Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979. 5 Hafskipsmálið: Þrír rannsóknarlögreglu- menn enn við rannsóknina Þrír rannsóknarlögreglumenn vinna enn að rannsókn meints fjár- málamisferlis fyrrverandi stjórnar- formanns og eins aðaleiganda Haf- skips hf. síðan í desember sl. að stjóm félagsins fór fram á rannsókn á framferði hans. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi var úrskurðaður í liðlega mánaðar gæzluvarðhald fyrir jól og sat hann inni framyfir hátíðir. Að sögn Erlu Jónsdóttur fulltrúa í gær, en enn óljóst hvenær heildar- mynd fæst á rannsóknina, enda ílókið mál að kanna meint fjármála- misferli. Enginn hefur verið úrskurðaður í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins, en margir yfirheyrðir. Svo sem DB hefur skýrt frá telur fyrrverandi stjórnarformaðurinn hina stjórnarmennina hafa óhreint mjöl í pokanum, en um það vildi Erla ekkerttjásigaðsvostöddu. -GS. „Ákærður fyrir eitt — dæmdur fyrir annað” — segir Þorfinnur Egilsson ,,Ég var í ákæru kærður fyrir brot á 247. gr. alm. hegningarlaga, en dæmdur fyrir brot á 248. gr. Sú fyrri fjaUar um fjárdrátt en sú síðari um fjársvik,” sagði Þorfinnur Egilsson, annar hinna dæmdu i Grjótjötuns- málinu í viðtali við DB. ,,Ég tel að dómarinn hafi þama farið út fyrir eðlileg mörk, en hefi enn ekki tekið afstöðu til þess, hvernig ég held á þessu málsatriði,” sagði Þor- finnur. -BS. ,Línudans’ svifdreka- flugmanna lífshættu- legur Vegna upplýsinga, sem Rafmagns- eftirliti rikisins hafa borizt um flug svifdrekamanna í nálægð há- spennuh'na, vill eftirhtið koma á fram- færi aðvörun til þeirra þess efnis að snerting við slíkar línur er lifshættuleg. Sjónarvottar er voru fyrir skömmu á BláfjaUasvæðinu voru vitni að því að svifdrekaflugmaður flaug í aðeins hárs- breidd frá háspennulínu. Virtist þeim sem það hefði verið óþarfi og aðeins þjóna þeim tilgangi að ná sem lengstu flugi í stað þess að lenda áður en aðlínunni var komið. -GS. Var það Volvobfll sem stakk af? Ekið var á kyrrstæða bifreið á bíla- stæði Iðnskólans á þriðjudagsmorgun. Var þetta Saab 96 bifreið og skemmdist vinstra afturbretti hennar töluvert. Eftir ýmsum verksum- merkjum að dæma er talið líklegast að bíllinn sem ók á Saabinn hafi verið af Volvo-gerð. Eru sjónarvottar — eða ökumaður sem á keyrði — beðnir að gefa lögreglunni allar hugsanlegar upplýsingar. -ASt. Þingmenn úröllum flokkum flytja frumvarp: Tollfrjáls aðföng iðnaðar Fjórir þingmenn úr öllum flokkum báru i gær fram frumvarp um að fella endanlega niður greiðslu aðflutnings- gjalda af aðföngum til iðnaðar, sem framleiðir til útflutnings eða á í beinni eða óbeinni samkeppni við innfluttar vörur og þjónustu. Þingmennirnir segja, að ríkissjóður missi ekki stóran spón úr aski sínum, þótt hann verði af þessum tekjum. Bæði sé um tiltölulega fá tollskrár- númer að ræða og lítinn innfiutning aðfanga til iðnaðar í hverju tilviki. Aðflutningsgjöldin leggist þó mjög ójafnt á iðnfyrirtækin og geti bitnað illa á einstökum fyrirtækjum og iðn- greinum. Einnig muni sparast vinna, bæði i ráðuneytum og fyrirtækjum, ef menn losni við að afla þessara tekna fyrir ríkið Flutningsmennirnir eru: Friðrik Sophusson (S), Árni Gunnarsson (A), Ingvar Gíslason (F) og Kjartan Ólafs- son (AB). -HH Teg. 67. Skinnfóðraðir með leðursóla Litir: Natur leður eða jjtu _ gulbrúnt leður mt' Stærðir: ^ v Verðkr. Teg. 66 Skinnfóðraðir með leðursóla j>§v Litur: Dökkbrúnt ieður Stærðir: 36—41. WkVarðkr. 10.960, Skinnfóðraðir með leðursóla, k Litur: Svart leður. ^ Stærðir 36-41. Verð Wk , kr. 10.960, Teg. 1448 Skinnfóðraðir og með gúmmísólum. Litur: Ljósbrúnt leður ^ Stærðir: kr. 8.995. Teg. 1454 Skinnfóðraðir og með gúmmísóla Litur: Cognac leður Stærðir: 36—41. _ Verð kr. 8.995. - Teg. 1452 Skinnfóðraðir og með gúmmísóla. Litur: Millibrúnt leður Stærðir: 36—41. Verð Wk kr. 8.995, Teg. 1433 Litur: Antikrauðbrúnt leður. Skinnfóðraðir og með hrágúmmísólum. Stærðir 36-41. nf^ViriiVerð m 10.685. Teg. 1040 Litur: Natur leður. Fóðraðir og með «'Htsterkum sóla. Teg. 1380 Skinnfóðraðir og með gúmmísóla Litur: Ljósbrúnt leður frvéTX Stærðir: 36-41 f , SjML Verð \ iML kr- 8.995. Stærðir 36-41. Verðkr. 8.975, Teg. 1047 Litur: Svart leður. •k Fóðraðir og með \ slitsterkum sóla i'"Stærðir 36-41. ÆSm?. Verðkr. 8.975, Teg. 1042 Litur: Beinhvrtt leður Fóðraðir og með Ij^ slitsterkum sóla Stærðir Ik 36-41 ðk Verðkr. Sw « 975. Teg.1052 Lhur. Natur leður Fóðraðir og með slitsterkum sóla /$StStærðir36—41. Verð kr. 8.975, Teg.125 Skinnfóðraðir og með le ðursóla |pHr t Utir. Brúnt leður, naturog •*** burgundy leður Stærðir V > 36-41. '^^^^^pggggslir Verð V| kr. 12.885, L Teg. 621 , ' Skinnfóðraðir og með leðursóla og rennilás. Litir: Drapp leður eða Wm brúntleður Teg. 500 Skinnfóðraðir og með leðursóla. Litir: Drappleður eða vínrautt leður. Stærðir: 36—41. Verðkr. 22.685, íeg. 503 Skinnfóðraðir og með leðursó/a Litur: Koníaks- brúntleður. Stærðir: 36—41. Verðkr. 22.685, Stærðir: 36—41. Verðkr. 18.650. NÝKOMIÐ SKÓVERZLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR v/A usturvöll Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.