Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.02.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 27.02.1979, Qupperneq 15
í :f 1 LJOSMVNDIR BJARNLEIFUR DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR „Það verður æ mikilvægara fyrir mig að allur leikhópurinn vinni saman að finna — og túlka — kjarna verksins.” Stefán stendur til vinstri, en í kringum hann sýningarstjóri og leikarar úr Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson. Sumir halda því fram, að leikstjóri sé ekki annað en tæknilegur skipu- leggjari, aðallega í því að ákveða, hvort leikarinn eigi að koma inn á sviðið um aftari dyr til hægri eða fremri dyr til vinstri. Það er brot af 'starfi hans að vísu, en ekki nema brot. Því hann þarf auk þess að vera myndlistarmaður, sem mótar leikinn myndrænt, tónlistarmaður, sem formar hrynjandi og hraða, bók- menntafræðingur, sem kemur kjarna verksins til skiia og sálfræðingur, sem laðar allt það besta fram úr leik- aranum. ,,Já, þetta er geysilega spennandi starf,” segir Stefán Baldursson, ,,og makalaus forréttindi að geta verið i svona vinnu.” Gef mér smók Þegar hann er spurður, hvaða leik- sýning af þeim sem hann hefur séð á ævinni hafi haft dýpst áhrif á hann segir hann strax: „Skugga-Sveinn, sem ég sá í Þjóðleikhúsinu með Jóni Aðils, þegar ég var sex ára. Mig dreymdi gamla útilegumanninn í margar nætur á eftir. Og svo Snæ- drottningin, sem mér fannst ævin- týraleg sýning.” Þegar konan hans, Þórunn Sigurð- ardóttir, sem einnig vinnur mikið í leikhúsi, átti að setja upp Snædrottn- inguna í Kópavogi í fyrra, fór hann að skoða myndir af tjöldunum í þessu draumaverki — og skildi ekkert, af hverju hann hafði orðið svona hrifinn! En himinn bernskunn- ar er alltaf svo blár og heiður. ,,Ég ætlaði jafnvel að verða leik- ari,” heldur Stefán áfram, „gekk á leikskóla hjá Ævari Kvaran og fékk statistahlutverk í Hamlet. En þá rann upp fyrir mér, að á leiksviðinu var Leikarar sem hafa unnið mcð Stefáni segja það sé mjög skemmti- legt. Þóra Friðriksdóttir, sem við hittum niðri í Viði í Austurstræti, þar sem hún var að kaupa í matinn (því það þurfa leikkonur líka að gera) vann með honum í „Liðin tíð" eftir Harold Pinter. „Hann er svo vand- virkur og Ijúfur í skapi, þá sjaldan hann reiðist sést það hvergi nema á eyrunum á honum — þau roðna. Þegar ég var að byrja voru flestir leikstjórar — nema Indriði Waage — eins og goð á stalli eða skipstjórar i brú — algjörir einræðisherrar. Þetta :r mikið að breytast og Stefán talar mikið við sína leikara og er annt um að allir verði sammála um, hvernig túlka beri verkið.” Aðrir leikarar segja, að Stefán sé mjög næmur fyrir því, hvað þeir eru að reyna að gera og styðji þá vel. Sjálfur segir hann, að það skipti gífurlega miklu máli, að leikhópur standi heils hugar saman að því að túlka verk og hafi sömu viðhorf til lífsins og listarinnar. „Þetta rann svo greinilega upp fyrir mér, þegar ég leikstýrði popp- leiknum Óla (ásamt Pétri Einars- syni), sem við sömdum saman nokkr- ir ungir leikarar og hljómsveitarmenn árið 1970. Við vorum að reyna að búa til verk um það, hvað skóli, fjöl- miðlar og aðrir áhrifavaldar í nútíma þjóðfélagi móta fólk geysilega mikið. Okkur finnst við séum sjálfstæð en í rauninni erum við oftast að gera það, sem við HÖLDUM AÐ VIÐ EIGUM AÐ GERA. Óli var ágætt verk, og allt sem þar var sagt gæti eins átt við í dag, (nema verðið á kóki, sem þá kostaði ekki nema sjö krónur lítil flaska). En til að geta samið það þurftum við að hugsa svo mikið um þjóðfélagið, að margir breyttu ai- gjörlega lífsviðhorfum sínum. Hjónabönd þátttakendanna leystust upp og þeir giftust einhverjum nýjum og að minnsta kosti einn leikarinn, sem hafði engan áhuga fyrir þjóð- ,,í Skugga-Sveini til dæmis,” segir Stefán, „þá skiptir miklu máli, hvort leikararnir hafa