Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979.
17
; síðan með bolvindu kom hann þrumu-
knötturinn — Einar er kominn heim.
DB-mynd Hörður.
Sýning Víkinga
—Víkingur vann yf irburðasigur á Fram í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik í Höllinni—32-20
— Einar Magnússon lék sinn fyrsta leik með Víking
Víkingar héldu sýningu í Laugar-
daishöll í gærkvöld i 1. deild Islands-
mótsins. Þeir gjörsigruðu Fram 32—20
og sýndu allar sínar beztu hliðar.
Víkingar höfðu mikla yfirburði, sterkir
í vörn, markvarzlan góð og í sókninni
var hvert markið öðru fallegra.
Gegnumbrot og þrumuskot Viggós
Sigurðssonar, inn úr hornunum fóru
þeir Óiafur Jónsson og Erlendur Her-
mannsson og skoruðu falleg mörk.
Árni Indriðason af línunni, Páll Björg-
vinsson með gegnumbrotum sínum,
Steinar Birgisson með góðum skotum
sínum og stórskyttan Einar Magnússon
er lék sinn fyrsta leik heima eftir langa
dvöl í V-Þýzkalandi. Hann rétt sýndi
við hverju má búast er hann í lok
leiksins lyfti sér upp og skaut
þrumuskoti neðst í markhornið —
Einar var kominn aftur. Við þessu átti
Fram ekkert svar — Víkingur lék stór-
kostlegan handknattleik í Höllinni i
gærkvöld — yfirburðirnir voru algerir
og aðeins Gústaf Björnsson virtist hafa
getu á við Víkinga.
Bilið milli forustuliðanna í 1. deild
— Vals og Víkings, og annarra liða
eykst því enn. Valur trónir nú efst með
19 stig, Víkingur 17 stig — stefnir í
mikið uppgjör þessara risa. En snúum
okkur að leiknum í gærkvöld. Einar
Magnússon lék sinn fyrsta leik með
Víking eftir að hafa horfið á braut frá
meistaraliði Víkings 1975. Raunasaga
Víkings — síðastliðið vor missti
Víkingur tvo landsliðsmenn, þá
Björgvin Björgvinsson og Þorberg
Aðalsteinsson. í vor missa Víkingar
Viggó Sigurðsson en það koma fram
nýir og efnilegir leikmenn hjá Víking.
Þeir Sigurður Gunnarsson, Erlendur
Hermannsson og Ólafur Jónsson hafa
allir blómstrað í vetur.
Það var mikil harka í upphafi
viðureignar Víkings og Fram — rétt
eins og i fyrri leik liðanna í vetur. En
ni og Steinunni
inu á ísafirði
ur leik bæði í svigi og stórsvigi
Björn Olgeirsson — tvöfaldur sigur á Isa.'irði
DB-mynd Þorri.
það var aðeins á meðan Fram hélt
nokkurn veginn í við Víking, sem
komst í 3—1 en Fram jafnaði 3—3.
Síðan náði Víkingur aftur
undirtökunum, komst í 8—4, en með
góðri baráttu náði Fram að minnka
muninn í eitt mark — 9—8, síðan 10—
9, en þar skildi á milli liðanna. Yfir-
burðir Víkinga komu þá berlega í Ijós
og Víkingur hafði yfir í leikhléi, 14—9.
Og I síðari hálfleik voru yfirburðir
Víkinga algerir. — Víkingur náði sjö
marka forustu, 17—10. Um miðjan
síðari hálfleik kom Einar Magnússon
inn á í fyrsta sinn og heldur byrjaði illa
fyrir honum. Hann missti knöttinn,
einn leikmanna Fram náði honum og
brunaði upp. Einar sá sér þann kost
vænstan að brjóta á honum og var um-
svifalaust rekinn út af — eftir aðeins
tæpa mínútu frá þvi að hann gerði
„come-back” sitt í íslenzkan hand-
knattleik.
En Einar var mikill ógnvaldur vörn
Fram, skoraði skömmu síðar sitt fyrsta
mark, úr víti. Þegar Víkingar fengu
knöttinn þá komu leikmenn Fram mjög
út á móti Einari og hann átti laglegar
línusendingar. En í lokin koni
þrumuskotið sem hinir 700 áhorfendur
í Höllinni biðu eftir. Einar lyfti sér upp
og þrumufleygur hans hafnaði neðst í
markhorninu. Gull af marki — Einar
er kominn heim.
Á 18. mínútu var forusta Víkinga
orðin 10 mörk, 23—13 og lokatölur
urðu 32—20. Stórsigur Víkings —
stærsti sigur Vikings á Fram í 1. deild.
