Dagblaðið - 27.02.1979, Page 2

Dagblaðið - 27.02.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR1979. Verður sjónvarpað frá HMá Spáni? —aðeins éf íslendingar komast f milliriðil — segir Bjarni Felixsson Jón Pétursson hringdi og sagðist vilja lýsa furðu sinni á að sjónvarpið ætlaði ekki að sýna neitt frá heims- meistarakeppninni í handknattleik sem fer fram á Spáni þessa dagana. „Þeir sluppu vel sjónvarpsmennirnir frá keppninni í Danmörku um daginn þegar þeir sýndu ekki neitt,” sagði Jón og var greinilega óánægður með frammistöðu þeirra sjónvarps- manna. Dagblaðið hafði af þessu tilefni Ólafur Benediktsson mun verja ís- lenzka markið á Spáni. Raddir lesenda samband við Bjarna Felixson og spurði hvort sjónvarpið myndi ekki sýna neinar myndir frá keppninni. Hann sagði að Spánverjar væru einu aðilarnir sem tækju myndir af keppninni. Þeir tækju aðeins myndir af þeim riðli sem þeir kepptu í þannig að leikir íslendinga við ísraelsmenn og Tékka yrðu ekki teknir upp. Ef íslendingar kæmust hins vegar áfram í milliriðil þá myndu þeir lenda með Spánverjum í riðli og þá fengi sjónvarpið myndir úr þeim riðii. Það væri því allt undir því komið að íslendingar nái a.m.k. öðru sætinu í riðlinum og komist þar með í milliriðil. íþróttaunnendur geta því aðeins beðið og vonað að svo fari. Heimilis- læknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 álla virka daga. Bréfritari leggur til að bílainnflutningur verði stöðvaður. Ekki er víst að allir séu honum sammála í þvi og vafalaust vildu einhverjir fá slikan glæsivagn til landsins eins og þann er sést hér á mynd Ragnars Th. Sigurðssonar Ijósmyndara DB. Hana tók hann á stærstu bílasýningu í heimi er haldin var fyrir skömmu i New York. Stöðvum bflainnflutn- ing og spörum bensín Magnús Guðmundsson skrifar: Nú þegar vitaö er að olíu og bensínverð rýkur upp úr öllu valdi er talað um sparnað, meðal annars still- ingu á olíukynditækjum. Slíkt er vissulega þarft en því miður er þetta tiltölulega lítill hluti eyðslunnar, án þess að ég vilji gera lítið úr, siður en svo. En mætti ekki minnka bilainn- flutning eða stöðva um tíma? Myndi þá sjálfkrafa minnka bensíneyðsla, sparast gjaldeyrir, sem myndi vega upp á móti hærra innkaupsverði á olíuvörum. Að visu myndi ríkið tapa allstórum fúlgum og að sjálfsögðu bílainnflytjendur, sem mættu að skaðlausu missa svolítið. En eins og ég sagði þá tapar ríkið á þessu, en sparar um leið mikinn gjaldeyri. Til að mæta því tapi — þvj ríkið þarf sitt, — mætti minnka framlög til vegamála að skaðlausu því ekki er nauðsynlegt að gera allt á einu ári, og svo er eyðsla Vegamálaskrifstofunnar svo hroðaleg, til dæmis með bila- leigubílum, að meira að segja starfs- liði ofbýður. Annars ætti að bjóða allt út og leggja vegagerð niður, en það er annað mál. Einnig mætti minnka við Landhelgisgæzlu að ég tali ekki um Bifreiðaeftirlitið. Með þessu og öðru mætti spara milljónir sem ríkið tapaði á minni bifreiðainnflutn- ingi eða stöðvun, sem væri það bezta. Einnig ætti að fyrirskipa