Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 32

Dagblaðið - 12.03.1979, Síða 32
% Ummæli talsmanna stjórnar- flokkanna: L / „Það mun vafalaust koma Vilmundi, vini minum, á óvart, sfém var búinn að tala um að stjórnin væri dauð, hvað hún er sprelllifandi,”' sagði Ölafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) í morgun. „Þetta er á lokastigi. Auðvitað hefur maður alltaf vaðið fyrir neðan sig, unz búið er að ganga frá öllu,” sagði Ólafur. „Forsætisráðherra „STJÓRNIN ER SPRELLUFANDI” sendir frá sér hinn breytta texta frumvarpsins í dag. í höfuðdráttum hafa allir kaflar frumvarpsins tekið stakkaskiptum frá upphaflegri mynd þess.” „Það hefur náðst samkomulag um frumvarpið og Ólafur Jóhannes- son vinnur nú að því að láta gera það í sinni endanlegu mynd,” sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra i viðtaii við DB í morgun. „Það hafa verið gerðar ýmsar breytingar á upphaflegu gerðinni, en þær sem ég hef mestar áhyggjur af eru að óbeinir skattar og niðurgreiðslur verða áfram inni í vísitölunni. Það tel ég ekki vera neina kjarabót og ákaflega vafasamt, sérstaklega fyrir þá lægstlaunuðu.” „Helztu póstar okkar eru inni,” sagði Vilmundur Gylfason alþingis- maður (A). „Þó eru nokkur atriði enn óljós.” Stjórnarflokkarnir halda fundi í dag til að ræða hina nýju útgáfu efnahagsfrumvarpsins. Meðal annars verður framkvæmdastjórnar- og þingflokksfundur hjá Alþýðubanda- laginu og flokksstjórnarfundur hjá Alþýðuflokknum. Hjá Alþýðuflokki er búizt við nokkrum deilum. -HH/HP. Svona nú, krakkar, standið alveg beinir og brosið! Snjórinn á allur að vera með á mynd- inni! -DB-mynd: Ragnar Th. Fíkniefnamálið íKhöfn: Ekkert bendir til að málið nái til íslands Guðmundur Gigja rannsóknar- lögreglumaður er nú kominn til starfa hjá dönsku rannsóknarlögreglunni í Kaupmannahöfn. Hann mun þar eiga að kanna hugsanleg tengsl milli íslands og Dan- merkur í kókaínmálinu svonefnda en að sögn Thorsted deildarstjóra í fíkni- efnadeild lögreglunnar í Kaupmanna- höfn hefur enn ekkert komið fram við yfirheyrslur þær, er fram hafa farið, sem bendir til að málið tengist milli landanna. „Það er þó réttara að kanna málið og eins eru þeir íslendingar sem sitja inni hér tengdir einhverjum afbrotum á íslandi, sem lögreglan þar vill kanna,” sagði Thorsted í morgun. Að öðru Ieyti kvað hann ekki neitt nýtt af málinu að frétta og vildi engu spá um það, hversu langan tíma rannsókn þess tæki. -HP. Ungir sem aldnir á kappreiðum Gífurlegt fjölmenni var á kappreiðum Fáks á ísilögðu Rauðavatni í gær. Veður var líka með afbrigðum gott eftir óveðurskaflann fyrir helgina og að sögn forráðamanna mótsins var ánægjulegt, hversu margt ungt fólk var viðstatt og tók þátt í keppni. Það voru hinir eldri einnig,- hér má sjá Þorlák Ottesen, hinn fræga hestamann á hesti sínum, en Þorlákur verður 85 ára í vor. -HP. DB-mynd SVÞ. Ekkert lát virðist vera á loðnuveiðunum í Faxaflóa nema hvað í morgun brældi á miðunum. Um helgina tilkynntu 57 bátar um tæplega 26 þús. tonna afla og eru þrær nú allar fullar á suðvestur horninu. Það er ekki laust fyrr en á Siglufirði, austur um til Hafnar í Hornafirði. Er heildaraflinn nú orðinn um 455 þús. tonn, eða liðlega 100 þús. tonnum meiri en fiskifræðingar töldu ráðlegt í haust. Siðan hefur orðið vart meiri loðnu en menn áttu von á. Hins vegar gengur sala loðnumjöls fremur treglega þessa stundina og eru víða miklar birgðir í verksmiðjunum. Að sögn Jónasar Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldar og fiski- mjölsverksmiðjunnar í morgun, sem á verksmiðjurnar að Kletti og í Örfirisey, hefur mjölnotkun minnkað verulega síðustu ár í hinum hefðbundnu markaðslöndum i Vestur-Evrópu. Sagði hann að hefði mjölútflytjendum ekki tekizt að afla nýrra markaða í fjarlægari löndum, svo sem i Rúmeníu, á Kúbu, og í íran, væri ástandið í sölumálum alvarlegt og verðið mun lægra. Grynnkað var á nýju lausamjöls- tönkunum i Örfirisey um helgina, en þeir fyllast aftur um miðja viku. Hafi ekki tekizt að selja meira fyrir þann tíma, sem Jónas bindur vonir við að takist, verður að fara að sekkja mjölið upp á gamla mátann. -GS. Múlafoss lestar 500 tonn af ósekkjuðu mjöli úr mjöltönkum verksmiöjunnar i Örfirisey. DB—mynd: Sv. Þorm. Nýir fjarlægir markaðir bjarga sölumálunum Loðnan: r GOD VEIÐIEN SOLU- TREGDA Á MJ N irfálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 12. MARZ 1979. Hiibnerog Anderson efstir íMiinchen: FRIÐRIK TEFLIRVIÐ SPASSKY ÍDAG „Ég tel mig hafa átt ágæta mögu- leika í þessu móti þar til ég tapaði fyrir Pfleger,” sagði Friðrik Ólafsson skák- meistari í samtali við DB í morgun frá Mtinchen í V-Þýzkalandi. Tvær umferðir voru tefldar á alþjóð- lega skákmótinu í Munchen um helgina. Friðrik Ólafsson sat yfir í báðum þessum un ferðum, þ.e. hann átti að mæta heimsmeistaranum Karpov og ungverska stórmeistaranum Adorjan en þeir hafa báðir hætt þátt- töku í mótinu sem kunnugt er. Hubner og Anderson hafa nú örugga forystu á mótinu með 7 1/2 vinning. Spassky hefur 6 vinninga og biðskák. Friðrik hefur 5 vinninga. Guðmundur gerði jafntefli við Pachman og hefur nú 3 vinninga og biðskák. í dag teflir Friðrik við Spassky. -GAJ- Félagsmálaráðherra um flugmannadeiluna Sýnist allt stef na í bráða- birgðalög — væntanlega tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ífyrramálið „Mér sýnist því miður allt stefna í að leysa málið með bráðabirgðalögum úr því sem komið er,” sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra í morgun er hann var inntur eftir næsta skrefi opinberu sátta- nefndarinnar i flugmannadeil- unni eftir að þriðja formlega sáttatillaga hennar var felld fyrir helgi. Magnús átti von á skýrslu eða upplýsingum frá nefndinni í dag og vonaðist til að á grundvelli hennar væri hægt að taka málið upp á ríkisstjórnarfundi í fyrra- málið. Ef gripið yrði til lagasetningar taldi Magnús rétt að láta hana einnig ná til starfsaldurslistans þar sem lausn á kaupi og kjörum flugmanna þessa stundina mundi vart skapa frið til frambúðar í röðum þeirra. -GS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.