Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979. 11 Herftúðugar óeirðir Hin heiftúðugu átök hófust, að sögn leiðtoga verkalýðsins, þegar lög- reglan réðst á fólksflutningabíl sem flutti stálverkamenn en stálverka- mennirnir höfðu áður hindrað um- ferð á þjóðveginum milli Parísar og Briissel til þess að koma í veg fyrir flutning á erlendu stáli inn í landið. Stálverkamennirnir svöruðu árás lögreglumannanna með því að ráðast á lögreglustöðina í Denain. Þeir reyndu að brjótast inn og notuðu jarðýtu til þess að brjóta hurðina á lögreglustöðinni. Lögreglan beitti táragasi gegn verkamönnunum og óeirðirnar stóðu í tvo daga. Fjðldi bUa var brenndur. Sumir telja þetta verstu óeirðir í Frakklandi frá því í stúdentaóeirðun- um árið 1968. í átökunum missti einn verka- mannanna aðra höndina er hann greip táragassprengju og ætlaði að henda henni aftur að lögreglunni. Sprengjan sprakk i höndunum á honum. Annar skaut sig í fótinn með byssu sem hann var með. íbúar bæjarins réðust að lögreglu- stöðinni með offorsi eftír að falskur orðrómur barst út um að táragas- sprengjur hefðu slasað hóp skóla- barna. Stjómvöld sendu sérþjálfaða óeirðalögreglu á staðinn og í sjón- varpsávarpi vegna atburðanna sagði Raymond Barre forsætisráðherra að ofbeldi yrði ekki þolað. Samningaviðræður hafnar Daginn eftír óeirðirnar færðist lífið furðu fljótt í eðlilegar skorður. Glerbrotum var sópað af götunni og steinar og barefli, brunnin bílflök og götuvígi voru fjarlægð. Umbúðir utan af táragassprengjum vom eins og merki um vondan draum. Fréttir bámst og frá París þar sem greint var frá því að samninga- viðræður milli stjórnvalda og fulltrúa stálverkamanna væm hafnar. Atvinnumálaráðherrann Robert JÓNA§ HARALDSSON Boulin tilkynntí að ekkert yrði frekar aðhafzt meðan samningaviðræður stæðu yfír. Þá lagði hann tii að stál- verkamenn á þessu svæði kæmust mjög fljótt á eftírlaun, eða við 50— 55 áraaldur. Samkvæmt upplýsingum ráðherr- ans tæki þetta tilboð til 13 þúsund stálverkamanna í norðurhémðunum og Lorraine af u.þ.b. 20 þúsundum sem ættu það á hættu að missa starfið. Tíu þúsund manns kæmust snemma á eftirlaun og þrjú þúsund manns myndu leggja niður störf af sjálfsdáðum. Boulin atvinnumálaráðherra sagði að kostnaður við þessar eftírlauna- greiðslur næmi um sjö milljörðum franka. Talsmenn verkalýðsins héldu þvi hins vegar fram að ódýrara væri að hafa mennina áfram í vinnu og ný- skapa jafnframt stáliðnaðinn í Frakklandi. Gerges Seguy, leiðtogi stærsta verkalýðssambandsins í Frakklandi, CGT, sem er undir stjórn kommúni'sta, sagði á fundi með stál- iðnaðarmönnum i Denain i síðustu viku að tilboðið væri ekki mjög óhagstætt. En hann lagði jafnframt áherzlu á að væri til langs tíma litið mætti það ekki kröfum verkamanna. Dhennain, leiðtogi verkalýðsfé- lagsins í Denain, sagði að peningatíl- boð stjómarinnar væri aðeins brella. ,,í verðbólgunni verður þessi upp- hæð verðlaus á þremur árum. Það sem við viljum aUir er að búa hérna og vinna hér á þeim stað sem við emm fæddir og þar sem rætur okkar liggja.” sveitarfélög og væmm við þar bundin við innanlandsmarkað heldur mætti reikna út hvort hagkvæmt væri t.d. að selja Færeyingum heita vatnið okkar, flutt þangað með einangruðu tankskipi. Frá Alaska er gas flutt við 162 gráða frost tíl Japans, og þykir hagkvæmt, því skyldi ekki unnt að flytja heitt vatn tíl Færeyja á hag- kvæmu verði? Þá mætti hugsanlega flytja heitt vatn með skipi úr Reykjanesi í Djúpi á fsafjörð en við