Dagblaðið - 27.02.1979, Side 12

Dagblaðið - 27.02.1979, Side 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBROAR 1979. 12 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Spánverjar sterk- ari þegar á réyndi — sagði Jóhann Ingi Hallur Símonarson i Barcelona: „Upphaf siðari hálfleiks varð okkur að falli. Það er ekki bara óheppni þegar leikmenn skora ekki í dauðafærum. Það fór ekki á milli mála að Spánverj- ar voru sterkari þegar á reyndi,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari islenzka liðsips eftir ósigurinn. „Ólafur Benediktsson varði vel í íslenzka markinu en sá spánski var frábær. Sóknarnýting okkar var afleit og þegar svo er þá er beinlínis ekki hægt að sigra. Jón Pétur var meiddur og gat ekki leikið gegn Spánverjum en vonandi nær hann sér fyrir leikinn gegn Hollandi. Þá meiddist Bjami Guðmundsson, varð að sauma nokkur spor, en hann mun væntan- lega ná sér fyrir viðureignina við Holland," sagði Jóhann Ingi að lokum. Upplögð tækifæri fóru forgörðum — sagði Júlíus Hafstein Hallur Símonarson í Barcelona: „Ég er ekki ánægður með tapið, sem stafaði af því að upplögð tækifæri voru ekki nýtt og þegar svo er þá auðvitað er ekki hægt að sigra;” sagði Júlíus Hafstcin, formaður HSÍ eftir ósigur íslendinga á Spáni í gærkvöld. „Upphaf síðari hálfleiks var ákaflega slæmur kafli, 8—2, og það er alvcg Ijóst að betra liðið sigr- aði á þessum degi. En við eigum að geta gert miklu betur. Sóknarleikur íslenzka liðsins var sérstaklega slakur, fannst mér, og þegar svo er þá er ekki hægt að sigra jafnsterkt lið og Spán. Hallur Símonarson á Spáni. Erf itt að sigra Spánverja á Spáni — sagði Árni Indriðason Hullur Símonarson í Barcelona: „Þetta var erfiður leikur og okkur tókst ekki það sem við ætluðum okkur — að sigra. En það ber að hafa í huga að mjög erfitt er að sigra Spánverja hér á Spáni,” sagði Arni Indriðason, fyrirliði íslenzka liðsinseftir ósigurinn í Barcelona, og hann bætti við, „ég held við þurfum góðan leik til að sigra Hol- land”. Hissa á hve íslenzka liðið er misgott — sagði Ivan Kasta, fararstjóri Tékka Hallur Símonarson í Barcelona: „Það er engin spurning, ísland á að sigra Holland á sæmilegum degi en ég er ákaflega hissa hvað ís- lenzka liðið er misgott,” sagði Ivan Kasta, farar- stjóri tékkneska liðsins eftir viðureign íslands og Tékkóslóvakíu. „ísland lék síðari hálfleik gegn Spánverjum eins og gegn ísraelsmönnum í Sevilla. Þetta er ekkert í líkingu við leik íslendinga og Tékka. Þá var íslenzka liðið stórkostlegt. Ég tel að tékkneska liðið eigi að sigra Spánverja,” sagði Ivan Kasta að lokum. Þurfum toppleik til að sigra ísland — sagði Bo Ender, fararstjóri Hollands Hallur Símonarson í Barcelona: „íslenzku leikmennirnir eru miklu sterkari en mínir menn,” sagði Bo Ender, fararstjóri hollenzka liðsins eftir ósigur íslands i Barcelona í gærkvöld. „Við þurfum algjöran toppleik til að eiga mögu- leika á að sigra ísland,” sagði Bo Ender ennfremur. Hollenzka liðið er mun veikara en önnur lið er komust í milliriðla. Hollenzka liðið átti aldrei mögu- leika gegn Tékkum, sem komust i 10—4 og sigruðu 23—14. Tékkar gátu gert nánast allt sem þeir vildu — og sigruðu 23—14 en hollenzka liðið er engan veginn i sama klassa og Tékkar, Spánverjar og ís- lendingar. Frá viðureign Spánverja og íslendinga