Viðureignin undirstrikaði mátt
Víkings, því Fram lék alveg þokkalega
framan af en Ieikmenn Fram einfald-
lega stóðust Víkingum ekki snúning,
þegar á leið. Mun betri æfing
leikmanna Víkings, beittara spil sagði
til sín. Og viðureignin undirstrikaði
ennfremur í raun muninn — annars
vegar Víkingur er Ieikur nútímahand-
knattleik, sterkan varnarleik,
fjölbreyttan sóknarleik með fallegum
fléttum jafnframt einstaklingsfram-
taki, og hins vegar Fram — er lék eins
og íslenzk lið hafa leikið síðastliðin 15
ár. 1 dag er það einfaldlega ekki nóg, —
ekki gegn þeim beztu.
Fram brá á það ráð að taka Viggó
Sigurðsson úr umferð en þrátt fyrir
það var Viggó markhæstur, með 9
mörk, 2 víti. Víkingar losuðu laglega
um Viggó. Ýmist með því að opna
fyrir hann eða leikfléttu sem losaði um
aðra leikmenn og oftar en einu sinni
kom fyrir að Árni Indriðason var einn
frír fyrir miðju marki með knöttinn
eftir laglega leikfléttu. Upp úr miðjum
síðar hálfleik gáfust Framarar upp á
því að taka Viggó úr umferð og hann
átti ekki í erfiðleikum með að finna
leiðina í netið, með föstum skotum
sínum. „Lofaðu Einari líka að’
skjóta,” kallaði Bogdan, þjálfari
Víkinga inn á. Slikir voru yfirburðirnir
en það var sama hvar borið var niður í
liði Víkings — alls staðar áttu menn
góðan dag. Og sérlega ánægjuleg
hlýtur að vera fyrir Víking markvarzla
Kristjáns Sigmundssonar, er loks
virðist vera að ná sér upp úr þeim
öldudal er hann hefpr verið í lengst af í
vetur. Varði markið mjög vel.
Fram mætti ofjörlum sínum í
Höllinni — og aðeins Gústaf Björnsson
sýndi skemmtilega takta i liði Fram. En
jafnvel í sérgrein hans — að fara innúr
horninu og skora lagleg mörk — gekk
ekki upp hjá Gústafi, því Kristján Sig-
mundsson sá við flestum skotum hans
þar. Þá sýndi Theódór Guðfinnsson
skemmtilega takta undir lokin,
skoraði lagleg mörk með góðum
skotum. Aðrir leikmenn komust lítt
áleiðis gegn vörn Víkings.
Mörk Víkings skoruðu — Viggó 9, 2
viti. Erlenaur 6, Ólafur Jónsson 5,
Steinar og Páll 4, Árni lndriðason og
Einar Magnússon 2 mörk hvor. Hjá
Fram skoraði Gústaf 9 mörk, 5 víti.
Theódór Guðfinnsson 4, Atli og Sigur-
bergur 2 hvor. Pétur Jóhannsson,
Viðar Birgisson og Erlendur Davíðsson
I mark hver. Leikinn dæmdu þeir Jón
Hermannsson og Gunnlaugur Hjálm-
arsson.
H. Halls.
Heimsmet
ílóðkasti
— og stúdentametin
félluíUSA
Yuri Seykh, Sovétríkjunum, setti
nýtt hcimsmct í lóðkasti innanhúss í
landskeppni Kanada og Sovétríkjanna i
frjálsum íþróttum í Montreal á laugar-
dag. Kastaði 23.46 metra en eldra
heimsmetið var 22.60 m. Það átti
Bandaríkjamaðurinn Georgc Frenn,
1969. Sovétrikin höfðu mikla yfirburði
í landskcppninni.
Suleiman Nyambui, Tanzaniu, sem
stundar nám við háskólann í Texas,
sigraði í 2ja mílna hlaupi í keppni
bandarísku háskólanna í Detroit i gær.
Hann hljóp á 8:37.87 mín. og klukku-
stund síðar gerði hann sér lítið fyrir og
sigraði í míluhlaupinu á 3:57.89 mín.,
sem er góður (ími innanhúss. Þar með
bætti hann 12 ára gamalt met hlaupar-
ans fræga, Jim Ryan, sem var 3:58.6
mín.
Tvö önnur NCAA-met voru sett.
Renaldo Nchcmiah, háskólanum í
Maryland, bætti met sitt í 60 jarda
grindahlaupi. Hljóp á 6.90 sek. og Don
Paige, Villanova, setti met í 1000 jarda
hlaupi. Hljóp á 2:07.27 mín. Curtis
Dickey, Texas, sigraði Harway Glance,
Auburn, í 60 jarda hlaupi. Hljóp á 6.15
sek. en Glance 6.17 sek.
Von Stjörnunnar
slokknaði í Eyjum
- Þór sigraði Stjömuna 24-18 íEyjum
Þýðingarmikill leikur í 2. deild
íslandsmótsins var háður í Eyjum i
gær. Stjarnan úr Garðahæ sótti Þórara
heim og skemmst er frá bví að segja að
heimamenn sigruðu örugglega 24—
18. Þór styrkti þar með stöðu sina i 2.
deild verulega og er með í baráttunni
um sæti i 1. deild að ári.