könnun er gerð var þá var það dæmt óhagkvæmt, síðan hefur olíuverð þó margfaldast svo þetta dæmi mætti reikna á ný. Það er heldur ekki vist að fuU alvara hafi verið höfð við útreikninga í fyrra tUfeUinu. Krístinn Snæland Sjávarföll skítsins til upphitunar eða raforku- framleiðslu er verðugt rannsóknar- verkefni sem setja ætti af stað sem fyrst. Heita vatnið f lutt milli bæja Nýtíng heita vatnsins er fyrst og fremst háð flutningi þess til notanda og svo þeim orkuspekúlasjónum, sem sala þess er nú undirorpin. Gegn okrinu þarf einfaldlega að setja lög en þá er nýtingin eftir. Hugsanlegt er að flytja heita vatnið ekki einungis með römm heldur mætti flytja það á tankvagni eða með skipum. Varðandi flutning að einstökum bæjum væri hægt að hugsa sér að viðkomandi bóndi ætti tvo tank- vagna, sem vel væru einangraðir. Hugsanlegt er að hagkvæmt væri að flytja vatnið þannig tugi kílómetra að einum sveitabæ, þar sem það væri síðan tengt við húsið með einfaldri tengingu. Svar við þessu er einfalt reiknings- dæmi sem ég ætla að láta sér- fræðingunum eftír að svara. Sama mætti segja um flutning heita vatnsins með skipum fyrir heil Þá er loks að nefna sjávarfalla- virkjarnir en þær em þegar orðnar nokkrar erlendis og full ástæða fyrir okkur að gefa þeim gaum. Sem dæmi um sterk sjávarföll má nefna mörg sundin í Breiðafirði, Borgarfjörð syðra, Hraunsfjörð á Snæfellsnesi og t.d. Hornafjarðarós. Okkar orkumálamenn eru eflaust kunnugir öllum þessum kostum en það er nú svo að oft sækjum við vatnið yfir lækinn og eins er maðurinn þannig gerður að hafa ekki áhuga á smáverkefnum. Þannig er nú að margir orkumála- menn telja hringlínu besta kostinn til að tryggja orku á Austfjörðum. PóUtíkusar og sumir orkuöflunar- menn vilja hins vegar virkja rakvatn í Bessastaðaá og láta það ganga fyrir hringtengingu. Það sem mælir helst með Bessastaðaárvirkjun er að með henni væri eitt orkuver komið upp utan eld- og jarðskjálftasvæða. Staðir sem að framan eru nefndir eru flestir utan eld- og jarðskjálftasvæða og staðreynd er að sjávarfallavirkjarnir hafa þegar reynst vel erlendis. Bygging orkuvera utan hættusvæða er brýn naúðsyn sem framkvæma þarf sem fyrst. Sjávarfallavirkjanir gætu orðið hluti orkuöflunar utan áhættusvæða. Kristinn Snæland. Horíðu hryggur umöxl Á árinu 1975 komu fram mjög eindregnar ráðleggingar frá fiski- fræðingum um að við islendingar létum ekki veiða meira en 230 þúsund tonn af þorski á íslandsmiðum á árinu 1976. Þessar ráðleggingar voru megininntak svörtu skýrslunnar svo- kölluðu. Orðréttsegirískýrslunni: „Með tilliti til þess alvarlega ástands sem nú rikir í þorskstofninum, eins og rakið er hér að framan, leggur Hafrannsóknarstofnunin eindregið tíl aö heildarafli þorsk á íslands- miðum fari ekki fram yfir 230 þúsund lestir árið 1976.” Áhugavert er að spyrja þeirrar spurningar að hve miklu leyti farið hafi verið eftir þessum tillögum Fiski- fræðinganna í skýrslum Hafrannsóknastofnun- ar má lesa, sbr. t.d. Hafrannsóknir, 13. hefti 1978, að árið 1976 hafi verið veidd samtals 347 þúsund tonn á Is- landsmiðum, þar af hafi íslendingar veitt sjálfir 280 þúsund tonn. Það hefur því verið farið 50% fram úr ýtrustu ráðleggingum fiskifræðinga það ár. Við snúum við staðreyndum Árið 1977 lagði Hafrannsókna- stofnun til að veidd yrðu 275 þúsund tonn af þorski. í skýrslum Hafrann- sóknastofnunar má lesa að þorskafl- inn á árinu hafi verið 340 þúsund tonn. Þar af hafí íslendingar sjálfir veitt 330 þúsund tonn. Farið