i Austurríki fyrir tveimur árum. Þá sigruðu íslendingar örugglega. En Spánverjar hafa sigrað tslendinga tvívegis síðan Islenzka liðiö féll enn á plan meðalmennskunnar — ósigur gegn Spánver jum í Barcelona, 19-15 Hallur Símonarson í Barcelona: Það skiptast á skin og skúrir hjá íslenzka landsliðinu hér á Spáni. Eftir stórgóðan leik við Tékka á laugardag sem gerði að verkum að bjartsýni ríkti meðal íslenzku leikmannanna datt íslenzka liðið aftur niður á plan meðal- mennskunnar og ósigur gegn Spánverjum varð staðreynd hér í Barcelona. Það var 14. mínútna kafli í byrjun síðari hálfleiks sem varð íslenzka liðinu að falli — afleitur kafli er staðan breyttist úr 12—12 í 17—12 Spánverjum i vil. Rétt eins og vonleysi a losiuaogum. Hægt er að velja um 1, 2 og 3 vikna feröir. Brottfarardagar: 16.,- 23. feb. - 9.,- 16.,- 30. mars - 6.,- 20.,- 27. aprll - 18. maí - 13. júnl - 4.,- 25. júlí - 15. ágúst - 5.,- 26. sept. Hótel og Ibúöir I sórflokki. Þjónustuskrifstofur með islensku starfsfólki. Skoöiö nýja Kanaríeyjabæklinginn, • sem þú færð á skrifstofum Sunnu. gripi um sig meðal íslenzku leik- mannanna og tap varð ekki umflúið, 19—15. Draumurinn um Moskvu varð að engu í Barceolona en ef til vill hefur verið til of mikils ætlazt að íslenzka landsliðið gerði þann draum að veruleika. Það er í raun aðeins sanngirni að krefjast eins—að ísland haldi stöðu sinni í B-riðli. Að ekki fari eins fyrir okkur og gegn Norðmönnum. íslenzka landsliðið náði aldrei svipuðum leik og gegn Tékkum. Vörnin aldrei eins þétt og of mikið Italskir bamaskór Uturblár. Leóursóli með gúmmí- hæl, sem nær undir ilina og stömum fieti á fram- sóla. Skórnir eru úr mjúku skinni og eru bólstraðir bæði undir iljarnar og við ökklana. Stærðir 18—23. Verðkr. 3.500.- Stærðir 18—23. Verðkr. 3.500.- PÓSTSENDUM. Domus Medica Egilsgötu3 Sími 18519 skotið í sókninni. ísland hafði yfir í leikhléi, 10—9, eftir mjög þokkalegan fyrri háifleik. En íslenzka liðið féil saman fyrri hluta síðari hálfleiks. Og ekki vantaði tækifærin, . hvað eftir annað opin tækifæri en íslenzku leik- mennirnir beinlínis skutu spánska markvörðinn í stuð. Hann varði hreint stórkostlega en ef til vill var ekki einleikið hve íslenzku leikmennirnir gáfu honum færi á að verja. Ólafur Benediktsson varði allvel, 8 skot, en hann féll alveg í skugga Paco Aga, spánska kollega síns. íslenzka liðið byrjaði vel i Barcelona, í hinni glæsilégu íþróttahöl! spænska stórliðsins FC Barcelona. Axel Axelsson skoraði fyrsta mark leiksins og Þorbjörn Jensson bætti við öðru marki. Spánverjar jöfnuðu 2—2, en Axel kom íslandi í 3—2. Spánverjar svöruðu með þremur mörkum og sóknarlotur Islands gengu ekki sem skyldi. En ísland náði að jafna, 5—5. Um miðjan fyrri hálfleik kom Viggó Sigurðsson inn á og hann átti eftir að koma við sögu. Axel Axelsson mis- notaði viti fyrir íslnnd á 16 mínútu og Spánverjar komust í 7—5. Þá var kömið að þætti Viggós Sigurðssonar, sem sýndi stórleik. Með krafti sínum og snerpu þá dreif hann íslenzka liðið á- fram, minnkaði muninn i 7—6, jafnaði sjálfur, 7—7. Spánverjar svöruðu, 8— 7, Viggó jafnaði, 8—8. Og hann bætti við tveimur mörkum, báðum úr vitum, 10—8 fyrir ísland. Sannarlega farið að fara um hina þrjú þúsund áhorfendur hér í Barcelona og greinilegt að spánski markvörðurinn átti ekki svar við snilld Viggós. 