Dagblaðið - 12.03.1979, Page 2

Dagblaðið - 12.03.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. 2 Raddir lesenda snora LITSJONVARPSTÆKI Á VERÐISEM Á SÉR EKKIHLIÐSTÆDU 22" Kr- 388000 1 Engir | 26" Kr- 421500 Staðgr. kr. 372.000 miUiiiðir Staðgr. kr. 405.000 silora 1. In Line High Bright Black Strip R.C.A. myndlampi. 2. Kalt kerfi. 3. Aðeins 8 einingar. 4. Spennuskynjari. 5. Touch Control — snertirása skiptari. 6. Stór hátalari music center og hljóðút- gangur með 2 tónstillum. 7. Ekta viðarkassi með ekta viðarspæni í palesander — hnotu — eða — tekki sem tryggir frábær tóngæði ogfallegt útlit. Tækin koma í gámum beint frá framieiðanda SJÓNVARPSVIRKINN ARNARBAKKA2 SÍMAR 71640 og 71745 Bakka- bræður þegja Torgsvinur skrifar: Þann 15. júní sl. birtist grein eftir mig í Dagblaðinu þar sem ég gagn- rýndi harðlega hina nýju smjörhús- byggingu á Lækjartorgi. Ég gat þess til að afturgengnir Bakkabræður hefðu komið hér við sögu um staðar- val. Vitsmunir þeirra endurspeglast glöggt i þeim sauðheimskulegu vinnubrögðum að byggja stórhýsi þvert fyrir mestu umferðaræð miðborgarinnar — Hafnarstræti og Hverfisgötu —. Þó svigrúm sé til að beygja þarna af beinni braut fyrir húshorn verður staðarval þessarar byggingar smánarblettur á skipulagi miðborgar svo lengi sem það stendur. Síðan áðurnefnd grein birtist hafa Bakkabræður steinþagað, sem skiljanlegt er, því ekki munu þeir hafa aðgang að fjölmiðlum. Það er einnig skiljanlegt að húsbyggjendur hafi líka þagað eins og steinar. Þeir munu nú loks skammast sín fyrir þau spjöll sem þeir valda með þessari umferðartálmun sinni, og vilja þegja málið i hel. Þegar litið er niðureftir Hverfis- götu frá Ingólfsstræti blasir við að þetta hús stendur þvert yfir stefnu hennar og skildu menn veita því athygli. Þó Bakkabræður-Gísli, Eiríkur og Helgi-mættu mæla mundu þeir enga afsökun geta fært fram sem réttlætti þau spjöll sem þetta nýja hús leiðir í Ijós. Þverstíflu yfir Hafnarstræti og Hverfisgötu verður aldrei mögulegt að réttlæta. Ég legg til að þetta bús verði framvegis kallað Bakkabræðra- musterið. Eignakönnun og sparifé almennings Aldraður maður skrifar: Farið er að ræða um eignakönnun á Alþingi. Ungu mennirnir sem þar sitja nú virðast ekki vita hve mikið glappaskot og skelfilegar afleiðingar sú ákvörðun var á sinni tíð þegar hin illræmda eignakönnun var boðuð árið 1947. Þá munu nokkrir af þessum ungu alþingismönnum hafa verið drenghnokkar á aldrinum 5— lOára. Má segja að þá hafi þeim ráð- deildarsömu sem lögðu sparifé sitt í banka verið hegnt en eyðsluklærnar þurftu engu að kvíða. Ég hefi álitið, að fyrri tíma gráleikur hefði orðið víti til varnaðar. Enn eru á Alþingi aldraðir menn sem muna þá tíð þegar almenningur streymdi i bankana, tók út sparifé sitt og fór síðan beint í verzlanir. Þá var sannarlega blómatími hjá þeim sem áttu verzlunarfyrirtæki. Ef þeir gömlu á þingi minnast þessara tíma í þjóð- lífinu og ætla að styðja umtalaða könnun nú hljóta þeir að vera orðnir í meira lagi kalkaðir. Almenningur áleit að bönkunum væri treystandi til þess að varðveita sparifé, en flestir eru þannig gerðir að þeir vilja eiga peningaeign sína í friði án hnýsni. Traustið á bönkunum brast þegar eignakönnunin átti sér stað og segja mætti mér að enn væri ekki gróið þar um heilt. En allir hugsandi menn vita það t.d. að undirstaða atvinnuveganna er sparifé landsmanna. Þeim ber því sannar- lega að vernda það sem geymt er án 'þess að um það sé njósnað. Margur er sá maðurinn sem finnst hann hafa fast undir fótum ef hann á smávegis upphæð í sparisjóðsbók, jafnvel á verðbólgutímum. Þá er m.a. hugsað til elliáranna. Og ég hefi verið alinn upp við það að fara vel með sem kallað var. Gert mér það að reglu alla tíð ef ég hefi átt afgang af mánaðarpeningum mínum að leggja þá í sparisjóðsbók mína. Og nú rifja ég upp æðið sem greip um sig meðal almennings í eigna- könnuninni árið 1947 og ég varð reynslunni ríkari. Ef þessi gráleikur yfirvalda verður að veruleika á ný mun ég taka til minna ráða. Það er hægt að ávaxta sparifé á fleiri stöðum en í bönkum. Það var fjölmennt á aðalfundi NLFR. Nafn ritstjóra Dagblaðsins notað f leyf isleysi Náttúrulækningafélag Reykjavíkur, c/o framkvæmdastjórinn, Laugavegi 20 b, Reykjavík. Á aðalfundi NLFR tók ég eftir því, að i algeru leyftsleyft var nafn, sem gat verið mitt, á miðum, er dreift var í anddyrinu. í framhaldi af fundinum var mér sagt, að nafn mitt yrði sett á prentaðan kjörseðil í fulitrúaráðs- kosningum á framhaldsaðalfundi. Bað ég Egil Ferdinandsson, sem flutti mér þessa fregn, koma þeim skilaboðum til stjórnarformanns NLFR, að ég yrði ekki í neinum kringumstæðum í slíku framboði. Þrem dögum síðar hringdi Marinó Stefánsson, stjórnarformaður NLFR, til mín og sagði, að skilaboð þessi hefðu borizt of seint. Kvaðst ég þá mundu mótmæla þessari endur- tekinni misnotkun á nafni mínu að mér forspurðum. Geri ég það hér með þessu bréfi. Jónas Kristjánsson Afrit af bréfi þessu eru send Dag- blaðinu og Vísi vegna villandi um- mæla í lesendabréfum um aðild mína að flokkadráttum í NLFR. Vísa ég til leiðara í Dagblaðinu 7. marz, þar sem kemur fram, að ég hef ekki dálæti á neinum fylkingum í þessu félagi. JK. Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við' skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.