Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. 3 Ólafur Þorláksson skrifar: Steindór Guðmundsson Stokkseyri sendir undirrituðum smákveðju i Dagblaðinu þ. 30. jan. sem svar við greinarkorni, sem kom eftir mig í sama blaði 8. des. siðastliðinn, um brú yl'ir Ölfusárós. Þar sem ekki hafa komið fram nein haldbær rök fyrir því að brúarhug- mynd þessi eigi að hafa forgang fyrir öðrum þarfari (að ég tel) vegafrant- kvæmdum, bjóst ég við að eitthvað nýtt kæmi fram þar að lútandi, sem rökræða mætti i grein Steindórs. Hn það var siður en svo. Þess í stað virðist Steindór hafa lesið grein mína 8.12. allhressilega ,,á ntilli lin- anna”. í svargrein sinni gerir Sleindór lítið til að rökræða málið, en gerir mér þess í stað upp orð og hugsanir eða misskilur orð min á hinn herfilegasta máta, svo að ntanni gæti helst dottið i hug að höfundur greinar Steindórs væri taugaveikluð eða móðgunargjörn kona. Hg hefi haft samúð með Eyrbekk- ingum og Stokkseyringum vegna slæmra vega að Selfossi og talið að bættar samgöngur þangað ættu t.d. að hafa forgang fyrir brúargerðinni. En nú upplýsir Steindór að þeir séu að fá veg þangað með varanlegu slit- lagi innan tiðar,svo nú er það ntál úr sögunni. Ein aðalröksemdin fyrir brúargerð þarna yfir ósinn hefur verið að þorpin við sjóinn væru ein atvinnuleg heild eins og þeir kalla það brúar- sinnar. í mörgum blaðaviðtölum og blaðagreinum hafa þeir brúarsinnar sagt berum orðum að brú þarna þýddi líf eða dauða fyrir þessi þorp. Flestir munu hafa skilið þessi ummæli á þann veg (og þannig skildi undirritaður þau) að atvinnuhorfur væru þarna svo slæmar að helst væri fyrir þorpsbúa að leita eftir atvinnu í Þorlákshöfn. En nú ber Steindór þetta alll til baka og segir alvinnu- ástand þarna i besta lagi og er það sannarlcga gott. Þess vegna hefi ég verið að hvetja íbúa þessara þorpa til að treysta fremur á sjálfa sig í atvinnumálum en aðra, svo nú eru þessi rök fyrir brúargerð úr sögunni. Um sparnað i fiskflutningum er það að segja, að ansi er ég hræddur um að 15—20 milljóna sparnaður verði litill hluti af vaxtakostnaði brúargerðarinnar. Steindór telur Ölfusárbrú ntuni verða öryggisleið þegar stóri jarð- skjálftinn kemur. Þetta mun vera það jákvæðasta sem komið hefur fram í þessu máli. En spurningin er aðeins hvar veikasti hlekkurinn er i þeim málum. Eru ekki öll okkar dýrustu mannvirki einmitt staðsett á versta cldgosa- og jarðskjálftasvæði landsins, svo sem raforkuverin og raflinurnar o.fl. o.fl.? Ég held að minnsta kosti að hvorugur okkar geti svarað þeirri spurningu. Brúarsinnar vilja hefja fram- kvæmdir við brúna sem allra fyrsl og Steindór segist treysta verkfræðing- um vegagerðar til að leysa allan vanda við byggingu hennar. Þvi miður hafa verkfræðingum orðið á mörg og dýr mistök og oft vegna ónógs undirbúnings og þekkingar- skorts á verkefninu. Þess vegna hefði ég talið rétt að biða enn um stund og kynnast betur hegðun árinnar og sinna á meðan meira aðkallandi verk- efnum í vegagerð, t.d. koma mörgum niðurgröfnum vegum upp úr snjó leggja varanlegt slitlag á fjölfarna vegi o.s.frv. og sjá hvernig Borgar- fjarðarbrúin stendur sig. Steindór telur mig hafa haldið þvi fram i grein minni frá 8. 12. að Eyrbekkingar og Stokkseyringar eigi að standa undir kostnaði við brúar- gerðina. Þetta veistu nú vel að er hreinn útúrsnúningur, Steindór minn. Eins og þú getur séð, ef þú átt grein mina frá 8.12., er þessi tala, sem ég nefndi um hinn hrikalega vaxtakostnað af brúargerðinni, að atvinnutekjur fólks þarna i þorpunum myndu vart nægja fyrir vöxtunum af verkinu, aðeins suðrænar þjóðir. Og, ef ég man rétt, litu Eyrbekkingar og Stokkseyringar hvorir aðra nteð stakri fyrirlitningu hér fyrr meir. Steindór býður fram hjálp sina og annarra þorpsbúa til að nýta hlunn- indi jarðarinnar sem ég bý á. Það vill nú svo til að bæði Stokkseyringar og Eyrbekkingar hafa á siðastliðnum árum hjálpað landeigendum hér til að nýta hlunnindi þessara jarða. Ákjósanlegri samvinnu get ég vart hugsað mér en samvinnu þessara ntanna (enda hafa þeir malað land- eigendum mikið fé á þessum áruni). Og ef þú, Steindór, getur senl okkur marga slika er það að sjálfsögðu þegið með þökkum. Steindór lýkur grein sinni nteð pinulitilli illgirni, eigingjörn sjónar- mið standi að baki þvi, að ég