Dagblaðið - 12.03.1979, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 12. MARZ 1979.
Alvarleg líkamsárás
Alvarleg likamsárás var framin í
húsi við Miklubraui á fösludags-
kvöld. Ungur maður 22 ára að aldri,
veitti miðaldra manni mikla áverka á
hálsi og í andliti en maðurinn er þó úr
allri lífshættu nú og líður eftir at-
vikum sæmilega.
Málsatvik voru þau að sögn Erlu
Jónsdóttur deildarstjóra hjá Rann-
sóknarlögreglu rikisins, að ungi
maðurinn kom í húsið um kvöldið,
en þar á hann eitt herbergi, sem hann
leigir eldri manninum. Ungi maður-
inn krafðist peninga af leigjandan-
um, en misklið varð og átök.
Aðrir ibúar hússins tilkynntu lög-
reglu um hávaða kl. 21.37 og þegar
lögreglan kom á staðinn lá eldri mað-
urinn í blóði sínu á gólfinu, en hinn
sat hjá alblóðugur. Hafði ungi
maðurinn veitt leigjandanum alvar-
lega áverka á hálsi og i andliti.
Greinileg merki voru um átökin og
húsgögn á víð og dreif.
— herbergiseigandi réðst
á leigjanda sinn
Herbergiseigandinn mun áður hafa
stolið 240 þúsundum króna frá leigj-
andanum.
Ungi maðurinn var úrskurðaður i
gæzluvarðhald til 28. rnarz nk. cn
yfirheyrslur yfir honum stóðu nú yfir
helgina.
-JH.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla3 Reykjavik Simi 38900
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
Kastaðist á staur
— eftir árekstur við annan bfl
Á áttunda tímanum á laugardags-
morgun varð árekstur tveggja bíla á
Hringbraut við mót Laufásvegar.
l.and Rover og Volkswagen Golf
voru báðir á leið vestur Hringbraut
cn rákust saman og minni billinn
kastaðist á Ijósastaur.. Ökumaður
Volkswagen bilsins slasaðist og var
fluttur á slysadeild. Minni billinn er
mikið skemmdur og staurinn
brotnaði.
-JH
Rúðubrot
og
opin hurð
Tvö rúðubrot í verzlunum voru til-
kynnt lögreglunni i Reykjavik um helg-
ina. Aðfaranótt laugardags var rúða
brotin i verzluninni Rimu i Austur-
stræti og stuttu siðar var tilkynnt um
rúðubrot í hljómplötuverzluninni
Stereo í Hafnarstræti 5. Á hvorugum
staðnum var farið inn.
Þá urðu lögreglumenn á göngu þessa
sömu nótt varir við það að hurð að
Miðbæjarmarkaðnum í Aðalstræti var
opin. Enginn hafði þó freistazt til að
fara inn, heldur hafði gleymzt að loka.
-JH.
Tveimur bifreiðum
í
<
Til afgreiðslu strax
stolið
Bifreið af gerðinni Ford Comet var
stolið frá bifreiðastæði við Sundhöllina
á Barónstig, aðfaranótt sunnudags.
Bifreiðin fannst skömmu síðar á Flóka-
Þyrstir
þjófar
Brotizt var inn i geymslu að Suður-
hólum 4 i Breiðholti aðfaranótt laugar-
dags. Ekki var öðru stolið en kókkassa
úr geymslunni og skemmdir voru engar
nema á dyraumbúnaði.
-JH.
götu og hafði þjófurinn ekki komizt
lengra. Bifreiðin var óskemmd.
Þá var einnig stolið bifreið af gerð-
inni Ford Cortina frá Kirkjutorgi sömu
nótt. Sú bifreið hefur ekki fundizt.
Cortinan er drapplituð af árgerð 1969.
Að sögn lögreglu er mjög titt að bif-
reiðum af þessari gerð sé stolið, þar
sem mjög auðvelt er að opna þær með
flestum gerðum lykla.
Það er því vissara fyrir Cortinueig-
endur að vera vel á verði.
-JH.
. Loðmiskófla
I.H. 500
UÓSWSÞOBGElIiSSON -EFFKT.