svartolíu- notkun í öllum skipum sem því verður við komið. En hvernig á al- menningur að spara? Ég vona að vitr- ir menn láti frá sér heyra. Við eigum öll að spara orku, sem er að verða svo dýr að það er að verða lúxus að kaupa bensín ábílinn . . . Ég skora líka á ráðamenn að gera nú þegar áætlanir um að byggja risa- neðan- eða ofanjarðar olíutanka úti um allt land, í samvinnu við varnar- liðið, sem væru fylltir strax og olíu- verð lækkar aftur. Enginn veit hvenær Saudi-Arabía fellur í hendur brjálæðinga sem geta stöðvað alla olíusölu. Utanríkisráðherra ætti að ræða þessi mál við Walter Mondale, varaforseta Bandaríkjanna, sem er að sjálfsögðu hjartanlega velkominn til íslands. BÍLASALAN VITATORGI, Avallt mikið úrval notaðra bifreiða Sími 29330 Volga árg. ’75, grænn, mjög góður og M. Benz 608 árg. ’67 m/kassa, ekinn lítið ekinn bfll. Skipti. Verö 1500 þús. 30—40 þús. á vél, bfll f góðu lagi. Verð aðeins 1650 þús. Sími 29330 m wm ^ m m mm Ford Escort, þýzkur, árg. ’74, ekinn 57.000 krn, 2ja dyra, vetrardekk, út- varp, mjög gott ástand. Verð 1500 þús. Ford Escort árg. ’76, ekinn 42.000 km., 2ja dyra, grænn, vetrardekk, út- varp, skoðaður ’79. Fallegur og góður bfll. Chevrolet Nova árg. ’73, 6 cyl, bein- skiptur, grænsanseraður, fallegur og þrifalegur bill, utan sem innan. Verð 1950 þús. Skipti á ódýrari. m Citroen DS árg. ’74, ekinn 100 þús km. Drapplitur, sumar- og vetrardekk, útvarp, segulband. Skipti á ódýrari. Verð 1800 þús. — góður staðgreiðsluafsláttur. Ford Escort árg. ’74, enskur, 4 cyl, beinskiptur, drapplitur, 2ja dyra, sum- ar- og vetrardekk, útvarp, ekinn 60 þús. km. Verð 1400 þús. — góð kjör. Volvo 144 árg. ’73, 4 cyl, beinsldptur, sumar- og vetrardekk, útvarp, segul- band, grænn, nýtt lakk. Verð 2700 þús. Skipti á yngrí Volvo koma til greina. Opið daglega til kl. 7f laugar- daga til kl. 5. ÍiLASALAN ' VITAT0RGI Mazda 616 árg. ’74, ekinn 73.000 km., gulur, vetrardekk, útvarp. Verð 1850 þús. Subaru árg. ’78, rauður, útvarp, dríf á Þetta gengur ekki lengur, þá er nú öllum. Skipti. Verð 3.800 þús. betra að eiga bil. Chevy Van árg. ’76, ekinn 49.000 mfl- ur, 6 cyl, beinskiptur, útvarp, aflstýrí og -bremsur, skoðaður ’79. Verð 4 milljónir. sjálfskiptur, krómfelgur, breið dekk að aftan, gullfallegur. Skipti á minni bfl, má vera skemmdur. Verð 2.300 þús. Mercury Cougar árg. ’69, 8 cyl, 351 cub, sjálfskiptur, breið dekk. Verð 1650 þús. Cougarínn er kostum hlaðinn kemur þú f hann kvennahóp, kveikir f dekkjum og kveður staðinn á kagganum sem drottinn skóp. Viljir þú vera f klassa og stil og kvenna njóta hylli ekur þú f þessum bfl landshorna á milii. M. Benz 230 árg. ’70, 6 cyl., beinsk., aflstýri og -bremsur. Mjög góður bfll, alltaf I einkaeign. Skipti. ixmamn * 1 f s>_ ^ * Oldsmobile Delta 88 ár'g. ’71, 8 cyl., sjálfskiptur, aflstýrí og -bremsur, raf- magn f sætum, rúðum og skottloki. Grænsanseraður, krómfelgur. Alvöru- bill sem ber af. Verð 2800 þús. Skipti — skuldabréf.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.