Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 7

Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. 7 N Islandsmeistaramót unglinga fdiskódansi 1979: DISKOSTUÐ í KLÚBBNUM — Smjörgreiddir Travoltar í leður- jökkum og Olivíur með tagl Glymjandi diskótónlist, Oliviur og Travoltar, svartir leðurjakkar og brilljantín, stuttir sokkar og tögl. Það var ekki um neitt að villast, við erum á réttum stað. Staðurinn er veitingahúsið Klúbb- urinn, en þar gengust Klúbburinn og ferðaskrifstofan Útsýn fyrir keppni í diskódansi unglinga í gær. Kepp- endur voru fjölmargir, 15 einstakl- ingar, 4 pör og 25 hópar. Sigurvegari úr hverjum flokki var svo krýndur ís- landsmeistari unglinga í diskódansi 1979. Það má segja að allt húsið hafi verið undirlagt af dönsurum og áhugasömum áhorfendum. Á fyrstu hæð fór fram sjálf keppn- in og sá Vilhjálmur Ástráðsson plötu- snúður þar um fjöruga diskótónlist. Þeir frændur Reynir Ulfarsson og Reynir Jónsson fengu sér smáhlé frá dansinum og spiluðu fótboltaspil. Og áhorfend- urnir voru nokkrir klístraðir og áhugasamir leðurjakkagæjar. Ljósm. Hörður. danshópi sem ekki ætlaði að verða of seinn út á danseólfið Sigurvegari i einstakling -keppni. varð Hulda Lárusdóttir, 14 ára stúlka úr Njarðvík. Sigurvegarar í para- keppni urðu Sigþór Þórarinsson og Drífa Óskarsdóttir, bæði 15 ára Reykvíkingar, og fimm stúlkur frá Jassballettskóla Báru urðu sigurveg- arar í hópkeppni. RK. Áhorfendur virtust vera á öllum aldri. Allt frá smákrökkum upp í fullorðna og allir virtust skemmta sér hið bezta. Á annarri hæð sá Ásgeir Tómasson blaðamaður og plötusnúður um tón- list fyrir yngsta fólkið sem gaf þeim eldri ekkert eftir. Á efstu hæðinni var aftur á móti ekki margt um manninn. Þar voru seldar veitingar, kók, prins póló o; kökur. Vitanlega má enginn \ era að þvi að hugsa um svoleiðis hluti þegar dansinn dunar á neðri hæðum. í kjallaranum var mikið að gera. Þar voru æfingabúðir fyrir keppend- urna og æfðu þeir dansa sína af miklu kappi og létu ekkert trufla sig. Og þegar við yfirgáfum kjallarann var okkur nærri því rutt um koll af MAGNINNKAUP BEINT FRÁ FRAMLEIÐANDA^ LÆGSTA VERÐIÐ. 5 Bráðfalleg stereosamstæða frá I tfoHuba I kjallaranum hafði verið komið upp nokkurs konar æfingabúðum og var mikið að gera. Ekki var laust við smátaugaóstyrk á nokkrum stöðum og mátti heyra upphrópanir eins og ,,guð, við erum næstar” og ,,þetta er allt i lagi. stelpur, við fríkum bara”. Ljósm. Hörður. á super verði HVERNIG ER ÞETTA HÆGT... ? I svörtum sokkabuxum með hvíta satínsvuntu og hvíta slaufu æfði þessi unga stúlka dansinn sinn fyrir keppnina. Og það þarf einbeitni til þess að dansa dans þar sem líkt er eftir brúðu sem hefur snöggar hreyfingar. Annars er stúlkan sjálfsagt kattliðug eins og hinir keppendurnir. Ljósm. Hörður. „Aftar, aftar, aftar. Þið verðið að færa ykkur aftar svo að keppendurnir komist fyrir. Og svo fara þeir sem búnir eru að keppa upp á aðra hæð og dansa þar svo það er um að gera að fara þangað og næla sér í gott sæti,” sagði Vilhjálmur Ástráðsson plötusnúður. Og það var eins og við manninn mælt. Hópur unglinga ruddist upp á aðra hæð. Samt var eins og hópurinn þynntist ekkert. Ljósm. Hörður. Þetta tæki býður upp á allt: Stereo-útvarp, kassettusegulband, plötuspilara og 2 stóra hátalara. Magnarinn er 28 vött 2 hátalarar eru í hvorum kassa. Stór renndur 28 sm plötudiskur tryggir réttan snúning. Otvarpstækið er með miðbylgju, langbylgju og FM stereo. Gjörið svo vel að skoða þetta bráðfallega tæki og sannfærizt um að Toshiba SM 2700 stereosamstæðan er ekki aðeins afburða stflhrein I útliti heldur lika hljómgóð. SM 2700 gefur yður mest fyrir peningana. 1 Jú, Toshiba er stærsti framleiðandi rafeindatækja I heimi. Þeir framleiða allt I tækin sin sjálfir. Þvi eru þeir algerlega óháðir öðrum um af- greiðslu og verð á hlutum til tækjanna. 180.000 starfsmenn Toshiba og j 30.000 visindamenn tryggja það nýjasta og bezta á hverjum tima. I Við flytjum heim stórar sendingar af Toshiba tækjum beint frá Japan i upphituðum járnbrautarvögnum gegnum Siberiu eða með flutninga- skipum á vegum Toshiba. Á þann hátt er tryggð bezta meðferð tækj- anna. Þau verða ekki fyrir óeðlilegum kulda og hitamismun sem getur haft skaðvænleg áhrif á viðkvæma hluti tækjanna. i EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF.I«* f Nafn 1 4 Heimilisfang ^ Póstnúmer .. / v**444444444444444444' BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995. /*12*t!StííWN\ , sareSð már mynda ” vsráista. q ^ ....................4 } Útsölustaðir: • Akranes: Bjarg h.f. Borgarnes: Kaupf. Borgf. Bolungarvik: Verzl. E.G. Isafjörður: Straumur s.f. Hvammstangi: Verzl. S.P. Blönduós: Kaupf. Húnvetninga. Sauðárkrókur: Kaupf. Skagf. Akureyri: Vöruhús Kea Hljómver h.f. | Húsavik: Kaupf. Þingeyinga Egilsstaðin Kaupf. Héraösbúa. Ólafsfjörðun Verzlunin Valberg Siglufjörður: Gestur Fanndal. Hornafjörður: K.A.S.K. Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga. Vestmannaeyjar Kjarni h.f. Keflavik Duus. Neskaupstaður: Rafsilfur s.f.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.