Dagblaðið - 27.02.1979, Page 7

Dagblaðið - 27.02.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. 7 Erlendar fréttir REUTER Þáði tebolla eftir ránið Ysamu Yamaguchi réðst inn í pósthús í Hiroshima i Japan i gær vopnaður hnifi. Hann rændi þar 1.2 milljónum jena, eða um tveimur milljónum íslenzkra króna. Áður en hann yfirgaf póststofuna, þáði hann boð póstmeistarans um að fá sér í fljót- heitum tebolla, áður en haldið væri út í kuldann. En, lögreglan handtók Osamu Yamaguchi á póststofunni þar sem hannvarað sötra i sig heitt teið. Kínverjar hvöttu Vietnama í gær til þess að setjast að samningaborði og enda þannig landamærastrið þjóðanna. Dagblað alþýðunnar í Peking sagði í leiðara að vonazt væri til að víetnömsk yfirvöld gerðu sér grein fyrir ástandinu og væru reiðu- búin til sanngjarnra viðræðna eins fljótt og unnt væri. Engin svör hafa borizt frá Hanoi vegna þessarar málaleitunar. Hanoi útvarpið greindi frá því að kínverskar hersveitir væru nú komnar 40 km inn í Víetnam, en sögðu að Kínverjar hefðu orðið fyrir miklu mannfalli og tjóni í hörðum bardögum. Hanoi út- varpið sagði að nú berðust fleiri Kinverjar í Vietnam, en Bandaríkja- menn hefðu nokkru sinni verið, þegar styrjöld Bandaríkjamanna og Víetnama stóð sem hæst. í Washington sögðu bandariskir sérfræðingar, að svo virtist sem aðal- orrusta Kínverja og Víetnama væri við Lang-Son, sem er 85 km norð- austuraf höfuðborginni Hanoi. Svo virtist sem Lang-Son væri enn í höndum Víetnama en talið var að Kinverjar fyrirhuguðu stórárás til þess að ná bænum á sitt vald. Við Lang-Son er aðaljárnbrautarlinan til Hanoi og þvi mikilvæg aðflutnings- leið. Víetnamski bærinn Lang-Son tt áðuren Kínverjar hertóku hann. Kínverjar vilja samn ingaviöræöur — við Víetnama um landamæradeilur þjóðanna / Þeir loðnu á bringunni þola vín betur Séu menn loðnir á bringunni, þola þeir vín betur en hinir, sem minna eru hárprúðir á brjóstkassanum. Þetta kom fram i máli austurrísks læknis á læknaráðstefnu, sem nú stendur yfir i Vín. Læknirinn, dr. Heribert Thaler, er sérfræðingur í lyflæknisfræði. Óskýrt er frá læknisfræðilegu sjónarmiði, af hverju konur geta aðeins drukkið þriðjung af því sem karlmaður getur látið í sig af áfengi, án þess að skaða heilsu sína verulega. Dr. Thaler sagði að rannsóknir sýndu, að karlmenn gætu öruggir drukkið eina flösku af vini daglcga, þ.e. 0,7 lítra, en konur ættu að hætta er þær hefðu drukkið fjórðung úr vínflösku, ef þær vilja komast hjá alvarlegum lifrarskemmdum. Chicago: Árlega deyja 1500 manns af lof tmengun Loftmengun drepur u.þ.b. 1500 manns í Chicago árlega en Chicago er næststærsta borg Bandaríkjanna. Þetta kom fram er birtar voru niðurstöður rannsóknar heilsugæzluskólans í IIHnois. Rannsóknin leiðir í ljós mjög á- kveðin tengsl milli loftmengunar og dauða fólks, sem þjáðst hefur af hjarta- eða lungnasjúkdómum. En ekkert í rannsókninni bendir til þess að loftmengun geti valdið krabbameini. TengingSoyuz við Salyut6 tókstágætlega Sovézku geimfararnir í Soyus 32 geimfarinu tengdu flaug sína við Salyut 6 geimstöðina i gær. Tengingin gekk að óskum og nú dvelja geimfararnir um borð i geimstöðinni. Ekki er vitað hve lengi geimfararnir eiga að vera úti í geimnum en sérfræðingar telja líkur á að Sovétmenn ætli sér að setja enn nýtt met t geimdvöl. Lengst hafa sovézkir geimfarar dvalið 140 sólarhringa i geimnum. Ný legund af hitamælum fyrír sjúka er komin á markað í V-Þýzkalandi. Þella er rafeindamælir, sem leysir gamla kvikasilfursmæiinn af hólmi. Hann mælir hita sjúklinga mjög nákvæmlega á 30—45 sekúndum. Mælirinn er notaður á svipaðan hátt og fyrri gerðir hitamæla, i munn, undir arm, eða í endaþarm. í mælinum eru rafhlöður og endast þær í sjö stundir, þannig að ekki ætti að þurfa að skipta oft um þær, þar sem heilsan er í sæmi- legu lagi. E LAN DSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum frá innlend- um framleiðendum í hönnun, framleiðslu og afhendingu á tveimdr starfsmannaskálum. Er annar skálinn um 200 m2 og hinn um 750 m\ Ætlunin er að reisa báða skálana við Hraun- eyjafossvirkjun sumarið 1979. Ætlazt er til að skálarnir séu byggðir upp af sjálfstæðum bíltækum húseiningum. Útboðs- lýsing verður afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 27. febrúar 1979. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 14.00 föstudaginn ,23. marz 1979. LANDSVIRKJUN STÓRBINGÓ FRAM verður haldið í Sigtúni fimmtudaginn l.marz, ðúsið opnar kl. 7.30, bingóið hefst kl. 8.30. Meðal vinninga: Kanaríeyjaferð með Flugleiðum, Færeyjaferð með Flugleiðum, glæsileg heimilistæki f rá Pfaff, Vörumarkaðnum og Gunnari Ásgeirssyni. Aðgangur ókeypis. Spilaðar verða fimmtán umferðir. . Handknattleiksdeild Fram

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.