var því 24% fram úr ýtrustu ráðleggingum Reynir Hugason á land, þegar tU lengdar lætur, heldur myndi afU á sóknareiningu vaxa verulega sem þýðir í raun mun arð- bærari veiðar en áður. ” Það er ekki nóg með að unnt væri að ná á land þessum sama afla, þ.e. 340 þúsund tonnum, með helmingi minni fiskiskipaflota, heldur er athygUsvert að þó bætt væri við helmingi fleiri skipum en nú eru við veiðar þá eru mestar líkur á þvi að ekki myndi veiðast neitt meúa í heUd af þorski heldur en nú gerist. Þetta þýðú með öðrum orðuir, að sóknin er það mikil í þorskinn að hún jafngUdir ótak- markaðri sókn. Ef minnka ætti sókn- „Fjórir fimmtu hlutar af fiskiskipa- flotanum stunda hreina atvinnubóta- vmnu. gg| „Ef þorskurinn þurrkast út nú, þá “ getum við flutt burt, því að þá verður landi ekki skítseiðis virði.” fiskifræðinga. Árið 1978 lagði haf- rannsóknastofnun til að veidd yrðu að hámarki 270 þúsund tonn árin 1978 og 1979 hvort ár. í reynd voru veidd 330 þúsund tonn á íslands- miðum og það fór að mestu allt í mörlandann. Vegna þess hve miklu meira var veitt af þorski árið 1978 en fiskifræðingar lögðu tU lækkaði afla- hámarkið á árinu 1979 úr270þúsund niður í 250 þúsund. Fiskifræðingar standa nú fastar á því á fótunum að 250 þúsund tonn sé það hámark sem þeú þori að láta veiða úr þorskstofn- inum á þessu ári. Ef við lítum nú tU baka til ársins 1976, og sjáum þróunina í veiði ís- lendinga, þá sjáum við að afli íslend- inga af þorski á íslandsmiðum hefur aukist um 17% á þessum árum. Ef allt væri með felldu hefði afiinn átt að minnka frekar en hitt á þessu ára- bili. Við íslendingar erum hins vegar svo sérstæðir að okkur munar ekkert um að snúa við staðreyndum. Það verður sennUega að leita býsna langt út fyrir landsteinana til þess að finna einhverjar hliðstæður. Ótakmörkuð sókn Annað atriði er mjög umhugsunar- vert í þessu sambandi. — Þegar með útkomu svörtu skýrslunnar var bent á það að fiskiskipastóllinn væri alltof stór, þar stendur orðrétt m.a.: „Ef sóknin yrði mrnnkuð um helming (þ.e. skipum fækkað um helming) myndi slíkt ekki aðeins þýða nokkurn veginn sama aflamagn ina í stofninn, þannig að arðsemi veiðanna yrði hámörkuð, þyrfti að höggva 4 skip af hverjum 5, það er minnka sóknina niður í 20% af því sem hún er nú. Með öðrum orðum sagt, 4/5 hlutar af fiskiskipaflotan- um stunda hreina atvinnubótavinnu. Ólafur Karvel Pálsson sýndi fram á í grein í Dagblaðinu fyrú stuttu, að ef farið hefði verið að ráðum fiskifræð- inga, og veidd 270 þúsund tonn hvort árið 1977 og 1978, hefði mátt jafnt og þétt auka aflann nú, i stað þess að við stöndum frammi fyrú tillögum um stórkostlega minnkun aflans frá þessu ári, eða úr 330 þúsund tonnum árið 1978 niður í 250 þúsund tonn árið 1979. Ástæðurnar til þess að fiskifræð- ingar leggja til þessar takmarkanir á þorskafla hafa verið tilefni mikillar umræðu. Staðreyndin er sú að hinn almenni borgari á bágt með að skilja hvemig hægt er að reikna út fjölda fiska í sjónum eða finna þann fjölda með mælingum, öðmvísi en beinlínis að telja hvern fisk, en það sér hver maður að er gersamlega ómögulegt. Eigi að siður er það staðreynd að til- tölulega auðvelt er að átta sig á því hve mikið magn er af fiski í sjónum og eru til þess að minnsta kostí 3 viðurkenndar aðferðú. Fiskiíræðingar hafa á grundvelli þeúra niðurstaðna sem þeú hafa fengið með beitingu þessara aðferða um árabil, komist að þeúri niður- stöðu að magn þorsksúis í hafinu sé það lítið að ekki sé óhætt að veita