Dagblaðið - 27.02.1979, Síða 8

Dagblaðið - 27.02.1979, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. Rffl Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Húsvörður óskast í fullt starf fyrir sambýlis- hús í Reykjavík. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk- kemur til greina. Húsvörður annast og hefur umsjón með ræstingum. Lítil íbúð fylgir starf- inu. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist húsnæðisfulltrúa fyrir 10. marz næst- komandi, sem einnig gefur allar nánari upplýs- ingarísíma 25500. Ölfushreppur Selvogsbraut 2 Þorlákshöfn, óskar eftir að ráða bygg- ingarfulltrúa og umsjónarmann verklegra framkvæmda hreppsins til starfa frá 1. april 1979. Tæknimenntun áskilin. Nánari uppl. veitir undirritaður. Skriflegum umsóknum er greini frá menntun og fyrri störfum skal skila á skrif- stofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, fyrir 5. marz nk. Sveitarstjóri ölfushrepps. i rH Viðskiptafræðingur óskast til starfa hjá Hagfræðideild Reykjavíkurborgar. Föst mánaðarlaun verða frá 1. marz 1979 á bilinu 316.200/— 338.700/- eftir menntun og starfsreynslu. Undirritaður veitir nánari upplýsingar á skrifstofu sinni Tjarnargötu 11, Reykjavík. Borgarhagfræðingur Háseti vanur netaveiðum óskast á 250 tonna bát. Upplýsingar í síma 94-1128. Unglingadeild AA FUNDIR ALLA FIMMTUDAGA KL. 9 AÐ TJARNARGÖTU 5B. AA-Samtökin. Tapazt hefur nefnd Tapazt hefur vietnam-nefnd, rauðbleik að lit með sítt hár. Síðast þegar nefndin sást var hún feit og bústin, en búast má við að hún sé nú orðin dáUtið horuð og niður-, dregin. Uppáhaldsstaður nefndarinnar var áður i aust- urbænum, helzt við Laufásveginn, nú má búast við að nefndin, eða það sem eftir er ef henni, sé farin að læðast um vesturbæinn (að kvöldlagi) og þá helzt við Víðimel- inn. Þeir snillingar sem geta gefið upplýsingar hvar nefnd nefnd felur sig, geta sótt fundarlaun 100.00 rúblur til Prúðu leikaranna á Túngötunni. Efndir á desemberloforðunum: „Næturvinna” frá 5 á föstudögum —getur þýtt 1,3% kauphækkun Fjörutiu stunda vinnuvikunni skal í reynd ljúka klukkan fimm á föstudögum og „næturvinna” taka þá við samkvæmt stjórnarfrumvarpi, sem lagt var fram í gær. Frumvarpið er til komið vegna loforða ríkis- stjómar samfara desemberað- gerðunum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 dagvinnutíma árið 1971. Við þessa breytingu gerðist það, að í stað þess að næturvinna tók áður við strax er vinnuviku lauk klukkan tólf á laugar- dögum gat verkafólk nú þurft að vinna tvær stundir í eftirvinnu, það er milli klukkan fimm og sjö á föstudögum, þótt „vinnuvikunni” væri þá þegar lokið. Verkalýðs- hreyfmgin hefur svo barizt fyrir því, að „eftirvinna” félli niður að minnsta kosti á föstudögum. Sú krafa kom meðal annars fram fyrir samningana 1977. Nokkur verkalýðs- félög hafa fengið kröfuna samþykkta, meðal annars félögin í Málm- og skipasmíðasambandinu, starfsfólk álversins og starfsmenn í ríkisverksmiðjunum. I viðræðum ríkisstjórnarinnar við ASÍ hafa komið fram eindregnar óskir um að „eftirvinna” verði alveg felld niður í áföngum, þannig að „eftirvinna” á föstudögum falli út í ár, sem sé orðin hrein jafnréttiskrafa, og síðan