1 hálfleik var staðan 10—9 og þegar í upphafi síðari hálfleiks komust Spánverjar yfir, 11—10. Viggó jafnaði 11 — 11, Spánverjar komust enn yfir, 12—11, en Viggó Sigurðsson, jafnaði enn, 12—12. í 36 mínútur hafði enginn skorað i íslenzka liðinu utan Viggó Sigurðsson. Og slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra. Á næstu mínútum einkenndi skotgleði íslenzka liðið, Viggó sjálfur varð svolítið villtur i skotum sínum og Spánvetjar gengu á lagið, skoruðu hvert markið á fætur öðru, komust í 17—12. Kafli eins og íslenzkir áhorfendur hafa séð svo oft í vetur — er íslenzka lands- liðið féll alveg saman. Ólafur Jónsson minnkaði muninn í 17—13, en aftur tvö mörk frá Spánverjum, 19—13. Hvert skotið brást á fætur öðru, spánski markvörð- urinn varði allt. En íslenzka liðið bjarg- aði andlitinu, náði að minnka muninn í fjögur mörk, 19—15, með mörkum Þorbjörns Guðmundssonar og Páls Björgvinssonar. Lokatölur 19—15 — og ég held að í raun hafi verið til of mikils mælzt að íslenzka liðið sigraði hið spánska. Spánverjar eru mjög sterkir á heimavelli. Um það er engum blöðum að fletta —ísland hefði þurft algjöran toppleik til sigurs. Annan Tékkaleik, stórleik. En því miður vant- ar alla festu í íslenzka landsliðið. Við getum einn daginn leikið eins og heims- meistarar, staðið í þeim beztu — það gerðum við því Tékkar eru með geysisterkt landslið. Það var of mikið skotið, sóknarleikurinn fyrst og fremst brást. En einnig vörnin — ef tekið er mið af leiknum við Tékka. í hverju liggur þessi mikli munur á liðinu frá degi til dags — það er erfitt að segja um. ísland lék við Spán í síðari hálfleik eins og við ísrael í síðustu viku. íslenzka liðið náði aldrei upp sama leik og gegn Tékkum — þess vegna hvarf vonin um OL í Moskvu. Lykilleikmenn hafa alveg brugðizt hér á Spáni. Axel Axelsson hefur ekki náð sér á strik, hefur verið í flensu. Þá hefur það mun- að miklu að Páll Björgvinsson er aðeins skugginn af sjálfum sér. En gegn Spánverjum var það sóknin sem brást. Ekki einleikið hvað íslenzku leikmönnunum voru mislagðar hendur í upplögðum færum. Bjarni Guðmundsson til að mynda komst tvívegis upp, aleinn upp í hraðaupphlaupi, en í bæði skiptin varði Paca Aga frá honum. Svona mætti fara í gegn um islenzka liðið — leikmenn nýttu ekki færin. Viggó Sigurðsson varð markhæstur íslenzku leikmannanna og hann hefur vakið mikla athygli hér á Spáni fyrir snjalla leiki, skoraði 7 mörk, 3 viti. Axel Axelsson 2, Þorbjörn Guðmunds- son, nafni hans Jensson, Steindór Gunnarsson, Bjarni Guðmundsson, Páll Björgvinsson og Ölafur Jónsson 1 mark hver. Dómarar voru danskir, Bodil og Hjule og þeir dæmdu mikið, ráku 5 úr hvoru liði af velli. En dómgæzla þeirra bitnaði á hvorugu liði þó áhorfendur létu óspart í lós óánægju sína þegar dæmt var á spánska liðið. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Gæfan er hverful i knattspyrnu. Það fengu leikmenn Nottingham Forest að reyna í gærkvöld á City Ground í Nott- ingham er þeir mættu Arsenal í FA- bikarnum á Englandi. Forest sótti og sótti, hafði hreint ótrúlega yfirburði og yfirspilaði Arsenal langtímum saman. En inn vildi knötturinn ekki, frábær leikur Pat Jennings í mark Arscnal sá um það og heppnin. Gary Birtles skaut í þverslá af 3 metra færi, þegar auð- veldara hefði verið að skora. Leikmenn Forest áttu skot í stöng, þeir gerðu allt nema að skora og 12 mínútum fyrir leikslok gerðist svo hið óvænta. Arsenal fékk aukaspyrnu skammt fyrir utan vítateig Forest, vafasöm aukaspyrna. Liam Brady tók spyrnuna, sendi beint á kollinn á Frank Stapelton, sem skallaði knöttinn í netið fram hjá Peter Shilton, markverði Forest, 0—1, og áhangendur Forest trúðu vart sínum eigin augum. Forest hafði haft slíka yfirburði. Og sóknir Forest urðu ör- væntingarfullar siðustu minúturnar og' ekki tókst að finna leiðina framhjá Pat Jennings. Fyrsti ósigur í City Ground í Nottingham síðan í spríl 1977, tæp tvö, ár og þá lék Forest i 2. deild! Slíkt var afrek Arsenal að leggja meistara Forest að velli í Nottingham. En áður en við höldum lengra skulum við líta á úrslit leikja í bikar- keppninni: Leeds — WBA 3—3 Oldham — Leicester 3—1 Sunderland — Burnley 0—3 ÓlafurH. Jónsson nú leikjahæstur — hefur leikið 119 landsleiki Ólafur H. Jónsson lék sinn 119. iandsleik fyrir ísland i gærkvöld í Barcelona gegn Spánverjum. Þar með hefur Ólafur H. Jónsson leikið flesta landsleiki fyrir ísland — einum leik meir en Geir Hallsteinsson er leikið hefur 118 landsleiki. Svíar í neðsta sæti Hallur Símonarson í Barcelona: Tékkar sigruðu Hollendinga örugg- lega í milliriðli hér á Spáni í gærkvöld, 23—14. Öruggur sigur Tékka er höfðu öll ráð Hollendinga í hendi sér og gátu nánast leyft sér allt. Staðan í milliriðlinum hér í Barce- lona er nú: Spánn 2 2 0 0 38—29 4 Tékkóslóvakía 2 1 1 0 35—26 3 ísland 2 0 1 1 27—31 1 Holland 2 0 0 2 28—43 0 Þá urðu úrslit í hinum milliriðlinum þau að Ungverjar sigruðu Svia örugg- lega, 28—23 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 13—11. Búlgarir komu á óvart með að vinna öruggan sigur á Sviss, 19—15. Öll iiðin hafa nú 2 stig og er baráttan gífurlega hörð. Staðan er nú: Ungverjaland 2 1 0 1 45—42 2 Búlgaría 2 10 1 34—31 2 Sviss 2 1 0 1 34—36 2 Svíþjóð 2 1 0 1 39—43 2 Ipswich — Bristol Rovers 6—1 Nottm. Forest — Arsenal 0—1 Crystal Palace— Wolves 0—1 Shrewsbury — Aldershot 3—1 2. deild. Luton — West Ham 1—4 4. deild. Reading — Hartlepool 3—1 Stockport — Scunthorpe 0—2 Bikarmeistarar Ipswich sýndu stór- leik á Portman Road í Ipswich gegn 2. deildarliði Bristol Rovers, yfirspiluðu Bristol liðið. Alan Brazil skoraði tví- vegis og Mick Mills bætti við þriðja markinu fyrir leikhlé. Arnold Muhren, Hollendingurinn í liði Ipswich, bætti við fjórða marki Ipswich, stórglæsilegt mark en Muhren lék á fimm varnar- menn áður en hann sendi knöttinn t netið. Fimmta mark Ipswich skoraði David Geddis og Paul Mariner skoraði sjötta mark Ipswich. Skömmu fyrir leikslok svaráði Steve White fyrir Rovers, 6—1. Þessi leikur, ásamt viðureign Arsenal og Forést, var í 5. umferð. WBA og Leeds mættust í 4. umferð á The Hawthorns í West Bromwich, út- borg Birmingham. Á laugardag sigraði Leeds 2—1 í deildinni, en í gærkvöld skildu liðin jöfn, 3—3. Hörkuleikur, geysilegur hraði og það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum að Leeds tryggði sér jafnteflið — skoraði tvö mörk á síð- ustu sjö mínútunum. Laurie Cunning- ham náði forustu fyrir WBA á 30. mín- útu en Frankie Gray jafpaði fyrir Leeds á 50. mínútu. WBA skoraði síðan tvö mörk á tveimur mínútum og virtist stefna í sigur. Ally Brown og síðan