Viðureign Þórara og Stjörnumanna
stóð í járnum allan fyrri hálfleik, en
Stjörnumenn þó öllu frískari i byrjun.
Þórarar, sem ekki höfðu leikið í sex
vikur vegna sífelldra frestana, héldu þó
vel í við Stjörnuna og náðu að komast
yfir fyrir leikhlé, 12—10.
Góður kafli Þórs í byrjun hálfleiks
gerði út um leikinn, er þeir komust i
17—12. Þann mun náði Stjarnan aldrei
að vinna upp og öruggur sigur Þórara
var staðreynd.
Þórsliðið var áberandi betri aðilinn í
þessum leik. Hæst ber snilldar-
markvörzlu Sigmars Þrastar hins
bráðefnilega markvarðar Þórs en hann
varði eins og berserkur allan leikinn.
Þór Valtýsson og Hannes voru mjög
góðir en Hannes var eins og venjulega
tekinn úr umferð. Hörður Hilmarsson
var mest áberandi ásamt Magnúsi
Teitssyni hjá Stjörnunni.
Hannes Leifsson skoraði 6 mörk
fyrir Þór, Ragnar Hilmarsson 5, Her-
bert og Þór 4 mörk hvor. Eyjólfur
Bragason var langmarkhæstur
Stjörnumanna, með 9 mörk, 5 víti.
Magnús Tcitsson og Hörður Hilmars-
son 3 mörk hvor.
Góðir dómarar voru þeir Gunnar
Kjartansson og Ólafur Steingrímsson.
FÓV.
Tíundi sigur
Fram í 1. deild
— kvenna gegn Víkingi.
Valur sigraði Breiðablik
Fram stefnir nú í meistaratign i 1.
deild kvenna. Enn einn sigur Fram í
gærkvöld — tíundi sigur Fram í 1. deild
og Víkingur varð fórnarlamb Fram,
16—12. Fram komst í upphafi í 3—0 og
staðan í leikhléi var 7—5, síðari hálf-
leik vann Fram einnig með tveimur
mörkum, — öruggur sigur, 16—12.
Þá sigraði Valur lið Breiðabliks að
Varmá í gærkvöld 16—13 svo baráttan
í bolni 1. deildar er eingöngu milli
Blikanna, Víkings og Þórs, Akureyri.
Staðan í 1. deild er nú:
Fram 11 10 0 1 144- -91 20
FH 8 6 1 1 109- -88 13
Haukar 12 6 1 5 125- -131 13
KR 11 6 0 5 124- -117 12
Valur 9 5 1 3 122- -116 11
Breiðablik 10 2 1 7 87- -126 5
Víkingur 10 1 2 7 102- -128 4
Þór 9 1 0 8 91- -124 2
íþróttir
HALLUR
HALLSSON
Staðaní
1. deild
Úrslit leikja í 1. deild.
ÍR-Fylkir
HK-Valur
Fram-Víkingur
Staðan í 1. deild ernú:
Valur 10 9 1 0 179- -147 19
Víkingur 10 8 1 1 245- -202 17
FH 10 5 1 4 196- -190 11
Fram 11 5 1 5 213- -236 11
Haukár 9 3 2 4 182- -181 8
ÍR 11 3 I 7 197- -214 7
Fylkir 10 1 3 6 181- -193 5
HK 11 1 2 8 165- -194 4
Markhæstu leikmenn eru nú:
Geir Hallsteinsson, FH, 62/24
Gústaf Björnsson, Fram, 61/29
Stefán Halldórsson, HK, 58/13
Hörður Harðarson, Haukum, 57/21
Viggó Sigurðsson, Víking, 48/5
Guðjón Marteinsson, ÍR, 47/3
Jón Pétur Jónsson, Val, 44/7
Gunnar Baldursson, Fylki, 43/8
Páll Björgvinsson, Víking, 41/7
Púaðá
leikmenn
áSpáni
— vegna verkfallsins
um síðustu helgi
Þegar lcikmenn gengu á völlinn á
Spáni púðuðu áhorfendur á þá víðs
vegar um Spán. Ástæðan var sú að
leikmenn fóru um síðustu helgi í
verkfall. Áhorfendur voru með færra
móti og félögin tóku 10% af launum
leikmanna sem refsingu. Sporting
Gijon heldur öruggri forustu eftir 2—0
sigur gegn Sevilla. Atletic Bilobao og
Real Madrid skildu jöfn, 3—3 i Bilbao.
Úrslitin urðu:
Hercules-Real Zaragoza 1—0
Espanol-Real Sociedad 2—0
Gijon-Sevilla 2—0
Celta-Racing 2—0
Recrcativo-Valencia 4—3
Burgos-Salamanca 1—0 1
Bilbao-Real Madrid 4—3 1
Atlctico Madrid-Vallecana 0—0
Las Palmas-Barcelona 2—1