum? Hvers- vegna þurfti Hann að senda Bahá’u’lláh til þess að stofna Guðsríki á jörð? Svarið er einfaldlega það, að á dögum Krists og á dögum Múham- eðs og annarra boðbera Guðs hafði mannkynið ekki öðlast þann skilning og þroska, sem nauðsyniegur er til þess að það geti lifað saman i einingu. aðeins litill hluti heimsins var þekktur á dögum Krists og Múhameðs. Lítiö sem ekkert var vitað um Asíu og Afríku. Ameríka var ófundin, Ástralía sömuleiðis. Undir slíkum kringum- stæðum er þýðingarlaust að tala um einingu mannkynsins. Hlutverk Krists og Múhameðs og annarra boðbera Guðs var ekki að stofnsetja slíka ein- ingu heldur að búa mannkynið undir hana með þvi að gróðursetja í hjörtum mannanna ást og samúð og kenna þeim að lifa saman í bróðerni i einu samfélagi eða þjóðfélagi og einnig með því að kunngera komu þess, sem við lok tímanna mundi frelsa mannkymð frá ógæfu styrjalda og kúgunar og gera alla menn að einni þjóð, allan heiminn aðeinni fósturjörð. Þegar Bahá’u’lláh kom fram á síðustu öld var allur heimurinn þekktur. Sá annmarki var enn á varan- legri einingu þjóðanna, að samgöngur milli þeirra voru mjög torveldar og samskipti þeirra lítil. Gleggsti vitnis- burðurinn um spámannlegt gildi þeirrar kenningar Bahá’u’lláh, sem lýtur að einingu allra jarðarbúa, er sá, að á örfáum áratugum komu fram öll þau tæki, sem nauðsynleg eru henni til framdráttar. Öll samgöngutæki og samskiptatækni, sem menn eiga yfir að ráða, stuðla með einum eða öðrum hætti að einingu mannkyns. Þannig blasir það kraftaverk nú við, að á tæpri einni öld hefur mannkynið sam- einast hiö ytra og sú sameining er al- gjör og fullkomin hvað tæknina og möguleika hennar snertir. Sameining-' in hiö innra, þ.e. sættir og kærleikur manna í milli, er undir þeim sjálfum komin. Og þá er komið að einu mikilvæg- asta atriði Bahá’í trúarinnar. Mönnunum er það í sjálfsvald sett hvort þeir tengjast þessum böndum einingar meö ást og bróðurþeli, með þvi að lúta vilja Guös fyrir okkar tíma og vinna að framkvæmd fegurstu og mannúðlegustu hugsjónar allra tima. Eða hvort þeir hafna þessu mikla og volduga áformi Guðs og eining heims- ins verði fyrst að veruleika eftir alls- herjarátök þjóðanna, þegar svo verður málum komið, að mannkynið horfist í augu við tvo möguleika: einingu eða eyðingu. Þvi að eining mannkynsins er skilyrðislaust áform Guðs, óhagg- andi veruleiki en ekki draumsýn, og mennirnir geta með verkum sinum aðeins tafið hana skamma stund en aldrei komið í veg fyrir hana, ekki fremur en þeir geta stöðvað framrás sólarinnar á festingunni. Eðvarð T. Jónsson „Ef áform Guðs með sköpun sinni er eining allra manna, hvers vegna gat Hann ekki verið búinn að koma henni á?"...

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.