Cyr- ille Regis með stórglæsilegum skalla, 3—1 og tæpur hálftími til leiksloka. Og mínúturnar tifuðu hver af annarri. WBA virtist stefna í öruggan sigur, en á 83. mínútu minnkaði Arthuer Graham muninn í 3—2 og tveimur minútum fyrir leikslok jafnaði Carl Harris, út- herji Leeds, 3—3 — og Iiðin verða að mætast aftur á The Hawthorns þar sem Leeds er í banni í Bikarnum á heima- velli vegna óláta er urðu á síðasta keppnistímabili. Þessi viðureign var í 4. umferð. Einnig í 4. umferð var viðureign Sunderland og Burnley. Burnley fékk óskastart, komst strax í 2—0 með mörkum Fletcher og Ingham. Steve Kindon tryggði Burnléy síðan öruggan sigur með marki í síðari hálfleik. Old- ham vann öruggan sigur á Leicester í 4. umferð i Oldham, 3—1. Alan Young skoraði þrennu fyrir Oldham en eina mark Leicester skoraði Henderson. í 5.umferð sigraði Shrewsbury lið Aldershot 3—1 eftir framlengdan leik og í Lundúnum mættu Úlfarnir liði Crystal Palace og Úlfarnir unnu, 1—0, Patching skoraði þegar í upphafi. Þriðja 2. deildarliðið, sem Úlfarnir sigra og í öllum tilvikum hafa Úlfarnir leikið fyrst á útivelli. Brighton, New- castle og í gærkvöld Crystal Palace. í gærkvöld var síðan dregið í 6. um- ferð. Leeds/WBA—Arsenal Wolves—Shrewsbury Oldham/Tottenham—Manch. Utd. Ipswich—Liverpool/Burnley Frank Stapelton — mark hans á City Ground kom Arscnal í 8-liða úrslit. CELTIC SIGRAÐI BERWICH 3-0 — og mætir Aberdeen í næstu umferd Celtic lék sinn annan leik i tvo mán- uði í gærkvöld er Glasgowrisinn mætti Berwich Rangers í Glasgow. Öruggur sigur Celtic, 3—0 í 4. umferð skozka bikarsins og í næstu umferö — 8 liða úrslitum mætir Celtic Aberdeen á úti- velli. Rangers sigraði Kilmarnock 1—0 eftir að liðin skildu jöfn, 1 — 1 á Ibrox í síðustu viku. Rangers mætir annað hvort Dundee eða St. Mirren - liðinu í úrvalsdeildinni skozku. efsta St. Mirren sigraði Dundee United 2—0 í Dundee í gærkvöld og mætir ná- grönnum United, Dundee er lengst af hefur verið frægara og sterkara lið en United — féll hins vegar í 1. deild fyrir þremur árum og hefur ekki tekizt að endurheimta sæti sitt i úrvalsdeildinni. Þá sigraði Morton St. Johnstone 4— 2 á Skotlandi. Gagnl<v0emt fíaust Sparilánakerfi Lands- bankans hefurfrá byrjun árið 1972, byggst á gagn- kvæmu trausti bankans og viðskiptavinarins. Ef þú temur þér reglu- semi í viðskiptum, sýnir Landsbankinn þér traust. Landsbankinn biður hvorki um ábyrgðarmenn né fasteignarveð. Einu skilyrðin eru reglu- jundinn sparnaður, eglusemi í viðskiptum, — og undirskrift þín og naka þíns. iiðjið Landsbankann im bæklinginn im sparilánakerfið. Sparifjársöfhun tengd réttí til lár Sparnaður þinn eftir 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði Mánaðarleg innborgun hámarksupphæö 25.000 25.000 25.000 Sparnaður í lok tímabils 300.000 450.000 600.000 Landsbankinn lánar þér 300.000 675.000 1.200.000 Ráðstöfunarfé þitt 1) 627.876 1.188.871 1.912.618 Mánaöarleg endurgreiðsla 28.368 32.598 39.122 Þú endurgreiðir Landsbankanum á 12mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán-trygging í jramtíð Forest sótti og sótti en Arsenal skoraði! — Arsenal sigraði Nottingham Forest á City Ground, 1-0 — Bikarmeistarar Ipswich skoruðu sex og WBA og Leeds deildu sex á The Hawthorns

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.