Dagblaðið - 27.02.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979.
Melavöllur:
Sem hálmstrá í andlausum
heimi
9867—0254 skrifar:
Ekki efast ég uni að Bláfjöllin séu
yndisleg vetur, sumar, vor og haust,
en þangað fara Reykvikingar ekki til
að skokka í hádeginu, heldur til að
viðra sig að loknu dagsverki. Ekki
förum við heldur i Bláfjöllin akandi
barnavögnum okkar. Nú er það vitað
og viðurkennt að hreyfing og útivera
er stór þáttur til að vernda andlega og
líkamlega hreysti.
Hér í Reykjavík er að verða heldur
betur að okkur þrengt. Þó hefur enn
tekizt að halda eftir smábletti sem
hefur þjónað stóru hlutverki lengi og
gerir enn, hér á ég við Melavöllinn,
okkar gamla og góða. Vetur, sumar,
vor og haust er um hann setið og á
hann streymir fólk á öllum aldri.
Melavöllurinn á nú þegar það langa
sögu að hann hlýtur að teljast jafn
merkur öðrum sögulegum
verðmætum borgarinnar. Nú á hann
að víkja fyrir bókageymslu sem getur
verið hvar sem er. En Melavöllurinn
verður hvergi ahnars staðar. Verði
hann eyðilagður verður hann okkur
aldrei bættur og mér og ég vona að
fleirum finnist að við höfum ekki
efniáaðmissa Melavöllinn og það er
enn hægt að bjarga honum og moka
niður í bókhlöðugrunninn sem gin
við okkur eins og gröf sem bi ður lík-
kistunnar. Mér finnst að þarna eigi
að jarða sál gamla vesturbæjarins
fyrir fullt og allt.
Háskólinn sem er fögur bygging ein
og sér er kominn i kaf og þar að auki
sprunginn utan af sjálfum sér,
sennilega skóladagheimili næstu ald-
ar. Er næsta skref útför útiveru og
yndisstunda þeirra er njóta þess að
renna sér á skautum á kvöldstund á
Keppt í knattspyrnu á flóðlýstum Melavellinum. Það eru Skagamenn sem eiga þarna i harðri baráttu við hið heimsfræga
lið Dynamo Kiev frá Sovétríkjunum. DB-mynd Bjarnleifur.
köldum vetri. Líka útiveru og yndis-
stundir þeirra sem una við fótbolta
eða aðrar útiíþróttir. Hvert eiga
unglingarnir að fara? Hér er ekkert
fyrir þá í bókstaflegri merkingu nema
hallærisplanið með sitt hallæri.
Þegar ég kom fyrst inn á Mela-
völlinn upplýstan og ísilagðan og
börnin renndu sér á skautum í lit-
ríkum klæðum sínum fannst mér ég
vera komin svo langt frá hinni hvers-
dagslegu veröld að hér sæi ég álf-
heima. Ef tónlist væri flutt (sem ætti
að vera auðvelt) væri mvndin
fullkomin. Hvers þörfnumst við
frekar en fegurðar og friðar undir
berum himni. Sama hvort er stjörnu-
bjart eða sólbjart, Melavöllurinn
býður alltaf upp á ótæmandi
möguleika til útiveru og við
þörfnumst hans nú meira en nokkru
sinni fyrr. Hann er sem hálmstrá í
andlausum heimi stórborgar þar sem
hvergi er afdrep utandyra, glerbrot
og hundaskitur i hverjum reit auk
ælu þeirra sem verður illt um nætur.
Hlutleysi okkar
er einskis virði
— en varnir landsins eru mikilvægar
Nú nýlega mátti lesa um það í
blöðunum að búið væri að setja á fót
eina nefndina enn; nefnd til þess að
ræða um og taka afstöðu til varnar-
mála landsins. í nefndinni eiga auð-
vitað sæti menn, sem ekki hafa nokk-
urt vit á varnarmálum eða hertækni.
1 nefnd þessa villtist svo einn komm-
únisti, Ó.R.G. Þótti sumum að hann
ætti varla erindi i nefndina en þá til-
kynnti utanrikisráðherrann okkar að
þessi nefnd ætti ekki aðgang að varn-
armálum bandaríska varnarliðsins og
væri því með öllu óhætt að hafa
Ó.R.G. í þessari nýstofnuðu nefnd.
