Dagblaðið - 12.03.1979, Page 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979.
29
meira fyrir augað en eyrað
Þegar bandaríska Capitol-hljóm-
plötufyrirtækið gaf út sína fyrstu
myndplötu (það er hljómplötu með
innþrykktri mynd) komu aðeins fá
eintök í smásöluverzlanir. Alls var
upplag plötunnar, Sgt. Peppers
Lonely Hearts Club Band með
Beatles, 50.000 eintök. Starfsfólk
Capitol.notaði sér hins vegar aðstöðu
sína og keypti plöturnar í heildsölu.
Þegar eintökin sem eftir voru
komu í verzlanir voru þau rifin út af
stórhrifnum kaupendum. Eðlileg
afleiðing þess áhuga var að sjálf-
sögðu stórfelld verðhækkun á
þessum plötum. King Karol hljóm-
plötuverzlunin á Manhattan seldi
þær til dæmis á 7.500 krónur sem er
um það bil þrjú þúsund krónum
meira en platan átti að kosta
upphaflega. Nú er verðmætið mun
meira og tæpast hægt að fá Sgt.
Peppers myndplötu fyrir minna en 22
þúsund krónur.
Til skamms tíma voru það aðeins
starfsmenn plötuiðnaðarins sem gátu
eignazt myndplötur. Framleiðslan
var einfaldlega svo dýr að ekki
borgaði sig að fara út í fjöldafram-
leiðslu.
Hvað er
myndplata
Áður en lengra er haldið er rétt að
fræðast nánar um það í hverju fram-
leiðsla myndplötu er frábrugðin
venjulegri svartri hljómplötu. Mynd-
platan er í raun og veru glær með
tveimur myndum eða teikningum
innan í. Fljótt á litið virðist því
myndin vera pressuð eða þrykkt í
plastið. Myndirnar snúa hins vegar
baki hvor í aðra og sjást greinilega í
gegnum plastið. Niður í það eru rák-
irnar síðan grópaðar eins og á venju-
legri plötu.
Myndplötur eru ekki nýtt fyrir-
brigði á hljómplötumarkaðinum. Á
árunum 1949—52 voru gerðar plötur
með heitinu Vogue — The Picture
Record. Þá eru einnig á lofti sögu-
sagnir innan iðnaðarins um að árið
1914 hafi myndplata verið pressuð.
Hins vegar komst fyrirbrigðið ekki i
tízku fyrr en fyrir um tveimur árum.
Þá hófu hljómplötuútgáfur að gefa
útvarpsstöðvum og plötusnúðum
myndplötur sem lítilsháttar þakk-
lætisvott fyrir að hjálpa til við
söluna. Til dæmis lét A&M fyrir-
tækið pressa fjögur þúsund eintök af
myndplötu með Peter Frampton.
Þeim var síðan dreift til þeirra sem
talið var að hefðu átt stærstan þátt í
að skapa hið vel kunna Peter
Frampton-æði. Sú plata gengur nú
kaupum og sölum meðal safnara
fyrir 25 þúsund krónur. Verðið á
áreiðanlega eftir að fara ört
hækkandi.
Fjöldaframleiðsla
á myndplötum
er enn ómöguleg
Hár framleiðslukostnaður og sein-
virk framleiðsla standa í vegi fyrir því
að veruleg fjöldaframleiðsla geti
hafizt á myndplötum að svo
stöddu.Reyndar kvarta útgáfurnar
yfir því að pressufyrirtækin haldi
ekki áætlun og tefjist því útkoma
myndplatna gjarnan.
Helztu vandræðin, sem að steðja,
eru þau að ekki er hægt að fjölda-
framleiða myndplöturnar. Enn hafa
engin sjálfvirk tæki verið fundin upp
sem láta lag af glæru plasti í pressu-
mótið, leggja myndirnar tvær ofan á
plastið, koma svo með annað lag af
plasti þar ofan á og pressa síðan tón-
listina í allt saman. Þetta þarf að
gerast í höndunum og þvi er svo lengi
verið að framleiða myndaplötur
miðað við svartar, grænar, bláar,
gular röndóttar og guð má vita
hvernig litar. Handaflið hækkar líka
® A&M hljómplötufyrirtækið bandariska lét pressa fjögur þúsund mynd-
plötur meö Peter Frampton sem fyrirtækiö gaf síðan því fólki sem talið var
hafa unnið góð störf til að auglýsa stjörnuna upp. Plata þessi gengur nú
kaupum og sölum meðal safnara ytra fyrir 22 þúsund krónur.
verðið á plötunum þrefalt að minnsta
kosti.