er á möti brúargerð þarna að svo stöddu. Þama er enn einn misskilningurinn hjá honum. Hafi hann áhyggjur af tckjurýrnun hjá bændum vestan ár i sambandi við brúargerð, ætti hann bara að kynna sér 67. gr. stjórnar- skrárinnar. Aldrei hefir mér komið i hug að brúin stöðvaði sandburð fram úr ánni eða laxagöngu upp i hana. Þá er ég nú hræddur um að færi að hcyrast hátt i öðrum en mér. En hvern fjandann meinar þá maðurinn með að vera á móti brúnni, ef liann tapar ekki á byggingu hennar heldur kannski græðir á öllu saman, niuntu þá náttúrlega spyrja. Ég vil svara í hreinskilni. Eg er vcnjulegur skattþegn og opinberir aðilar taka 70—80% af tekjum minum i alls konar tollum og sköttum eins og af öðrum lands- mönnum. Þetta fé vil ég einfaldlega láta renna þangað sem það kcmur þjóðfélaginu að mestum notuni, t.d. i betra vegakerfi. En ekki að það sé jafnvel notað sem agn, af pólitiskum sprellikörlum til atkvæðaveiða. Að lokum; ég þakka þér tilskrifið, Steindór. Og ef þú skyldir sjá þcssar linur, skaltu nú ekki lesa þær cins og fjandinn les faðirvorið. Þú skalt lcsa linurnar sjálfar en ekki á ntilli þcirra. HOOVER MEÐ 1000 W MOTOR, ELEKTRÓNÍSK SOGSTILLING! íhvert sinti sem þú notar “HOOVER CONGO" verðurþér Ijósar, hve valþitt á ryhsugu var rétt. Hún er falleg og hefuralla þákosti sem ryksugu má prýða. Sjálfvirkt snúruinndrag. Gefur merki þegar skipta þarf um poka. Stór hjól og m. m.fl. Auk þess býr “CONGO“ yfir nokkrum sérstökum kostum sem ekki finnast samankomnir hjá neinni annarri ryksugu á sambœrilegu verði. I fyrsta lagi er sogstyrknum stjórnað elektrónískt, svo hcefir hvort sem er þykkasta teppi eða viðkvœmasta lampaskermi. í öðru lagi er “CONGO“ búin sérstakri “HOOVER-pokalosunþú þarft aldrei að snerta fullan pokann við tœmingu, hreinlegt ogþœgilegt. íþriðja lagifylgir “HOOVER-tœkjáberinn“, hann er settur ofan á ryksuguna svo öll hjálpartceki séu við hendina meðan unnið er. Hann má svo hengja upp í skáp. HOOVER er heimilishjálp FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Með „HOOVER CONGO“ getur þú samtímis unttið erfiðustu verkin jafnt og þau viðkvcemustu, eins og t.d. að hreinsa viðkvceman lampa- skerm. Þú ákveður sogstyrk- inn með þvt að stilla hnapp- inn sem stýrir mótornum elektrónískt. H SENDUM BÆKLINGA viðmiðun til að sýna fram á hve verkið er óarðbært cins og sakir standa. Af söniu rótunt held ég það sé hjá þér, Steindór.að þú klifar á því að ég kalli Eyrbekkinga og Stokkseyringa tartara og betlilýð. Ég hygg að þú teljir grein þina verða eitthvað áhrifa- meiri með svona blekkingum. En til þcss arna gripa menn oft þegar þeir l'ara að verja vondan málslað og skortir rök. Orðrétt sagði ég í grein niinni frá 8. des.: „Væru þcir þá likl settir og Arabar, Tyrkir og Tartarar i iðnaðarlöndum Evrópu þar sem þeir leita að vinnu o.s.frv.” Þið brúar- sinnar voruð nefnilega búnir að skrökva að þjóðinni (eins og kemur fram i grein þinni), að atvinnuhorfur væru mjög slæmar hjá ykkur. Af þvi var dregin sú ályktun, að áhugi ykkar fyrir brúargerð væri sprottinn af þörf til að sækja vinnu í Þorlákshöfn. En eins og þú vcist er aðkomufólk viða litið hornáuga, konti það i vinnu. T.d. er sagt að Sviar liti mjög niður á íslendinga, Þjóðverjar líta niður á Hefurðu trú á skoðanakönnunum Dagblaðsins? Ásgeir Bragason, nemi i Háskóla ís- lands: Mér fannst tölurnar í siðustu skoðanakönnun ótrúlegar en ég rengi samt ekki niðurstöðurnar. Ég Itcld þó að traustari niðurstöður fáist með þjóðskrárúrtaki. Trausti Valdimarsson, nemi i Háskóla íslands: Samkvæmt fyrri reynslu ætti eillhvað að vera að marka þetta. Þó var "" ó-' n'i'-Anr m»A r>iAi<rstÖðÚmar I siðustu sKoðanakon.tim. Þórir V. Þorsson, nemi í Háskóla ís- lands: Það er að marka þetta þó að úr- takið sé of lítið. Mér fannst Sjálf- stæðisflokkurinn fá allt of mikið. Ég var mjög hissa á þvi vegna þess að hann hefur ekki sýnt neina stjórnarand- stöðu. Þorkell Sigurðsson, nemi í Háskóla Íslands: Ég hef enga trú á þessunt skoðanakönnununt Dagblaðsins. Þær bitna helzt á húsmæðrum. Þór Erlingsson offselprenlari: Já, ég hef það að vissu marki. Skoðanakann- anirnar gefa hugmynd en ég skal ekki segja hvort þær eru alveg marktækar. Halla Sigurðardóttir, vinnur hjá lampagerð: Já.éghefþað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.