Mikið held ég að utanríkisráðherr-
ann haldi að Islendingar séu miklir
einfeldningar. Varnarmál okkar
snerta að sjálfsögðu varnarmál
bandaríska hersins sem dvelur í land-
inu að okkar beiðni.
ísland er þátttökuríki í NATO og í
nefnd manna (íslenzkra) til þess að
íhuga varnarmál okkar eiga að sjálf-
sögðu kommúnistar ekki að vera.
Ég lá í rúminu um tíma um daginn
og gluggaði að gamni minu nokkuð í
Öldina okkar, en þar er margt býsna
fróðlegt að finna og gæti verið nokk-
urt leiðarljós þessarar nýju nefndar
um varnir landsins.
Það er fróðlegt að lesa um hve
menn hér á landi voru miklu her-
skárri heldur en nú þegar þetta bann-
setta hlutleysiskjaftæði er búið að
sjúga allan merg úr þjóðinni.
Árið 1788 segir svo: Hópar manna
gefa kost á sér í landvarnarlið; hafa
að vopni broddstafi, barefli, Ijái og
jafnvel járnkarla.
Þetta er svo til komið að í sumar
fréttist hingað til lands að ófriðlega
horfði með Svíum og Rússum.
„Beztar undirtektir á Álftanesi,”
segir ennfremur. „Þar ganga 203
menn fram fyrir skjöldu, 173 með
spjót og stjaka, 29 tinnubyssur og eitt
skylmingarsverð.”
Bændur í Reykholtsdal vilja „voga
lífi og blóði”.
Rangæingar hlýða kalli. I Holtun-
um hafa 80 gefið sig fram. Á Landinu
verður 40 manna sveit að nægja. Á
Rangárvöllum eru 36 reiðubúnir að
hlýða kallinu. Þeir eiga átján barefli,
tveir vilja berjast með Ijáum o.s.frv. í
Fljótshlið gefa 56 kost á sér og hafa
22 ljái til bardagans. í Austur-Land-
eyjum verður öll sveitin með sams
konar vopn, barefli, 45 menn sam-
tals.
í Garðinum vilja menn ekkert við
landvarnirnar eiga. í Höfnum rituðu
tuttugu nöfn sin á útboðsskjalið, tólf
ætla að berjast með spjótum, fjórir
með bareflum. Þorsteinn Oddsson
„segist ekki geta sig til varnar gefið
vegna hræðslu”. Grindavíkursveitin
er fjölmenn, 43 menn.
Og svona mætti lengi telja.
Þetta sýnir okkur að mönnum var
ekki alveg fisjað saman árið 1788 og
vildu leggja nokkuð á sig til að verja
landið; en nú er öldin önnur!
Það verður æ tíðara úti í þeim al-
vöruheimi, sem við þekkjum næsta
lítið, sumir hverjir, að alls konar rán
og gripdeildir eigi sér stað. Óaldar-
flokkar sem hafa orðið sér úti um
vopn ráðast á saklaust fólk og
myrða. Sendiráð hafa verið hertekin
og starfsfólki haldið í gislingu af
hverjum öfgamönnum. Allt þetta
getur átt sér stað á íslandi og er að-
eins timaspursmál hvenær einhver
slik atvik eiga sér stað hér á landi.
Árið 1918 er við hlutum sjálfstæði
okkar var því lýst yfir af íslands
hálfu að ævarandi hlutleysi landsins
skyldi gætt hver svo sem í hlut ætti.
Þetta er þáliðin tíð. Hlutleysi okkar
er einskis virði, það sáum við er við
vorum herteknir af Bretum í siðustu
heimsstyrjöld. Hvert rikið á fætur
öðru var innlimað í styrjöldinni og
sum riki beinlínis þurrkuð út af
landabréfinu, Eistland, Lettland og
I.ithauen, svo nokkuð sé nefnt.
Varnir landsins eru mikilvægar
fyrir okkur og með varnarmál lands-
ins verður ekki farið af neinum póli-
tískum stigamönnum sem reiðubúnir
eru til þess að verzla með þetta mikla
fjöregg þjóðarinnar, frelsið, ef réttur
kaupandi að þeirra mati er við hönd-
ina.