ótakmarkað úr stofninum. Þeir þora i með öðrum orðum, ekki að láta veiða meúa af þorski en það magn sem þeú ráðleggja á hverju ári og hafa gert nú um nokkurra ára skeiö af ótta við að meúi sókn i stofninn muni ríða honum að fullu. Þeir geta að visu ekki sannað að svo muni fara, verði ekki farið að þeirra tillögum, þvi þeú vita ekki hvenær stærð hrygningar- stofnsins er komin niður í það mark að hann getí ekki endumýjað sig, en þeir hafa heldur enga tryggingu fyrú þvi að svo muni ekki fara. Jafnvel með þann hrygnúigarstofn sem við höfum nú, sem nemur ekki meira en riflega hálfri ársveiðinni af þorski, eða rétt um 200 þúsund tonnum, höfum við enga tryggingu fyrú því að hann geti endumýjað sig þegar til lengri tíma er Utið. Fiskifræðingar reyna því að róa á rétt borð og fara ekki lengra í sinum ráðleggingum en þeú framast þora því þeir vilja ekki verða þess valdandi aðviðkomubrest- ur verði í stofninum. Þeir beita sem sé þeirri bestu þekkingu sem völ er á til ákvörðunar á því magni sem þeir leggja til að veitt verði og taka þá til- Iit til þess um leið að mörg sjávar- pláss útí á landsbyggðinni byggja hreinlega afkomu sína á veiðum á þorski. Ef fiskifræðingar hugsuðu einung- is um arðsemi veiðanna myndu þeú leggja til að skipastóllinn yrði skor- inn niður um meira en helming og veiðar yrðu minnkaðar mjög veru- lega, langt niður fyrú 250 þúsund tonn, í þeim tílgangi að byggja upp hrygningarstofninn sem hraðast. Hugsað til næsta máls í hvert sinn sem fiskifræðingar hafa komið fram með tiUögur sínar um hámarksafla á þorski hefur fjöldi manna jafnan verið tilbúinn til þess að vefengja tölur jreirra um leið og þær komu fram. Þeú eru m.a. taldir allt of svartsýnir og einn ráðherrann lét það sér um munn fara að „fiski- fræðin væri ung vísindagrein og því vart marktæk”, svo dæmi séu tekin. Það hlýtur að verða að álykta það að þessir sömu menn séu tilbúrtír til að taka þá áhættu sem því er samfara að láta veiða meira en ýtrustu ráð- leggingar • fiskifræðinga gefa til kynna. Því miður eru ýmsir þessara manna sem vefengja tölur fiskifræð- inga í valdastöðum. Þeú vúðast til- búnir til þess að hætta framtíð þjóð- arinnar fyrir stundarhagsmuni sína og sinnar klíku. Þeir vilja halda uppi óbreyttri neyslu eins lengi og kostur er, væntanlega til þess að halda völd- um. En þeir hugsa ekki um framtíð- arhagsmuni þjóðarinnar. Þeir hljóta að byggja bíræfni súia á brjóstviti einu saman, því þeir hafa ekki að baki sér nein þau gögn sem fiskifræð- ingar hafa ekki og þeú hafa ekki til að bera neina þá þekkingu eða upp- lýsingar sem fiskifræðingar hafa ekki jafnframt. í okkar frumstæða veiðimanna- og hjarðmannaþjóðfélagi eru stundar- hagsmunirnir látnir ráða ferðinni. Hvert sem litið er er auðsætt að hugs- unin nær vart lengra en til næsta máls, hvort sem litið er á efnahags- mál þjóðarinnar í heild eða á málefni einstakra atvinnuvega. Ekki er verið að byggja upp fyrú framtíðina heldur er verið að nýta auðlindú og mögu- leika framtíðarinnar til að bjarga við vandamálum líðandi stundar. Það er kannski rétt sem sagt er um íslenska stjómmálamanninn, að hann vilji ekki völd, hann vilji bara upphefð. Það er þó liður í því að hafa völd og kunna að stjóma og þora að taka óvinsælar ákvarðanir, og fyrir suma óþægilegar ákvarðanir, og framfylgja þeim. Ef þorskurinn þurrkast út nú, þá getum við flutt burt því, að þá verður landið ekki skítseiðis vúði. Reynir Hugason verkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.