Plötur fyrir
augað en
ekki eyrað
Það er með myndplötur eins og
börn: þær eru skemmtilegri fyrir
augað en eyrað. „Framleiðendurnir
fullyrða að hljómgæði myndplatn-
anna séu að minnsta kosti áttatíu
prósent á við svartar plötur,” segir
bandarískur myndplötusafnari.
„Staðreyndin er samt sú að gæðin
eru ekki meiri en svo sem 50—60%. ’
, Kaupendur myndplatna sam-
'þykkja þessa skoðun. Þeir kvaria
helzt yfir því að hávaði frá yfirborði
platnanna sé allt of mikill. Sömu-
leiðis vill það koma fyrir að nálin
leitar upp úr grópunum og æðir yfir
plötuna með tilheyrandi sargi.
Hljómplötufyrirtækin svara þvi til,
er þessir óskostir eru nefndir, að
myndplöturnar séu fyrst og fremst
gerðar fyrir safnara en ekki til
notkunar.
Tvær milljónir
framleiddar fyrir
almennan markað
Öll meiriháttar hljómplötufyrir-
tæki í Bandaríkjunum hafa nú látið
frá sér fara myndplötur á almennan'
markað. Mushroom Records kom í
raun og veru bylgjunni af stað er það
lét gera 100.000 eintök af nýjustu
plötu hljómsveitarinnar Heart er
nefnist Magazine. Capitol fylgdi á
hæla Mushroom með Sgt. Peppers
Lonely Hearts Club Band sem minnzt
var á í upphafi greinarinnar. Og þar
með var skriðunni hrundið af stað.
Síðan í júní á síðasta ári, er Magazine
kom út, hafa tólf hljómplötufyrir-
tæki látið gera yfir tvær milljónir
myndplatna.
Talsmenn útgáfanna eru allir sann-
færðir um ágæti þeirra. Myndplatan
vekur athygli á framleiðslunni, örvar
sölu svörtu plötunnar og gerir við-
komandi hljómsveit eða söngvara
meiraáb andienella.
Enginn treystir sér i dag til að spá
um framtíð myndplatnanna. Þær
hafa verið á almennum markaði í
aðeins níu mánuði og hingað til
orkað sem hvati á hljómplötusölu.
Látum Ralph Ebler aðalfram-
kvæmdastjóra Elektra/Asylum fyrir-
tækisins hafasíðasta orðið:
„Myndplatan er stórkostlegur
hlutur til að vekja spennu fyrir
ákveðnum plötum. Ég lít á hana
fyrst og fremst sem tæki til að kynna
framleiðslu mína. Um sjónarmið
neytandans — það er plötukaupand-
ans — get ég ekki tjáð mig.”
Úr BUSINESS WEEK
ÁSGEIR
TÓMASSON
íO»Í Í_C
w Myndplatan af Sgt. Peppers Loncly Ilearts Club Band er til hér á landi
og kostar litlar sextán þúsundir króna. Fálkinn flutti inn tiu eintök af plötunni
fyrir nokkru og á föstudagskvöldið var ein plata óseld. Hér heldur afgreiðslu-
maður Fálkans á Laugavegi á þessari vinsælu plötu. — Svolítið hefur verið um
að myndplötur væru boðnar til sölu hér á landi. Til dæmis hefur hljómplötu-
'verzlunin Skifan flutt nokkrar inn, meðal annars með Meat Loaf og Boston.
Þær eru nú allar uppseldar.
29 tonna bátur
smíðaður á Akureyri 1976 með Volvo Penta 300 ha.til
sölu. Veiðarfæri á línu og net geta fylgt. Leiga kemur til
greina og geta veiðar hafizt strax.
Aðalskipasalan
Vesturgötu 17, Sími 2-88-88.
Kvöldsfmi 51119.
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H/F
ÆGISGÖTU 7 - SÍMI SÖLUMANNS 18785
Southwind Super Luxus
HARÞURR
með fœti og með
veggfestingu aftur
fyrirliggjandi.
Áldarfjórðungs reynsla
hjá ísl hárgreiðslustofum.
Varahlutir fyrirliggjandi.