Dagblaðið - 27.02.1979, Side 9

Dagblaðið - 27.02.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. 9 Stjórn Alþýðubandalagsins í Kópavogi: , Jillaga um að slíta samstarfinu hefur aldrei komið f ram á fundum” „Félagar Alþýðubandalagsins hafa margoft átt kost á því að tjá skoðanir sínar í þessu máli en tillaga um að slíta samstarfinu hefur þó aldrei komið fram,” segir í ályktun stjórnar Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi út af afsögn Helgu Sigurjóns- dóttur úr bæjarstjórn og margra annarra flokksfélaga úr starfs- nefndum bæjarins. Stjórnin segist vona, að félagarnir komi fljótt aftur til starfa að bæjar- málum og vinni með því móti að viðgangi Alþýðubandalagsins. Stjórnin segir, að skoðanir hafi frá upphafi verið skiptar um aðild flokksins að meirihlutanum í bæjar- stjórn. Þeir, sem vöruðu við að ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn, hafi þó tvimæla- laust verið í minnhluta. Meirihluta- myndunin hafi verið samþykkt með meginþorra atkvæða 20. júní á félagsfundi. Ágreiningur þessi hafi, verið til umræðu á félagsfundum og mörgum fundum bæjarmálaráðs, meðal annars á almennum félags- fundi 10. janúar, en engar tillögur um að slita samstarfinu hafi komið fram. -HH Grindvíkingur á Seyðisf irði: Nýja vogin sýndi 60 tonnum minna en skipverjar töldu rétt — „maður frá okkuraustur ídag”, segir löggildingarstofan Skipverjar á Grindvíkingi voru ekki sáttir við vigtunina hjá nýju voginni hjá Síldarverksmiðjunni á Seyðisfirði á föstudaginn var. Þeir höfðu tilkynnt komu sína til Seyðisfjarðar með 1000 tonnaf loðnu. Þegar löndun var lokið sýndi vogin um 60 tonnum minna en þeir töldu að skipið væri með. Kom til allsnarpra orðaskipta út af þessu. Skipverjar kvöddu lögregluþjón á staðinn til þess að taka skýrslu af þessum ágreiningi. Með honum kom Örn Sigurðsson, fulltrúi sýslumanns. ,,Ég var nú ekki þarna í embættis- erindum,” sagði öm í viðtali við DB, „heldur bað lögregluþjónninn mig að vera sér til aðstoðar við skýrslugerðina.” Örn kvað málinu hafa lokið með fullu samkomulagi á þann hátt, að þeg- ar löggilt mæling hefur verið gerð á vigtinni, verði það látið gilda, sem hún sýnir. Þessi vog Sildarverksmiðjunnar er alveg ný. Kom hún stillt af framleiðanda og með leiðbeiningum um notkun. Hins vegar hefur vogin ekki verið löggilt af löggildingarstofu mælitækja. „Það stendur til að maður frá okkur fari til Seyðisfjarðar i dag, ef flogið verður,” sagði Steindór Briem, fulltrúi á löggildingarstofunni i viðtali við DB i morgun. Lóðin sem mælt er með eru komin austur og voru send þangað með skipi. Hið sanna kemur i Ijós, þegar vogin hefur verið mæld og löggilt. -BS. |I«»« «» Grindvíkingur kemur með fullfermi af loðnu til Vestmannaeyja i síðustu viku. Á Seyðisfirði voru ekki allir á eitt sáttir um hversu mikið væri i bátnum. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Jarðhitaskóli á ís landi á vegum Sam- einuðu þjóðanna — Nám hef st í einni námsbraut í vor en í f ramtíðinni verða námsbrautirnar átta í maímánuði eru væntanlegir hingað til lands fyrstu styrkþegarnir sem nám stunda við Háskóla Sam- einuðu þjóðanna á sviði jarðhitamála. Hafa Orkustofnun og Háskóli Sam- einuðu þjóðanna undirritað samning um að jarðhitaskóli verði rekinn hér á landi og veiti starfsþjálfun á sviði rannsókna og nýtingar jarðhita. Jafn- framt verður Orkustofnun ráðgjafar- aðili Háskóla Sameinuðu þjóðanna um jarðhitamálefni. Orkustofnun hefur samið við Há- skóla íslands um þátt hans í þjálfun styrkþeganna. Hugsanlegt er einnig að leitað verði til verkfræðistofa, hita- veitna og annarra jarðhitafyrirtækja um einstaka þætti þjálfunar, og yrði samið sérstaklega þar um hverju sinni. Jarðhitaskólinn verður rekinn sem ein undirdeilda Jarðhitadeildar Orkustofnunar og kennarar og leiðbeinendur styrkþeganna verða frá Orkustofnun og háskólanum. For- stöðumaður jarðhitaskólans verður dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, jarð- fræðingur. Gert er ráð fyrir að I jarðhita- skólanum hér verði átta námsbrautir en í vor hefst skólinn aðeins með einni námsbraut, þ.e. rannsókn á þvi hvað upp úr borholum kemur. Allar átta brautirnar verða á námsskránni 1980. Námsstyrkir við skólann eru miðaðir við 5—6 mánaða nám. Fyrstu fjórar vikurnar eru nemendur samferða i fyrirlestrum um jarðhita almennt. Siðan starfa þeir með sérfræðingum og er gert ráð fyrir að þriðjungur af tima sérfræðinganna fari til náms- leiðbeininga styrkþeganna. Er námið að mestu sniðið eftir þeim verkefnum, sem að er unnið hverju sinni, en sumt mun þó þurfa að setja á svið. Nemar skólans hafa hver um sig lokið háskólaprófum áður en þeir koma í þennan framhaldsskóla þar sem megináherzla er lögð á að menn efli kunnáttu sina með vinnu. íslenzka ríkið leggur 33.2 milljónir króna til skólans i ár en Háskóli Sam- einuðu þjóðanna greiðir ferða- og uppihaldskostnað styrkþega og að auki 14,4 milljónir króna á þessu ári vegna stofnkostnaðar og reksturs jarðhita- skólans. Guðlaugur Þorvaldsson háskóla- rektor sagði á blaðamannafundi þar sem Orkustofnun kynnti þetta nýja skólahald á íslandi að jarðhitaskólinn væri mikil styrktarstoð vísinda í þessari grein og yki á hróður íslands meðal há- skóla annarra landa. í jarðhitaskólanum munu íslending- ar nema jarðhitafræði sem og nemendur annarra landa og mun þetta mjög auðvelda íslenzkum fræði- mönnum framhaldsnám i jarðhita- fræðum. -ASt. BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Sími 15105 kappát í kvöld Nú er kjöriö tœkifœri fyrir matmennina til þess aö kýla vömbina svo um munar, og fá verölaun fyrir vikiö Hver getur étiö mest?! ath; grímuball á unglingadansleik öskudag. ■N J

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.