á ein- um degi á ári hverju, þar til öU „eftir- vinna” sé aflögð. Frumvarpið á að vera fyrsta skrefið að því marki. í greinargerð frumvarpsins segir, að þessi fyrsta breyting muni koma mismunandi niður. Sums staðar muni hún ekki leiða til raunverulegr- ar styttingar vinnutíma og annars staðar ekki fyrr en að nokkrum tima liðnum. Þar verði því um að ræða tekjuaukningu hjá launþegum, sem geti við ákveðnar aðstæður svarað til um 1,3 prósenta launahækkunar. Fulltrúar vinnuveitenda hafi einmitt lagt áherzlu á það atriði í viðræðum við ríkisstjórnina um þessa breytingu. Á meirihluta vinnustaða muni breytingin þó strax hafa áhrif til að stytta raunverulegan vinnutíma. -HH. Ný og greinileg númer blasa við augum í mastraskóginum vestur í Heimaey VE-1 ber nú líka skráningarnúmeriö 1213: Engrar hjátrúar vart í framkvæmd nýrra reglna Heimaey VE 1 er nú einnig merkt 1213, samkvæmt nýlegum reglum um merkingu skipa. „Þetta er gert í aðal- lega tvennum tilgangi,” sagði Hjálmar Bárðarson, forstjóri Siglingamála- stofnunar ríkisins í viðtali við DB. „Annars vegar er þetta gert af al- mennum öryggisástæðum þar sem hin nýja merking með tölustöfum sést úr mun meiri fjarlægð en hin hefðbundna skipamerking. Auk þess er þetta gert til þess að auðvelda eftirlit landhelgis- gæzlunnar,” sagði Hjálmar. Auk hinnar venjulegu merkingar „skulu ftskiskip einnig vera merkt með skipaskrárnúmeri á báðar hliðar, á brúarvæng, á brúarþak eða annan stað, sem vel sést úr lofti að mati Siglingamalastofnunar ríkisins”, segir í reglum, sam út voru gefnar hinn 15. september síðastliðinn. Stærð tölustafanna er mismunandi eftirstærðskipanna. „Það er stundum talað um, að sjómenn séu hjátrúarfullir. Ég get ekki neitað því, að ég var dálítið hræddur um, að við kynnum að hitta þetta fyrir í sambandi við ný númtr,” sagði Hjálmar Bárðarson. Hann bætti við: „Satt að segja höfum við fengið eina fyrirspurn eða tvær, en annars hefur þetta gengið ágætlega og enginn sett fyrir sig númerið, sem hann hefur fengið.” í þessu sambandi má geta þess, að skip halda sinum nöfnum og skráningu, þetta er aðeins viðbót, sem gerð er af öryggis- og eftirlitsástæðum, eins og fyrr segir. í hinum nýju reglum bætist við eitt skráningarumdæmi. Það er Vestur- Skaftafellssýsla. Enginn bátur hefur ennþá fengið skráningu þar, en fyrir liggur ein umsókn um slíka skráningu. -BS. Reyðarfjörður: r HYGGJAST LATA SMIÐA NÝTT SKIP í PORTÚGAL láta Snæfugl SU upp ígreiðslu Þrir fiskverkunar- og útgerðar- aðilar á Reyðarfírði vinna nú að því að kaupa nýtt fiskiskip þangað, enda brýn nauðsyn á að endurnýja fiskiskipaflota Reyðfirðinga. Þessir aðilar eru Kf. Héraðsbúa, Gunnar hf.,og Snæfuglhf. Ætlunin er að láta smíða nýtt 350 tonna skip í Portúgal ef nauðsynleg leyfi fást. Skipasmíðastöðin þar ytra hefur gefið vilyrði fyrir því að taka Snæfugl, SU—20, sem er mikið happaskip smíðað 1964, sem greiðslu upp í andvirði skipsins. Fiskvinnslustöðvar á Reyðarfirði, bæði frystihús og saltfiskverkun, fá ekki nóg hráefni og eru þvi vannýtt- ar. Ætlunin er að hið nýja skip verði jafn búið til kolmunna-, spærlings- og þorskveiða. -VÓ, Reyðarfirði.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.