Mér datt þetta (svona) í hug.
Siggi flug 7877—8083.
“ Auglýsing'
Þeirra
eigin
orð
„Þá munum við greiða öDum
borgarstarfsmönnum laun
í samræmi við samninga”
- sagði Sigurjón Pétursson for-
seti borgarstjórnar 16. júní
Sigurjón Pétursson forseti
horgarstjórnar Reykjavíkur
sagði í viðtali við Þjóðviljann 16.
júní:
„Hvað kröfu verkalýðshreyf-
ingarinnar áhrærir, „samning-
ana í gjildi" sem Alþýðubanda-
lagið hefur gert að sinni kröfu,
þá vil ég benda á að þessi
samþykkt, sem nýr borgar-
stjórnarmeirihluti hefur haft
forgöngu um, er samþykkt um
að allir samningar taki gildi.
... en jafnframt bindum við það
í samþykktinni, að frá og með
næstu áramótum, þegar við'
berum sjálfir ábyrgð á gerð
fjárhagsáætlunar, þá munum
við greiða öllum borgarbúum
laun í samræmi við samninga."
„T.d. að greiða 14,3% verð-
bætur og taka síðan tíl baka
það sem ofgreitt væri”
- sagði Sigurjón Pétursson 20. nóv.
í Þjóðviljanum 20. nóvember
sl. er viðtal við Sigurjón Péturs-
son þar sem m.a. segir:
„Sigurjón Pétursson sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær, að
í sjálfu sér lægi ekkert fyrir um
hvaða verðbætur ætti að greiða
á desemberlaun, fyrr en frum-
varp ríkisstjórnarinnar væri
orðið að lógum.
....\'issulega voru til fleiri
valkostir en 1 að greiða sent
svarar 6,12'/; launahækkun,"
sagði Sigurjón. „T.d. gð greiða
11.3'/; verðbætur og taka síðan
til baka það sem ofgreitt væri
eftir að niðurstaða þingsins
liggur fyrir eða þá að greiða
óbreytt nóvemberlaun og greiða
síðan verðbætur og taka síðan
til baka það sent ofgreitt væri
eftir að niðurstaða þingsins
liggur fyrir eða þá að greiða
óbreytt nóvemberlaun og greiða
síðan verðbæturnar eftir á.
... Með þessu móti er ríkis-
stjórnin að reyna að hamla gegn
verðbólgunni, án þess að það
bitni á launþegum, og ætlar sér
að beita öðrum aðferðum en
beinum launahækkunum, sem
síðan velta út í verðlagið, til
þess að ná þessu markmiði.““
Nokkrir sjálfstæðismenn.l
Spurning
dagsins
Fylgist þú með
heimsmeistara-
keppninni
á Spáni?
Karl Karlsson öryggiseftirlitsmaður:
Nei. Ég geri það ekki. Ég hafði þó
mjög gaman af slagnum við Tékka. Ég
hef taugar til strákanna en fylgist lilið
með leikjunum.
Hjalti Þóröarson öryggiseftirlitsmaó-
ur: Bara i gegnum sjónvarpið. Ég veit
að Spánn var að vinna okkur 19—15.
Baldur Ingvarsson öryggiseflirlits-
maður: Ég fylgist með i gegnum sjón-
varpið og svo hlusta ég á Hermann.
Mér finnst þeir bara hafa staðiðsig vel.
Hákon Þorsteinsson öryggiseftirlits-
maður: Ég fylgist með þessu bæði i
sjónvarpi og útvarpi. Mér finnst þeir
standa sig ágætlega og hef ekkert upp á
þáað klaga.
Garðar Halldórsson læknifræðingur:
Ég hef hluslað á þcssar lýsingar.
Frammistaða íslending.inna var ágæt i
jafnteflisleikjunum. Mér lannst Her-
mann standa sig vel í lýsingunni á leikn-
um gegn Tékkum.
Sigriður Guðmundsdóttir skrifstofu-
maður: Nei, og ég skammast min fyrir
að segja frá þvi, aðég hef engan áhuga
á íþróttum.