meiri samúð með úti- legumönnunum eða yfirvöldunum. Og hvernig vilja þeir sýna konur? Eru þær hæstánægðar með blævængina sína að-bíða eftir þeim eina rétta eða getum við sett spurningamerki við stöðu þeirra.” í öskubusku, barnaleikriti, sem Stefán setti upp við Þjóðleikhúsið í fyrra urðu allir sammála um, að Öskubuska ætti ef til vill aðra val- kosti en prinsinn. Þórarinn Eldjárn var fenginn til að yrkja texta, þar sem Öskubuska spyr sjálfa sig: Er það þetta sem ég vil? — „Er það isköld höllin, auðurinn og völdin . . .?” Af æfingu á nýju verki í Þjóðleik- húsinu, Slundarfriði, eftir Guðmund Steinsson. Guðrún Gisladóttir hjúfrar sig fyrir framan sjónvarpið (Martini-kassann), en fyrir aftan hana eru Sigurður Sigurjónsson, Þor- steinn Ö. Stephensen og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. DB-myndir: Bjarnleifur. málum, þegar hann byrjaði, er í dag skeleggur formaður í stjórnmálafé- lagi. Og þarna tók ég saman við konuna mína,” segir Stefán og lítur brosandi á Þórunni sína. „Er það þetta sem ég vil?" „Ég finn alltaf betur og betur,” heldur Stefán áfram, „hvað forvinn- an er þýðingarmikil. Að leikhópurinn komi sér í sameiningu niður á það, hvað sé verið að segja með leikritinu oc hvcrnie megi tjá þaðscm bcst.” Því sú stefna í lýðræðisátt, sem verður æ sterkari í leikhúsinu og birt- ist meðal annars i mikilli bylgju al leikhópum, er ekki síst fólgin í því, að leikarar vilja nú miklu frernur en áður koma eigin reynslu og lífs- skoðun til skila. Þeir vilja ekki bara vera glitrandi stjörnur, sem túlka ein- hverjablekkingu. ekki neitt yfirnáttúrlegt að gerast, heldur voru allir fyrst og fremst í hörkuvinnu. Það hrapaði eitthvað í hjartanu á mér, þegar ég sá leikara stiga upp af banabeði, eftir tilþrifa- mikið dauðastríð, og biðja um smók! Nú hefur einhver gert vel! En þótt ég missti eiginlega áhugann fyrir að verða leikari, þá fór mig að langa til að móta þessa heild á sviðinu og skellti mér i leikstjóranám til Stokkhólms (því ég var svo hrifinn af Ingmar Bergman) — með sálfræði til vara.” Einn stendur utan við Þannig má endalaust leika sér með hverja einustu sýningu. Við tölum um Silfurtúnglið, því það er cnn í fersku minni. „Þar var valin sú leið að lcggja aðaláherslu á að sýna glys popp- heimsins með allri þeirri tækni, sem sjónvarpið hefur yfir að ráða. Það hefði líka verið hægt að sýna það svo til tjaldalaust og láta dapurleika hins yfirborðslega skemmtanaheims birt- ast í tilfinningarikum leik persón- anna. Með góðum leikurum er allt hægt.” En þegar leikhópurinn eftir miklar rökræður er orðinn sammála um, hvað beri að leggja mesta áhcrslu á, þá þarf einn maður að standa utan við og móta heildarblæinn — og það er leikstjórinn. IHH. 1979. AR Stefán Baldursson útskrifaðist frá Stokkhólmsháskóla 1971 i leikhús- og kvikmyndafræðum. Árið áður hafði hann leikstýrt popp-leiknum Óla ásamt Pétri Einarssyni, en 1. verkefni hans eftir próf var Fótatak eftir Nínu Björk Árna- dóttur hjá LR og Elliheimilið eftir Anderson og Bratt hjá Þjóðleikhúsinu. Síðan hefur hann leikstýrt inörgum verkum, m.a. Liðin tið eftir Harold Pinter og Kertalog eftir Jökul Jakobsson. Á síðasta ári leikstýrði hann Póker eftir Björn Bjarman fyrir sjónvarpið, Túskildingsóperunni eftir Brecht í MH(ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur), Grænjöxlum (hóp- vinnuverki um árekstra milli foreldra og unglinga), Öskubusku i Þjóðleikhúsinu og Við borgum ekki, gamanleik eftir Dario Fó í Alþýðuleikhúsinu. Þessa dagana er hann að vinna að nýju verki eftir Guðmund Steinsson, Stundarfriði, er frumsýnt 'erður í Þjóðleik- húsinu í lok mars. EINN STENDUR UTAN VID — rætt við Stefán Baldursson leikstjóra, sem hlaut Menningarverðlaun DB fyrir leiklist Enginn einræðisherra Baldursson). 15

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.